Morgunblaðið - 13.09.1944, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.09.1944, Qupperneq 6
6 MOEöUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 13. sept. 1944. i i Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiösla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands 1 lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. „Eigi skal gráta Björn bónda — “ MÖNNUM kom það nokkuð undarlega fyrir sjónir kapp það, sem ríkisstjórnin lagði á það, að fá- útvarpað umræðum frá Alþingi um dýrtíðarfrumvarp stjórnar- innar, sem nú liggur fyrir Alþingi. Vitað var, að samningaumleitanir stóðu yfir milli þing flokkanna um það, að ná allsherjar samkomulagi um úr- lausnir á sviði dýrtíðarmálanna og mynda á þeim grund- velli þingræðisstjórn með sterkum þingmeirihluta og helst stuðningi alls þingsins. Stjórnin sendi þingflokk- unum tillögur sínar í dýrtíðarmálunum í byrjun þessa mánaðar og óskaði þá eftir, að þeir ljetu stjórninni í tje upplýsingar um afstöðu sína til tillagnanna fyrir 10. þ. mán. Tillögurnar voru þó lagðar fram á Alþingi í frum- varpsformi tveim, þrem dögum síðar, og svo krafðist stjórnin útvarpsumræðna um málið í miðjum klíðum, áður en útrunninn var frestur sá, sem hún hafði sett flokkunum til þess að tjá sig um tillögurnar. Varð að vonum ekki í fljótu bragði séð tilætlunin með þessum aðferðum. Ef stjórnin var eitthvað svipaðs sinnis og þingflokk- arnir um það, að heppilegast myndi, ef takast mætti að ná nokkru samkomulagi um málið, var hér áreiðanlega ekki beitt heppilegustu eða liprustu aðferðum. Útvarpsumræðurnar eru nú um garð gengnar. Máls- svari ríkisstjórnarinnar hafði svipað mál að flytja og fyr- ir um það bil tveim árum, er stjórnin settist á laggirnar, að þjóðinni bæri nauðsyn til að stemma stigu við dýr tíðinni til öryggis afkomu sinni í framtíðinni. Hins vegar fanst það ekki á, þegar tillögur stjórnarinnar voru reif- aðar, að hún hefði komist mikið lengra áleiðis en í upp- hafi að því marki, að benda á færar leiðir til þess að ná þeim tilgangi að sigrast á dýrtíðinni. Mönnum mátti því finnast tilefnið til útvarpsumræðnanna vonum minna •— og sennilega hafa ýmsir verið dálítið ,,skúffaðir“ í fyrstu umferð. . En úr þessu átti eftir að rætast. Eftir 1. umferð um- ræðnanna um dýrtíðarmálin ljet forsætisráðberra til sín heyra — og hafði boðskap að flytja. Tilkynnti hann þjóðinni með virðuleik og myndarskap, „að ef Alþingi hefði ekki fyrir 15. þ. m. myndað nýja ríkisstjórn, er hefði öruggan stuðning og meirihluta Alþingis, eða tryggður yrði meirihluti þings fyrir viðunandi lausn dýrtíðarmálanna<, þá myndi 'ríkisstjórnin leggja fyrir forseta lausnarbeiðni sína, sem væntanlega yrði tekin til greina“. Erindið í útvarpið varð nú ekki lengur efað. Útvarps- umræðurnar urðu þá einskonar kveðjuathöfn yfir ríkis stjórninni, eftir að forsætisráðherra hafði fluttan boð- skap sihn. Skal eigi um það spáð, hvort fremur hefir sett að þjóð- inni harm og kvíða, eða hugur hennar hefir stefnt að því, „að eigi skyldi gráta Björn bónda, — heldur safna liði“. Víst er um það, að þeir voru ekki svo fáir, sem í upp- hafi töldu til engra góðra tíðinda efnt með myndun nú- verandi ríkisstjórnar, með þeim hætti, er raun bar vitni, án þess að hún nyti nokkurs stuðnings Alþingis. Þessa menn þarf ekkert að setja hljóða þótt stofnað sé til kveðjuathafnar, án þess að tilefni sé til þess að minnast stórra afreka. » Hvað gerir nú Alþingi? Þessi stofnun stendur á fornri frægð, — en bara ekki að því er snertir viðureignina við dýrtíðina eða getuna til þ^ss 'að sameina nú krafta þjóð- arinnar til varðveislu og hagnýtingar þeim miklu mögu- leikum, er þjóðin á völ á, ef hún sér fótum sínurn for- ráð. Taflinu er þó ekki lokið. Þingið á enn leikinn. Það hef- ir nú í hendi sjer, —r annað hvort að gera góðan leik, — eða leika af sér! — Ný Þingmál HJER SKAL getið nokkurra nýrra þingmála, sem fram hafa komið á Alþingi síðustu dag- ana. i I v «•« [Jdwerji ábrl^ar: Ú l VY cicýlecýci líj'L tnu •:-:.*»:-:-:-:-:->»:->»:->4^» Húsmæðrafræðsla í sveitum. Eysteinn Jónsson flytur frv. þetta eftir ósk þm. N.-Þingey- inga, sem er sjúkur. Það er Samband kvenfjelaga í Norður Þingeyjarsýslu, sem hefir far- ið þess á leit, að stofnaður verði húsmæðraskóli í sýslunni. Er lagt til að skólasetur verði á Akri á landi Skinnastaða í Öx- arfirði. Dýralækríar. Gunnar Thoroddsen flytur frv. um að bætt verði við einum dýralækni fyrir Breiðafjarðar- bygðir og hafi hann búsetur í Stykkishólmi. Viti á Súgandisey. Gunnar Thoroddsen flytur frv. og fer þar fram% að tekið sje upp í brúarlögin bygging ljósvita á Súgandisey við Stykk ishólm. Frv. er flutt samkvæmt ósk hreppsnefndar Stykkis- hólmshrepps. Endurskoðun vinnulöggjafarinnar. Guðm. I. Guðmundsson flyt- ur þál.till. í Sþ. um skipun 7 manna nefndar til þess að end- urskoða vinnulöggjöfina og lög nr. 33, 1915, um verkfall opin- berra starfsmanna. Fyrirspurnir. Ingólfur Jónsson flytur í Nd. fyrirspurn til samgöngumála- ráðherra um athugun á stein- steyptum vegi og breyttu veg- arstæði yfir Hellisheiði og Svínahraun, svohljóðandi: „Hvað líður rannsókn þeirri, sem ríkisstjórninni samkv. þingsályktUn á síðasta þingi var falið að láta fram fara, um breytingu á vegarstæði yfir Hellisheiði og Svínahraun og hvort heppilegt er að gera veg- inn steinsteyptan á þeirri leið?“ Sami þm. flytur fyrirspurn til sama ráðherra um ákvörðun og framkvæmd gagngerðra samgöngubóta frá Reykjavík austur í Ölfus, svohljóðandi: „Hvað líður störfum nefnd- ar þeirrar, sem skipuð var samkvæmt þingsályktun s. 1. vetiír til þess að gera tillögur um gagngerðar endurbætur á samgöngum frá Reykjavík aust ur yfir fjall?“ Hilabylgja í Dan- mörku ÞANN 7. júlí voru 10 Kaup- mannahafnarbúar, sem fengið höfðu sólstungu, fluttir í sjúkrahús. í Herning varð hiíinn 30 stig á Celsíus 8. júlí. í Esbjerg, Randers, Maribo og á Fjóni, var hitinn 29 stig. I Kaupmannahöfn og mörg- um öðrum borgum er vatns- skortur, og verða menn að fara sparlega með vatn. Á mörgum stöðum er bannað að vökva garða. (Skv, danska útvarpinu hjer). Kunnur listamaður í Reykjavík. ÞAÐ ER kunnur listamaður 'staddur hjer í bænum um þess- ar mundir. Flóttamaður frá Austurríki, en sem er nú anyerísk ur borgari. Listamaður þessi er fiðluleikarinn Werner Gebauer, og hann er hjer á vegum hers- ins, með U. S. O. flokki, sem hingað er kominn til að skemta hermönnunum. Werner Gebauer er varla meira en 28 ára, en hefir þó þeg- ar getið sjer gott orð í Ameríku sem fiðluleikari. Hann hefir leikið í kvikmyndum og nú er hann hverfur aftur heim til Ameríku, mun hann taka við stöðu sem konsertmeistari við symfóníuhljómsveitina í Was- hington. Gebauer hefir þegar haldið hjer nokkra hljómleika fyrir hermenn. Jeg fjek'k tæki- færitil að hlusta á hann og fje- laga hans í Tripolileikhúsinu í fyrrakvöld. Ekl(i veit jeg, hvort margir íslendingar fá tækifæri til að hlusta á þenna ágæta lista mann, en mjer er sagt, að á föstudaginn kemur muni þessi USO-flokkus halda skemtun í Andrews-fimleikahúsinu við Há logaland og að hermönnum verði þá heimilt að taka með sjer íslenska gesti. 9 Ljek einleik í kvik- myndinni „Inter- mezzo“. GEBAUER ljek fiðlusólóna í kvikmyndinni Intermezzo, sem margir munu kannast við hjer, því myndin var sýnd í fyrra hjer í Tjarnarbió. Aðalhlutverk- in ljeku Ingrid Bergman og Les- lie Howard, og eins og menn muna var myndin um heims- frægan fiðlusnilling og lagið Intermezzo, sem leikið var í myndinni, hreif alla, sem mynd- ina sáu. Á hljómleikunum- í Tripoli- leikhúsinu ljek Gebauer Inter- mezzo við mikla hrifningu á- heyrenda. Aðrir listamenn með þessum USO-flokki eru frægur bariton- söngvari, sem sungið hefir m. a. í Radio City í New York, söng- kona og 6 manna danshljómsveit. Ekki veit jeg, hvaða reglur herinn hefir um það, að lista- rhenn á vegum hersins leiki fyrir óbreytta borgara, en það er jeg viss um, að marga myndi langa til að fá tækifæri til að heyra í þessu listafólki. 9 Sonur fyrrverandi sendiherra í Kaup- mannahöfn. FIÐLULEIKARINN, sem jeg er að segja ykkur frá, er son- ur kunns austurrísks stjórnmála manns. Faðir Werners Gebauer var um eitt skeið sendiherra Austurríkis í Kaupmannahöfn og síðan varð hann kenslumála- ráðherra Austurríkis. En þegar nasistar rjeðust inn í Austur- ríki, varð faðir hans að láta af völdum og fjölskyldan að flýja land. Werner Gebauer, hinn ungi, komst til Ameríku, eins og svo margir aðrir pólitískir flótta- menn frá Evrópu. í Ameríku var honum vel tekið og hann fjekk atvinnu við kvikmyndir. Þegar ófriðurinn braust út, gekk Ge- bauer í herinn og var orðinn liðsforingi er hann bauðst til að ferðast um meðal hermanna er- lendis og skemta þeim á vegúm USO-stofnunarinnar. Von á fleiri merkum listamönnum. EFTIR ÞVÍ, sem jeg h'efi frjett er von á fleiri merkum lista- mönnum frá Ameríku hingað til lands á næstunni. Því miður er ekki leyfilegt að skýra frá fyr- irætlunum þessum, nje segja neitt um ferðir slíkra lista- manna, sem ferðast á vegum hersins. En jeg yrði ekki neitt hissa á því, þó kunnar Holly- wood-stjörnur sæjust spígspora hjer eftir götunum í Reykjavík á næstunni. En hvort það verður Greta Garbo, Rita Heyworth eða Mar- lene Dietrich, get jeg ekkert sagt um að svo stöddu. N En þið, sem eruð hrifin af Hollywood-stjörnunum og viljið reyna að ná í eiginhandarundir- skrift, ættuð að hafa bækurnar tilbúnar og gæta þess vel, að blek sje í lindarpennunum. Á- hugaljósmyndurum er vissara að hafa filmur í vjelunum næstu daga, því hver veit, nema að tækifærið gefist. „Bandaríkja- menn ætla ekki ú stæla Bitleru Ritstjórnargrein um ís- land í amerísku blaði. DETROIT ‘ FREE PRESS úirti 29. ágúst ritstjórnargrein. um ísland, segir þar meðal annars: „Með fáum velvöldum orð- um vísaði utanríkisráðherra Islands, Vilhjálmur Þór, á 'bug þeim áróðri, sem hafður hefir verið í frammi um að Bandaríkin hjeldu þeim bæki- stöðvum, sem þau hafa nú á íslandi. Oss voru látnar þessár bækistöðvar í tje með því skil- yrði að „þegar er núverandi hættuástand í milliríkjaskift- um er lokið, verði allur slík- ur her og sjóher kallaður heim“. Islendingar vænta þess að vjer stöndum við þessa skuld- bindingu. Það munum yjer gera. Bandaríkjamenn hafa sem þjóð ekki tilhneigingu til að stæla llitler". Hæfl uiti alSsherjar sékn gegn Japan Quebec í gærkveldi. Churchill og Roosevelt tóku til óspiltra málanna með við- ræður síðari hluta dags í dág og voru yfirhershöfðingjar og hermálaráðunautar beggja viðsta.ddir. Talið er að rætt sje um allsherjarsókn banda- manna gegn Japönum. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.