Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 6

Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 6
t> MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 28. sept. 1944. Tilkynning frá Hófel Valhöll, Þingvöllum Hjón, sem vildu taka að sjer að sjá um hótelið í vetur, óskast. — Upplýsingar hjá Ragnari Guðlaugssyni, Hressingarskálanum, sími 4353, laugardaginn 30. þ. m. kl. 10—12. ¥andað steinhús 2 hæðir gólfpláss ca. 1200 ferm. heppilegt til hverskyns iðnaðar, er til sölu. Þeir, sem kynnu að vilja sinna þessu sendi tilboð merkt „Iðnaður“ til afgr. blaðsins fyr- ir- mánaðamót. <$XSXSX$X$XÍX$XÍX$XJX$X^X$X$><$X$X$>^>^V<^^>«>«XS><^>^X$>^X$XÍXÍ><ÍXÍX$XÍXÍ>^>^X$X$X^ Mokkur hús og íhúðir til sölu. A ^ % fOlafur Þorgrímsson hrl.,| Austurstræti 14. — Sími 5332. <S^KÍ><S>^><Mx»«xS>«xíxS^xSxí>^xíx^x^><$xSx$x$x$>^xí>^xíx$xíxíx^x$xSxSxíx$^x$x^íx» ^X$>4>«>^>«XÍXSX$XÍXS>^>«XSXSXÍX$XÍX^^<ÍX$X^<$X®>^<ÍX$XÍXSX$>^X$>^X$XÍXJ>^XJXJ>^X$X^<$X^<$XÍ> HÚS á besta stað í Höfðahverfi til sölu. Lóð rækt- uð og afgirt. Nánari upplýsingar gefur Guðl. Þorláksson Austurstræti 7. — Sími 2002. Vandað einbýlishús j við Langholtsveg til sölu. Alt laust. Nánari upplýsingar gefur Guðl. Þorláksson Austurstræti 7. — Sími 2002. Járniðnaðarpróf Þeir, sem enn ekki, hafa skilað skilríkjum viðvíkjandi prófinu, sem haldið verður í byrj- un október n. k. skili þeim til undirritaðs í síðasta lagi 30. sept. 1944. Ásgeir Sigurðsson, form. prófn. k. Landssmiðjunni. Best að auglýsa í Morgunblaðinu Aukið húsnæði fyrir geðveikt fólk Þingsályktunartillaga á Alþingi JOH/.NN Þ. JOSEFSSON flytur í Sþ. svohljóðandi þings- ályktun artillögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjornina að láta nú þegar koma til framkvæmda heimild í 33. lið 22. gr. fjárlaganna fyr ir yfirstandandi ár um aukið húsrými fyrir geðveikisjúkl- inga“. í greinargerð segir: Síðasta þing samþykti heim- ild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta byggja við geðveikra- hæfið á Kleppi eða taka hús- na'ði á leigu fyrir geðveiki- sjuklinga og verja fje úr rík- issjóði til greiðslú stofnkostn- nðar og rekstrarkostnaðar hins nýja hælis. Að sjálfsögðu hefir heimild- in verið veitt, af því að brýn nauðsyn er til úrbóta í þessum efnum og í trausti þess að þeir, er með þessi mál fara, notuðu hana til einhverra þeirra að- gerða, sem um ræðir í heimild- inni. Astandið í þessum málum : virðist vera orðið svo alvar- | legt, að telja verður aðkallandi | nauðsyn, að ríkisstjórnin hefj- ' ist handa til að framkvæma eitthvað af því, sem hjer er fram á faftð. Þótt ekki þyki tiltækilegt að byrja nú viðbótarbyggingu á Kleppi og hafi ekki þótt í sum- ar, þá virðast geta komið til greina aðrar lausnir þessá máls til bráðabirgða til að gera það unt að taka a. m. k. erfiðustu sjúklingana á spítala og leysa þannig vandræði þeirra, sem fyrir þeim verða að sjá nú á annan hátt, t. d. með afar kostn aðarsamri vörslu sökum vönt- unar á spítalaplássi fyrir þessa menn. Má í því sambandi benda á það, að nú munu hafa losnað m. a. nokkur sjúkrahús, sem setuliðið hefir haft til afnota, og er líklegt, að við þau eða eitthvert þeirra mætti notast til bráðabirgða, þar til hægt er að koma upp þeirri viðbótar- byggingu, sem fyrirhuguð er á Kleppi, en því miður hefir dreg ist óhæfilega lengi að koma upp. ★ Flm. þessarar þingsályktun- artillögu er kunnugt um það, að yfirlæknirinn á Kleppi, dr. med. Helgi Tómasson, hefir einmitt og það fyrir alllöngu gert tillögur til ríkisstjórnar- innar um þess konar bráða- 1 birgðalausn, meðan annars betra húsnæðis er ekki kostur. Ríkisstjórnin hefir enga af- stöðu tekið eða treyst sjer til að taka til þess, er yfirlæknir- inn hefir farið fram á, að reynt yrði, og ekki heldur, svo að vitað sje, hafist neitt að því til framdráttar, sem Alþingi ætl- aðist til með samþykt um- rædds fjárlagaákvæðis. Þykir eigi mega við svo búið standa, að eigi sje gerð tilraun til úr- bóta á þessu sviði — jafnalvar- lega og nú horfir í þessum mál- um, og fyrir þeirra hluta sakir er flutt tillaga sú til þingsálykt unar, er hjer liggur fyrir. Á gamla Kleppsspítalanum (1907/1929) var ætlað rúm fyr ir 50 sjúklinga, en þar voru að jafnaði 70. Þegar nýja spítal- anum var bætt við, varð rúm fyrir 100 sjúklinga til viðbót- ar, en þegar á fyrsta ári, 1929 —1930, bættust við á þessa spít ala um 120 sjúklingar. Nú er altaf talsverður hundraðshluti þeirra sjúklinga, sem inn eru lagðir, þannig haldnir, að þeir verða „kroniskir“, sem kallað er, en það þýðir ef til vill sjúkrahúsvist í tuttugu til þrjá- tíu ár. Á árunum 1937—1938 var þegar svo komið, að ekki var lengur hægt að bæta sjúkl- ingum við, en þó hefir verið neytt allra bragða af hálfu spít alastjórnarinnar til að haga svo til, að unt væri að taka inn erf- iðustu sjúklingana, eftir því sem hægt hefir verið, og svo það fólk, sem útlit hefir verið fyrir, að gæti fljótlega náð sjer, — þyrfti skamma dvöl á sjúkra húsi. T. d. hafði spítalinn til afnota húsnæði í Laugarnes- spítala fyrir 12 sjúklinga árin rjett fyrir stríðið, en misti það, er setuliðið hernam hann. Þeir sjúklingar, sem þar höfðu ver- ið, voru þá fluttir í kjallara á Kleppi, sem starfsfólkið hafði haft fyrir bústað, en það flutt með búi spítalans að Syðra- Langholti. Hlöðu og fjósi á Kleppi var hvoru tveggja breytt í sjúkra- hús og tekið í notkun árið 1942. S.l. 2 ár hefir spítalinn haft húsrúm í sjúkrahúsi Stykkis- hólms fyrir sjúklinga (18 kon- ur) frá Kleppi, en sökum fjar- lægðar eru á þessu mikil vand- kvæði, því að ágerist sjúkdóm- ur slíkra sjúklinga og verði þeir erfiðir viðfangs, verður að flytja þá aftur að Kleppi, því að vestra eru ekki tök á að hafa aðra en „rólega“ sjúklinga. — Þá hefir Reykjavíkurbær í s.l. 3—4 ár starfrækt býlið á Ell- iðavatni sern vistheimili fyrir geðbilaða karlmenn, sem lög- heimili eiga í Reykjavík, og er vistheimili þetta starfrækt sem nokkurs konar deild úr Klepps spítala. ★ Er sýnt af því, sem hjer hef- ir verið talið, að spítalastjórn- in hefir neytt ýmissa bragða til að gegna hlutverki sínu, — því að veita viðtöku til um- önnunar geðbiluðum sjúkling- um. Hitt er ljóst, að sjúkra- pláss fyrir geðveika hafa jafn- an verið of fá miðað við þörf- ina — og eru það enn. Ekkert hefir verið gert til að mæta eðlilegri fólksfjölgun í landinu. Af- þessu leiðir, að árlega fækkar þeim rúmum, sem hægt er að hafa til ráðstöfunar fyr- ir þá sjúklinga, sem sjúkrahús- vistar þarfnast. Þar sem reynt hefir verið að láta erfiðustu sjúklingana ganga fyrir, hefir þeim fjölgað þar meir en öðrum, og er nú svo komið, að slíkir sjúklingar eru nær eingöngu eftir á Kleppi Við þetta hefir hlaðist æ meira erfiði á starfsfólkið, og er það — ásamt þeirri eftir- spurn, sem frá öðrum heilbrigð isstofnunum er fyrir hendi eft- ir starfsfólki, — að verða þess valdandi, að hjúkrunarlið spít- alans er alt of fáliðað. Nú er svo ástatt í landinu, að alls staðar eru vandræði, hvað snertir aðstoð á heimilun- um. Það gerir enn örðugra að stunda sjúklinga heima, og á það ekki síst við um geðveika. Þessi vandræði hafa aldrei ver ið meiri en nú. Er því enn meir en áður sótt eftir að koma sjúkl ingunum á sjúkrahús, enda er af yfirlækni spítalans talið víst, að ef Kleppur gæti nú tekið við sjúklingum eins og óskað væri eftir, mundu þang- að leita þegar í stað um 200 nýir sjúklingar 1 viðbót við þá, sem fyrir eru. Hjer hefir verið reynt að skýra nokkuð málið, og mætti þó mörgu við bæta. En líklegt er, að flestum þingmönnum sje þegar fyrirfram ljós hin brýna nauðsyn, sem á því er að út- vega aukið húsrúm fyrir geð- bilað fólk, og að þeir telji ó- verjandi að engar tilraunir sjeu til þess gerðar. -----■ ■■ Þjóðverjar óHuðust fallhlífarhermenn ' Frá norska blaðafull- trúanum: EFTIR að bandamenn gerðu loftárás á staði við Oslófjörð á dögunum, urðu þýsku hermenn irnir alveg sinnulausir. Þeir hlupu um götur Oslóborgar og skutu í allar áttir, svo öll um- ferð stöðvaðist. Talið er, að þeir hafi með þessum hætti orðið þrem mönnum að bana. Taugaóstyrkur þeirra stafaði af því, að þeir hjeldu að fall- hlífahermenn hefðu svifið til jarðar úr flugvjelunum. Og að þeim væri það verk ætlað að leggja tundurduflum í hafn armynni og hindra með því siglingar. Var höfninni í Oslo lokað í tvo daga eftir árásina. Þjóðverjar gerðu leit að fall- hlífar^ermönnum bæði í Oslo og í nágrenni bæjarins. Hlulavelfa K. R. verður í K. R.- húsinu ÞAÐ hefir orðið að samkomu lagi milli bresku herstjórnar- innar og stjórnar K.R., að fje- lagið fái að halda sína árlegu hlutaveltu í K.R.-húsinu, sunnu daginn 8. október. Er þetta ánægjulegt fyrir fje lagið, því erfitt er nú að fá hús- næði á góðum stað í bænum fyr ir hlutaveltu.K. R. þarf á miklu fjármagni að halda til að standa straum af hinni fjöl- breyttu og miklu íþróttastarf- semi sinni. Stjórn K.R. vonar fastlega, að húsið fáist laust fyrir fullt og allt áður en langt um líður. K.R. er nú að hefja söfnun á hlutaveltuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.