Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 2
o Fimtudag'ur 31. ágúst 1944 MORGUNBLAÐIÐ ♦*♦♦*♦♦*• •*•«% ♦*♦ ♦*• ♦*♦♦*♦ ♦*♦ •!♦ ♦*♦ **« ♦*♦♦*• FJÆR O G ,,í‘*K**WM»*4X**t* ♦M**HmXm^*XhH,*'**X* *♦• *!* •♦**t**J* *♦*♦!* ♦••♦•♦♦♦**J**t**#*****í**t********** *JhX**H**X**í**X*.X**W**H**H**H**H* NÆ R '♦•“•♦♦♦♦♦♦♦♦♦**}>*H»****H**H**H**J**H**H**H* Amerískir hermenn sækja mikið Lands- békasafnið Áreitniseðlið. AF öllum íslenskum blöðum hefir Tíminn fyrr og síðar ver- ið hneigðastur til persónulegra árása- Væri það ófögur skrá ef upptalning væri gerð á öllum þeim æruleysissökum, sem blað ið hefir borið andstæðinga sína. Hafa þó atvikin stundum verið smá, sem ærumissinum áttu að valda. Um mörg ár var Einar Arnórsson, nú dómsmálaráðh., talinn spiltastur állra íslend- inga. Aðalsönnunin fyrir því var, að hann í æsku sinni hefði unnið þrjá daga í Stjórnarráð- inu. Til viðbótar þessu æðsta merki spillingarinnar var svo dylgjað með það, að Einar hefði í fyrra ráðherradómi sín- um staðið í samningum um, að erlendur prins skyldi gerður konungur á íslandi. Góðvild og greiðasemi Magn- úsar heitins Guðmundssonar, eins hins samviskusamasta og grandvarasta af öllum sínum samtíðarmönnum, . var túlkuð sem stórglæpamenska verstu tegundar. Lækningaleit Jóns heitins Þorlákssonar til útlanda einu eða tveimur árum fyrir dauða hans var talin hámark Ijettúðar og umhyggjuleysis um landsins hag. Brigslin til þeirra sem blaðið telur sjer nú skeinu- hættasta, um fjegræðgi, heitrof, samviskuleysi, öfundsýki og aðra ámóta eiginleika, eru mönnum í of fersku minni, til þess að þau þurfi að rifja upp. Skýringar þörf. TÍMINN á því eðli sínu sam- kvæmt erfitt með að skilja að málefna umræður geti átt sjer stað Það var þvx óhjákvæmi- legt, að hann teldi það stafa af illum hvötuni, að Morgun- blaðið leit svo á, sem það gerir enn, að það þyrfti nokkurrar skýringar við, af hverju vinar- boði forseta íslands til Banda- ríkjanna var af íslenskri hálfu snúið í pólitíska heimsókn. Þó að Tíminn og aðrir aðdáendur núvei’andi utanríkisráðhei’ra ís lands sje svo fáfróðir, að þeir viti ekki um muninn á vinar- og kurteisisheimsókn þjóðhöfð- ingja og pólitískri för utani’ík- isráðherra, þá skilur almenn- ingur-bæði á íslandi og annars staðar hana mæla vel. Sá skiln- ingur hefir jafnt komið fi’am í umtali manna hjer á íslandi undanfarna daga sem í spurn- ingum þeim, sem blaðamenn í Washington beindu til íslenska utanríkismálaráðherrans þar. Út af fyrir sig má vel vera, að utanríkisráðherrann hafi haft elveg full-gilt erindi til Amer- íku, þótt almenningi hafi ekki verið sagt frá því. En einmitt, þegar foi’seti ís- lands fer í fyrsta skifti af landi bi-ott, er alveg nauðsynlegt, að menn geri sjer þess grein, hver munur er á hæversku-heim- sókn og ferð til að ræða stjórn- mái. Hvert fylgdai’lið eðlilegt er að forseti hafi og hverja þýð- ingu það hefir, ef ábyrgir ráð- hei’i’ar eru í því. Þótt sumir rxúverandi ráðherrar sjeu all- vitrir er þó enginn þeirra al- vitur. Stjórnskipuleg atriði slík sem þessi, snerta ekki þá eina, heldur alla þjóðina. Er það eitt því sannindi, að um þetta sje opið og ærlega talað í fyrsta sinn, sem slík för er farin. En mismunandi skoðanir á þessu hagga ekki að neinu þeirri sæmd, sem landi og þjóð er sýnd með heimboði forset- ans, nje ánægju allra góðra manna yfir giftusamlegu ferða lagi hans. Útsvör og erfiður efnahagur. ERFIÐLEIKI Tímans um að taka þátt í umræðum um mál- efnin sjálf en halda sjer frá persónulegum illindum kemur fram í fleiru en þessu.Það stend ur á sama um hvað talað er. { Ætíð gægist hið sama fram. I sumar skrifaði blaðið hverja greinina eftir aðra um það, að útsvöi'in í Reykjavík væri miklu hærri en á Akureyri. •— Þess var lengi vænst, að biað- ið leiði’jetli sjálft þetta rang- hermi. Því að allir kunnugir vita, að útsvarsstiginn á Ak- ureyi’i er hærri en í Reykjavík. Giftur maður með 4 börn borg- ar þannig á Akureyri af 15 þús. kr. tekjum 350 krónur í Rvík ekki nema 260 krónur. Því fór þó svo fjarri, að Timanum þókn aðist að leiðijetla þetta, að þeg ar Morgunblaðið sagði frá mis sögn Tímans og útskýrði um leið, hvernig á henni stæði, þá tók Tíminn það svo sem verið væri að ráðast á Hermann Jón asson fyrir skattsvik! Sannleik urinn er þvert á móti sá, sem Morgunblaðið hiklaust viður- kennir, að sumar valdastöður hjer á landi, og þá einkum ráð heri-a og hæstarjettardómara, eru altof lágt launaðar miðað við þann tilkostnað, sem þeim fylgir og er því ekki furða, þótt þeir, sem í slíkum stöðum hafa lengi verið, búi við þröng an efnahag, einkum, ef þeim er ósýnt um meðfei’ð fjáx’. Sumaxbústaðir við Þingvallavatn, Það eru fáir, sem á slíkum opinberum launum einum lifa, er eiga sjer þess kost að byggja yfir sig sumarbústaði við Þing vallavatn, eins og Tíminn ný- lega brigslaði eigendum Kveld úlfs um, að þeir væri nú að gera. Að vísu er það svo, að þótt opinberir starfsmenn velti sjer yfirleitt ekki svo í peningum, að þeir geti bygt sjer veglega bústaði, hvorki á Þingvöllum nje annai’sstaðar, þá eru það blessunarlega margir aðrir, sem það geta gert. Mönnum sýnist það því seilst helst til of langt, þegar Tíminn taldi þá Kveld- úlfsmenn hafa þurft að selja þrjá togara til að geta bygt sum arbústað við Þingvallavatn. í því sambandi skiptir ekki máli, þótt allir þeir peningar, sem Kveldúlfur fær fyrir togarana standi inni í fjelaginu og verði að verja til starfrækslu þess. En þessa aðdróttun bar Tíminn fmm vegna þess,- að samanburð ur hafði verið gerður hjer í blað inu á rekstri Kveldúlfs og Kea á Akui’eyi’i. Tíminn telur það ganga guðlasti næst að bera þessi fjelög saman. Aðalástæð- an fyrir því er sú, að Kveldúlfs menn sjeu að byggja þessa bú- staði. En af því tilefni hefir mörgum orðið á að spyrja: — Hver er það, sem einna vegleg astan bústaðinn á við alt Þing vallavatn? Er það ekki einmitt fyrrverandi framkvæmdarstjóri Kea, núverandi ráðherra og mið stjórnarmaður Framsóknar? — Moi’gunblaðinu dettur ekki í hug að spyrja, hvaðan pening- arnir í þann bústað sjeu komn ir. Það er sem betur fer ekki haldið sömu ástríðunni og Tím inn að ætla, að allir andstæðing ar þess sje ærulausir fjárdrátt armenn. Gildi kaupfjelaganna. Um hitt mætti margt skrifa, hvort fjelagið hefði orðið til meiri þjóðnytja, Kveldúlfur eða Kea. Morgunblaðið hefir æ- tíð talið, að kaupfjelögin hafi orðið íslensku þjóðinni að ýmsu leyti til góðs. Þau áttu ásamt kaupmönnum sinn mikla þátt í því að gera verslunina inn- lenda. Og þau hafa víðsvegar bætt efnahag manna og orðið lyftistöng framfara. Alveg á sama hátt og verslunin hefir orðið í höndum innlendra kaup manna. Hinu verður þó ekki neilað, að stundum hafa for- ystumenn kaupfjelagsskapai’ins hliðrað sjer hjá frjálsri sam- keppni og heldur kosið einok- unaraðstöðu, haftavernd og önnur sjerrjettindi. Og . sum þeirra, jafnvel sjálft Kéa um hríð, orðið ærið skuldug, þrátt fyrir öll hlunnindin. En verra er hitt að kaupfjelögin hafa oft verið misnotuð til pólitískrar áþjánar. En þetta eru gallar, sem koma af mannlegum breisk leika. Þeir verða með tíð og tíma yfirunnir. Útvegurinn undirstaðan. Morgunblaðið játar alt þetta. En því er ómögulegt, eins og Tíminn gerir, að draga af þessu þá ályktun að fordæma beri togaraútveginn og forgöngu- menn hans. Morgunblaðið er þvert á móti sannfært um, að sú efling sjávarútvegsins, sem varð upp úr aldamótunum, fyrst og fremst með tilkomu togar- anna. hafi verið og sje enn und irstaðan að sjálfstæði landsins. Úlgerðarmönnum hefir sjálf- sagt um margt missýnst. Þeim er m. a. lagt það til lasts, að árum saman, frá 1930—1939, hjeldu þeir áfram atvinnu sinni þrátt fyrir stórfelld töp og skuld ir. Alt það fje hefir þó fengist endurgoldið og þjóðin safnað miklum auði vegna þeirra skipa, sem þessir menn útveg- uðu til landsins og gerðu út í bliðu og stríðu. Það er skiljan legt, að sumir telji togarana svo mikilvægan þátt í afkomu þjóðarinnar, að rjett sje að rík ið sjálft eða opinberir aðilar eigi þá. Þetta er skiljanlegt. En það er engu að síður rangt, því að það mundi leiða til lakari reksturs og ýmiskonar ágalla, sem of langt mál yrði upp að lelja. Hitt er með öllu skiljan legt, og raunar ósamboðið svo stórum og lífsreyndum flokki sem Framsókn, að halda því fram, að forgöngumenn útvegs ins, þeir sem hafa bygt hann upp og haldið honum við fram á þenna dag, sjeu óbótamenn, óalandi og óferjandi. Islensk al þjóð veit, að úlvegsmenn og sjó farendur hafa á þesari öld á— orkað þjóðinni meira til góðs en nokkur annar hópur manna. A útvegnum hvílir efnahagur landsmanna, hvort heldur til sjávar eða sveila. SÍÐAST í apríl s.l. sagði Iðja, fjelag verksmiðjufólks, upp kaup- og kjarasamningi við F. í. I. Uppsagnarfrestur var 3 mánuðir, og fjellu samn- ingarnir því úr gildi 31. júlí s.l. Kröfur Iðju til breytinga á samningum voru aðallega þess ar: 1. Þegar vinnutímabil hefst kl. >» 17 eða síðar, verði vinnu- tíminn aðeins 6V2 virk klst. í stáð 7 virkra klst. 2. Vinnuveitanda verði skylt að greiða verkafólki kaup, þótt vinna falli niður lengur en einn dag vegna vjelabil- unar eða skorts á hráefni eða af öðrum slíkum ástæð- um, enda þótt vanrækslu vinnuveitanda væri ekki um að kenna. 3. Þótt unnið sje eftir samþykt um ákvæðisvinnutaxta, skal ákvæðismaður aldrei bera minna úr býtum en mánaðar kaupsmaður í sama aldurs- flokki. 4. Greiddir veikindadagar verði 12 í stað 10. 5. Skuldbinding Iðju um, að meðlimir hennax>vi.nni ein- göngu hjá meðlimum F.Í.I., skuli feld niður, enda þótt meðlimir F.Í.I. megi aðeins hafa meðlimi Iðju í sinni þjónustu. 6. Biðtími verksmiðjufólks styttist úr 2 árum í 1 ár. 7. Hámarksgrunnkaup karla, eldri en 18 ára, hækki úr kr. 440.00 á rrránuði í kr. 500.00, eða um 13.6%. Hámarks- grunnkaup kvenna hækki úr kr. 265.00 á mánuði í kr. .325.00, eða um 22.6%. ★ Strax og Iðja hafði sent F. í. I. kröfur sínar, tóku fulltrúar F. í. I. að rannsaka möguleik- ann á því, hvort verðlagsyfir- völdin mundu leyfa, að hækk- un, sem verða kynni á kaup- inu, yrði tekin upp í yerð fram leiðsluvaranna. Var fyrst leitað til verðlagsstjóra. Hann gaf þau svör, að við verðlagningu iðn- aðarframleiðslunnar yrði ekki tekið tillit til kauphækkunar, sem verða kynni. Na®st var leit að tíl viðskiftamálaráðherra. Hann gaf sömu svör og verð- BLAÐ ameríska setuliðsins hjer á landi, „The White Falc- on“ skýrir frá því, að amerískir setuliðsmenn sæki Landsbóka- safnið talsvert mikið. Birtir blaðið mynd af Hall- grími Hallgrímssyni bókaverði og hermönnum, sem eru að fá lánaðar bækur í lestrarsal. ..Setuliðsmenn hafa ávalt hafí aðgang af Landsbókasafninu og njóta þar sömu rjettinda og íslendingar“, segir blaðið. lagsstjóri. Síðan lagði F. I. I. eftirfarandi spurningu fyrir; viðskiftamálaráðherra í brjefi, dags.4. ágúst s.l.: ,,Hvort vænta megi, að verðlagsyfirvöldin breyti þeirri afstöðu sinni, að banna alla verðhaskkun á inn- lendri iðnaðarframleiðslu, þótt grunnkaup kynni að hækka“. Ráðherra svaraði með brjefi, dags. 10. ágúst s.l., og segir þar, að F.Í.I. hafi „áður munnlega verið skýrt frá afstöðu við- skiftamálaráðherra, sem er ó- breytt“. Að fengnum þessum yfirlýs- ingum verðlagsstjóra og við- skiftamálaráðherra tók F. í. I. þá afstöðu til krafna Iðju um kauphækkun, að hafna þeim með öllu. Um annað var held- ur ekki að ræða. Innlend iðn- aðarframleiðsla er undir ströngu verðlagseftirliti, og henni er því ekki unt að taka á sig aukinn framleiðslukostn- að, án þess að fá hann bættarl í vöruverðinu. Annað mundi þýða taprekstur, sem óþarfí virðist að útlista, hverjar af- leiðingar hefði, enda þótt Hall- dór Pjetursson, ritari Iðju, virð ist vera það skyni skroppinn, að hann skilji það ekki. Sbr. ummæli hans í Þjóðviljanum 4. ág.: „Hvort iðnaðarvinna getUr borið hærra kaup, skai jeg ekki fara út í hjer, endá skiftir það ekki máli í þessxl sambandi“. tj Um kaupkröfur Iðj.u vill F. í. I. annars taka þetta fram: Kröfur Iðju um hækkað kaup eru rökstuddar með því, að samræma verði kaup verk- smiðjufólks kaupi Dagsbrúnaxj manna og Verkakvennafjelags ins Framsóknar. Það er að vísu rjett, að tímakaupsfólk þetta hefir hærra kaup en mánaðar- kaupstaxtar Iðju ákváðu, e| það hefir fasta vinnu og fellur aldrei verk úr hendi. En kaup tímakaupsfólks og mánaðar- kaupsfólks er ekki sambæri- legt. Sá, sem ráðinn er upp á mánaðarkaup, hefir tryggingu fyrir fastri vinnu um lengri tíma, hefir m.a.s. tveggja mán»» i aða uppsagnarfrest. Sá, sem ráðinn er upp á tímakaup, veilj Framhald á 8. síðu. IÐJUVERKFALLIÐ I Greinargerð frá fjelagi íslenzkra iðnrekenda 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.