Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.08.1944, Blaðsíða 12
12 Þrír danskir sjó- menn jarðaðir hér i gær í GÆR voru til grafar bornir þrír Danir er farist höfðu við Suðurströnd landsins fyrir nokkru síðan. Voru það Hans Kr. Pedersen skipstjóri, Walter Knudsen, mat sveinn og Kaj Lauritzen kynd- ari. Skipstjórinn og fjelagar hans voru mörgum kunnir hjer á landi, en hann hafði enska stjórnin sæmt heiðursmerki fyr ir björgun, yfir 40 manna úr sjávarháska. Allir voru þeir giftir og fjöl skyldur þeirra í Ðanmörku. Klukkan 2 e. h. í gær hófst viðhöfnin í Dómkirkjunni. Sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup flutti mjög fallega ræðu. Kist- ur hinna látnu voru skreyttar dönskum fánurn og blómum í litum hins danska fána, en danskir sjómenn stóðu heiðurs vörð við kisturnar. Allir búsettir Danir hjer í bæ, fjöldi_ Englendinga og mikill fjöldi bæjarbúa voru viðstadd- ir. — I kirkjunni endaði athöfn in með því að Dómkirkjukórinn söng þjóðsöng Dana. í kirkju- garði flutti sendiherra Dana De Fontenay kveðjuorð. Oll var athöfn þessi með mjög hátíðlegum blæ plotgttttbUtfrfö Brauðsala á gölu í Berlín Berlínarbúar kaupa brauð sitt á götum úti, sem bera merki loftárása bandamanna. Á myndinni sjest, hvernig mastur hluti borgarinnar lítur nú út. Mý sjúkrahús- bygging í Reykjavík NOKKRIR læknar hjer í bæ hafa tekið höndum saman um byggingu sjúkrahúss, í eða við bæinn. Sjúkrahús þetta á að geta rúmað 60 sjúklinga, í þrjá tíu herbergjum, en þau verða af ýmsum stærðum, 4, 2 og eins manns, og verði það tvær hæð ir. Tvær aðaldeildir munu verða ftánd- og lyflækningadeild. Ekki er gert ráð fyrir að sjúkrahúsið komist upp að öllu leyti strax, en hugmyndin er að starfræksla þess hefjist þá þegar og fyrsta hæð þess verð- ur fullsmíðuð, og verði hand- lækningadeild þar. Smíði sjúkrahússins mun verða hafin eins fljótt og hægt er. Fjórir menn ráðast á hótelstjóra á Siglufirði og stórslasa hann Lögregluþjónn kærður fyrir árás Ferðir að Lögbergi leggjasi ekki niður EINS og fiá var skýrt í blaðinu í gær munu ferðir «trætisvagna hjer innanbæjar leggjast niður í dag, vegná verkfall.sins, á leiðum utan- bæjar verður ferðum haldið «ppi með Öllum þeim vögu- um er bærinn á kost á. Þá er hægt að segja bæjar- búum þær gleðifregnir að ferðir að Lögbergi munu ekki léggjast niður, verður einn vagn í förjim þangað. A SUNNUDAGSKVOLDIÐ s. 1. rjeðust fjórir menn á Gísla Stefánsson, hótel- stjóra Hótel Hvanneyri á Sigulfirði og stórslösuðu hann. Var Gísli nærri með- vitundarlaus, er árásarmenn irnir skildu við hann, alblóð ugur, marinn á síðu, með glóðarauga á báðum augum og nefbrotinn. Árásarmennirnir börðu upp á gistihúsinu klukkan rúmlega 12 á sunnudagskvöld og báðu um gistingu. Gísli, sem fór til dyra, svaraði því, að ekkert her bergi væri laust. Menn irnir fjórir sögðu „að það væri lygi og skyldi hann fá að vita, að það væri dýrt að Ijúga að sjer“. Drógu þeir Gísla með sjer norður með hótelinu og þar inn í húsasund. Rjeðust mennirn- ir þar að honum og börðu hann þar til hann lá í svaðinu. Einu sinni gat Gísli staðið upp, en var þá enn barinn í jörðina. — Var hann nærri meðvitundar- laus eftir árásina.' Alt í einu bar að mann og tóku þá tveir árásarmannaanna til fótanna, en hinir tveir, sem ekki höfðu veitt komumanni at hygli, ræddu um það sín á milli „hvort Gísli væri dauður og hvort ekki væri vissara að lumbra betur á honum“. En er árásarmennirnir urðu varir við manninn, sem kom þarna að flýðu þeir eins og hinir fjelagar þeirra höfðu gert. Gísli hefir kært þetta mál fyrir lögreglunni, en hún hef- ir ekki haft upp á árásarmönn unum. Gísli telur, að hann muni geta þekt einn þeirra aft ur, ef hann sjái hann og mað- urinn, sem kom að þar sem árásarmennirnir voru að mis- þyrma Gísla, telur sig geta þekt tvo þeirra aftur ef hann; sjái þá. Lögregluþjónn kærður fyrir árás Þá bar það við á Siglufirði klukkan 4 að nóttu aðfara- nótt sunnudags, að lögreglu- þjónn á Siglufirði rjeðist aft- an að manni, merkum borg- ara á staðnum, sem var að fara heim af dansleik í Hótel' Hvanneyri, og hrinti honum niður stiga. . A dansleik þessum hafði kunnur slagsmálamaður vað- ið uppi með ofbeldi og frekju, en lögreglan fjekst ekki til að taka manninn út af dansleikn- um þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um það. Er fyrrnefndur borgari var að fara af dansleiknum með konu sinni, ljet hann orð falla um það í ganginum, að „það væri ekkert gagn að lögregl- unni“. Þórður Ásgeirsson lögreglu- þjónn, sem þarna var staddur í ganginum reiddist þessu svo að hann rjeðist aftan að borg aranurn og hrinti honum nið- ur steinsteyptan stiga. En, vegna þess, að annar maður, sem þarna var staddur skarst í leikinn var árás lögreglu- þjónsins ekki eins mikil og hann ætlaðist til og hrasaði maðurinn, sem ráðist var á„ en gat fótað sig í beygju, sem var á stiganum og meiddist hann ekki. Það hefir vajjið allmikla gagnrýni á Sigiufirði/ að bæj- arfógeti skuli hafa ráðið þenn an mann í lögregluþjónsstöðu því hann hefir biðdóm og var rekinn úr lögreglunni í Reykja vík. Maðurinn sem lögregluþjónn, ar mjög óánægðir með lög- gæsluna á Siglufirði, eins og hún er nú. Maðurinn, sem lögreluþjónn inn rjeðist á, hefir kært til bæjarfógeta, en hann hefir ekki fengist til að taka málið fyrir. Kanadiskt íþrótfamót hjer í dag Á MORGUN mun kanadiska flugliðið hjer halda mót í frjáls um íþróttum á íþróttavellinum hjer. Mótið er að nokkru leyti hald ið í tilefni þess að foringi liðs- ins hefir nú dvalið eitt ár hjer á landi. Kanadamenn hafa löngum átt ágæta íþróttamenn og ef til vill er einhver þeirra í flugliðinu, sem hjer dvelur. — Mótið hefst kl. 2 e. h. og er öllum heimill aðgangur. Sendur með þakklæti. Stokkhólmi: — Finski hlaup arinn frægi, Viljo Heino, hef- ir fengið lausn frá herþjónustu um tíma, til þess að taka þátt í íþróttamóti í Gautaborg þanr. 17. næsta mánaðar. Er álitið, að för hans til Svíþjóðar sje farin í þakklætisskyni fyrir hina miklu hjálp Svía til handa Finnum. Fimtudagur 31. ágúst 1944, Forseli íslands flylur í úlvarp frá Hew York ávarp lil Norð urlandaþjóða SVEINN BJÖRNSSON, for- seti íslands, flutti ávarp til Norðurlandaþjóðanna í sjer- stöku útvarpi frá New York, 28. Jkgúst. Fer hjer á eftir út- dráttur úr ræðu hans í þýð- ingu: í rúm þrjú ár hefir ístand notið góðs af nánu samstarfi við Bandaríkin, sem vjer ís- lendingar erum þakklátir fyrir. En það hefir ekki á nokkurn hátt breytt tilfinningum vorum gagnvart hinum Norðurlöndun um og þessar tilfinningar eru bæði einlægar og djúpar meðal íslendinga- Jeg get fullvissað um þá staðreynd að enda þótt vjer höfum verið án sambands við hin norrænu löndin undan farin ár, hefir ekki dregið úr þessum tilfinningum, sem eru bygðar á grundvelli sameigin legrar menningar, uppruna og hugsjóna um lýðræðisstjórnar- fyrirkomulag. Allir íslendingar hafa mikla samúð með Norð- mönnum og Dönum, sem hafa orðið að þola miklar þjáning- ar undanfarin ár. Þessi samúð hefir farið vaxandi, vegna að- dáunar vorrar á hinni hug- djörfu framkomu dönsku og norsku þjóðarinnar. Svo sem mörgum mun kunn ugt, var jeg sendiherra íslands í Danmörku í 18 ár. Mjer er það ánægjuefni að fá tækifæri til að beina örfáum orðum til vina minna þar. Meðan jeg hefi dvalið í Bandaríkjunum, hefi jeg oft verið spurður um til- finningar íslendinga gagnvart Dönum. Jeg hefi svarað þessu á þá leið, að íslendingar bíði þess með óþreyju að fá tæki- færi til þess að tengjast nýjum böndum við Danm. og dönsku þjóðina, og á þann hátt láta í ljós einlæga vináttu í garð Dana Stofnun lýðveldis á íslandi bat; eingöngu að skoða sem innan- ríkismál og stjómskipulegt at- riði. Aðdáun vor á konungi Dan merkur og þjóð hennar hefir á engan hátt minkað á undanförn um árum. Og þeir sem voru sjónar- og heyrnarvottar að þeirri hrifningu sem varð á Þingvöllum meðal hinna tutt- ugu þúsund íslendinga, sem þar voru samankomnir, er forsætis ráðherra íslands las upp sím- skeyti Kristjáns konungs, munu skilja þakklætistilfinningar þær, sem þar komu í ljós. Einn af fremstu mönnum í hópi frjálsra Ðana hefir sagt, að hann sje sannfærður um að á sama hátt og að árið 1918 hafi leitt til þess að sambúð íslendinga og Dana hafi orðið betri en áður svo muni og árið 1944 hafa I för með sjer enn- áþ einnilegri tengsl milli þjóð- anna í framtíðinni. . Jeg hygg að meþ'ihluti landa minna sjeu sammála mjer í þessu áliti. Vjer vonum, að dag ur sá, er vjer gætum aftur hitst sem bræður, sje eigi langt framundan. Hjónaefni. S.l. laugardag op- inberuðu trútofun sína á Siglu-' firði ungfrú Þórný Tómasdóttir frá Hofsós og Jón Kjartansson, Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.