Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sept. 1944 80 ára: Guðmundur Bjarnason, Bakka í Siglufirði Einn af elstu borgurum Siglu fjarðar, Guðmundur Bjarnason í Bakka, verður áttræður í dag. Guðmundur er fæddur að Brennigerði, Skagafirði, 6. sept. 1864 og voru foreldrar hans þau hjónin, Bjarni Guð- mundsson, ættaður úr Skaga- firði, en móðir hans Þóra Jóns dóttir var ættuð frá Siglunesi. Árið 1870 fluttist Guðmund- ur með foreldrum sínum til Siglufjarðar og settUst þau að í Bakka, er var tómt hús utan Hvanneyrar og hafði fyrst ver ið byggt þgr nokkrum árum áður eða 1866. Guðmundur ólst upp í Bakka og hefir átt þar heima alla tíð síðan. Árið 1889 kvæntist hann Halldóru Björns dóttur frá Þernuskeri á Látra- strönd (f. 1863) hinni mætustu konu og búa þau enn í Bakka, ásamt sonarsyni þeirra hjóna, 'er ber nafn afa síns. Og þrátt fyrir háan aldur eru þau hin ernustu. Þau eignuðust tvo syni, Bjarna og Gest, sem báð- ir eru látnir fyrir nokkrum ár- um. En sonur Guðmundar, er hann eignaðist áður en hann giftist er nú búsettur í Fær- eyjum. Á yngri árum sínum stund- aði Guðmundur sjó á hákarla- og fiskiskipum og háfði hið mesta yndi af öllum veiðiskap, enda þótti hann hin mesta afla kló og selaskytta var hann tal- inn ágæt. Á árunum 1893-1923 eða full ’30 ár vann Guðmundur við lifr arbræðslu hjá verslun Gránu- jfjelagsins í Siglufirði, í tíð sex verslunarstjóra og hafði á þeim árum góða aðstöðu til þess að fylgjast með skipum og afla- brögðum. Eftir að Óskar Hall- dórsson, hóf útgerð í Bakka, vann Guðmundur hjá honum við lifrarbræðslu um 10 ára skeið, en síðan keypti hann og bræddi lifur fyrir eigin reikn- ing í nokkur ár, eða fram til ársins 1939. Það má segja um Guðmund í Bakka, að hann hafi lifað tvenna tímana hjer í Siglufirði. Þegar hann kom hingað var Siglufjörður fátækur útkjálki og örfá hús og kofar á Eyrinni, þar sem nú er kaupstaðurinn. Nú er Siglufjörður meðal stærstu bæja landsins og einn hinn þýðingarmesti í atvinnu- lífi þjóðarinnar. Hjer er ekki staður til þess að rekja þá sögu. en Guðmundur kann frá mörgu að segja í sambandi við þróun bæjarins, að fornu og nýju. Einna ánægjulegast þykir Guðmundi að minnast áranna 1924—30, þegar útgerð Óskars Halldórssonar í Bakka stóð með mestum blóma. Og þó að dauft sje nú yfir Bakka, er Guðmundur ekki vonlaus um að þar kunni að birta yfir aft- ur. Flestir sjómenn, einkum þeir eldri, kannast við Guðmund í Bakka og mörgum hefir hann gert greiða um dagana. Færey- ingar höfðu lengi mikil við- skipti við hann, og fyrir all- m mörgum árum veitti danska stjórnin honum heiðurspemng og viðurkenningarskjal, sem þakklætisvott fyrir margskon- ar fyrirgreiðslu við færeyska og danska sjómenn, er leituðu til Siglufjarðar. Guðmundur og Halldóra í Bakka eru gestrisin og trygg í lund og eiga marga vini og kunningja, bæði í Siglufirði og víða um land, er munu hugsa hlýtt til þeirra í dag, á þessum merkisdegi í lífi Guðmundar, og óska þess að ævikvöld þeirra megi verða fagurt og friðsælt. Ó. J. Þ. BEST AÐ AUGLtSA t MORGUNBLAÐINU. ^***^*****^**************^*************************^********* **********»*******' *•* Klæðaskápar, tvísettir, í Spilaborð úr ljósri eik, Í sjerlega vönduð og stöðug. ! Cocktailborð úr póleraðri hnotu. | Kl. 4—7 á Víðimel 65. 2 •;♦ *Z**Z********************** t%*****»**»**Z**»**»**»********»**i!*****l********l**»******* ****%* ****** *♦* *♦**♦**»• *♦**»***** % ♦*♦ ♦•♦♦•♦♦•♦♦•♦♦^* Fimm ára heims- styrjöld Framh. af hls. 7. að þeim ber sameiginlega að. tryggja framtíðaröryggi þeirra hugsjóna, sem þær hafa verið að fórna blóði sínu fyrir. En varanlegur friður verður aldrei trvgður með vopnavaldi, heldur gagnkvæmum skilningi og einlægri samvinnu allra þjóða heims á jafnrjettis- grundvelli. Almennt verktall í Heisingör SÍÐASTLIÐINN mánudag hófst alment verkfall í Hels- ingör. Þýskur hermaður varð fyrir skammbyssuskoti, er hann var um borð í skipi. Þjóð verjar umkringdu strax skipa- smíðastöðina í Helsingör og sökuðu þeir danska skemdar- verkamenn um að hafa skotið á þýska hermanninn. Þrátt fyrir það, að skemdar- verkavörðurinn hjeldi því fast fram, að hermaðurinn hefði verið drukkinn og komið um borð til að slást við annan drukkinn hermann, sem svo hefði skotið á hann, tóku Þjóð- verjarnir fasta 19 skemdar- varðanna og fóru með þá til aðalbækistöðva sinna í Hels- ingör. Þar sem þessum skemdar- verkvörðum hafði ekki verið slept á mánudagsmorguninn, hófu verkamennirnir á skipa- smíðastöðinni verkfall. Verk- fallið hefið nú breiðst út til allra meiriháttar vinnustöðva í Helsingör. — (Frá danska útvarpinu hjer.) Húsrannsókn í Dramm- en. Frá norska blaðafulltrúan- um: — Þjóðverjar hafa gert miklar húsrannsóknir í Dramm en og umhverfi. Voru rannsókn ir gerðar í fjölda húsa og eitt- hvað af fólki handtekið. Eggert Claessen Einar Ásmundsson Oddfellowhúsið. — Sími 1171. hæstarjettarmálaflritnin^smenn, Allskonar lögfrœðistörf M i n n i n g: Álfheiður Erla F. 6. sept. 1922. D. 9. jan. 1944. Á undanförnum fjórum ár- um hefir all-stór hópur fríðra og mannvænlegra æskumanna Dýrafjarðar fallið um ár fram af völdum stríðs og storma. Það má með sanni segja, að vart hafi Ijett til í hugum Dýr- firðinga, er syrt hafi að aft- ur, og þá enn ein harmafregn borist um skiptapa og mann- hvörf. Hinn 9. jan. s. 1., hjó svo dauð inn algjörlega óvænt í hóp hraustra og ungra kvenna. — Þá var numin brott, af sjónar- sviði því, sem okkar jarðnesku augu fá sjeð, æskuvinkona mín, sem í dag hefði orðið 22 ára að aldri. Þar sem hin jarðnesku lífs- ár Erlu á Pósthúsinu, — en svo var hún jafnan kölluð, — voru svona fá, þá ffr ekki við því að búast, að upp af þeim hafi váx ið sá meiður, er nægja muni til þess að halda nafni hennar á lofti um ókominn tíma. Samt auðnaðist henni að gróð ursetja það fræ hjá vandamönn um sínum og vinum, sem mun anga út frá sjer unaðslegum endurminningum frá liðnum tima. Endurminningum, sem valda munu ánægju og gleði, jafnvel í hinu svartasta skamm degi lífsbaráttunnar. Mannkostir Erlu voru þeir ákjósanlegustu og bestu, sem prýtt geta einn mann, en ókost ir hverfandi, sem dögg, er hjaðnar við fyrstu sólarsýn. Erla var fædd á Þingeyri, dóttir þeirra mætú hjóna þar, Sigríðar Helgadóttur og Leifs Jóhannessonar. Hún tók svo miklu ástfóstri við þygðarlag sitt, að innan þess lágu flest hennar æfispor. Hún var lífsglöð, hláturmild og söngvin, svo af bar. — Barns rödd hennar endurhljómaði frá húsi til húss í. þorpinu, þeg ar hún sveiflaði sjer í „rólu“ sinni, eða tók þátt í leikj- um systra sinna og æskufje- laga. Sönghæfileikar hennar þroskuðust og urðu að dómi fagmanna sjerstaklega miklir og líklegir til brautargengis og gæfu í framtíðinni. Fjelagslynd var hún og ljet því kirkju sína og annan fjelagsskap njóta þeirra getu, sem hún gat í tje Leifsdóllir látið, enda hafði hún glöggt auga fyrir því, sem fagurt var og göfgandi, og var uppyfir það hafin að sýnast önnur og meiri en hún raunverulega var. Dýravinur var hún frábær og handljek þessa málleysingja sem sína bestu vini. Hún var fastheldin á sínar skoðanir, en þó undirgefin og gegn sínum yfirboðurum. Okkur mönnunum er kent, að þetta jarðneská líf okkar sje aðeins forleikur að meira og betra lífi. Erla trúði þessu og styrkti þessa trú sína 1 veikind unum með því að syngja for- sjóninni til dýrðar, þegar af henni brá. ,,Þeir, sem guðirnir elska* deyja ungir“, segir hið forn- kveðna. — Þessu trúum við einnig og brottför Erlu styrkir þessa trú okkar, og þá jafn- framt trúna á annað og betra líf. — Því eru það ekki einmitt slíkar leiðarstjörnur eða mátt- arstólpar, sem Erla var, er for- sjónin þarfnast til þess að byggja upp sitt sæluríki? Það sem nú sefar sorg ást- vina og vina Erlu, að geta ekki þrýst hendi hennar á þessum afmælisdegi,. er það sem í þess um orðum skáldsins felst: ,,en jeg veit að látinn lifir það er huggun harmi gegn“. Það er von okkar og vissa. að þegar dauðans fley flytur okk- I ur yfir að strönd „hins eilífa | lands“', þá muni Erla birtast okkur aftur og rjetta okkur örf andi hönd í ríki friðarins. Blessuð sje minning hennar. H. Þorb —. 1-9 ^ ^ Eftlr S’oo-ri Slorm i ^ ALi RI6HT„. we'VÉ ALRSADV BúYS, I FISURBD X-9 WOULD GET SOViE KIND OF WORP TO ÚG ABOÚT HjS LDCATlON AND 1 THINK Tms |S ITÍ TAKE A QUICK GLAUCE AT TUE "B3" AND TELL ME WHAT NíSMBER . FLA5UE6 INTO YOUR } v M\NDS.... _ ^4 WÉL L,TE5... 88 HIS SIGNATUR.E 15 IN TUE FlKST1 PART OF TUE 5ERIAL, BUT— NOTED TUE QREAK IN TW£ I MIDDLE OF TUE LETTER ASIDE FROM TUAT, IT'S A \ SWFLL JOB OF COUNTERFEITIN6 l924?a87 m S: Ífl 1—2) Yfirlögregluþjónninn: — Strákar, jeg gerði ráð fyrir, að X-9 myndi reyna að koma til okkar skilaboðum einhvern veginn, og nú eru þau komin! Lögreglumaður: — Já .... stafirnir hans eru á fyrstu miðunum í bunkanum, en ----- 3—4) Yfirlögregluþjónninn: — Gott og vel. Við höfum þegar tekið eftý- tk eru seðlarnir vel falsaðir mjer, hvaða tala ykkur de ir - i B-inu. Annars á „B3“ og segið hug.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.