Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 31. ágúst 1944. Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Arm Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabðk. Blöðin og vesturíörín MORGUNBLAÐIÐ hefir að undanförnu rætt nokkuð um för utanríkisráðherra til Bandaríkjanna og þann pólitíska blæ, sem fylgd ráðherrans með forseta Islands setti á heimsókn forsetans til forseta Bandaríkjanna. Blaðið ljet í ljósi ánægju sína yfir hinu kurteislega heimboði forseta Bandaríkjanna til forseta Islands. En eftir að það frjettist, að utanríkisráðherrann yrði einnig með í förinni vestur, leyfði blaðið sjer að inna eftir því, hver hefði boðið utanríkisráðherranum, því að för forset- ans yrði ekki talin kurteisisheimsókn eingöngu, heldur myndi hún einnig hafa á sjer pólitískan blæ vegna þess að utanríkisráðherra íslands tæki þátt í henni. Hver hefði óskað eftir því, og um hvaða pólitísk mál ætti þá að ræða? ★ Nú hafa þrjú blöð, Alþýðublaðið, Tíminn og Vísir bit- ið í skjaldarrendur og láta ófriðlega út af nefndum skrif- um Morgunblaðsins. Hversvegna? Morgunblaðið telur höfuðnauðsyn að hvetja til varfærni á sviði utanríkismál anna og þess vegna taldi það nauðsynlegt að það kæmi skýrt fram, að núverandi utanríkisráðherra hefir ekk- ert umboð Alþingi, eða utanríkismálanefnd þings- ins, til þess að hefja stjórnmálaviðræður við amerísk stjórnarvöld, ef því væri til að dreifa. Hinsvegar sagði blaðið samtímis: „Enginn getur verið í vafa um* hver vilji íslensku þjóðarinnar er í þessum málum. Hann var markaður skýrt og greinilega í herverndarsamningnum frá 1941. Að þessu leyti ætti því ekki að stafa nein hætta af vesturför utanríkisráðherra. Það á ekki að þurfa að gera ráð fyrir, að honum kæmi til hugar að víkja frá þeirri stefnu, sem Alþingi hefir markað skýrt og afdrátt- arlaust. Er óhugsandi að nokkur ráðherra leyfi sjer slíkt, jafnvel þótt hann starfi ekki á ábyrgð þingsins“. Þó að Vísir sje gagntekinn af mikilleik Vilhjálms Þór og Alþýðublaðið og Tíminn sjeu af vilja gerð að fylgjast með í hrifningunni, lá nú samt ekki fyrir, að þjóðin hefði á nokkurn hátt gefið þessum manni það eðlilega umboð, sem utanríkisráðherra þingræð’isstjórnar vana- lega nýtur, hvað þá einskonar „carte blanche“ eða óskorað vald til þess að semja um eða tjá sig um pólitísk mál á erlendum vettvangi. Þetta hefir ráðherranum áreiðan- lega verið full-ljóst, og talið því afstöðu Mbl. eðlilega, þótt aðrir yrðu reyndar til að taka nokkuð stinnt upp þykkjuna hans vegna, enda hefir síðan sýnt sig, að ráð- herrann hjelt sjer algjörlega á þeim grundvelli, er Al- þingi hafði markað, að svo miklu leyti, sem hann hefir látið í ljósi álit sitt á sambandi íslands og Bandaríkj- anna. ★ ' Hin þrjú nefndu blöð búa öll til vindmyllur til þcss að berjast við í þessu máli. Alþýðublaðið segir í forystu grein í gær að Mbl. hafi „eins og öllum er kunnugt — breitt út þann róg, að í sambandi við þessa för (þ. e. vest- urförina) ætti að semja af okkur hið nýendurheimta sjálfstæði og fullveldi og svíkja landið í hendur Banda- ríkjunum“. Annað í greift blaðsins er álíka smekklegt og sannleikanum samkvæmt. Söm eru skrif Tímans og reyndar Vísis líka um „drengskaparlausar árásir“ á ut- anríkisráðherrann „af hálfu Mbl. og að það sje að „dylgja um, að hann sje í landráðaerindum vestan hafs“. Hvar er fótur fyrir þessum þvættingi um skrif Morgun- blaðsins? Sannleikurinn er sá, að ef slíku væri til að dreifa, væri það siðfðrðileg skylda ráðherrans að gera hvaða blað sem væri ábyrgt fyrir dómstólunum vegna slíkra sakargifta. Þau blöð eru ekki á rangri leið, sem hvetja til var- færni og staðfestu í utanríkismálum þjóðarinnar. Sama verður ekki sagt um hin, sem spinna upp algjörlega logn ar frásagnir um sþrif annarra blaða og fara síðan geyst með stóryrðum og sleggjudómum út í hött. Þar leynist mikil hætta lýðfrelsi og sönnum stjórnmálaþroska. EiríkurTorfason friTj verandi hreppsijóri 85 ára í DAG er 85 ára hinn mikli atorku- og starfsmaður Eiríkur Torfason, fyrum hreppstjóri í Romshvalaneshreppi og Gerða- hreppi. Hann hefir nú um all- mörg ár verið búsettur hjer í bænum, að Bárugötu 32. Eiríkur er ættaður úr Borg- arfirði og ólst þar upp, en flutt ist suður á Vatnsleysuströnd ungur að aldri og tók að stunda sjó. Varð hann brátt formaður og*hefir löngum stundað sjóinn síðan. Altaf hefir hann verið aflasæll og aldrei hlekkst á. Bjargað hefir hann manni frá drukknun. Eiríkur kvæntist árið 1890, Sigríði Stefánsdóttur og reistu þau bú að Bakkakoti í Leiru. Blómgvaðist brátt hagur þeirra og varð litla kotið brátt mikið rausnarbýli. Eignuðust þau hjón 9 börn, en sex þeirra eru nú látin. Það var árið 1926, sem þau fluttu til Reykjavíkur, og reisti Eiríkur, sem smiður góður, sjálfur hið myndarlega hús sitt hjer. Stundaði hann einnig sjó, eftir að hann kom hingað til bæjarins, einkum á yetrum, en á sumrum vinnur hann að smíðum. Eiríkur var framarlega um fjelagsmál í bygðarlagi sínu og gengdi ýmsum störfum fyrir sveit sína.Var hann lengi hrepp stjóri og einnig oddviti, og fleiri störf innti hann af hendi. Hann hefir altaf verið sjálf- stæðismaður og var mikill vin- ur Björns heitins Kristjáns- sonar. Munu margir vinir Eiríks minnast hans á þessum merk- isdegi. Kunningi. Hátíðahöld Dana 29. ágúsf DÖNSKU flóttamennirnir í Svíþjóð, 18—20.000 að tölu, efndu til mikilla hátíðahalda 29. ágúst. Margir Norðmenn og Svíar tóku þátt í þeim, bæði í Stokkhólmi og úti á landi. Christmas Möller talaði heim til Danmerkur í útvarpi frá London, og 4 dag verður dags- inst mihst með nokkrum orðum á fundi danska ráðsins í Lond on. I Reykjavík bárust danska sendiráðinu kveðjur í tilefni dagsins frá biskupi íslands, hr. Sigurgeiri Sigurðssyni og síra Bjarna Jónssyni vígslubiskupi. (Skv. danska útvarpinu hjer á miðvikudag). Luxusvörur frá ís- landi. FREGN berst um það frá New York, að íslenskur silungur sje nú seldur þar í borginni fyrir sem svarar 13 krónum kílóið og því bætt við, að silungurinn þyki hið mesta lostæti. Ekki er þess getið í fregninni, hvernig sil- ungurinn var fluttur vestur um haf, en . gera má ráð fyrir, að það hafi verið í flugvjel. Sagt er, að 20 fiskar hafi vegið um 2 kg. og er því sennilega um murtu að /æða. Þarna hefir okkur þá tekist að koma luxusvöru á heims- markaðinn og ekkert er líklegra en að ■ þeim viðskiftum verði haldið áfram og hægt verði að fara inn á fleiri svið í þessum f'fnum. í þessu sambandi minnist j'.g Sr.a tals, sem jeg átti við amer- skan liðsforingja í sumar einu sinni. Hann var einmitt að seg;a mjer þetta. „Jeg er að hugsa u".i ' sagði hann, ,,að setja upp versiun með íslenskan silung og lax að ófriðnum loknum. Jeg þekki landa mína það vel, að þeir munu gleypa við slíku los*. a ti og greiða hvaða verð sem er, ef að hægt er að auglýsa t. d. á þenna hátt: „Islenskur silungur og iax, sem veiddur var í gær norður á Islandi, á boðstólum í dag“. „En þetta er ekki hægt, nema flugsamgöngur sjeu góðar“, bætti hann við, „og það er eng- in hætta á öðru en að svo verði, að stríðinu loknu. Hjer á ís- landi munU verða daglegar vtð- komur flugvjela, sennilega ©11- an ársins hring“. • Plága á íslenska sjó- menn. ENSK BLÖÐ hafa undanfar- ið birt greinar um vörukaup ís- lenskra sjómanna í enskum höfn um, ennfremur hafa verið birt- ar frásagnir af dómum, sem ís- lenskir sjómenn hafa verið dæmdir fyrir að reyna að koma úr landi á ólöglegan hátt alls- konar vörum, sem þeir hafa keypt. Skrif þessi hafa ekki haft góð áhrif í Englandi og íslensk- ir sjómenn hafa fundið það greinilega, þegar þeir hafa ver- ið í landi í enskum hafnarborg- um. Nýlega átti jeg tal við sjó- mann; sem siglt hefir til enskra hafna alt stríðið og spurði hann, hvort mikil brögð væru að þess- um vörukaupum íslenskra sjó- manna. Sjómaðurinn sagði mjer, að það myndi rjett hermt. En það væri ekki mikið, sem hægt væri að fá keypt nú orðið. Það væri helst notaðir munir. Hinsvegar væri nú orðið svo miklum erf- iðleikum bundið að kaupa nokk urn skapaðan hlut í Englandi, að sjómenn væru yfirleitt hætt- ir við að fást nokkuð við slíkt. „En það er annað í þessu sam bandi, sem mætti minna á“, sagði sjómaðurinn, „og það er plágan, sem á okkur er frá kunningjum og vinum, sem sífelt' eru að nudda í okkur að kaupa fyrir sig. Menn skilja ekki, eða vilja ekki skilja, að sjóménn eiga bágt með eða ómögulegt að ann ast innkaup fyrir menn hjer heima. En það eru margir, sem af eintómri greiðasemi geta ekki neitað mönnum og vilja vinna það fyrir friðinn og kunnings- skapinn að reyná. Lenda marg- ir í klandri út af þessu, eins og oizuiin sanha“. Áhugi setuliðsmanna fyrir ferðalögum. í SAMBANDI við frásögnina af ferðalagi bresku flugmann- anna, sem jeg sagði frá hjer í dálkunum fyrir skömmu, hefir Kristján Skagfjörð stórkaupm. skýrt mjer frá, að í alt sumar hafi fjöldi fyrirspurna borist til Ferðafjelags íslands frá setuliðs mönnum um ferðalög hjer inn- anlands. Sýnir fjöldi þessara fyrirspurna, að mikill áhugi rík- ir meðal setuliðsmanna fyrir ferðalögum um landið. Hjá Ferðafjelaginu spyrjast þeir fyr ir um, hvert sje best að fara og hvernig sje hægt að komast á þann stað, sem þeir velja. Ferðafjelagið hefir greitt úr öllum þessum fyrirspurnum eft- ir bestu getu og fregnir hafa borist af mörgum setuliðsmönn- um, sem hafa haft mikla ánægju af ferðalögunum. Mjólkurmeðferðin hjer í bænum. NÚ ÞEGAR fólkið er að koma heim úr sumardvölinni tekur það betur eftir því en áður, að mjög er ábótavant um meðferð mjólkurinnar hjer í bænum. Um þetta mál hefi jeg fengið eftirfar andi brjef: „Kæri Víkverji! Jeg vona að þjer takið til at- hugunar smá athugasemd, sem jeg ætla að bera fram viðvíkj- andi „hreinlætinu“ í mjólkurbúð um bæjarins. í fyrsta lagi leyfi jeg mjer að segja, að það er furðu einkennilegt að ekki skuli vera seld mjólk í flöskum, hjer í höfuðstaðnum, eins og á Akur- eyri. Jeg hefi heyrt að tappaleysi væri meðal annars kent um en ekki voru Akureyringarnir lengi að ráða úr þeim vandanum. Hjer er öll mjólk, sem fæst í mjólkurbúðunum, vafalaust eins eða jafnvgl tveggja daga gömul, enda súrnar hún á fyrsta degi, ef hún er þá ekki súr, þegar hún er keypt. ÞesSari mjó(k er ausið upp úr miður þrifalegum dúnk- um, sem altaf standa opnir fyrir öllu ryki, flugum og öðrum ó- þverra. Öllum er það Ijóst, að mjólk er sjerstaklega næm fyrir öllum óhreinindum og upplagð- ur sýklaberi, ef ekki er gætt varúðar í meðferð. Það virðist hastarlegt, að ekki skuli hægt að setja lok á þessa dúnka, milli þess sem úr þeim er ausið, eða jafnvel að maður fari fram á, að dúnkarnir væru hreinni og minna beyglaðir, sem almenningi er seld mjólk úr. — Einnig væri ekki til of mikils mælst, þótt farið væri fram á, að flugnaveiðarar yrðu settir upp í þessum búðum, og einnig að afgreiðslustúlkur hefðu hvit- ar skýlur um höfuðið, þar sem þær eru allan daginn með höf- uðið rjett yfir dúnkopinu. Enn fremur mætti fólk, sem vinnur í»slíkum búðúm, skilja, að viðskiftavinirnir eru ekki sjerlega hrifnir af skítugum sloppum og að hóstað sje beint yfir opið á dúnkinum, sem verið er að mæla þeim úr. J. S.“ Vilja meira frelsi. Stokkhólmi: - Sænskir blaða- ljósmyndarar hafa skorað á ríkisstjórnina, að slakað verði á reglum þeim um myndatök- ur, sem gilt hafa í landinu að undanförnu. Segja þeir, að þeir hafi alt of lítið frjálsræði til að taka myndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.