Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 12
12 1 Sunnudag'ur 17. sept. 1944, Guðmundur Þorlák- ur Guðmundsson, skipstjóri, druknar Frá frjettaritara vorum á Siglufirði, laugard. 16. sept. EINN KUNNASTI og merk- asti skipstjóri vjelbátaflotans, Guðmundur Þorlákur Guð- ■ mundsson, drukknaði s. 1. föstu dagskvöld. Þetta sorglega slys vildi til, þegar m.b. Jón Þorláksson, sem Guðmundur heitinn var skip- stjóri á, var staddur á Gríms- eyjarsundi kl. 9.30 föstudags- kvöldið 15. þ. m. Skipið var á leið til Siglufjarðar, á fullri . ferð. Guðmundur var í stýris- húsi, ásamt þrem hásetum. — Sagði hann við þá, að hann ætl- aði að ganga aftur á skipið. Eft ir 5 til 10 mín., finst hásetun- um, sem voru á verði í stýris- húsinu, það dragast að hann kæmi. Fóru þeir þá að gá að honum. Fanst hann þá hvergi. Var þá skipinu snúið við og leit að í tvær til þrjár stundir. En skipverjar urðu einskis varir. Er talið að Guðmundur hafi hrasað á dekki og fallið fyrir borð og ekki getað gert vart við sig. Hann var ósyndur. Guðmundur Þorlákur hafði verið skipstjóri í 34 ár. Hann var mjög aflasæll og vel kynt- ur. Hann var fæddur 22. maí 1883, lætur eftir sig konu og fimm börn. Klæðskerasveina- fjelagið Skjaldborg prir verkfall Þreyttir eftir bardagann Þetta eru Bandaríkjahermenn, sem Þjóðverja* hafa tekið til fanga í Frakklandi. Þeir sitja undir vegg, þreyttir eftir bardagann og bíða þess að þeir verði fluttir til Þýskalands. — Mynd þessi var scnd til Svíþjóðar fráÞýskalandi. Ríkisstjórnin fékk lausn í gær Uppboð á eignutn þrofabús Guðm. H. Þérðarsonar í SKRIFSTOFU borgarfó- geta fór í gær fram opinbert uppboð á hlutabrjefum,, svo og öllum útistandandi skuldum þrotabús Guðmundar H. Þórð- arsonar. Seld voru hlutabrjef í Út- vegsbanka íslands h.f., Flugfje- lagi íslands h.f., Kol & Salt h.f., Námufjelagi Hvalfjarðar h.f. og Stálofnagerðinni h.f. Hlutabrjefin voru seld í þess- ari röð: Eitt þúsund krónu hluta brjef í Útvegsbanka íslands h.f. Söluverð 700 kr. Þá voru boðin upp tvö 200 kr. og eitt hundrað krónu hlutabrjef, somuleiðis í Útvegsbanka íslands h f. Sölu- verð 300 kr. 1000 krónu hluta- brjef í Flugfjelagi íslandS h.f. var selt á 200 kr. Fjögur hluta- brjef í Námufjelagi Hvalfjarð- ar h.f„ samtals að upphæð 400 kr. Söluverð 10 kr. Hlutabrjef í Kol & Salt. Upphaflega var nafnveerð brjefsins 2000 kr., en búið er að afskrifa 80%, svo að núverandi verð brjefsins 400 kr.Brjefið var selt á 700 kr. Síðasta hlutabrjefið sem boðið var upp 500 krónu brjef í Stálofnagerðinni h.f., með arð- stofnum frá árinu 1937. Var brjefið selt á 300 krónur. Þá var boðið upp víxilkröfur og aðrar útistandandi skuldir að upphæð kr. 1.324 460,80, en víxill þessi framselst án ábyrgð ar skiftaráðenda. Söluverð þess ara eigna þrotabúsins var 40.000 krónur; kaupandi toll- stjórinn í Reykjavík. VERKFALL er hafið hjá klæðskerasveinafjel. Skjald- borg og nær það til 80—90 manna í klæðskerastofum bæj- arins. Fyrri samningar, sem Skjaldborg gerði við Klæðskera meistarafjelag Reykjavíkur giltu til hálfs árs. Þegar þeir samningar voru gerðir á s. 1. vetri, var Skjaldborg reiðubú- in að semja til lengri tíma, en meistarar þóttust illa leiknir af verðlagseftirlitinu og vildu þess \egna ekki semja til lengri tíma. En nú vildu meistarar framlengja samninginn, en þá vildi Skjaldborg ekki. Hún gerði nýjar kröfur, sem meist arar sáu sjer ekki fært að ganga að, og þá hófst verk- fallið. Forseti ræðir við for- menn þingflokkanna Orðrómi um flug- ferðir um ísland meifað Stokkhólmi: — Flugfjelagið Svensk International Lufttra- fik hefir opinberlega neitað j>ví, að það hafi fengið sænsku stjórnina til þess að fá Banda- ríkjastjórn til að leyfa fjelagi þessu flugferðir vestur um haf, milli Sfokkhólms, íslands, Labrador og New York. For- stjóri fjelagsins, Per A. Norlin er samt staddur í Bandaríkjun um nú, sendur þangað til þess að semja um þessi mál. En hitt er ekki rjett, að ennþá hafi ver ið leitað leyfis hjá stjórnum viðkomandi ríkja, segir flug- fjelagið. Á RÍKISRÁÐSFUNDI, sem haldinn var kl. 10 árd. í gær, veitti forseti Islands ráðuneyti Björns Þórðarsonar lausn, samkvæmt beiðni forsætisráðherra. Ráðuneytið gegnir störfum áfram, uns nýtt ráðuneyti hefir verið myndað. Eftir að hafa rætt við forseta Sþ., Gísla Sveinsson um viðhorf stjórnmálanna á Alþingi, kvaddi forseti formenn allra þingflokkanna á sinn fund og ræddi við þá um stund. Formenn flokkanna tjáðu forseta, að viðræður flokkanna um myndun fjögra flokka ríkisstjórnar hjeldi áfram, en ljetu jafnframt í ljós þá ósk, að takast mætti að mynda stjórn hið fyrsta. Skrifstofa forseta íslands sendi blöðunum svohljóðandi tilkynningu í gær: „A ríkisrá&sfundi sem hald- inn var laugardaginn 16. sept- ember kl. 10 f. h. veitti forseti Islands ráðuneyti Björns Þórð- arsonar lausn, samkvæmt beiðni forsætisráðherra. Sam- kvæmt ósk forseta tók ráðuneyt ið að sjer að gegna störfum á sama hátt og undanfarið, þang að til nýtt ráðuneyti hefði ver- ið myndað. Kl. 11 f. h. ræddi forseti við Gísla Sveinsson forseta sam- einaðs Alþingis út af viðhorfi því, sem skapast hefir við lausn ráðuneytisins frá störfum. Að loknum þeim viðræðum ráð lagði hanri forseta að eiga við- ræður við alla þingflokkafor- mennina samlímis. Kl. 11,15 ræddi forseti við þá Ólaf Thors formann Sjálfstæð- isflokksins, Eyst5in Jónsson formann þingflokks Framsókn- arflokksins, Einar Olgeirsson formann þingflokks Sósíalista og Harald Guðmundsson for- mann þingflokks Alþýðuflokks ins, alla saman. í viðræðulok lýslu formenn þingflokkanna yfir því, að þing flokkarnir myndu halda áfram þeim tilraunum til myndunar stjórnar, sem njóti stúðnings allra 4 þingflokkanna, er staðið hafa yfir um skeið. Ennfremur að þeir teldu æskilegt að takast mætti að mynda nýja stjórn sem allra fyrst“. Frá fjórða þingi B. S. R. B. FJÓRÐA þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja var sett í gær kl. 2 í Austurbæjar- skólanum. Mættir voru 57 full- trúar frá 19 bandalagsfjelög- um, en auk þeirra sátu þingið áheyrendafulltrúar frá Lög- reglumannafjelagi Reykjavík- ur. Formaður, Sigurður Thorlac- ius skólastjóri, setti þingið. — Mælti hann um leið fyrir minni Islands, í tilefni endurreisnar lýðveldisins. Forsetar þingsins voru kosnir Helgi Hallgríms- son, bókari, Steindór Björns- son, efnisvörður og Björn L. Jónsson, veðurfræðingur. Áður gengið var til dagskrár mintist fyrsti forseti, Helgi Hall grímsson, forseta Islands, með stuttri ræðu, en fundarmenn risu úr sætum sínum í virð- ingarskyni við forseta. Stjórn bandalagsins gaf skýrslu um störf bandalagsins frá síðasta þingi og lagði fram reikninga þess. Á fundinum voru kosnar fastanefndir þings- ins, svo og launamálanefnd, er mun taka til meðferðar launa- frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi. — Næsti fundur verður kl. 1.30 í dag og verður hann á sama stað. Pálmi Loftsson framkvæmdar- stjóri Skipaútgerðar ríkisins er fimmtugur í dag. Háfíðleg greftrun Norðmannanna sem fórust með „Wesffafen" Frá norska blaðafulltrú- anura. FRÁ GAUTABORG er sím- áð, að Norðmennirnir, sem fór- ust með þýska skipinu West- falen, hafi verið fluttir frá Mar strand, þar sem þeir hafa ver- ið, til Gautaborgar. Var það sænskt herskip með heiðui'S- verði, sem flutti líkin til borg- arinnar. Áður en lagt var af stað frá Marstrand, fór þar fram stutt en hrífandi minningarathöfn og er til Gautaborgar kom, var haldið minningarguðsþjónusta í dómkirkjunni þar. Sex ungir Norðmenn með norska fánann stóðu heiðursvörð við kisturn- ar. Yfir 200 kransar bárust auk fjölda blóma. I kórnum var krans frá Hákoni konungi og fyrir framan hann frá norsku stjórninni í London, heimavíg- stöðvunum, dönsku flótta- mannaskrifstofunni og mörgum fleiri. Norski presturinn Reider Ko- bro hjelt hrífandi ræðu og norski sendiherrann í Stokk- hólmi, Jens Bull, lagði krans- inn frá ríkisstjórninni á börurn ar. Eftir greftrunina var „Ja, vil elsker“ sungið og loks var sorgarmarsinn eftir Grieg leik inn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.