Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1944, Blaðsíða 7
Sunnudag'ur 17. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 ÁÐUR en þingið kom sam- an um siðustu mánaðamót út- býtti ríkissttjómin til þing- flokkanna frumvarpi sínu, er miða skyldi að þvi, að stöðva dýrtíðina og skrúfa niður af- urðaverð landbúnaðar og kaup uppbætur. Með þessu frumvarpi þóttist dýrtíðarstjórnin ætla að fram- kvæma það hlutverk sitt, er hún tók að sjer fyrir 21 mán- uði síðan. Svar þingflokkanna um fylgi við frumvarp þetta, átti að vera komið í hendur stjórn- arinnar fyrir 10. sept. Áður en sá frestur var út- runninn heimtaði stjórnin út- varpsumræður um frumvarp þetta. Þær fóru fram eins og allir hafa heyrt. Og þar skýrð- ist málið fyrir almenningi. Þ. e. a. si, það hefði ekki þurft mikillar skýringar við. Þó varð það svo, að margir hlustendur höfðu ekki áttað sig á því til fulls, fyrri en þeir hlýddu á ræður þingmannanna að frumvarp það, sem ríkis- stjórnin ber fram að þessu sinni, beinir málinu alveg inn á sömu leið og reynd hefir ver- ið áður og reynst ófær. •— Að ákveða með lögum hvað verka fólk skuli bera úr býtum fyrir vinnu sína, án þess að reistar sjeu nokkrar skorður við því, að kaup yrði hækkað með verk föllum og skæruhernaði. Það var einmitt leiðin, sem reynslan hafði kent að væri ófær, er ríkisstjómin fann eft- ir 21 mánaðar leit að úrræð- um. Þegar Björn Þórðarson for- sætisráðherra hafði hlýtt á fulltrúa allra flokka í útvarp- inu og allir voru andvígir þessu úrræði, enginn hafði trú á því kraftaverki, að það, sem reynd ist til bölvunar fyrir íveim ár- um, myndi reynast bjargráð nú, þá vjek hann sjer að hljóð- nemanum með þeirrí hógværð og kurteisi, sem honum er lag- in og sagði, að þ. 15. þ. mán. myndi hann afhenda forseta lausnarbeiðni sína, sem senni- lega myndi tekin til greina. •— Fyrir þann tíma ætlaðist hann til að þingið hefði ákveðið nýja stjórn. Fjármálaráð- herrann. EN ÞAÐ var fjármálaráð- herrann Björn Ólafsson, sem mest talaði fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar þetta kvöld, eins og menn muna. Hann lýsti því, yfirleitt mjög rjettilega, hví- líkur voði þjóðinni væri búinn, ef ekki tækist að stöðva dýrtíð arflóðið og tryggja framleiðslu og þar með lif þjóðarinnar. — Rök hans voru að vísu hvorki ný nje uppfinning hans. En það gilti einu. Þau voru ekki síður rjett fyrir það. En ræða hans var samin rjett eins og hann og meðstarfs- menn hans í ríkisstjórninni hefðu á reiðum höndum ráð við öllum vandanum. Þjóðin þyrfti ekki annað bjargráð, en að þingflokkarnir aðhyltust tillög ur ríkisstjórnarinnar. Björn Ólafsson var nokkuð harðorður í garð þingflokk- anna út af því, að þeir kæmu sjer ekki saman um neitt, og sviku með því þjóðina. Þegar fulltrúar allra flokka höfðu 'með augljósum rökum sýnt fram á, að í tillögum þeim REYKJAVÍKURBRJEF að vara sig á þeim mönríum, sem ennþá eru við það hey- garðshornið að láta hagsmuni flokka eða stjetta sitja í fyrir- sem Björn Olafsson bar fram, fælist ekkert bjargráð í dýrtíð- armálunum, þá hjelt Björn Ól- afsson uppteknum hætti, að áfellast flokkana fyrir að þeir kæmu sjer ekki saman um til- lögur, sem þeir höfðu þó sýnt fram á, að kæmu ekki að gagni. Þá var dottinn botninn úr máli Björns Ólafssonar. Hann hafði haft vilja til bjargráða í 21 mánuð. En hlustendur heyrðu, að hann var sjálfur að viðurkenna, að hann var ekki fær um að framkvæma það góða, sem hann kann að vilja gert -hafa. Stjörnuskoðun. DAGINN áður en frestur þingsins var útrunninn, og for- sætisráðherrann ætlaði að leggja lausnarbeiðni sína fyrir forsefann, gerðist sá atburður hjer í Reykjavík, sem menn í fyrstu gátu ekki búist við, að hefði á nokkurn hátt áhrif á viðhorf þings og þjóðar lil nú- verandi ríkissttjórnar. Fræg kvikmvndaleikkona, Marlene Dietrich að nafni, kom hingað loftleiðis til að skemta hermönnum. Um kvöldið hjelt hún skemf un í leikhúsi hersins hjerna á Melunum. Það vildi þannig til, að skemtun þessi fór fram á sama tíma, sem kvöldfundur var haldinn í Alþingi, þar sem ræddar voru bráðabirgðatillög ur flokkanna viðvíkjandi dýr- tíðarfrumvarpi ríkisstjórnar- innar. Þegar þingmenn komu sam- an á fund þenna í sameinuðu þingi, vakti það alveg sjer- staka athygli að þar sást hvorki fjármálaráðherrann nje land- búnaðarráðherrann, en tillögur þær, sem lágu fyrir þessum þingfundi snertu verðlag land- búnaðarafurða. Málið var af- greitt á fundinum, án þess að þessir tveir ráðherrar kæmu þangað. Það var ekki fyrri en dag- inn eftir að í ljós kom hvað olli fjarveru þeirra. — Skýringin hafði sjest suður í Tripolileikhúsinu. Þar sátu þessir tveir menn hug- fangnir og horfðu og hlustuðu á hina frægu Hollywood- stjörnu. Þar var áhugi þeirra meiri en við úrlausn vanda- málanna á þingi! Nokkur sæti laus. DAGINN áður en ríkisstjórn- in ætlaði að segja af sjer, birt- ist forustugrein i dagblaðinu Visi, þar sem á það var bent, með mjög eindregnum orðum, og nú yrðu ráðherrasætin laus. „Komi þeir, sem koma vilja. Fari þeir, sem fara vilja. Mjer og minum að meinalausu”, sagði gamla fólkið og gekk í kringum bæinn sinn á nýjárs- nótt. En það væri ekki undarlegl, þó mönnum þætti þessi upp- götvun dagblaðsins vanta allt nýjabragð. Því ekki er annað vitað, en að ráðherrasætin hafi verið laus frá því í desember 1942, hvern þann dag, sem þingflokkarnir, eða þingmeiri- hluti hefði komið sjer saman um að .mynda nýja stjórn. Annað ér sVo það, að þing- flokkarnir hafa ekki myndað 16. september nýja stjórn allan þenna tíma, af ástæðum, sem óþarft er að rekja að þessu sinni. Ríkissjóð- ur hefir getað borgað niður dýr tíðina. Þessvegna hefir öðrum aðgerðum verið slegið á frest. Nú eru allir sammála um, að gálgafrestur sá, er að renna út og nú þarf að taka málin öðr- um og fastri tökum, en gert hef ir verið. Þetta sjá þingmenn. Þetta sjer ríkisstjórnin. Og þessvegna hefir hún alveg rjettilega bent þinginu á, að ráðherrastólarnir sjeu lausir — eins og þeir hafa alltaf verið. Og að hún vilji ekki öllu lengur una því, að heita stjórn, úr því hún hefir engin ráð til þess að leysa þau vandamál er leysa þarf. Framleiðslan og framtíðin. SVO MARGAR aðvaranir hafa verið bornar fram um að- steðjandi verðlækkun á afurð- um landsmanna, að naumast er ástæða til að endurtaka þær mikið oftar. Þetta vita allir, í hvaða stjett sem þeir standa. En svo getur ínenn greint á um það, hvernig eigi að vinna bug á erfiðleikunum, færa fram leiðsluhætti þjóðarinnar í það horf, að við getum keppt við aðra, komið afurðunum í verð, og tryggt öllum almenningi líf- vænlega afkomu. Verkafólk til sjávar og sveita hefir haft miklar tekjur og góða afkomu undanfarin ár. Það vill halda í tekjur sínar í lengstu lög. Þetta er eðlilegt. Raddir hafa heyrst um það, að hjer þurfi að efna til mikillar innanlandsstyrjaldar til þess að knýja fram kauplækkanir. I slíkum ófriði myndu allir tapa, atvinnurekendur, verka- fólk, og þjóðin í heild sinni. Þetta hafa þingflokkarnir sjeð. Þess vegna vilja þeir ekki að- hyllast frumvarp ríkisstjórnar- innar. Eðlilegast væri, að næsta sporið yrði þá, að atvinnurek- endur og verkalýðsfjelögin efndu til samkomulags, til þess að afstýra þeirri innanlands- styrjöld, sem annars getur skollið yfir þá og þegar, með þeim þunga, er hið unga lýð- veldi ætti erfitt með að rísa undir. Á kreppuárunum lærðu menn það á alveg eftirminni- legan hátt, að tekjur manna vaxa ekki í hlutfalli við dag- kaupið. Þeir, sem vinna ein- hliða að kauphækkunum, geta auðveldlega stuðlað að því, að afkoma þeirra, sem fyrir kaup- inu vinna fari versnandi, tekj- urnar rýrni. Til þess aftur á móti að tryggja sem besta lífs- afkomu fyrir allan fjöldann, verður að leggja áherslu á, að afköstin verði sem mest, vinnu afl hvers einstaklings notist sem best, með bættum áhöld- um og vinnuvjelum á sjó og landi. I sama bát. FRÁ öndverðu hefir Sjálf- stæðisflokkurinn lagt megin- áherslu á það, að jafna úr stjettadeilunum í þjóðfjelaginu. Hefir þessi viðleitni flokksins' alltaf verið í andstöðu við hið pólitíska hagkerfi þeirra flokka er hafa talið sig bera hag verkalýðsins sjerstaklega fyr- ir brjósti. Þeir hafa viljað gera sem mest ú.r andstæðum hags- munum verkafólks og vinnu- veitenda. Sjálfstæðismenn hafa aftur á móti litið svo á, að það væri báðum aðilum og alþjóð fyrir bestu, að samúð og gagn- kvæmur skilningur ríkti milli sljettanna, því, þegar öllu er á botninn hvolft, eiga þeir sam eiginlegra hagsmuna að gæta, maðurinn, sem dregur fiskinn úr sjónum og hinn, sem á skip- ið, eða maðurinn, sem hirðir búfjenaðinn og bóndinn, sem á jörð og áhöfn. Vinstri flokkarnir hafa vilj- að stríð í þjóðfjelaginu. Sjálf- stæðismenn aftur á móti hafa viljað að friður hjeldist sem lengst. Það héfir sýnt sig sein- ustu ár, og sýnir sig betur með degi hverjum, sem líður, að stefna friðarins í atvinnumál- um verður ríkjandi eftir nú- verandi heimsstyrjöld. Þjóðirn ar, sem samleið eiga, semja nú á milli sín um framleiðslu og viðskifti, í þeim beina tilgangi að hver þjóð fyrir sig geti un- að við sitt, og hver stjett fyrir sig unað í samstarfi við aðrar stjettir, að alþjóðar heill. Það færi ákaflega vel á því, ef forráðamenn hins nýstofn- aða íslenska lýðveldis skildu til fulls, að vegurinn íil far- sældar er varðaður þessum hugsjónum. Flokkarnir og þjóðin. GEGNUM 100 ára frelsisbar áttu íslendinga voru altaf uppi þeir menn sem sögðu, að við Islendingar værum ekki fær- ir um að ráða málefnum okkar sjálfir. Sagan hefði kent okkur það. Ósamlyndið væri þjóðinni í blóð borið. Við kynn- um ekki að láta alþjóðarheill sitja í fyrirúmi fyrir persónu- legum hagsmunavonum og inn byrðis flokkaríg. Öll reynsla þjóðarinnar á síðustu öld var eindregin sú, að ;þeim mun frjálsarisem við urð um, þeim mun betur vegnaði okkur að öllu leyti. Allir flokkar þingsins og að heita má hver einasti kjósandi í landinu finnur það og skilur, að þjóðin þarf að fá þingræð- isstjórn. Hið eðlilega samband, sem stjórnarskrá vor gerir ráð fyrir, að sje milli þings og stjórnar, en rofnaði í desember 1942, verður að komast á að nýju. Þeir flokkar, eða einstakir menn, sem vinna gegn endur- reisn þingræðisstjórnar í land- inu, vita vel, að með því vinna þeir gegn hagsmunum þjóðar- innar. Þeir láta stjórnast af flokkshagsmunum, sem eru í beinni andstöðu við þjóðar- hagsmunina. Hjer kemur sá hugsunarhátt ur í ljós, er svartsýnir menn hafa alltaf talið vera þjóð- hættulegan löst íslendinga. — Það er ekki nema gott,’að hann skuli koma fram á fyrsta ári lýðveldisins, úr því að hann á annað borð er til með þjóð- inni. Þeim mun fyrr er hægt rúmi fyrir hagsmunum þjóðar- innar. Minningarorð um Svavar Ársælsson SÍÐASTLIÐINN fimtudags- morgun ljest í Landakotsspít- alanum góður vinur minn, Svavar Ársælsson. Foreldrar hans eru frú Svava Þorsteins- dóttir og Ársæll Árnason bók- bindari í Reykjavík. Svavar var aðeins seytján ára, þegar hann ljest, og var skynsamur og framúrskarandi laginn unglingur. Jeg og Svav- ar heitinn kyntumst, þegar við vorum smástrákar, og var Svavar lífið og sálin í öllum okkar fjelagsskap. Síðasta vet- urinn, sem Svavar lifði, var hann á Flensborgarskólanum \ Hafnarfirði og var talinn mjög gáfaður. Við kunningjar hans söknum hans mikið og okkar fjelagsskapur verður aldrei sá sami og þegar Svavar heitinn var meðal okkar. Jeg efast um, að það hafi verið nokkur ungl- ingur á hans aldri, sem var eins ákveðinn og fastur á því, sem hann sagði eða gerði. Svavar átti fjögur systkini, Þórgunni, gift Jóni Steingríms- syni, Arngúnni hjúkrunar- konu, Árna læknisnema og Þorstein járnsmíðanema. — Svavar var þektur fyrir dugn- að og heiðarleik í öllu. Jeg tel, að íslenska þjóðin hafi mist einn af sínum dyggustu og efni legustu sonum. — Svavar heit- inn mun lifa meðal okkar kunn ingja hans, og við munum aldrei gleyma hinum ákveðna og brosandi, unga manni, sem kom mönnum í gott skap við að hitta og tala við. Svavar minn, við vinir þínir syrgjum þig og það sár, sem við höfum fengið við að missa þig, grær aldrei. Blessuð sje minning þín. Þinn vinur H. Skothríð á Ráð- hústorgi Verkföll víðsvegar í Danmörku. Frá norska blaðafulltrú- anum. FRÁ STOKKHÓLMI er sim- að, að s. 1. föstudag hafi Þjóð- verjar hafið svívirðilega skot- hríð á Ráðhústorgi í Kaup- mannahöfn. Vitað er með vissu, að 23 Danir hafa særst og nokkr ir svo alvarlega að þeim er vart hugað líf. Til að mótmæla þessum að- förum og einnig því að 150 Dan ir hafa verið fluttir úr dönsk- um fangabúðum til Þýskalands hefir danska frelsisráðið kvatt til verkfalls. Árangurinn var sá, að kl. 12 á hádegi s. 1. laug ardag hófust verkföll víðsveg' ar í Danmörku. Fyrstir til að leggja niður vinnu urðu járn- brautarstarfsmenn í Kaup- mannahöfn og nú grípur verk- fallið æ meir og meir um sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.