Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1944, Blaðsíða 7
Sunnudagur 24. sept. 1944 MOBGUNBL A. Ð I Ð I ísafold 70 ára. Þjóðhátíðarsumarið 1874 stofnaði Bjöm Jónsson blað sitt, ísafold. og sfýrði því í 35 ár. Á Þingvallafundi þá um sumarið komu fram eindregin tilmæli til hans, að efna til blaðaútgáfu til þess að auka og bæta blaðakost þjóðarinnar. Þá voru að vísu gefin hjer út þrjú blöð, Þjóðólfur, sem þá var orð inn 26 ára gamall, Tíminn og Víkverji. Það varð að samkomulagi milli Björns og Víkverja að það blað yrði lagt niður. Segir svo í síðasta tölublaði Víkverja: ,.Það mun vera mörgum kunnugt, að á síðasta Þingvalla fundi var ákveðið að stofna skyldi nýtt þjóðblað, og var kandidat Bjöm Jónsson, -sem er oss öllum að góðu kunnur frá ritstörfum hans við’ Skírn- ir, fengijjn til þess að taka að sjer forstöðu þess- Hann hefir snúið sjer til vor, með uppástungu um að kaupa blað vort, en slíkt gat sjálf- sagt eigi komið til tals um blað, er var stofnað í alt öðr- um tilgangi en að vera oss fje- þúfa. Þar á móti sýndist oss það skylda vor, eftir því hvern ig þetta nýja blað var undir komið, að veita því þann styrk, er í voru valdi stæði. Vjer höf- um því heitið herra Birni fyrst um sinn að hætta við blað vort, og í stað þess leyfa honum að senda kaupendum vorum blað sitt, er hann vill láta heita ísa- fold“. Þó þannig sje til orða kom- ist, að Birni hafi verið falið að taka að sjer forstöðu hins væntanlega blaðs, þá var það meira en svo, því Björn var einn eigandi ísafoldar alla tíð sem hann annaðist ritstjóm og út- gáfu hennar. Fyrsta tölublað Isafoldar kom út 19. septem- ber. Stórhrotinn hlaðamaður. Eins og kunnut er, var Björn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, einn stórbrotnasti og tilþrifamesti blaðamaður, sem þjóðin hefir eignast, eldheitur framfaramað ur, sívakandi hugsjónamaður, óvæginn bardagamaður, þegar hann átti í höggi við andstæð- inga, en ljúflyndur verndari smælingja og þeirra, sem áttu um sárt að binda. í rithætti hans og stíl end- urspeglaðist áhugi hans og skapharka. En afburða snjall var hann hvort heldur hann talaði eða skrifaði. í grein um hann látinn valdi vinur hans og samverkamaður, Einar H- Kvaran, eftirfarandi ræðukafla, sem dæmi um stíl hans, og ljet svo um mælt: „Mjer finst jeg sjái og heyri Björn Jónsson í hverri setn- ingu“. Ræðukaflinn eftir Björn er svohljóðandi: „Meingrýtið“. „Til þess að menta þjóð þarf sama verklag og tií að yrkja Jand. Það verður að byrja að REYKJAVÍKURBRJEF þá að sprengja, ef ekki verður' við ráðið öðruvísi. Fúamýrar þekkingarkáksins verður að ræsa fram, ef þar á að hættá að spretta gráhvít kjarnlaus sina, en koma í henn- ar stað hollur gróður og helst töðugæfur. Og stinga verður á græn- mosadýjum vanþekkingargor- geirsins. Vatnið tómt og mosinn er fyrirstaða fyrir hollri rækt og annað ekki. Þessi undirbúningsiðja er ekki einungis erfið og miður skemtileg, heldur einnig miður vel þokkuð. Þeir mega ekki vera of mjúkhentir, sem þar vilja láta eitthvað undan sjer ganga, og þeir mega ekki kippa sjer upp við það, þó hljóð heyr- ist einhversstaðar. Grjótsprengingum fylgja hvellir, og grjótflögurnar fljúga í ýmsar áttir. Vjer könnumst við það, blaðamennirnir, þegar þeir, sem horft hafa á, flýja þá í ýmsar áttir og þora hvergi nærri að koma, fyr en ef þeir sjá, að brotin lenda á húsum náungans, en ekki þeirra. Þá hafa þeir sig aftur að, og — eru kátir“. v Heimsstyrjöldin. Menn eru að spá að Evrópu- styrjöldinni verði lokið fyrir jól. Hvílíkur Ijettir fyrir þjáð- ar miljónir Evrópu! Þó margt verði í óvissu um framtíð þjóð- anna, endaþótt vopnaviðskiftin hætti. Hvernig verður hin nýja Evrópa? Hvaða þjóðir, hvaða hugsjónir móta svip hins nýja tíma, er rennur upp? Og hvern ig tekst það að tryggja friðinn? Otal spurningar vakna, spurn- ingar, sem geta, í brjóstum fjölda manna, vakið ugg og kvíða, þegar þau tímamót þá eru upp runnin, að loftárásum og stórárásum linnir. Nýlega birtist hjer í blaðinu grein eftir hinn merka breska herfræðing, Cyril Falls. Hann var þar harðorður í garð landa sinna og ýmsra annara banda- manna. Hann hjelt því fram, að of víða væri blandað sam- an málstað bandamanna og málstað kommúnismans. Bret- ar hjálpuðu t. d. Tito marskálki um vopn, vegna þess að hann berðist gegn Þjóðverjum. En hann hefði líka annað hlutverk. Hann berðist fyrir kommúnism anum. Hann væri til þess bú- inn að leggja í borgaraslyrjöld fyrir þeirri stjórnmálastefnu. Breska þjóðin ljeti ekki vopn af hendi í því skyni. Greinarhöf. benti ennfremur á, að þegar Frakkar hjeldu sig- urhátíð sína, vegna þess að Par ís var frelsuð úr höndum Þjóð- verja, þá hefði uppreisn París- arbúa gegn þýska hernum ver- ið líkt við kommúnu-uppreisn- ina 1870. Ef kommúnardarnir 1870 hefðu fyrst og fremst snú- ist gegn Þjóðverjum, segir hreinsa jarðveginn og bæta. tgreinarhöf., þá var samlíking- Fyrr er ekki til neins að sá í in skiljanleg. En uppreisnar- hann eða bera á hann. Það er erfitt verk, örðugasta verkið. En ekki verður hjá því kom- ist. Það stoðar ekki að hlífa sjer við því. Meingrýti heimsku og hleypi dóma verður að pæla upp eða mennirnir 1870 byrjuðu með því að myrða landa sína. Því var samlíkingin einkennileg. Styrjöldin, sem bandamenn heyja og vinna, gegn nasism- anum, má ekki verða barátta fyrir kommúnismanum, síst í þeirri mynd. sem heimurinn 23. september 1944 þekti kommúnismann fyrir stríð. En ýmsir skáka í því hróksvaldi, að sigur banda- manna geti í leiðinni orðið sig- ur kommúnismans í álfunni. Hætt við, að mikil tíðindi ger- ist víða um lönd, ef lögð verð- ur áhersla á að láta þetta tvént haldast í hendur. Innanlandsvandamál. Vandamál ýmsra þjóða reynd ust mikil í lok fyrri heims- styrjaldar. Forsjálir stjórnmála menn álfunnar ætla að reyna að sjá um, að siglt verði fyrir ýms blindsker, sem þá reynd- ust hættulegust. Menn verða að vona að sú sigling takist. í okk- ar litla þjóðfjelagi virðast ýms- ir hallast að þeirri skoðun, að hjer verði að sigla öllu í strand, til þess þjóðin, eða sumir leið- togar hennar, átti sig á því, hvernig stýra skuli þjóðarskút- unni í framtíðinni. I hugleiðingum um næstu framlíð okkar Islendinga, verð ur mörgum fyrst fyrir að hugsa um þetta: Hve einlæg er þjóð- hollusta íslenskra stjórnmála- manna? Er hjer nokkur sá flokkur, sem bundinn er samn- ingum við aðra þjóð, eða sem er reiðubúinn að ganga í þjón- ustu erlendra manna, nokkur flokkur, sem metur pólitískar trúarsetningar öllu meira, en sjálfstæði lands. Grunsemdir hafa komið fram um það, að ísl. þjóðin væri svo illa á vegi stödd, að þetta ætti sjer stað. En ekkert sker úr í því efni, nema reyslan. Hún getur orðið nokkuð dýr. En hún hlýtur að fást. Og um leið það, að ekkert getur bjargað ís- lensku sjálfstæði í framtíðinni, ef þjóðin stendur ekki sem einn maður um verndun þess. ♦ Þrjú fnimvörp. Jón Sigurðsson frá Reyni- stað, Pjelur Oltesen og Bjarni Ásgeirsson, flytja þrjú frum- vörp á Alþingi, viðvíkjandi framfaramálum landbúnaðar- ins. Eitt frumvarpanna er um breyting Jarðræktarlaganna, annað um stofnun búnaðarmála sjóðs, en hið þriðja er um jarð- ræktar- og húsgerðarsamþykt- ir í sveitum. * Milliþinganefnd sú, er bún- aðarþing skipaði, hefir samið frumvörp þessi, er miða að því að jarðabætur verði örari en þær hafa verið, afköst manna við framleiösluna geti orðið meiri, og aðbúnaður sveitafólks betri, húsakostur batni o. s. frv., en búnaðarmálasjóður á að fá af öllu söluverði framleiðsluvara bænda. Verði sjóður þessi í vörslum Búnað- arfjelags íslands og verði fje sjóðsins varið til stuðnings og eflingar sameiginlegum nauð- synjamálum bændastjettarinn- ar. Búnaðarmálasjóðurinn. Með slofnun Búnaðarmála- sjóðs yrði fjárhagur Búnaðar- fjelags Islands stórlega rýmkv- aður og fjelaginu gert kleift að sinna ætlunarverki sínu betur en hingað til hefir verið. Að- alstarf fjelagsins hefir vérið leiðbeiningarstarf, og fje það, sem fjelagið hefir miðlað bún- ■ aðarsamböndunum, hefir að' miklu leyti gengið til svipaðra starfa. Fje til að styrkja verk- legar framkvæmdir, eða ein- staka menn til þýðingarmikilla athafna, hefir altaf verið mjög af skornum skamti. í greinargerð fyrir frumvarp inu um Búnaðarmálasjóðinn er getið ýmsra verkefna, sem Bún aðarfjelagið þarf að taka upp á næstunni. Fjelagið þarf t. d. stórraukið húsnæði. í sambandi við starfsstöð fjelagsins er tal- að um að setja upp gistiheimili fyrir bændur. Er gert ráð fyr- ir að Búnaðarfjelagið komist í fjelag við Búnaðarbankann um stórbyggingu við Austurstræti hjer í bænum. Þá er og á það bent í grein- argerð frumvarpsins, að á síð- ustu árum hafi Búnaðarfjelag- ið fengið víðtækara verksvið en áður. Hefir fjelaginu m. a. ver- ið falið að koma fram sem full- trúi bændastjettarinnar og taka mikilsverðar ákvarðanir um verðlagsmálin. Segir svo í greinargerðinni: „Með þessari sjóðstofnun, sem hjer um ræðir, er aðstaða Búnaðarfjelagsins styrkt og aukin í verulegum mæli. Með þeim hætti fær fjelagið fjár- magn til nauðsynlegra og að- kallandi framkvæmda, fje, sem ekki er háð ákvörðunum manna, er standa utan búnað- aðarins. Ennfremur er það meg instyrkur fyrir fjelagið, að fje þetta kemur frá landbúnaðin- um einvörðungu. Með sama hætti hafa sjávarútvegsmenn nú um alllangt skeið lagt fram fje til eflingar Fiskveiðasjóði o. fl. um 1%% af verði út- fluttra sjávarafúrða. Sá sjóður er til þess stofnaður, og hefir það markmið, að styðja sjávar- útveginn“. Jarðræktin. í frumvarpinu um breyting- ar á Jarðræktarlögunum er svo fyrir mælt, að styrkurinn til nýræktar hækki frá því sem nú er um 100% að viðbættri verðlagsuppbót, og að greiddar verði kr. 50, ásamt verðlags- uppbót fyrir hvern hektara engjalands sem sljettaður er. En svo er fyrir mælt, að þessi hækkun á styrknum gildi aðeins fyrir þá bændur, sem hafa innan við 600 hesta hey- skap á vjeltæku landi í meðal- ári. Það mun vaka fyrir þeim, sem frumvarpið sömdu, að með 600 hesta heyskap á vjeltæku landi sje hægt að reka meðal stórt bú, er framfleyti fjöl- skyldu bóndans. Jeg hefi altaf litið svo á, að það geti mjög orkað tvímælis, hvort takmarka eigi styrkveit- ingar við einhverja ákveðna landstærð eða töðufeng á hvert býli. Þar sem duglegir jarðrækt armenn t. d. koma upp mörg- um börnum, og fleiri en eitt þeirra vilja vera kyrt í sveit- inni, færi vel á því að ræktar- löndin gætu aukist það ört, að fleiri fjölskyldur gætu lifað góðu lífi á jörð, þar sem áður var aðeins ræktun er nægði einni. Lögfest samtök. Mesta og ítarlegasta frum- varpið af þessum þrem er „um jarðræktar- og húsagerðarsam- þyktir í sveitum“. Er frum- varpið í tveim köflum. Fjallar annar um jarðræktina en hinn um húsagerð, og er ætlast til að búnaðarsamböndin geri samþyktir um að taka að sjer ákveðnar framkvæmdir á sam- bandssvæðinu í jarðrækt og húsabótum, afli sjer hinna bestu vinnuvjela og ráði vinnu- flokka til þess að framkvæma þessi verk. En með því móli vinnist verkin bæði fljótar, bet ur og ódýrar, en á meðan hver bóndi baukar í sínu horni, með ljelegum tækjum, litlum mann afla og þekking eða leiðbein- ingar af skornum skamti. Öll eru frumvörp þessi borin fram í þeim filgangi. að hrinda að stað stórfeldum framkvæmd um i sveitum, sem miði að því að gera framleiðsluna ódýrari, samkepnisfæra á erlendum markaði, og landbúnaðinn yf- irleitt samkepnisfæran við aðr- ar atvinnugreinar í landinu. Þetta er lífsnauðsyn. I enda- lok fju'ri heimsstyrjaldar stóð islenskur landbúnaour höllum fæti. Þá bættust ísar og harð- indi ofan á aðra erfiðleika. Ennþá verða erfiðleikarnif meiri að þessu sinni, vegna verðbólgu, ofurkaups og fólks- eklu. En sauðfjárpestir í ofaná- lag, gera víoa meira tjón e:n meðal hafís-harðindi. Afköst einsíaklinganna, 1 greinargerð fyrir frumvarp inu um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþvktirnar segir m a-: „Árið 1900 telur Hagstofan, að íbúar í sveitum og kaup- stöðum með færri en 300 íbún hafi verið 62919, en árið 1940 46984. Þeim hefir því fækkað um 15935. Sveitirnar hafa þanrv ig mist á þessu tímabili rúm- lega V\ af mannafla sínum og vinnukrafti. Á sama tíma má telja, ef tillit er lekið til auk- [ inna afuroa búfjárins á hvern einstakling, að framleiðsla land búnaðarins hafi aukist um ná- lega 50%. Jafnframt hefir töðu fallið meira en tvöfaldast síð- ustu 20 árin“. Mjer skilst að hjer sje áti við það, að meðal afköst þeirrA manna, sem vinna að landbún- aðarframleiðslu hafi aukist um. 50%. En það er einmitt þetta sem mestu máli skiftir, og leggja þarf mesta áherslu á. Mjer þykir þessi hækkun í- skvggilega lítil. Hún hlýtuvað vera ákaflega misjöfn. Menn sjá nú hjer og þar um lantíið stórbúrekstur með langtum færra fólki en tíðkaðist og nauð synlegt var fyrir 40—50 árum síðan, er engin vjelavinna þeki ist að heita mátti í sveitum. En mikil lyftistöng yrði það við alla leiðbeiningarstarfsemi, ef lögð yrði áhersla á að fá um það aðgengilegar og glöggar skýrslur, hvernig búskaparlag þeirra bænda er og öll aðstaðn þeirra, sem framleiða mest með minstum mannafla, þar sem tilkostnaður við framleiðsluna er minstur. Vjelavinnan Bændur þurfa aukinn vjela- kost og þurfa að geta notfært sjer hann. Það’er öllum ljóst. í greinargerð sama frum- varps er sagt frá því, að fram- Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.