Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 8. sept. 1944 JI# ifgtutMftMfr 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Franikv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, . ValtýT Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettai itstjóri: ívar Guðmundsson ' Auglýsingar: Árni 6la Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Leabók. Það er sitt hvað—skipu- lag og starfshættir HJER í BLAÐINU hefir áður verið gerður að umtals- efni glundroði sá, sem nú er ríkjandi á sviði verkalýðs- málanna. Þegar þjóðin er þannig á vegi stödd, að á öllu veltur að skapa nú án tafar jafnvægi og frið á sviði efna- hags- og atvinnumála hennar, — þá er stofnað hjer til verkfalla í stórum stíl. Fámenn klíka kommún- ista í Dagsbrún hefir í hendi sjer að stofna til verkfalla, sem síðan upplýsist að vera í fullri óþökk hlutaðeigandi verkamanna, og sama klíka hefir í hendi sjer að lýsa yfir samúðarverkföllum án þess, að þeir sem hlut eiga að máli, sjeu að spurðir. í sambandi við þessi skrif Morgunblaðsins, hefir Tím- inn fundið hvöt hjá sjer til þess að leggja orð í belg, en með nokkuð annarlegum hætti. Ritstjórinn kemst sem sje að þeirri niðurstöðu í forystugrein blaðsins þ. 5. þ. m., að Morgunblaðinu farist ekki að gagnrýna glundroðann á sviði verkalýðsmálanna, því að með afskiftum sínum af verkalýðsmálum sjeu það einmitt Sjálfstæðismenn, sem öllu illu til leiðar komið. Sjálfstæðismenn mega áreiðanlega fagna því, að fá tækifæri til þess að rifja upp baráttu sína á sviði verka- lýðsmálanna. Hún beindist að því, að endurbæta skipu- lag verkalýðssamtakanna þannig, að fult skoðanafrelsi fengi að ríkja innan þeirra og verkalýðsfjelögin væru raunveruleg stjettarfjelög verkafólksins en ekki pólitísk áróðurstæki neins pólitísks flokks. Ritstjóri Tímans virðist vera í einhverjum vafa um það, að nokkur skoðanakúgun hafi átt sjer stað fnnan verka- lýðssamtakanna meðan „verkalýðsforystu þingræðisjafn- aðarmanna“ naut við, eins og hann orðar það. En má minna hann á, að sömu lögin giltu áður fyrir hvort- tveggja Alþýðusambandið, — stjettasamtök verkamann- anna — og Alþýðuflokkinn — hin pólitísku samtök „þing- ræðis j af naðarmanna' ‘. Eftir lögum þessum var það hlutverk sjettasambands- ins að vinna með það takmark fyrir augum, að skipulagi jafnaðarstefnunnar (socialismanum) yrði kom- ið á hjer á landi, og skyldi starfsemi sambandsins öll og barátta þess háð í samræmi við stefnuskrá Alþýðuflokks- ins (sbr. 3ó gr. laganna). í Alþýðusambandið mátti taka flokksfjelög Alþýðuflokksins, þótt í þeim væri ekki einn einasti verkamaður, sbr. 14. gr. Alþýðusambandsþingið var svo jafnframt flokksþing Alþýðuflokksins, og á sam- bandsþing og í aðrar trúnaðarstöður sambandsins voru kjörgengir þeir menn einir, sem voru Alþýðuflokksmenn og ekki í neinum öðrum stjórnmálaflokki, sbr. 47. gr. — Ritstjóri Tímans verður að læra betur, ef hann efast um að þetta sje hrein og ómenguð skoðanakúgun! Og Sjálf- stæðismenn fagna því, að barátta þeirra hefir leitt til þess árangurs að þessi skoðanakúgun er nú ekki lengur lög- helguð í lögum Alþýðusambandsins, sem nú hefir góðu heilli hlotið „lögskilnað“ við Alþýðuflokkinn. Það er svo alveg sitt hvað, sjálft skipulag Alþýðusam- bandsins og starfshættir þess, sem Tíminn talar um. — Sjálfstæðismenn fengu skipulaginu breytt í ópólitískt horft, þótt þeir hafi hinsvegar ekki bolmagn til að ráða starfsháttum Alþýðusambandsins nú. í bili eru það kom- múnistar, sem taka sjer Framsóknarflokkinn til fyrir- myndar og hyggjast með „starfsháttum“ sínum að mis- nota stjettasamtökin í pólitísku skyni, að sínu leyti eins og Framsóknarmenn hafa með ,,starfsháttum“ sínum mis- notað kaupfjelögin sjer til pólitísks framdráttar. Hjer er því enn verk að vinna til úrbóta á báðum svið- um. Það verður fyrst og fremst gert með því, að gefa öll- um pólitískum aðilum hliðstæða hlutdeild í stjórn og starfsháttum samtakanna með því að viðíjafa hlutfalls- kosningar til trúpaðarstarfa og sjá til þess að öll völd dragist ekki saman í höndum örfárra manna, sem eru um- boðsmenn aðeins lítils hluta þeirra fjelagsheilda sem um ræðir. - Hifaveifan Framh. af bls. 2. gjaldið meira en helmingur afnotagjaldsins. Menn verða, sagði borgar- stjóri ennfremur, að skoða Hitaveituna enn næsta vetur á tilraunastigi. Ymislegt, sem menn verða enn að reyna og sannprófa áður en þetta fyrir- tæki verður komið í fastar skorður. Nokkur ótti hefir komið fram um það, að með því að miða alt gjaldið við vatnsnotk- unina, þá verði farið svo spar- lega með vatnið, að tekjur fyr- irtækisins rýrni að mun. Sú gjaldskrá, sem nú verður tek- in upp, ýti svo mjög undir sparnað. En nú er ekki talið, að vatn- ið sje umfram þarfir að magni. Forstjóri Hitaveitunnar telur hinsvegar, að nægilegt vatn sje til vetrarnotkunar, ef sæmilega sparlega er á haldið. Sumir verkfræðingar eru ekki á sama máli og Hitaveitufor- stjórinn í þessu efni, og halda, að vatnið reynist of lítið í kuld um, þangað til það verður auk ið frá því sem nú er. Leikmenn eru ekki dómbærir um þetta. En vafalaust verður að nota vatnið með hyggindum og hafi bæjarbúar það í huga að spara fyrir sjálfa sig og gera sam- borgurum sínum ekki óleik með óhófseyðslu. Ofnar og gluggar. Gera má ráð fyrir, að í sunN um húsum sjeu ofnar ekki af hentugri stærð fyrir Hitaveitu upphitun. M. a. vegna þess, að ofnar hafa verið settir í hús- in, með annarskonar upphitun fyrir augum. Þetta ættu menn að athuga og auka við ofnana, þar sem þess er þörf, eins fljótt og unt er. Með því að auka ofnastærð ina sparast vatn, og húsráðend ur spara sjálfum sjer fje í hitaveitugjald. Vakin hefir verið eftirtekt manna á því, að mjög spara þeir og í upphitun við að setja tvöfalda glugga á íbúðir sínar. — Ekki vil jeg, sagði borg- arstjóri, vekja neinn óþarfa ugg við þetta ágæta fyrirtæki, sem þegar hefir svo vel sann- að tilverurjett sinn. En meðan það er á tilraunastigi, má bú- ast við ýmsum örðugleikum. Jón A. Pjetursson spurði, hvort ekki mætti búast við því, að hitaveitunni væri bráðlega lokið, svo* verkfræðingafirmað Höjgaard & Schultz gæti skil- að því af sjer. Borgarstjóri sagði, að þess myndi ekki langt að bíða. Eft- ir væri að gera lok yfir lítinn hluta aðalleiðslunnar, eftir að ljúka við einn geimi og ganga frá smávægilegum leiðslum á Bráðræðisholtinu. Sigfús Sigurhjartarson gat þess, að fyrsta gjaldskráin hafi verið samþykt sem tilraun. Og eins væri með þessa nýju. Jakob Möller skýrði frá, að hann og annar bæjarráðsmað- ur, Helgi H. Eiríksson, hefðu heldur kosið, að taxtarnir yrðu hafðir nokkru hærri yfir Vet- urinn, en þessi gjaldskrá á- kvæði, gjaldið yrði svo nokkru lægra vor og haust, sem menn greiddu fyrir hvern tenings- métra vatns og ennþá lægst yf- ir sumarmánuðina. 'Uíhuerji ilrij^ar: 'l/l' dagíega. ítji acj,iecj,ci tijinu Bretinn, sem fjekk rangar hugmvndir um ísland. KAUPSÝSLUMAÐUR frá London, John Connell, sem nú starfar í breska flotanum og sem hefir dvalið hjer á landi, skrif- ar á þessa leið: „Jeg hefi ferðast um mörg lönd, en aldrei hefi jeg fengið jafn villandi upplýsingar og fjarri staðreyndunum, eins og jeg hafði um Island áður en jeg kom hingað. Þar sem jeg er meðal annars kjötinnflytjandi í Bretlandi, vissi jeg vitanl^ga um helstu útflutningsvörur landsins, en um landið sjálft og fólkið vissi jeg lítið. Þeir, sem ferðast hofðu um landið, gáiu heldur ljóta mynd af því. ,,Á íslandi er gróður lítill“, sögðu þeir. „Þar eru stormar stríðir 9 mánuði ársins. Hinir fáu íbúar landsins búa í báru- járnshúsum í hinum svonefndu um bæjum, en í moldarkofum í sveitunum. Þeir eru ólæsir og óskrifandi, mannafælur og óhefl aðir í framkomu. Þó sumir geti talað ensku, gera þeir það aldrei þegar ókunnugir eru viðstadd- ir“. Til þess að undirbúa mig und- ir veru mína í þessu ógurlega landi útbjó jeg mig með þau þægindi, sem jeg taldi nauðsyn- leg í útíegðinni. • Varð heldur en ekki undranði. EN ÞAÐ er hægt að ímynda sjer undrun mína“, heldur kaup sýslumaðurinn frá London á- fram, „er jeg kom til landsins og sá nýtísku snið á öllu. Vel bygð íbúðarhús og opinberar byggingar, umkringdar görðum með fegurstu blómum og trjá- runnum. Jeg tók eftir því, að kvenfólkið var óvenjulega frítt og framkoma þess tignarleg. Karlmenn klæddir vel sniðnum fötum, sem enskir og amerískir klæðskerar höfðu augsýnilega saumað. Það var því ekki nema um það að ræða, að sögumenn mín- ir hafa annað hvort Verið star- blindir, eða þeir hafa viljandi skýrt rangt frá. Að minsta kosti hefi jeg ekki orðið var við nein merki þess, að fólkið sje óhefl- að; ekki hefi jeg orðið var við neina ókurteisi, en til þess að fullvissa mig notfærði jeg mjer það, að jeg hafði kynningarbrjef til verslunarfyrirtækis hjer“. • Lögregluþjóninum þótti gaman að rabba á cnsku. ÞVÍ NÆST segir kaupsýslu- maðurinn frá því, að hann gekk til lögregluþjóns á götunni og bað hann að vísa sjer leið til fyr irtækisins. Lögreglumaðurinn var einstaklega kurteis og fylgdi honum alla leið „og rabb- aði við mig, eins og það væri hon um skemtun að tala ensku“. — Brjefritari var hrifinn af nýtísku sniði á húsakynnum fyrirtækis- ins og fanst hann vera frekar kominn til Ne\y York en til Reykjavíkur. Framkvæmdastjór inn, sem tók á móti honum, „tal- aði lýtalausa ensku“. Hann var gáfulegur, ungur maðuv, sem hefði sómt sjer vel sem diplo- mat í móttökusölum bestu gisti- húsg í London“. Breska kaupsýslumanninii rak í rogastans yfir þeirri kurfeisi og þeirri hlýju, sem hann mætti og hefir alstaðar mætt hvar- vetna, sem hann hefir komið síðan. En ókurteisina og rudda- skapinn hefir hann ekki rekið sig á ennþá. • I boði á íslensku heimili. í BRJEFINU segir kaupsýslu maðurinn frá boði, sem hann var í á íslensku heimili hjá kunn um manni hjer í bænum. „Mjer var veitt konunglega, eftir amerískum sið, og það er ekki svo lítið sagt, því Ameríku menn eru taldir gestrisnustu menn í heimi. Jeg varð undr- andi yfir að sjá á þessu heim- ili Öll þau þægindi og góða smekk fyrir málverkum, hús- gögnum og yfirleitt nýtisku heimilisþægindum“. • Ber virðingu fyrir starfsbræðrum sínum. „SÍÐAN hefi jeg kynst mörg- um íslenskum kaupsýslumönn- um og jeg verð að segja, að jeg ber virðingu fyrir framsýni þeirra og skilningi á erfiðleik- um lands síns. Jeg vona af heil- um hug, að þær tilraunir, sem nú eru gerðar til að vínna bug á vaxandi verðbólgu, hepnist og beri góðan ávöxt“. „í Englandi gerði ríkisstjórn- in róttækar ráðstafanir til að koma í veg fyrir verðbólgu og dýrtíð, og það tókst að mestu leyti. En það er ekki hægt að gera slíkar ráðfetafanir, nema þjóðin vilji sjálf fórna einhverju til“. „Jeg óska íslendingum alls hins besta í framtíðinni“. • Náttúruauðæfi lands- ins. OG AÐ LOKUM segir í þessu sama brjefi: * „Náttúruauðæfi ykkar eru mikil, hverirnir og fossarnir búa yfir næstum því ótakmörkuðu afli. Það eru öll líkindi til, að þessi auðæfi verði notfærð til heilla fyrir þjóðina, einkum eftir að flugmálin eru komin í fastar skorður“. „Mjer er það sönn ánægja að sjá og heyft, að sögumenn mín- ir höfðu á röngu að standa hvað Island og íslendinga snertir. Jeg mun gera mjer far um að kynna Island eins og það er. Jeg mun skýra frá því, að hjer hafi jeg hitt hámentaða menningarþjóð, sem á náttúruauðæfi, sem lítið er farið að snerta ennþá. Og jeg mun skýra frá því, að hingað sje gott að koma til tilbreyting- ar frá öðrum stöðum, sem bet- ur eru kunnir". Svona er það. ÞAÐ ER alveg óhætt að full- yrða, að margir útlendingar, sem hingað hafa komið, geta sagt líka sögu og þessi maður, þó ekki hafi allir orðið svo hepnir að kynnast íslendingum, sem gátu leitt þá í allan sannleika um landið og þjóðina. Það vantar sannarlega mik- ið á, að landkynningin sje í lagi. En við sjáum á umnaælum þessa manns, að við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir að láta vita af því, að við sjeum til. Fara brátt heim aftur. London: — Um 6000 manns, sem fyrir rúmum tveim árum var flutt frá Gibraltar vegna loftárásarhættu, og hefir síðan dvalið í Englandi og Norður- írlandi, verður bráðlega flutt heim til sín aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.