Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagur 14. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ r! T' ■ . ! 5 Síða ungra Sjálfstæðismanha. Ritstjórn: Sambandsstjómin. VÖXTIJ R HASKÖLAN8 Nýjar deildir f taka til starfa MENNINGARLEG og stjórn- arfarsleg frelsisbarátta íslend- inga hefir jafnan haldist í hendur. Hvers virði var líka hið stjórnarfarslega frelsi, ef andlega menningu skorti? Und- irstöðufræðslan var að sjálf- sögðu fyrsta skilyrðið, en draumar forystumannanna gengu lengra. Bæði Jón Sig- urðsson og aðrir stjórnmála- leiðtogar þjóðarinnar vildu koma á fót innlendum háskóla. Þeir, sem í fylkingarbrjósti stóðu, höfðu allir numið við erlenda hháskóla, og þeim var það ljóst, að íslendingar urðu sjálfir að geta menntað em- bættismenn sína, ef þeir ætl- uðu að ná og varðveita full- komið frelsi og sjálfstæði sitt. Háskóli íslands var að lok- um stofnaður árið 1911, á ald- arafmæli Jóns Sigurðssonar. Miklar vonir voru við skólann tengdar, og hlýjar heillaóskir fýlgdu honum út á starfsbraut- ina. Síðan hefir háskólinn veitt embættismannaefnum þjóðar- innar andlega uppfræðslu í rúmlega þrjá áratugi. — Mun óhætt að fullyrða, að háskól- inn hafi leyst hlutverk sitt vel af hendi, þegar tekið er tillit til margháttaðra erfiðleika, er hann hefir átt við að slríða. Þröng húsakynni stóðu stofn uninni lengi vel mjög fyrir þrifum. Fyrir nokkrum árum var svo hin glæsilega háskóla- bygging reist, og það veitti skólanum skilyrði til þess að auka mjög starfsemi sína. — Ýmsir töldu óráðlegt að reisa svo stóran og veglegan há- skóla, en til allrar hamingju náðu*þær raddir ekki að hafa áhrif á framgang málsins. Er enda reyndin þegar orðin sú, að öll húsakynni háskólans hafa verið tekin í notkun fyr- ir hinar ýmsu deildir hans. Lengi vel voru deildir há- skolans ekki nema fjórar: Laga deild, guðfræðideild, lækna- deild og norrænudeild Þeir stúdentar, sem leggja vildu stund á önnur fræði, urðu að sigla til framandi landa Með bættum starfsskilyrð- um töldu forráðamenn háskól- ans sjálfsagt að stækka starfs- svið hans. Varð styrjöldin ekki hvað síst til þess að hraða framkvæmdum í þá átt. Hafa nú á fáum árum orðið þær stór stigu framfarir í starfi háskól- ans, að fjórum nýjum deildum hefir verið við hann bætt, og nema nú tugir stúdenta þau fræði, sem þar eru kennd. Þar sem deildir þessar eru svo að segja ný teknar til starfa — og kennsla ekki enn hafin í einni þeirra ■— þykir mjer rjett að drepa lítillega á þá keimslu, sem stúdentum er þar veitt. Viðskiftadeildin: Árið 1938 var stofnaður Við- skiftaháskóli íslands. Var þeg- ar hafin kennsla í mörgum námsgreinum skólans, en skipulag hans var þó með nokk urum losarabrag, enda verið lítiil undirbúningur að stofnun hans. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jónsson, taldi skólann nokkurs konar skilgetið afkvæmi sitt og barðist með oddi og egg á móti því, að hann væri innlim aður í háskólann, sem þó virt- ist eðlilegast. Eftir mikla bar- áttu nemenda skólans, heppn- aðist þeim að fá hann samein- aðan háskólanum. Var við- skiftaháskólinn þá lagður nið- ur, en viðskiítanámið tengt við lagadeildina og hún síðan nefnd laga- og hagfræðideild. Viðskiftanámið er þó sjálf-' stætt nám eftir sem áður, en kennslan er nú komin í fast form. í deildinni er einkum kennd bókfærsla, hagfræði og reksturshagfræði, auk nokk- urra tungumála og smærri námsgreina. Námið tekur nú 4 ár. Sá ljóður er á þessu námi,. að það veitir ekki forgangs- rjett að neinum stöðum, en telja má þó viðskiftakandidata öðrum færari til ýmsra staría, þar sem þörf er á sjerþekkingu um rekstur fyrirtækja og bók- hald. Verkfræðideildin: Verkfræðikennsla hófst við háskólann haustið 1940. Var 1- fyrstu óráðið hversu víðtæk þessi kennsla yrði, og henni því hagað sem undirbúnings- kennslu undir framhaldsnám erlendis. Síðan hefir kennsla þessi verið.smám saman aukin, og er nú auðið að ljúka fulln- aðarprófi í byggingarverkfræði við deildina. Lokaprófi í öðr- um sjergreinuih verkfræðinn- ar verður enn sem komið er, Framhatd á 8. síðu. SAMTÍMIS ÞVÍ, að gerbreytingar hafa átt sjer stað í þjóðfje- lagsháttum okkar íslendinga á síðari áratugum, hefir aðstaða hinna ungu í þjóðfjelaginu tekið miklum stakkaskiftum. Hafa menn veitt þessu fulla athygli? Og, — það, sem mestu máli skiftir, — gerir unga fólkið sjer Ijósa grein fyrir þessu sjálft? ® ÞAÐ TÍÐKAÐIST ekki áður að leila álits hinna ungu um þjóð- málin. Kosningarrjettur var bundinn við ýmist 35 ár (lands- kjör), eða 25 ár (kjördæmakjör), fram til ársins 1934 og áður ýms önnur takmörk eínalegs eðlis o. f 1., sem útilokaði alveg unga fólkið frá þátttöku í kosningum. I strjálbygðum sveitum gætti samtaka unga fólksins ekkert. Menntun þess var í molum, fáir og ófullnægjandi skólar. NÚ GREINIST skólakerfi landsins um bæ og bygð og aukin menntun veitir æskunni meira þor og áræði. Mikill hluti unga fólksins er saman kominn í kaupstöðum, kauptúnum eða nokkru þjettbýli, þar sem víðtæk samtök þess i ýmsum myndum bera uppi hagsmuna .eða áhugamál þess. — Hin breyltu viðhorf hafa skapað unga fólkinu rjett til fullra áhrifa um stjórnmál landsins með almennum kosningar- rjetti og kjörgengi við 21 árs aldur. Mætti nokkuð marka af þeirri staðreynd, að þegar kosningarrjettaraldurinn var færð- ur, úr 25 árum í 21 ár 1934, hækkaði kjósendatalan um 11 þúsund! NÝIR TÍMAR hafa fært hinni yngri kynslóð nýtt hlutverk. — Þetta hlutverk er rjetlur til þátttöku í baráttunni um það, hverskonar þjóðfjelag hinni komandi kynslóð er ætlað að erfa. Vitundin um þetta hlutverk hlýtur að knýja unga fólkið til alvarlegs mats á viðhorfum þess til þjóðfjelagsmálanna. — Hver, sem ekki skynjar hlutverk sitt, getur ekki valdið því. Ef æskan ekki skynjar sitt pólitíska hlutverk, en glevmir því í glaumi og dansi og lifir aðeins fyrir liðandi stund, glatar hún sjálfsákvörðunarrjetti sínum til hlutdeildar í að móta sína eigin framtíð. e ÞAÐ ÞJÓÐFJELAG, sem býr hinum ungu bætt skilyrði, góða menntun og hollt uppeldi, á að hljóta endurgjald sitl í þroska og manndómi æskunnar. Ef það endurgjald bregst, hefir æskan ekki skynjað hlutverk sitt og svikið sína eigin þjóð. Slysatrygging íþróttamanna SLYSATRYGGING íþrótta- manna er mál, sem samtök íþróttamanna hafa um alllangt skeið haft mikinn áhuga fyr- ir. Þrátt fyrir það eru þessar slysatryggingar ekki ennþá komnar í framkvæmd að neinu leyti hjer á landi. Hinn smá- vægilegi slysasjóður, sem íþróttamenn í Reykjavík hafa stefnað til þess að ljetta lítil— lega undir með þeim reykvísk- um íþróttamönnum, sem slasast eða verða fyrir meiðslum, nær örskamt í þessum efnum. Á Alþingi haustið 1943 fluttu þeir Sigurður Bjarnason og Gunnar Thoroddsen tillögu til þingsályktunar um slysatrygg- ingu íþróttamanna. Var tillag- an á þessa leið: „Alþingi ályktar að fela rík— isstjórninni að skipa þriggja manna nefnd til þess að undir- búa setningu lagaákvæða um slvsatryggingu íþróttamanna. Einn nefndarmanna skal skip- aður samkvæmt tilnefningu Iþróttasambands Islands og annar samkvæmt tilnefningu Tryggingarstofnunar ríkisins. Nefndin skal hafa skilað á- liti og tillögum til ríkisstjórn- arinnar fyrir 15. febrúar 1944. Nefndarmenn taka engin lauu fyrir störf sín“. Tillaga þessi fjekk þá af- greiðslu, að þingnefnd sú, sem um hana fjallaði, lagði til, a5 milliþinganefnd, sem starfar að endurskoðun tryggingarlög- gjafarinnar, taki einnig slysa- tryggingar íþróttamanna til meðferðar, en eins og kunnugt er, eru nú engin ákvæði i tryggingarlöggjöf vorri um slík ar slysatrvggingar. Verður því að ætla, að þetta mál sje á 'sæmilegum rekspöl. Sjálfsagt er þó fyrir samtök íþrótta— manna að hafa samband vicí milliþinganefndina og fylgjast með því, hvað í því gerist. — Slysatryggingar íþróttamanna verða að komast á og það sem fyrst. Fánadagar NÝLEGA hafa verið birt ákvæði um fánadaga, sem for- seti íslands hefir sett samkv. tillögum forsætisráðherra og fyrirmælum Alþingis. í þessum ákvæðum eru fyr- irmæli um fasta fánadaga, sem draga skuli fána á stöng. Meðal þessara föstu fána- dag^ er 1. maí, — frídagur verkamanna. Fer vel á því. En við eigum fleiri fasta frídaga ákveðinna stjetta í þjóðfjelag- inu: frídag verslunarmanna og sjómannadaginn. Mega þessir dagar ekki líka vera fánadag- ar? J. H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.