Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.09.1944, Blaðsíða 1
81. árgangus. 199. tbl. — Miðvikudagur 6. september 1944 Isaíoldarprentsmiðja hX BANDAMENN Vie ÞÝSKU LANDAMÆRIN Mesta árás breska f lot- ans á þýsk skip við Norei Tirpitz laskað á ný Eftir Arthur Oakeshott (frjettaritara Reuters um borð í flugvjelamóðurskiþi'við Noi- egsstrendur). - BRESK FLOTADEILD hefir gert mestu árás, sem breski flotinn hefir til þessa gert í stríðinu, á þýsk skip og hern- aðarstöðvar við Noregsstrend- ur. Stóð árás þessi yfir í 7 daga og á þeim tíma voru gerðar fjórar stórárásir á skip í Alt- e'nfirði og hernaðarstöðvar í nágrenninu. Flugvjelar gerðu árás . á orustuskipið Tirpitz, sem enn liggur í Altenfirði. — Telja flugmennirnir, að þeir hafi komið sprengjum á Tir- pitz, en gátu ekki sjeð, hve mik ið það laskaðist, vegna þess, að skipið var brátt hulið reykjar- mekki miklum. Mikið tjón. r í þessum árásum, sem ef til vill verða síðustu stórárásirn- ar, sem breski flotinn gerir í styrjöldinni í Evrópu, varð mik ið tjón á skipum og hernaðar- raannvirkjum Þjóðverja. List- inn yfir skemdirnar lítur þann ig út: ; 9 þýskar flugvjelar eyðilagð ar; tvær flugvjelar laskaðar; kveikt í flugvjelaskýli, sem var fult af flugvjelum; einnig kveikt í • hermannaskálum og öðru flugvjelaskýli; 6 loft- skeytastöðvar eyðilagðar; 1 kefbátur mikið laskaður; kaf- bátamóðurskip mikið laskað; 4 tundurspillar laskaðir og skil ið við þá í ljósum loga; fimm kaupskip urðu fyrir sprengj- um og sennilega kveikt í þeim; kveikt í tveimur olíuflutninga skipum; 1 loftvarnaskip lask- að; 2 vopnaðir togarar stórlask aðir; nokkur loftvarnaskip löskuð og kveikt í sumum þeirra; stór olíugeymir á landi varð fyrir sprengjum og kvikn aði í honum mikill eldur. Landamæralið Sviss- lands kvatt til vopna. London í gærkveldi: — Landa mæralið Svisslands hefir verið kvatt til vopna. Þjóðráðið sviss neska gaf út fyrirskipun um þessa hervæðingu í dag. ' V'* -*' AKSTAÐA landanna, sem ligg.ja að vesturvígstöðvun- um. Bandamenn eru komnir inn Belgíu, Holland og Lux- emburg. líelfortdalurinn, sem l>andarík.janieim sækja eftir inn í Þýskaland er skamt fyrir sunnan Strassburg. Rússar segja lörum stríð á hendur Búlg< London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. RÚSSAR HAFA SAGT BÚLGÖRUM STRÍÐ Á HENDUR (Brelar og Bandaríkjamenn eru í stríði við Búlgara). Molotov, utanríkisráðherra Rússa afhenti búlgarska sendiherranum í Moskva tilkynningu um stríðsyfirlýsingu Rússa í kvöld. í til- kynningunni segir á þessa leið: — í rúmlega þrjú ár hafa Búlgarar aðstoðað Þjóðverja í styrjöldinni gegn Soyjet-Rúss- landi- Sovjetstjórnin tók tillit til þess, að hin fámenna búlg- arska þjóð hefði ekki aðstöðu til að veita mótspyrnu gegn hinum mikla her Þjóðverja, á meðan Þjóðverjar höfðu mest alla Evrópu á sínu valdi. — Sovjetstjórnin þoldi þetta lengi. Sovjetstjórnin þoldi einn ig, að valdhafarnir í Búlgaríu aðstoðuðu Þjóðverja, er þeir hörfuðu frá Krímskaga og hjálpuðu til að bjarga hinum sigruSu þýsku hersveilum, er flýðu þaðan. En svo fór, að á þessu sumri komst þýski herinn í klípu. — Það var sótt að þýska hernum í tangarsókn, af hendi Rússa að austan og bandamanna að vestan. Þýski herinn komst í hið mesta öngþveiti og sigraðir herir Þjóðverja eru á undan- haldi á öllum vígstöðvum. Þjóðverjar hafa mist ílalíu fyrir fult og alt. Þjóðverjar hafa mist Frakkland fyrir full og alt. Er hjer var komið yfir- Framh. á bls. 6. 8700 svifsprengjur. London í gærkveldi: — Frá opinberum heimildum hjer í London berast í kvöld þær til- kynningar, að alls hafi 8700 svifsprengjur fallið á Bretland frá því Þjóðverjar byrjuðu skothríðina. — Hafa nú engar svifsprengjur fallið á Bretland í nokkra sólarhringa. — Reuter Undanhaldsleiðum Þjóðverja Irá Frakk- kndi og Belgíu lokað London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERSVEITIR BANDAMANNA standa nú við landá- mæri Þýskalands. Fregnir um, að Bandaríkjahersveitir haf i þegar brotist inn á þýska grund, hafa ekki verið stað- festar ennþá og af öryggisástæðum getur herráð banda- manna ekki um staði þá, sem fremstu fjallahersveitir þeirra eru komnar til. í Frakklandi verjast Þjóðverjar nú-aðeins í hafnarborgunum Brest, Boulogne, Calais og Dunkirk. En sú vörn hefir ekki neina úrsiitaþýðingu, því Þjóðverjar berjast þar vonlausri baráttu. Kanadamenn voru aðeins 5 km frá Boulogne um hádegi í dag. DITTMAR HERSHÖFÐINGI ER SVARTSÝNN Talsmaður þýsku herstjórnarinnar í útvarpinu þýska, Dittmar hershöfðingi dró ekki fjöður yfir hve ástandið er alvarlegt fyr- ir Þjóðverja, er hann flutti vikulegt hernaðaryfirlit sitt í þýska útvarpið í kvöld. Dittmar benti á eftirfarandi: 1) Sókn bandamanna á vesturvígstöðvunum nú er að eins hægt að líkja við sókn Þjóðverja á sömu slóð- um 1940. 2) Nú höfum við verið sigraðir með vopnum, sem við smíðuðum sjálfir. 3 Okkur vantar tækin til þess, að okkur gæti auðn- ast sigur. Ditlmar sagði hlustendum sínum, að til þess, að bjarga sjer yrðu Þjóðverjar nú að tefla fram síðasta varnarliði sínu. Óqurlegar loflárás- ir á NorSur-ílalíu LONDON í gærkvöldi: Harðir bardagar geisa í Norður- ítalíu og hafa bandamenn enn unnið nokkuð á, einkum á Ad- ríahafsvígstöðvunum. Fluglið bandamanna hefir haft sig mjög í frammi og gert einhverjar hörðustu árásir á stöðvar Þjóðverja í Norður- ítalíu, sem gerðar hafa verið í stríðinu. Hefir verið ráðist á samgönguleiðir Þjóðverja fyr ir norðan Gotnesku virkin. Stríðsglæpamenn fá ekki friðland í Svíþjóð Stokkhólmi í gær. Einkaskeyti til Morgun blaðsins frá Reuter. STRÍÐSGLÆPAMÖNNUM og kvisling-svikurum verður ekki veitt friðland í Svíþjóð, segir í tilkynningu, sem fjelags- málaráðherra Svía, Gustav Möller gaf út í kvöld. I tilkynningu ráðherrans segir á þessa leið: ,,Það er hætta á, að „pólitískir" flóttamenn muni leita inn yfir landamæri Svíþjóðar í smáum eða stórum stíl og þessvegna hefir verið ákveðið að loka lsndamærum Svíþjóðar fyrir slíku fólki. „Takist einhverjum að komast í gegnum landamæravarnir Svíþjóðar, verða þeir sendir til baka til síns eigin föðurlands". Við landamæri Þýskalands. Ekkert hefir enn verið skýrt frá því, hvar hersveitir úr þriðja ameríska hernum undir stjórn Pattons hershöfðingja eru. I þýskum fregnum í dag er skýrt frá því, að vjelaher- sveitir bandamanna sæki nú að Belfort-dalnum, en sá dalur er milli svissnesku Alpanna og Vogesa-hæðanna. Sú leið ligg- ur inn í Þýskaland. Síðast, þeg ar frjettist af hersveitum Patt- ons, voru þær hjá Metz. Frjettaritari einn símar í kvöld, að á þessum slóðum hafi mótspyrna Þjóðverja harðnað allverulega í dag. Antvverpen nærri óskemd. Þjóðverjar höfðu ekki tíma til að eyðileggja hin miklu hafnarmannvirki í Antwerpen að neinu ráði, áður én banda- menn tóku borgina. Fá banda- menn þarna mikilvæga höfn, sem þeir geta flutt vistir og hergögn um til hersveitanna, sem sækja að Þýskalandi. Louvain faltin. Það er opinberlega tilkynt, að Bretar hafi tekið borgina Louvain í Belgíu. Er sú borg um 30 km. fyrir austan Brux- elles. Ekki hefir þess verið get ið enn opinberlega, að banda- Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.