Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 31. ágúst 1944. Sextucjur: SNORRI SIGFÚSSON skólastjóri, Akureyri í DAG er einn af merkustu skólamönnum þessa lands sex- tugur, það er Snorri Sigfús- son, skólastjóri á Akureyri. Hann er fæddur að Brekku í Svarfaðdal 31. ágúst 1884, en fluttist skömmu seinna að Grund í sömu sveit. Þar misti hann báða foreldra sína með stuttu millibili, þá rúmlega 10 ára gamall, en ólst að mestu leyti upp hjá sjera Kristjáni Eldjárn á Tjörn eftir það. Snorri er af góðu bergi brot- inn, sterkum svarfdælskum bændaættum. Sigfús faðir hans var af hinni svonefndu Kross- ætt í móðurætt, en 1 föðurkyn kominn af Melaætt. En móðir Snorra var Anna Björnsdóttir, Björnssonar, Arngrímssonar silfursmiðs og lögrjettumanns. Snorri var yngstur 10 systkina. Snemma mun hugur hans hafa hneigst til mennta og and- legra starfa, en þá var erfitt fyrir unga og efnalausa menn að klífa þá tinda. Þó braust hann í að fara í Gagnfræðaskól ann á Akureyri og útskrifaðist þaðan 1905. Því næst fór hann til Noregs og stundaði fyrst nám í lýðháskólanum í Voss, en síðar í kennaraskólanum á Storð og lauk þar prófi í upp- eldis- og sálarfræði, kennslu- fræði og kennsluæfingum. Þeg- ar heim kom gjörði hann til- raun með stofnun ‘tmglinga- skóla í æskusveit sinni, Svarf- aðardal, en var of snemma á ferð með þá hugmynd. Um það leyti mun Jón Þórarinsson, fræðslumálastjóri, hafa lagt fast að honum að fá hann inn í barnafræðsluna, og það varð úr, að hann varð skólastjóri barnaskólans á Flateyri og gegndi því starfi í 18 ár, oftast einn og við margskonar erfið- leika, en líka mun hann hafa átt þar margar gleðistundir. Það fór vel á með honum og Flateyringum, enda gjörðist hann umsvifamikill í opinberu lífi þorpsins á meðan hann dvaldi þar. Var hreppsnefndar- oddviti mörg ár, formaður sóknarnefndar, söngstjóri o.fl., tók auk þess mikinn þátt í fje- lagslífi þorpsins og var þar mjög framarlega í hvívetna. Enda munu Flateyringar hafa saknað hans, er hann hvarf burt, en hann fluttist alfarinn til Akureyrar haustið 1930 og tók þar við skólastjórastöðunni við barnaskóla Akureyrar. A meðan hann dvaldi á Flat- eyri og reyndar lengur, fjekkst hann við síldarmat á sumrin og aflaði sjer þar mikils trausts, var lengi yfirsíldarmatsmaður á Vesturlandi og lengi eftir það með í ráðum við að búa síldar- farma til útflutnings. Skóla- stjóri hefir hann verið á Akur- eyri frá 1930. Hann var þó tvö ár, 1941—1943, námsstjóri í Norðlendingafjórðungi, og afl- aði sjer mikilla vinsælda og trausts í því starfi eins og öllu öðru, er hann tekur sjer fyrir hendur. Síðan hann kom til Akureyrar hefir hann tvisvar farið utan, til Englands og Norðurlanda til að kynna sjer skóla og uppeldismál og ætíð komið með eitthvað nýtt úr þeim ferðum. Þá má geta þess, að hann var formaður milli- þinganefndar þeirrar, er und- irbjó núgildandi fræðslulög, og hefir áhrifa hans sem skóla manns því víðar gætt bæði sem skólastjóra, námsstjóra, for- manns Kennarafjelags Eyja- fjarðar, og einnig mun hann jafnan hafa verið í mjög ná- inni samvinnu við alla þá fræðslumálastjóra, sem setið hafa frá því fræðslulögin gengu í gildi. Snorri hefir verið að kenna ungu fólki, móta það og manna í hart nær 40 ár. Hann byrjaði ungur kennslu og nemendahóp ur hans er því orðinn stór. Þótt Snorri væri kominn undir fimmtugt, þegar hann kom að barnaskóla Akureyrar, tók hann við því starfi með brenn- andi áhuga, eins og ungur væri Sá áhugi hefir ekki dofnað. Hann er enn í dag sami áhuga- maðurinn, glaður og reifur og alltaf reiðubúinn að leggja góðu málefni lið. Skólastjórn- ari er hann ágætur, en þarf þó lítið fyrir því að hafa, svo vin- sæll er hann og samvinnuþýð^. ur, að af ber, bæði af börnum, kennurum og foreldrum. Hann hefir lítið gefið sig að fjelags- lífi síðan hann kom til Akur- eyrar, nema í Reglunni, þar hefir hann verið virkur kraftur í mörg ár. Hann hef- ir því helgað skóla sínum alla krafta sín'a með framúr- skarandi skyldurækni og um- hyggju. Hann er frjálslyndur í skoð- unum, en hefir þó aldrei apast að óheillum neinna öfgastefna, enda hefir hann erft margt hið besta og traustasta úr hinum svarfdælsku bændaættum. — Hann er þjóðrækinn og trúræk inn í senn og á því bjargi hefir hann viljað byggja skólastarf sitt. Krjstin fræði ®g söngur eru uppáhalds kennslugreinar hans, enda er hann söngmaður mikill og gleðimaður, sem hressandi er að kynnast. Hann er kvæntur Guðrúnu Jóhann^sdóttur, Jónassonar Reykjalín, prests að Þöngla- bakka, hinni ágætustu konu, og er heimili þeirra jafnan fult af gestum. Þau eiga sex börn á lífi, öll hin mannvænlegustu, en þau eru þessi: Örn stúdent og kennari við barnaskóla Akureyrar, Haukur fulltrúi hjá Kaupfjelagi Ey- firðinga, Jóhannes flugmaður, Anna stúdent heima, Gunn- hildur stúdent, sem les nú upp- eldisfræði vestur í Bandaríkj- um Norður-Ameríku og Snorri heima. Jeg gat þess áðan, að Snorri væri með afbrigðum vinsæll maður, enda munu margir verða til þess að senda honum hlýjar kveðjur á þessum tíma- mótum ævinnar. Hann er enn ! ungur í anda, glaður og reifur, og þannig eigum við öll að reyna að taka fjölgandi árum, hversu mörg sem þau verða, og þannig mun Snorri verða næstu tuttugu ár að minnsta . kosti. H. J. M. uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiH) f lnnrjetting| 1 Ung, barnlaus hjón óska | 1 eftir íbúð 1—2 herb. og | = eldhúsi. Mikil fyrirfram- 1 B greiðsla. Má vera óinn- | g rjettað. Um húshjálp get- | = ur einnig verið að ræða. | = Tilboð leggist inn á afgr. | s blaðsins, merkt „Við- § | skifti“. iiTiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiuiiuiiiiiiiil Ef Loftur iretur bað ekk — bá hver7 HIÐ NYJA handarkrika CREAM DEODORANT stöðvar svitann örugglega 1. Skaðar ekki föt eða karl mannaskyrtur. Meiðir ekki börundið. 2. Þornar samstundis. Notasi undir eins eftir rakstur. 3. Stöðvar befiar svita. næstu 1—3 daga. Eyðir svitalvkt heldur handarkrikunum burrum. 4. Hreint. hvítt. fltulaust. o- mensað snýrti-krem. 5. Arrid hefir fenfiið vottorð albióðlefirar bvottarann- sóknarstofu fyrir bvi. að vera skaðlaust fatnaði. Arrid er svita stöðvunarmeðal1 ið. sem seist mes • reynið dós í da ARRID Fæst í öllum t>ertri búðum Brjef: Prófessorinn og kirkjan Herra ritstjóri! JEG sendi yður þessar- línur út af grein sem hr. prófessor Níels Dungal skrifar í Morg- unblaðið 23. ágúst og þar sem hann gerir að umtalsefni ræðu sjera Sigurbjörns Einarssonar, er hann flutti á Skólavörðu- hæð sunnudaginn 20. sama mánaðar til minningar um það að 300 ár voru þá liðin frá vígslu Hallgríms Pjeturssonar sálmaskálds. ,Þar sem jeg var ein á meðal þeirra þúsumda manna, sem hlýddu á sjera Sigurbjörn um- ræddan dag og varð áhorfandi þeirrar hrifningar, er ræða hans vakti. þá verð jeg að láta þá skoðun mína í ljós, að mjer hnykti við, er jeg las brjef pró- fessorsins, sem jeg hefi áður nefnt. Orð prestsins, sem til- færð eru af próf. Dungal eru algerlega slitin úr samhengi ræðunnar og koma því alt öðru vísi fyrir sjónir almennings, enda er auðsjeð, að próf. Dun- gal hefir ætlað að notfæra sjer þessi orð á sjerstakan hátt og ósjálfrátt datt mjer í hug í þessu sambandi, hvers virði er mentun, ef mannkostina vant- ar. Prófessorinn vill fá skýringu á orðum sjera Sigurbjörns og skorar á prestinn með þessum orðum: „Ur því að presturinn heitir þessu í nafni Guðs vill hann þá ekki gera svo vel og leggja embættisskilríki sín á borðið, svo að mjer og öðrum, sem ekki er kunnugt um, að sr. Sigurbjörn sje neinn sjerstak- lega útnefndur fulltrúi Guðs, þurfi ekki að blandast hugur um, að hann hafi umboð til að tala eins og hann gerir“. Jeg geri ekki ráð fyrir, að sjera Sigurbjörn geti lagt nein skrif- leg skilríki frarri frá Guði, fremur en prófessorinn frá myrkrahöfðingjanum, heldur er það innri köllun beggja mann- anna, sem hvetur þá til starfa, hvorn á sínu sviði. Það láir mjer enginn, þótt jeg segi: — Misjafnt hafast þessir menn að- Og nú kem jeg að því, sem jeg tel veigamesta atriðið. Sjera Sigurbjörn heldur því fram, að kirkjan og kærleiksboðorð Jesú Krists hljóti á hverjum tíma að verða heiminum til bless- unar, en Dungal segir, að úr þeim musterum hefir mönnum stafað meiri hætta, en almenn- ingi er ljóst, því að heimur- inn væri mun lengra á veg kominn en hann er, ef kirkjan hefði ekki staðið sem sífeldur farartálmi fyrir hverjum þeim manni, sem vildi færa heimin- um aukna þekkingu og nýjan sannleika. Mjer finnst vel við eiga þessi orð: — Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimsk- ingjar. Því miður fer hjer sem áður, að , blandað er saman mpnnum og málefnum, því það gr gefið mál, að kirkjan sem slík hefir aðeins flutt blessun, en því miður hafa þeir menn1 klæðst hempu og talið sig framkvæma verk sín í nafni Guðs, vitandi vits að þeir þjón- uðu myrkrahöfðingjanum, en ekki Guði. Enda vill það verða svo, að í hverri stjett finnast afglapar og sannar það hið gamla og góða máltæki, að mis- jafp sauður er í mörgu fje. Próf. Dungal hefir, eins og flestir vita, sem eitthvað hafa heyrt hans getið, eytt miklum hluta æfi sinnar í það að rann- saka sýkla og upptök og eðli margra meinsemda og hefir tek ist það misjafnlega eins og eðli- legt er um mann, sem ekki virð ist trúa á annað en eigin mátt og inannvit. Kannske að ástæð- an til þess að prófessorinn eys úr skálum reiði sinnar, sje sú, að hann er í þeirri villu, að kirkjan hafi verið Þrándur í Götu þess, að hann er nú svo skammt á veg kominn með mæðiveikirannsóknir sínar?!! Prófessorinn minnist á það, að margir sjeu á móti því, að Hallgrímskirkja verði reist eftir teikningu Guðjóns Samú- elssonar. Hann óskar fremur eftir litlum kirkjum, sem bygð- ar sjeu í kirkjugörðunum. .Enn fremur óskar hann eftir dag- heimilum fyrir börn og íbúðum handa almenningi. Jeg er viss um, að sr. Sigurbjörn og söfn- uður hans mundi engu síður en prófessorinn óska eftir því, að almenningur mætti búa við betri húsaskort en nú er, en hvað barnaheimili snertir mundi jeg persónulega fremur óska þess, að mæðurnar sjálf- ar önnuðust uppeldi barna sinna og kendu þeim guðsótta og góða siðu, því svo best á ís- lenska þjóðin framtíð fyrir höndum, að móðirin gæti skyldu sinnar gagnvart þjóðf je- laginu, en láti ekki börn sín alast upp undir handleiðslu þeirra, er gætu haft vafasöm áhrif á sálarlíf barnanna. Svo jeg víki aftur að teikn- ingu Guðjóns Samúelssonar, þá býst jeg við að það verði skift- ar skoðanir um það, hverjir hafi betri smekk, þeir sem vilja kirkjuna, eins og hún er, eða hinir, sem vinna á bak við tjöldin gegn því að hún verði reist. Thorolf Smith skrifar um grein Dungals í Alþýðublaðið þ. 26. ágúst og vill gefa Sjálf- stæðisflokknum prófessorinn og verður maður að mynda sjer þá skoðun út frá þessu, að svo ljót hafi skrif Dungals verið, að ekki einu sinni Alþýðublaðið vill eiga hann í sínum hópi og liggur mjer því við að segja: — Nú er það svart, maður. Lát- um útrætt um það, hvaða flokk hann tilheyrir, en að mínu viti er hann best geymdur á eyði- mörk sinna eigin mæðiveiki- rannsókna. Rvík 29. ág. 1944. Guðrún Guðlaugsdóttir. Málaflutninfirs- skrifstofa Einar B. Guðmundsson. Guðlaugur Þorláksson. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.