Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1944, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 22. sept. 1944 Bæjarbruni í Þingeyjar- sýslu Frá frjettaritara vorum á Húsavík, BÆRINN Hellnasel í Aðal- dal í Þingeyjarsýslu brann til ©sku í gær (fimtudag). Sonur bóndans, Eyjólfur Bjarnason, brendist mikið á höfði og herð- um. er hann var að reyna að bjarga verðmæti úr bænum. Hann liggur nú í sjúkrahúsinu í Húsavík. Litlu var bjargað úr bænum og er tjón fólksins mik ið, því ált var ór'átrygt. Bónd- inn á Hellnaseli, Bjarni Bene- -diktsson, sem legið hefir rúm- fastur í sjúkrahúsinu í Húsa- vik í nokkur ár, misti mjög gott heimilisbókasafn í eldiii- um. Bæjarhúsin í Helinaseli voru torfbygging, en vel við haldið. Heimilisfólk var kona Bjarna bónda, 76 ára, og sonur henn- ar Eyjólfur. Er þau vöknuðu í gærmorg- un um 6-leytið, fundu þau megna reykjarlykt í bænum, og er Eyjólfur fór fram til að athuga þetta, var eldhúsið al- elda. Eyjólfur flýtti sjer þá að bjarga út kúm, sem voru í fjósi undir baðstofunni, og tókst það. Síðan fór hann til að reyna að bjarga einhverju af fatnaði, en það var ekki mikið, sem hann gat bjargað, því eldurinn breiddist óðfluga út. — Hann bjargaði og móður sinni úr eld- inum. Slapp hún á náttklæðum einum og með eina sæng. Eyjólfur fór nú enn einu sinni inn í bæinn alelda, til að freista að bjarga verðmæti, er þar var. Tókst honum að ná í skúffu úr dragkistu, þár sem- peningar og annað verðmæti var geymt. En þá var eldhafið alt í kringum hann og brend- ist hann illa, eins og fyrr segir. Bæjarhúsin sjálf voru vá- trygð fyrir litla upphæð. Sildveiðum lokið Frá frjettaritara vor- um á Siglufirði í gær. HRÆÐSLU var lokið í dag á Siglufirði- lijá Síldarverk- smiðjum ríkisins. öll síldveiði- skip eru hætt veiðunv og kom síðasta ]>eirra af miðunum í dag. Síðustu skipin frá Suð- ur- og Yesturlandi fóru heim í fyrrinótt. Verksmiðjurnar liöfðu í sumar 92 samningshundin skip og hefir afli þeirra verið með besta móti. Auk þess hafa 27 ósamningshundin skip lagt afla sinn hjá verksmiðjunum tii vinnslu og er gert ráð fyrir að þau fái talsverða upphót' á imilagða bræðslusíld, vegna ]>ess að afkoma Síldarverk- f miðja ríkisins er góð í ár. —( Sjldin hefir verið í góðu með- alíagi feit. j Um 50 Færingar, sem stund að hafa atvinnu á Siglufirðil í sumar eru nú í þann veginn' að leggja af stað heim til sín. I Eini vinurinn hans. . . ÞESSI litli japanski drengur var kallaður „Litli Tojo“. Skips- menn á amerísku hcrskipi björguðu honum úr sjónum hjá Sai- pan. Skipshundurinn virtist vera sá eini, um borð, sem hændist að japanska snáðanum, en þcir urðu líka aldavinir á meðan Jap- aninn dvaldi ura borð- Bíóreksturinn frjáls Tillaga Alþýðufiokksins feld. Á FUNDI bæjarráðs þ. 12. maí lagði borgarstjóri fram eftir- farandi tillögu um leyfisveitingar til kvikmyndahúss reksturs hjer í bænum. „Bæjarstjórn Reykjavíkur mun veita leyfi til reksturs kvikmyndahúsa hjer í bænum hverjum þeim, sem fullnægir eftirgreindum skilyrðum: Hefir skv. landslögum leyfi til atvinnureksturs hjer á landi. Hefir húsnæði, sem að dómi bæjarstjórnar og annara rjettra stjórnvalda er til þess hæft, að hafa þar kvikmyndasýningar fyrir almenning. Samþykkir að greiða í bæj- arsjóð fast gjald af hverju sæti í sýningarsal, svo sem það verð ur ákveðið af bæjarstjórn á hverjum tíma“. Er mál þetta kom til umræðu í bæjarstjórn, óskaði Alþýðu- flokkurinn eftir því, að af- greiðslu málsins yrði frestað, Alllöngu síðar, eða á fundi bæjarstjórnar þ. 17. ágúst, bar Haraldur Guðmundsson f. h. Alþýðuflokksins fram svohljóð andi tillögu: „Leyfin veitast til ákveðins tíma, sem eigi sje lengri en 25 ár, eru óframseljanleg og bund in því skilyrði, að hús þau og mannvirki, 'fcem leyfishafi kaup ir eða reisir til kvikmyndasýn- inga, nauðsynleg eru til slíkr- ar starfsemi og ekki verða not- uð til annars án mikilla breyt- inga, falli til bæjarins endur- gjaldslaust að leyfistíma lokn- um. Þó getur bæjarstjórn, ef hún ákveður að taka rekstur kvik- myndahúsa í sínar hendur, felt leyfin úr gildi með eins árs fyrirvara hvenær sem er á leyf istimanum, enda hafi þá bæj- arstjórn rjett og skyldu til að kaupa hús og mannvirki, sem í 1. mgr. segir, fyrir verð, sem svarar til þess, að eignir þessar hefðu verið afskrifaðar að fullu á 25 árum, svo og nauðsynleg sýningartæki fyrir matsverð“. Á sama fundi bar borgar- stjóri fram svohljóðandi tillögu við fyrri tillögur sínar. ,,Það skilyrði verður enn- fremur sett, að við sölu á sýn- ingarhúsnæði og sýningartækj um hafi bæjarstjórn jafnan forkaupsrjett að þessum eign- um fyrir söluverð eða mats- verð, ef bæjarstjórnin kýs það heldur. Samskonar forkaups- rjettur verður og áskilinn að hlutabrjefum í fjelögum, sem kynnu að stofna til kvikmynda sýninga“. En afgreiðslu málsins var enn frestað. Þangað til í gær, að borgarstjóri samþykti til- lögur borgarstjóra og viðauka- tillöguna, en feldi lillögðu Har- aldar Guðmundssonar með 8 atkv. gegn 7. Aðra tillögu bar Haraldur fram viðvíkjandi framtíðarvið- skiftum bæjarins við hin gömlu kvikmyndahús, og var henni vísað til bæjarráðs. Launaði hjálp með þjófnaði AÐFARANÓTT miðvikudags- ins 13. þ. m., klukkan að ganga fimm, komu þrír menn að bif- reið nokkurri er stóð föst í vegarkáfla þeim, er unnið er að á móts við Slippinn. Bifreiðarstjórinn bað menn þessa að aðstoða sig við að ná bílnum upp úr svaðinu og' voru þeir fúsir til þess, Fór einn þeirra úr jakka og lagði hann frá sjer inn í bifreiðina, annar fór úr frakkanum og lagði hann á bifreiðina. Bifreiðinni var nú náð upp, en í stað þess að þakka mönn- unum hjálpina, ók bílstj. allt hvað af tók á brott. Jakkann misti maðurinn og hefir ekki fengið hann enn, en frakkinn datt af bifreiðinni, er hún var komin á nokkra ferð. I jakkanum var nokkuð af peningum í veski og ýmislegt annað. Mönnunum láðist að taka númer bifreiðarinnar, hins- vegar bera þeir nokkur kennsl á bifreiðinni. Þá voru tvær stúlkur í bifreiðinni og óskar Rannsóknarlögreglan eftir að þær tali við sig hið allra fyrsta. Búnaðarþing siiur nú á rökstélum BÚNAÐARÞING var sett í Baðstofu Iðnaðarmanna kl. 9 árg. í gær af formanni Búnað- arfjelagsins, Bjarna Ásgeirs- syni alþm. Allir fulltrúar voru mættir nema Sigurður Jónsson í Stafa felli, en fyrir Þórarinn Helga- son í Þykkvabæ, var mættur varamaður, Sveinn Einarsson bóndi á Reyni í Skaftafells- sýslu. Var kjörbrjef hans sam- þykt eftir tillögu kjörbrjefa- nefndar sem í voru þeir: Þor- steinn Þorsteinsson sýslumaðu- ur, Hafsteinn Pjetursson og Þorsteinn Sigurðsson. Kosnar voru tvær nefndir á byrjunarfundi, allsherjarnefnd og þingfararkaupsnefnd. I allsherjarnefnd voru kjörn ir: Páll Stefánsson, Ásólfsstöð- um, Ólafur Jónsson, Akureyri, Kristján Guðmundsson, Ind- riðastöðum, Björn Hallson, Rangá, Hafsteinn Pjetursson, Gunnsteinsstöðum, Hólmgeir Þorsteinsson, Hrafnagili, Krist ján Karlsson, skólastjóri, Hól- um. í þingfararkaupsnefnd voru kjörnir: Jakob H. Líndal, Lækjamóti, Páll Pálsson, Þúf- um og Guðjón Jónsson, Ási. Síðan voru afurðasölumálin rædd á lokuðum þingfundi og að umræðum loknum kosin nefnd til að undirbúa tillögur um þau. Þá nefnd skipa: Jón Sigurðsson, Rgynistað. Guðm. Erlendsson, Núpi. Sveinn Jóns- son, Egilsstöðum. Jón Hannes- son, Deildarlungu. Sigurður , Jónsson, Arnarvatni. Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal og Þor- steinn Sigurðsson, Vatnsleysu. Búnaðarþingið heldur áfram í dag og er búist við, að nefndir skili þá tillögum. Byggingafjelögin þurfa að halda áfram HARALDUR GUÐMUNDS- SON spurðist fyrir um það á bæjarstjórnarfundi í gær, hvað liði byggingum bæjarins við Skúlagötu, en samþykt hef- ir verið, að þar verði reist hús með eins herbergis og 2 her- bergja íbúðum, samtals alt að 100 að tölu. Ennfremur spurðist hann fyrir um það, hvað borgar- stjóra hefði áunnist í því að fá greitt úr agnúum þeim, sem orðið hafa þess valdandi, að byggingafjelögin í bænum, verkamanna og byggingasam- vinnufjel., haldi áfram starf- semi sinni. Byggingamálin þarf að leysa í einni heild, sagði hann, þannig að bær og fjelög' starfi samtímis að þessum mál- um. Um húsin við Skúlagötu sagði borgarstjóri, að upp- drættir að þeim yrðu lagðir fyrir næsta bæjarráðsfund (í dag). Hann hefði gert það, sem hægt hefði verið til að hraða undirbúningi þess máls. En annríki húsameistara bæj- arins hefði tafið málið nokkuð. En nú væru uppdrættirnir til að heita mætti. Annars hefði annríki húsameistara bæjarins reynst svo mikið, að nýlega hefði verið ákveðið að ráða húsameistara í viðbót á-skrif- stofur bæjarins. Borgarstjóri skýrði frá, að hann hefði fyrir löngu snúið sjer til stjórnar byggingarfje- laganna um þessi mál og feng- ið skriflegt svar frá stjórn byggingarfjelags verkamanna, en ekki frá byggingasamvinnu fjelaginu ennþá. Mál þetta þ.yrfti, í samráði við fjelögin, að berast undir úrlausn Alþing is. En vitanlega þyrfti að sjá fyrir því, að byggingarfjelög gætu haldið áfram að starfa í bænum. Frú Alda Möller leikur á Akureyri FFÚ ALDA MÖLLER er; nú á förum til Akureyrar, en þar mun hún leika hjá, Leikfjelagi Akureýrar. Frúin mun leika aðalhlut- verkið í Brúðuheimilinu cftir II. Ibsen, ,en frú Gerd Grieg mun annast nppsetningu 'og leikstjórn fyrir Leikfjelag, Akureyrar. — Mun Alda vera þar nyrðra mánuð til sex vikur. Endurbygging Ölfusárbrúar Á FUNDI í sameinuðu AL þingi í gær, var samþykt meði, 27 samhlj. atkv. þingsálykt-N unartillaga um endurþyggingui ölfusárhrúar o. fl. Vav tiL lagan síðan afgreidd til rík-< isstjórnarinnar, sem álykturij Alþingis. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.