Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 7

Morgunblaðið - 28.09.1944, Síða 7
Fimtudagur 28. sept. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 7 Vígsla Innri-Njarð víkurkirkju ÁRIÐ 1917 var Njarðvíkur- kirkja í Kjalarnesprófasts- dæmi lögð niður sem sóknar- kirkja fyrir Ytri og Innri- Njarðvík og Keflavíkur og Njarðvíkursóknir sameinaðar. Kirkjuhúsið sjálft, sem þá var orðið hrörlegt mjög, var hins- vegar látið standa og afhent sóknarnefnd hinna sameinuðu sókna. Undu margir íbúðar í Innri-Narðvík þessu mjög illa. Á síðastliðnu ári fóru svo íbúar í Innri-Njarðvik fram á það, að þeim yrði leyft að stofna sjerstaka kirkjusókn og að þeim yrði jafnframt afhent, til fullrar eignar, hið gamla kirkjuhús, sem þá hafði staðið ónotað og ónothæft árum sam- an, gegn því, að þeir gerðu það messuhæft á eigin kostnað. Varð safnaðarfundur Keflavík ursóknar, svo og kirkjustjórn- in við þeirri beiðni og ljetu sóknarmenn nú ekki á sjer standa, en rjeðust þegar í að endurbæta og endurreisa hina gömlu kirkju sína, en af henni var nú lítið annað eftir en hin- ir traustu, hlöðnu grjótveggir. - Og nú stendur hin gamla Njarðvíkurkirkja fullgerð á ný og er eitt af vönduðustu og fegurstu guðshúsum þessa lands, því að það er engan veg- inn ofmælt, að hvergi hafi ver- ið sparað til þess, að því marki mætti verða náð. Viðgerðin hef ir þá líka kostað um 60 þúsund krónur.’ auk þeirrar vinnu og þess efnis, sem gefið hefir ver- ið. Og af áðurnefndri upphæð hefir kirkjunni þegar gefist um 50 þúsundir króna frá söfnuð- inum og gömlum safnaðarmeð- limum, og eru henni enn að berast peningagjafir. Auk þess söfnuðu konur sóknarinnar sjerstaklega álitlegri fjárupp- hæð, sem varið var til þess að prýða kirkjuna að innan, en aðrar gjafir bárust henni auk þess hvaðanæfa, svo sem alt- aristafla, messuskrúði allur og altarisumbúnaður, ljósakrónur í loft, kertastjakar á vegg Qg á altari, silkifáni, fánastöng, númeratafla og ýmislegt fleira. Kirkjan er bæði rafhituð og raflýst. Síðastliðinn sunnudag var kirkjari vígð af biskupi lands- ins, herra Sigurgeir Sigurðs- syni, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Þar voru og komnir vígslubiskup Hólastiftis, sjera Friðrik J. Rafnar, sem um rúm an áratug þjónaði Útskála- prestakalli, prófastur sjera Hálf dán Helgason, svo og aðrir prestar hjeraðsins, sem aðstoð- uðu við vígsluna. Að vígslunni lokinni prjedikaði sóknarprest urinn sjera Eiríkur Brynjólfs- son, og skírði þvínæst þrjú börn, biskuparnir báðir þjón- uðu fyrir altari á eftir, en sr. Sigurbjörn Á. Gíslason las útgöngubæn. Nýr og vel æfð- ur söngflokkur annaðist söng allan. Var athöfnin öll hin há- tíðlegasta og áhrifarík mjög fyrir alla viðstadda. Að guðsþjónustunni lokinni ávarpaði biskup söfnuðinn enn á ný íneð skörulegri hvatning- arræðu og töku þvínæst til máls vígslubiskup, prófastur og sóknarprestur. Að síðustu flutti formaður sóknarnefndar, Sig- urgeir Guðmundsson, ræðu, þar sem hann sagði sögu kirkju byggingarmálsins og lýsti gleði sinni og safnaðarins yfir því, að fagrar vonir þeirra hefðu nú rætst. Glitruðu þá tár í augum margra þeirra, sem saknað höfðu kirkju sinnar í nærri þrjá áratugi, en fögnuður og þakk- læti til Guðs fylti hvert hjarta. j Bar öll þátttaka safnaðarins í athöfninni, svo og hinn al- menni, hljómsterki safnaðar- söngur þessa Ijósan vott. Að lokinni athöfninni í kirkj unni buðu konur sóknarinnar öllum viðstöddum til sameigin legrar kaffidrykkju og veittu af mikilli rausn, en sjera Bryn- jólfur Magnússon þakkaði und ir borðum fyrir hönd gestanna. í Innri-Njarðvík búa nú um 60 gjaldskyldir safnaðarmeð- limir og er hjer því um mjög fámenna sókn að ræða. En þessi söfnuður hefir lyft Grett- istaki og sýnt það áræði, þann áhuga og þá fórnfýsi, sem vart á sinn líka, en sem mun verða öðrum til fyrirmyndar um lang an aldur. Með þessum fámenna söfnuði hefir raunverulega gerst fagurt og stórfenglegt æfintýri í kirkjumálum og kirkjulífi þessa lands, sem birtu mun leggja af um mörg ókom- in ár. Og um leið og vjer samgleðj- umst Innri-Njarðvíkurbúum, sem nú hafa sjeð hinn gamla og fagra draum sinn rætast á svo stórfenglegan hátt, þá er það oss ekki síður fagnaðarefni að vita hina fögru, endurreistu kirkju standa þarna um öll ó- komin ár sem táknrænt og á- þreifanlegt merki kirkjulegs áhúga, fórnfýsi og ræktarsemi, reista á þeim tíma, þegar and- stæðingar kirkjunnar, sem oft- ar, vildu hana feiga og hlökk- uðu yfir þeirri deyfð, sem þeir hugðu ríkja innan hennar og brátt mundi verða henni að fjörlesti. Hálfdán Helgason. ^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiniiBiiiiiiiiim | Húsnæði 1 5 Trjesmið vantar 1—3 her = | bergi og eldhús. Mikil i | fyrirframgreiðsla ef ósk- h 1 að er. Vinna á trjeverki og i i innanhúsmálun, getur kom i 1 ið til greina, ef með þarf. j| | Tilboð sendist afgr. blaðs- i § >ns fyrir sunnudag, merkt =f ,,Trjesmiður“. tfiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiinui t MORGUNBLAÐINU Allir Lslensk- ir unfflinsar verða að kynnast Daníel íljarfa mtýriira hans og ferellnm _ æf- <$> DAIMIEL DJARFI eftir uppáhaldshöfund danskra unglinga, Hans Kirk f r t t t i i i i i ❖ Getum útvegað nokkrar Kamínnr frá Englandi Heildverslun Ásgeirs Hafnarstræti 10—12. Sígurðssonar h.f.r Símar: 3307 og 3308. f t t i i r i i i i i i ♦> ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦.♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦►♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦^♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦►♦♦♦♦s<** Sigfús Elíasson: Fyrirlestur og upplestur í Iðnó fimtudagskvöld kl. 9. EFNI: r Hafa oss Islendfngum borlst aðver- anir frá nteisiurum tiehkingar! Aðgöngumiðar í Bókav. Sigfúsar Eymundssonar, Versl. Sigríðar Helgadóttm- og við innganginn. — Fjelaglð Aivara

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.