Morgunblaðið - 28.09.1944, Side 5

Morgunblaðið - 28.09.1944, Side 5
Fimtudag'ur 28. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ & Engar hömlur á iðnaðarnám Nýtt frumvarp á Alþingi ÞRIR ÞINGMENN, þeir Jóh. Þ. Jósefsson, Sigurður Þórðar- son og Sig. E. Hlíðar flytja frv. um að numdar verði burtu úr lögum hömlur þær, sem settar eru við námi til iðnaðar. Fylgir frv. svohljóðand greinargerð: Akvæði gildandi laga um iðn aðarnám, sem að því miða að takmarka tölu nemenda svo mjög sem þar er gert, torvelda svo aðgang ungra manna að iðnaðarnámi, að telja verður þau alveg óviðunandi, eins og nú horfir við, og má enda draga í efa, hvort slík ákvæði hafa nokkurn tíma átt rjett á sjer. Fyrri breytingin miðar að því að fella úr lögum það á- kvæði, er heimilar sveinum og meisturum að semja sín á milli og án íhlutunar iðnfulltrúanna um tölu nemenda í viðkomandi iðngrein og loka þannig iðn- greinunum að meira eða minna leyti fyrir iðnnemum. Síðari breytingin miðar að því að fella úr gildi þá laga- grein úr lögunum frá 1940, um breyting á lögum um iðnaðar- nám, sem bannar meisturum að hafa fleiri en einn nemanda á móti hverjum fullgildum iðn aðarmanni, sem hjá honum vinnur. ■X > « Ýmsar ástæður hafa verið fram færðar af hálfu þeirra, er takmarka vilja tölu iðnnema, og e'r ein þeirra sú, sem oft er á toft haldið, að vegna náms iðnnemanna þurfi að setja rík- ar skorður við því, að meistar- arnir taki ekki óhæfilegp marga nemendur á vinnustaði sína í ábataskyni, af því að þeir hafi þar ódýran vinnu- kraft, er svo njóti ekki nægrar tilsagnar við vinnubrögðin. Ef um það er að ræða, af hverj- um meistarinn hefir mestan hagnað, þá er auðsætt, eins og nú er reiknað álag á vinnulaun in, að þeir hafa mestan hag af því að hafa sem flesta fullgilda menn, svo fremi að verkefni sjeu næg fyrir hendi. Og þau mun hvergi skorta nú á tímum. Auk þess er það á valdi iðn- fulltrúanna, sem samþykkja verða alla námssamninga, að hafa eftirlit með því, að hæfi- lega margir nemendur sjeu ráðnir á hvern stað. ** Takmörkun sú, sem nú er á tölu nemenda, er leyft er að ráða í hinar ýmsu iðngreinir, mun að mestu stafa frá áhrif- um þeirra, er svo óheillavæn- lega stefna að hafa sem fæsta fullgilda iðnaðarmenn í hverri iðngrein. Vera má, að hjá sumum liggi sú hugsun til grundvallar, að bægja beri frá iðngreinunum hættu, sem af því gæti stafað, að á einhverjum tíma væru til fleiri faglærðir menn í iðngrein en atvinnureksturinn krefðist þá í bili. Sönnu nær mun þó, að mestu ráði um tilhneiging- in til að bæta með þessu að- stöðu sumra þeirra, sem full- gildir eru, hvað rjettindi snert ir, til að halda velli fyrir nýj- um og ef til vill hæfari mönn- um, eða til að knýja fram á hverjum tíma þær kröfur um kaup eða kjör, sem þeir kunna að vilja gera til atvinnurek- enda, hvort sem sanngirni mælir með þeim eða ekki. Hvort sem ráðið hafa þessari lagasetningu þær ástæður, sem hjer hafa verið nefndar, eða einhverjar aðrar, þá er með þessum ákvæðum alt of langt gengið í að skerða rjett hinnar uppvaxandi kynslóðar til að velja sjer lífsstarf við sitt hæfi, og má segja, að ráðist sje á sjálfsögðustu mannrjettindi þann veg. Enn fremur er með þessum útilokunarákvæðum beint til þess stefnt, að tilfinn- anlegur skortur iðnfaglærðra manna verði í landinu, enda er nú svo komið, eins og síðar mun vikið að. Fer þetta mjög illa saman við þá þróun at- vinnulífsins, sem hjer hefir orð ið og verða mun meiri, er stund ir líða fram, og allir landsmenn virðast fagna. í iðngreinunum er nú unnið meir og meir með vjelum. Við húsasmíðar, vega- gerðir, landbúnaðarvinnu og að heita má í öllum greinum eru landsmenn auk þess að taka vjelaaflið meir og meir í þjónustu sína. En Ijóst er, að slíkt krefur aukinnar fagþekk- ingar í meðferð og viðgerðum, ef ekki smíði á hvers konar vjelum eða vjelahlutum. Sam- hliða þessu er látin vera við lýði svo afturhaldssöm löggjöf, hvað mentun snertir á þessu sviði, að með henni er beinlín- is stefnt í öfuga átt við heil- brigða þróun í atvinnumálum landsins. Auk hins framan- greinda má geta þess t. d., hvað járnsmíði ogvjelamensku snertir, að í vjelstjóraskólann fær enginn inntöku nema að undangenginni 3ja ára starfi í smiðju. Má e. t. v. þangað rekja að nokkru þann tilfinnanlega skort á lærðum vjelstjórum á fiskiskipin, sem einatt er fyrir hendi, og undanþágufarganið, sem jafnan fylgir þeim vand- ræðum. ★ Þrátt fyrir þetta er í lögum um iðnaðarnám ekkert tillit til þess tekið, að þeir, sem læra vilja vjelgæslu, þurfa að eiga greiðan aðgang að námi í smiðju. Nú er það svo að kunn ugra manna sögn, að aðeins um V\ af þeim, sem járnsmíði nema, staðnæmist í smiðjun- um til frambúðar. Hinir fara til annara starfa á sjó og landi, þar sem þetta nám kemur þeim að notum. I smiðjunum er hins vegar þannig ástatt, að um 1/5 þeirra manna, er þar starfa, hefir iðnrjettindi. Hitt eru gervismiðir eða vjelstjórar ýmiss konar og svo nemendur. Þó að ekki sje nákvæmlega eins ástatt í ýmsum öðrum iðn- greinum, eiga þær allar sam- merkt í þvi, að löggjafinn hef- ir torveldað eðlilegt aðstreymi nemenda og lagt með því grund völlinn að skorti á mönnum, sem iðnrjettindi hafa. Af þessu leiðir svo það, að þegar skort- ur er á mönnum þeim, er rjett- indi hafa í hinum ýmsu iðn- greinum, er gripið til ófag- lærðra manna, sem þó krefjast alt að því eins mikils kaups og þeir, sem fullgildir eru í iðn- inni. Gervismiðir í ýmsum greinum hafa oft heyrst nefnd- ir þessi árin, og er það skort- urinn á smiðum með iðnrjett- indi, sem hefir skapað þetta hugtak. Þetta ófremdarástand þarf að víkja fyrir hollara og frjáls- ara fyrirkomulagi. Löggjafinn á ekki að torvelda ungum mönnum aðganginn að því verk lega námi, sem þeir hafa hæfi- leika og löngun til að stunda, heldur miklu fremur að hjálpa þeim til að komast að þeim störfum, er til þjóðnytja horfa og hugur þeirra stendur til. Einangrun iðngreinanna eða meiri og minni útilokun hinnar uppvaxandi kynslóðar frá því að læra gagnleg iðnaðarstörf undirbýr jarðveginn fyrir at- vinnuleysi og skort, en greið- ur aðgangur að námi fjöl- breyttra verklegra starfa er efnilegum unglingum byr und ir báða vængi og besta fram- tíðartrygging þeirra, en' at- vinnulífi þjóðarinnar öryggi, sem það má ekki án vera. „Fríð en heimsk" RUDY VALLEE, ameríski hljómsveitarstjórinn, er kunn- ur hjer á landi úr kvikmynd- um. Hann var giftur Bettijane Greed, sem hjer sjest með hon- um á myndinni. Þau giftu sig í desember í fyrra. Nú hefir konan fengið skilnað frá manni sínum á þeim forsendum m. a., að hann hafi kallað hana „fal- lega, en heimska“. London: Útvarpsstöðin í Al- giers er nú hætt störfum og var tekið fram að þetta væri gert vegna þess að fólk það í suður Evrópu, sem útvarpið hefði starfað fyrir, væri nú aftur frjálst. Einvígi um titiiinn Skákmeisfari íslands UM NÆSTU HELGI, eða sunnudaginn 1. október, hefst óvenjulegt og nýstárlegt ein- vigi. Það er skákkepni þeirra Baldurs Möller og Asmundar Asgeirssonar um tignarheitið „Skákkóngur Islands“. Og þetta er í fyrsta sinn, sem slíkt einvígi er háð hjer á landi. Baldur Möller er núverandi handhafi titilsins og hefir ver- ið það um nokkurra ára skeið. Ásmundur hefir áður unnið titilinn fyrir allmörgum árum og er kunnur að því að vera snjall og góður skákmaður. Með því að verða efstur á skák þingi íslendinga á síðastliðnu vori, vann Ásmundur sjer rjett til að skora á Baldur til ein- vígis um hinn eftirsótta titil. Þessa rjettar síns hefir hann nú neytt svo sem kunnugt er. I tilefni af einvíginu hefir Morgunblaðið náð tali af Ás- mundi og spurt hann að því, hvað hann haldi um úrslit bar- áttunnar. — Það er ekki laust við, að þetta sje nokkur samvisku- spurning, svarar Ásmundur, — og síst er að ætlast til þess, að jeg geti svarað henni. Ann- ars vona jeg, að baráttan verði hörð og löng. Það er skemti- legast fyrir alla aðila. — Hve margar skákir er. ráðgert að þið teflið og hvernig eruð þið fyrirkallaðir? — Okkur er ætlað að tefla tíu skákir og sá okkar, sem fleiri skákirnar vinnur, ber auðvitað sigur af hólmi. Mjer er fullkomlega ljóst, að Baldur er einhver allra sterkasti skák- maður, sem hjer hefir verið. Það er því ekki við neitt lamb hð leika sjer. Jeg vona hinsveg ar, að jeg sje nú vel undir þessa baráttu búinn. Og auð- vitað væri jeg ekki að reyna þennan leik, ef jeg teldi enga möguleika til vinnings. — Hvenær hefst einvígið og hvar? — Á sunnudaginn kemur, hinn 1. október í Oddfellow- húsinu, síðdegis. Annars verða flestar skákirnar tefldar i Kaupþingssalnum, og þó a3 segja megi, að sá staður sje ekki með öllu ákjósanlegur, held jeg samt að stjórn skájt- sambandsins hafi gert sitt ítr- asta hvað viðvíkur öllum und- irbúningi. En úr því að þú á annað borð fórst að „taka þessa skýrslu" af mjer, þá langar mig til að vekja athygli á einu atpiði. Mjer finst skák- in vera illa kynt með lönduna vorum. Skákin er alt í senn: fögur íþrótt, skemtileg dægra- dvöl og holl áreynsla á heil- brigða og rökrjetta hugsun. Og þegar augu manna alment opn- ast fyrir þessum fagra • leik, munu margir komast að raurt um, að í skáktaflinu eignast þeir góðan vin. — Já, en svo jeg snúi mjer aftur að mótstöðumanni þín- um, sjálfum skákmeistaranum: Hvert er álit þitt á aðferðum hans og leikni í skákinni? — Því held jeg að sje fljót- svarað. Hann er mjög sarn- viskusamur skákmaður og einn allra fróðasti skákmanna vorra. Aðferð hans er mjög heilbrigð. Hann notfærir sjer vel alla möguleika taflsins og leggur yfirleitt ekki út í nein vafasöm fyrirtæki. Hann fær því öðrum fremur meira „út- úr“ skákinni og öðlast á þenn- an hátt sterkan og farsælan stíl. — Og nú verður þú að láta þjer þetta nægja, því að þú faerð mig ekki til frekari persónu- legra umræðna um einvígið. Enda er best að bíða og sjá hvernig fer. Vjer viljum að lokum þakka Ásmundi fyrir „rabbið“ og um leið hvetja alla skákunnendur til að horfa á einvígi þeirra Baldurs og fylgjast vel með úrslitum skákanna', því að þetta verður áreiðanlega bráð- skemtileg barátta. J. V. H. VATN8RÖR x x/i' og %” galvaniseruð vatnsrör fyrirliggjandi. Jóhannsson & Smith hi. Verkstæðið Eiríksgötu 11. | 1 x I I £ X T ♦> •♦* HÚSEIGN innarlega við Njálsgötu, er til sölu. Þriggja herbergja íbúð íaus. Fasteigna- og VerðbrjefasaEan Suðurgötu 4. — Símar 4314 og 3294,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.