Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 6
MOEGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. sept. 1944. Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Franakv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stef&nsson (ábyrgf5arm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiösla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda kr. 10.00 utanlands I lausasólu 40 aura eintakið, 50 aura með Ltnoö*. Þáttaskiíti RÁÐUNEYTI Björns Þórðarsonar hefir fengið lausn. Forsætisráðherrann lagði fram lausnarbeiðni ráðuneyt- isins á ríkisráðsfundi, sem haldinn var árdegis í gær. Forseti íslands veitti stjórninni lausn, en bað hana að gegna störfum uns nýtt ráðuneyti hefði verið myndað. Hjer er lokið þætti í stjórnmálasögu síðustu ára, sem áreiðanlega er æskilegt að ekki endurtaki sig. Svo sem kunnugt er, var þetta ráðuneyti myndað með sjerstökum hætti. Það var myndað án tilverknaðar Alþingis og hafði því engan stuðning þar. í fyrstu fögnuðu sumir komu slíks „óháðs“ ráðuneytis; töldu að það myndi „hreinsa til“ á Alþingi og í stjórnmálunum. En þessir menn gleymdu því, að slík stjórnarmyndun var ósamrýmanleg því stjórnskipulagi, sem þjóðin býr við. Hún gat því ekki blessast, enda hefir reyndin orðið sú, að stefnuleysið og glundroðinn á Alþingi og í stjórn landsins hefir aldrei verið meiri en eftir komu utanþingsstjórnarinnar. Þetta er ekki sök mannanna, sem stjórnarstörfunum gegndu. Enginn efast um, að þeir hafi viljað vel. En þá vantaði það sem með þurfti. Þeir urðu alt að sækja undir þingið, en höfðu þar engan meiri hluta við að styðjast og reyndu aldrei að afla sjer hans. Þess vegna fór sem fór. Vitanlega má ásaka þingið, að það skyldi ekki grípa í taumana og mynda þingræðisstjórn með eðlilegum hætti. Og það vantar ekki, að þingið hafi reynt þetta. Það var reynt strax er þingið kom saman, eftir haustkosn- ingarnar 1942. Og veturinn 1943 sátu „vinstri flokkarnir“ 4 mánuði á ráðstefnu til þess að reyna að bræða saman stjórn. En alt fór út um þúfur. Það sem til þessa hefir staðið í vegi fyrir myndun þing- ræðisstjórnar, er ekki fyrst og fremst málefnalegur á- greiningur, heldur hitt, að skort hefir vilja sumra for- ystumanna flokka til samstarfs. Það er fyrst nú, eftir að þingið kom saman, að vart hefir hugarfarsbreytinga hjá leiðtogum flokkanna. Og einmitt þess vegna er nú ein- hver von til þess að takast muni að mynda ríkisstjórn, sem nýtur stuðnings allra þingflokka. Nefnd, skipuð fulltrúum allra flokka, hefir setið á rök- stólum síðan þingið kom saman. Og það virðist vera al- vara bak við þessar viðræður, enda væri annað ósæmilegt með öllu. Óhugsandi er, að nokkur þingmaður ljeki þann skrípaleik. Eins og málum er komið, er þjóðinni áreiðanlega fyrir bestu að slíkt allsherjar samstarf flokka geti tekist. Þeir tímar eru framundan, að þjóðinni er lífsnauðsyn að standa saman. Hún á einskis annars úrkostar, ef vel á að fara. Þetta verða allir þingmenn að skilja. Þeir sem nú gerast friðrofar, mega ekki eiga afturkvæmt í sala- kynni Alþingis. Fegursti staðurinn SÚ ÓTRÚLEGA SAGA hefir borist hjer um bæinn undanfarna daga. að Templarar sjeu að hugsa um að selja erlendu ríki eign sína á Fríkirkjuvegi 11. Það er víst óhætt að fullyrða, að margir hafa öfundað Templara af því að þeir skyldu hafa náð eignarhaldi á þessum framúrskarandi fagra stað, fegursta staðnum sem til er í Reykjavík. En samt sem áður var þessum fjelagsskap vel unnað þess, að eiga þenna stað. Og enginn hefir víst búist við því, að þeir væru svo hverflyndir og skamm- sýnir, að þeir vildu losa sig við hann aftur. En nú gengur þessi saga um bæinn. Hjer er ekkert hjegómamál á ferðinni. Hjer er um það að ræða, að útlendingar nái eignarhaldi á fegursta stað bæjarins. Hvernig færi um þessa höfuðborg hins unga íslenska lýðveldis, ef það liðist að útlendingar næðu undir sig fegurstu eignunum í bænum? Hjer er bæjarvöídun- um vissulega gefið tilefni til íhugunar og gera einhverjar ráðstafanir gegn því, að slíkt geti orðið. Saga Hyrnis og Skelfis Bæði í Sannýal og í grein hjer í blaðinu um kvikmyndasýn- ingu (Fantasia), hefi jeg sagt nokkuð af dýri, sem í jarðfræð- inni er nefnt Tyrannosaurus, og talið hafa verið stærst og óg- urlegast allra rándýra, sem á landi hafa lifað. Gat jeg þess, að í Alfræðinni bresku (E. Br.) hefði of lítið verið gert úr þess- um Skelfi dýraríkisins, en þar er hann sagður hafa verið 37 fet á lengd. — í hinni ágælu kenslubók sem jeg gat um fyr- ir nokkru í greininni „Víðsýnni jarðfræði“, segir að beinagrind þessa dýrs, sem er í hinu mikla náttúrusafni í New York sje 47 fet á lengd, og ef, samkvæmt því, er gert ráð fyrir, að meðal- dýr þeirrar tegundar hafi verið um 50 fet, þá hefir heimild sú, sem jeg fór eftir í Sannýal, ýkt nokkuð stærð ránrisans. Er ekki ósennilegt, að líkt hafi verið um stærð þeirra risanna Skelfis og Hyrnis, er svo mætti nefna (Triceratops), en hinn síðarnefndi, sem gekk á fjór- um fótum, þó líklega nokkru þyngri en Skelíir, sem aðeins gekk á afturfótunum. — Er nú býsna fróðlegt að sjá, hvernig Hyrnir, sem var jurt^æta, hef- ir verið útbúinn til varna gegn ránrisanum, sem ekki er ólík- legt að hafi sótt mjög á hann. Segir í hinni ágætu kenslubók, að ekki sje ósennilegt, að menn mundu vilja fara langar leiðir til að sjá slíka „heavy-weight- ers“ eigast við. (Orðið er úr í- þróttamálinu). Er og ekki ó- trúlegt, að sá aðgangur muni oft hafa verið bæði harður og langur. Hvort dýrið um sig mun hafa haft krafta á við nokkra fíla, og þyngdin eftir því. — Hafði Hyrnir 3 geisimikil og hvöss horn á höfði, en aftur af gekk beinskjöldur mikill og þykkur, til hlífðar þeim stað er Skelfir hefir helst leitast við að bíta. Voru um 8 fet frá aft- urrönd skjaldarins og fram á snoppu, svo að Hyrnir hefir ver ið torsóttur og sjálfsagt stund- um getað komið hinum ógur- legu hornum sínum þannig við, að það varð Skelfir sem beið lægri hlut. II. Dýrategundirnar, þar sem andstillingin til sóknar og varn ar hafði náð þessu hámarki, liðu algerlega undir lok, og er býsna eftirtektarvert hve mjög þessi þáttur úr sögu jarðlífs- ins minnir á það, sem seinna hefir gerst, eftir að mannkynið kom til sögunnar. Því að í mann fjelögunum hefir andstillingin í hernaðarefnum sífelt farið vaxandi, og þó aldrei líkt því eins geist og geigvænlega og á þessum síðustu tímum. Er óhætt að segja, að meðan svo er, þá er mannkynið á glötun- arvegi, einsog risar krítartíma bilsins. En sá er munurinn, að þótt komið sje fram á barm glötunarinnar, þá er enn nokk- ur von um að mannkynið geti áttað sig á hættunni og látið sjer skiljast, hvert þess ætlun- arverk er í sögu jarðlífsins og raunar alheimsins. En ætlunar- verkið er það að vinna, acj sín- urþ hluta, að sköpun æ fegri ,óg í alla staði fullkomnari heims. Helgi Pjeturss. Það vantar stórt sam- komuhús í Reykjavík. REYKVÍKINGA vantar til- finnanlega stórt og gott sam- komuhús. Það vantar ekki, að samkomuhúsin eru nógu mörg í bænum, en sá galli er á þeim öllum, að þau eru of lítil. Þetta kemur þráfaldlega í ljós, eink- um á veturna, þegar fjölmenn fjelög halda árshátíðar sínar og stórir dansleikir eru haldnir. Það komast sjaldan allir að, sem vilja, á hina meiri háttar dans- leiki ársins. Það verður jafnvel að gera fjelaga afturreka. Þeir, sem telja sig svo hepna að ná í aðgöngumiða að einhverjum stórdansleiknum, óska þess stund um eftir á, að þeir hefðu hvergi farið, því oft er svo þröngt, að ekki er hægt að komast milli borða, að ekki sje nú talað um þrengslin á dansgólfinu, þar sem fólkið þjappar sjer saman í hnapp, eins og fjenaður, sem rekinn hefir verið í rjett. Það segir sig sjálft, að í slík- um þrengslum verður lítið eða ekkert úr dansi. Það er óþarfi að nefna dæmi til sönnunar því, sem hjer er sagt, en þó eru dæmin mýmörg. Það vita allir, sem komið hafa á þessar samkomur, hvernig þar er umhorfs. Reykvíkingar þurfa að eign- ast rúmgóðan og skemtilegan samkomustað, þar sem bæjarbú ar geta komið saman til að lyfta sjer upp. Það er mikil þörf yr- ir slíkan stað og engin hætta á, að hann þyrfti að standa au$ur eða ónotaður. • Ekki skúr eða kumb- aldi. EN SLÍKUR samkomustaður mætti ekki vera nein skúrbygg- ing eða kumbaldi. Það þyrfti að vera gott rúm til veitinga, stórt dansgólf. Þar ætti að vera svo haganlega gert, að hægt væri að hafa þar borðhald fyrir 800— 1000 manns í einu. Gætu bygg- ingameistarar vafalaust komið því svo fyrir, að hægt væri að skifta hinum stóra sal með skil- rúmum, þannig, að minni sali væri hægt að nota.fyrir fámenn- ari hóf. En hver vill ríflðast í þetta fyrirtæki? um. Nú haustar að, og gestum fækkar hjer um slóðir. En sum- ar kemur eftir þetta. í blaðaskrifum og umtali manna á milli um lífið á Þing- völlum í sumar hafa vafalaust ýmsar ýkjur blandast, eins og oft vill verða, þegar farið er að tala um ýms málefni. En oft hefi jeg hugsað um, hvort ekki væri hægt að koma hjer á betra eft- irliti en verið hefir, án þess að það hefði mikinn kostnað í för með sjer. - Jeg tel, að best væri að hafa lögregluvörð við þjóðgarðshlið- ið. Vörður skrásetti alla bíla, sem framhjá fara, og þeir til- kynni, hvert halda skuli. Vörð- ur þessi seldi Þingvallamerki, úthluti leyfum fyrir tjaldstæð- um og veiðileyfum, ef látin eru. Með merkjunum, sem sýndu hvaða leyfi menn hefðu, væru afhentar reglur um umgengni í þjóðgarðinum og leiðarvísir um helstu örnefni og þvíuml. Sömu menn ættu að geta fengið að sitja fyrir sörnu tjaldstæðum ár eftir ár, ef það sýnir sig, að um- gengni þeirra er óaðfinnanleg. Með þessu móti ætti að vera hægt að fylgjast með öllum Þingvallagestum, og umgengni þeirra, hvort þeir brytu regl- urnar um þrifalega umgengni o. f 1., og altaf væri hægt að vita um tjaldstæði allra gesta, sem þar dvelja. • UMGENGNI fólks þarf að batna frá því, sem nú er. Það er alveg víst. Menn henda frá sjer allskonar rusli, hvar sem þeir eru, úti á víðavangi og nálægt húsum, og láta sig engu skifta, hvaða minjar þeir láta eftir sig, þar sem þeir fara. Enn er eitt, að ýmsir bera alt of litla virðingu fyrir hinum vaxandi gróðri. Hefi jeg t. d. orðið að þola það, að Þingvalla- gestir hafa brotið smáhríslur mínar, sem jeg hefi verið að reyna að koma upp, til þess með þeim í framtíðinni að prýða um- hverfi Valhallar. Woolion ræðir tjónið í London Afturför. í SAMBANDI við hugleiðing- ar um þörfina á nýju og stóru samkomuhúsi fyrir Reykvíkinga fer ekki hjá því, að manni kem- ur til hugar sú afturför, sem átt hefir sjer stað hvað snertir veit- ingastaði í bænum. Fyrir 10—15 árum gátu bæjarbúar farið inn í þokkaleg veitingahús og. hlust- að á góða hljómlist í síðdegjs- kaffitímanum sínum og á kvöld- in. Þetta var vinsælt mjög. En nú er ekki nema grammófóns- garg, ef þá er um nokkra tón- list að ræða á veitingahúsum. Það er rjett, að í Reykjavík eru til nokkur lítil veitingahús, þar sem vel er veitt, en það eru frek ar matstofur en veitingastaðir, þar sem menn koma til að eyða kvöldstund við einhverja dægra- dvöl. Víst er þetta afturför. Én það er eins og engum detti i hug að gera neitt til að bæta úr þessu leiðinda ástandi. • JÓN GUÐMUNDSSON gest- gjafi á Þingvöllum skrifar mjér á þessa leið: ,,Um tima var mikið talað og skrifað um ástandið á Þingvöll- London í gærkveldi: WOOLTON lávarður, endur- reisnarmálaráðherra Breta ræddi í dag um tjón það* sem orðið hefir á húsum í London af svifsprengjum og sagði hann að 1104000 hús hefðu skemst af yöldum svifsprengjanna, en 23000 eyðilagst gjörsamlega. í stórum hverfum kvað hann tjón hafa verið lítið og einnig hefðu mörg hinna löskuðu húsa skemst lítið. — í loftárás- um Þjóðverja frá 1940 og til síðasta vors, eyðilögðust alls 87.000 hús í borginni algjör- lega.Hálf milljón manns gat dvalið í húsum þeim er eyði- lagst hafa. — Reuter. Harðar loftárásir á Ungverjaland. London í gærkveldi: FRA ÞVÍ var skýrt i útvarpi frá Budapest í kvöld, að nokk- ur hundruð flugvjelar banda- mann hefðu gert hai'ðar árásir á borgir á svæðinu umhverfis bórgina Tisáa og við landamæri Transylvaníu. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.