Morgunblaðið - 28.09.1944, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.09.1944, Qupperneq 16
1G Ölfusárbní opnuð fyrir bíla næstkomandi laugardag VIÐGERÐINNI á Ölfusarár- brú er nú svo langt komið, að ráðgert er að brúin verði opn- uð fyrir bíla næstkomandi laugardag. Verða höfð iokuð hlið beggja megin brúarinnar og verðir við þau, svo að enginn geti farið yfir brúna án leyfis varð- mannanna. Verða settar strang ar reglur um umferðina og verðirnir sjá um, að settum reglum verði gylgt. Verður nú í vikulokin hafist handa um slátrun sauðfjár í Rangárvalla- og Skaftafells- sýslum, en fresta varð slátr- un í þessum sveitum, vegna samgöngu teppunnar við Ölfus- á- Ráðgert var að fara með fjár rekslur yfir Ölfusárbrú árd. í dag- Þýski lögregiusijór- inn í Danmðrku hélar illu ÞEGAR DÖNSKU lögreglu- þjónarnir höfðu verið fluttir úr landi, reyndi Pancke, lögreglu stjóri Þjóðverja í Danmörku, að komast að samkomulagi við embættismannastjórnina og h.ina nýstofnuðu lögreglu í Dan mörku. En allar samkomulags umleitanir hans urðu árangurs lausar. Frjettir herma, að Danir hafi borið fram þá kröfu við yfir- \öld þýska setuliðsins, að tíönsku lögregluþjónarnir verði sendir heim aftur, svo að þeir geti farið að gegna störfum sín um á ný, því að nú sje alt á tjá og tundri í landinu. Undir þessa kröfu hafa skrifað mörg fjelög og fjelagasambönd. Ennfremur er sagt, að Pancke lögreglustjóri eigi að taka við af dr. Best. Pancke hefir hótað hryllilegum gagn- ráðstöfunum. ef Danir hlýðnist honum ekki. Hann hótar að taka þúsundir gisla, skjóta saklausa menn og leggja Kaup- mannahöfn í rústir. Fyrir nokkru var hús í Nyhavn sprengt í loft upp án nokkurar sjerstakrar ástæðu, og Pancke Ijet það boð út ganga, að Gesta po myndi ekki hika við að sprengja heil borgarhverfi í loft upp, ef svo bæri undir. Enn hafa 287 danskir lög- regluþjónar verið fluttir til Þýskalands, svro að þar eru nú í haldi 2.200 lögregluþjónar. 60C0 lögregluþjónar fara huldu höfði, en 1000 eru kyrrsettir. Margir þeirra, sem kyrrsettir voru, hafa verið fluttir í Vestre-fangelsi. 106 meðlimir dönsku lögreglunnar eru hafðir í haldi á aðallögreglustöðinni í Kaupmannahöfn, og eru þeir þa' þvingaðir til að vinna fyr- ir Þjóðverja. (Samkv. frjett frá dönsku sendisveitarskrifstofunni. I Barnsrán í barnaspífala M MHm m l m Skilarjellir byrja í næstu viku FYRSTU rjettum hjer á Suð urlandi er nú lokið. Fje er tæp lega í meðallagi að vænleika, | þrátt fyrir hina góðu tíð er verið hefir í sumar. Heimtur hafa verið .sæmilegar, eins og venja er til upp úr fyrstu rjett um. Skilarjettir verða í eftirtöld- um rjettum sem hjer segir: i Hafravatnsrjettir, þriðjudaginn | 3. okt. n. k., Kollafjarðarrjettií miðvikudaginn 4. okt. og Olfus rjettir, 'föstudaginn 6. okt. Yfirumsjón með rekstri slát- urfjár til bæjarins hefir Sig'- urður Gíslason, en honum til aðstoðar er Sæmundur Gísla- son. ÞESSI MYND er tekin í barnaspítala í New York. Tilefni til þess að mynd þessi var tekin var það, aS bófar rændu barni nýleg'a í þessu sjúkrahúsi. Barnið, sem rænt var heitir Barbara Anne Goggin, sex mánaða gömul. V erkfallinu hjá olíu- fjelögunum lokið Samningar lókusl í gær SAMNINGAR tókust í gær í olíudeilunni svonefnda og er nú afljett verkfalli því, sem hófst hjá olíufjelögunum 22. ágúst s.l- Samningar tókust fyrir milligöngu sáttasemjara ríkisins. Forsaga þessa máls er sú, að s. 1. vetur sagði Dagsbrún upp m tímakaupssamningi þeim, er hún hafði við olíuf jelögin. Hins vegar sagði Dagsbrún þá ekki upp samningi mánaðarkaups- manna. Með samningi 22. febr. fengu tímakaupsmenn 16% hækkun á grunnkaupinu, en kaupgjald mánaðarkaupsmanna stóð þá óbreytt, þar eð þeir sögðu ekki upp samningnum. Mánaðarkaupsmenn sögðu svo upp samningi sínum eftir 6 mánuði, eða frá 22. ágúst s.l. Gerðu þeir þá margvíslegar kröfur, sem vinnuveitendur vildu ekki ganga að og hófst þá verkfall hjá öllum olíufjelög unum, nema Nafta, sem gekk að öllum kröfunum. En nú lyktaði þessi deila þannig, að mánaðarkaupsmenn fá 6 % hækkun á grunnkaupinu en tímakaupsmenn fengu í vet ur 16% hækkun. Verkamenn með mánaðar- kaupi fá nú 450 kr. grunnkaup ! (höfðu 425 kr), en bílstjórar | 475 kr. (í stað 450 kr.). Eftir (tvö ár hækkar kaup beggja um 25 kr. á mánuði. Hjer er um að ræða örfáa menn. Hefst nú sala á ný frá öllum bensíngeymum. Sjúklingar á Vífils- slöðum þakka UM 90 sjúklingar frá Vífils- stöðum, staddir á landi Vinnu- heimilis S. í. B. S. að Reykjum í Mosfellssveit 26. sept., flytja allri þjóðinni alúðarfyllstu þakkir fyrir það stórkostlega örlæti, er hún hefir sýnt S. í. B. S. og fyrir þann mikla skilning á málefnum berklasjúklinga, er hvarvetna verður vart. Við vonum og treystum því að sami skilningur og örlæti ríki uns fullnaðarsigri er náð í baráttunni gegn berklaveik- inni. London: Karl og Kona, sem ætluðu að ganga á Ben Nevis, hæsta fjall Skotlands, hröpuðu til bana. Morenthau verri en (lemenceau Stokkhólmi: Þýsku blöðin eru æf við Morgenthau, fjár- málaráðherra Banadríkjanna fyrir það að Þjóðverjar verði sviftir öllum iðnaðarmöguleik- um eftir stríð. — Með stórum fyrirsögnum segja blöðin: — „Morgenthau er verri en Clemenceau hinn franski. Ef vjer töpum styrjöldinni, verð- ur oss útrýmt. Þessvegna verð ur hver maður að berjast til hins ýtrasta. Enginn má slaka á takinu“. — Þetta segja þýsku blöðin flestöll um þessar mundir. — Reuter. ioregsfrjettir Frá norska blaðafulltrú- anum. — Þjóðverjar búa sig undir götu- bardaga í Osió. I síðustu frjettum frá Noregi er skýrt frá því, að Þjóðverjar búi sig undir götubardaga í Oslo. Aðalbækistöð sína í borg inni hafa þeir víggirt ramm- lega. Areiðanlegar heimildir herma, að Glitne-byggingin við Victoria Terrasse og Drammens vej sje nú orðin öflug bækistöð Þjóðverja. 40 lögregluþjónar eru til taks í byggingunni allan sólarhringinn. Þjóðverj- ar búast við að geta stöðvað alla umferð um Drammensvej, ef á þarf að halda. Josef Terboven landsstjóri býr sig líka undir það, sem koma skal.Hefir hann látið búa sjer hæli á Skaugumásnum, sem er handan við bústað krón prinshjónanna, en bústað.þann tók Terboven í sínar hendur, strax og hann kom til Noregs. Sprengt hefir verið í fjallið fyr ir hælinu, og er það sprengju- helt. « Aðferðir Þjóðverja við öflun vinnukrafts. Eftirfarandi frjett hefir bor- ist sænskum blöðum: Þjóðverjar nota einfalda, en ófyrirleitna aðferð, þegar þeir eru að fá Norðmenn í vinnu hjá sjer. Þeir slá hring um hóp manna á götunni, taka þá hönd um og flytja þá norður á bóg- inn. Til dæmis var allstór hóp ur manna handtekinn á Karl Jóhannsgötu í Oslo um daginn og sendur til að vinna fyrir Þjóðverja. 8000 Norðmenn í haldi í Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum, sem norska blaðið „Norges Nytt“ í Stokkhólmi, hefir aflað sjer eru nú um 8000 Norðmenn hafðir í haldi í Þýskalandi. Lítið skipatjón Norðmanna. Norski siglingaráðherrann skýrir frá því, að fyrri helming ársins 1944 hafi skipatjón norska verslunarflotans orðið minna en nokkru sinni, síðan stríðið hófst. Tjónið var þessa sex mánuði 1.5 prósent af smá- lestatölunni. Fimtudag-ur 28. sept. 1944* Fulltrúaráðs - fundur Sjálf- stæðis- fjelaganna FUNDUR verðru haldinn í fulltrúaráði Sjálfstæðisfjelag- anna í Reykjavík annað kvöld í Sýningarskálanum. Umræðuefni fundarins er stjórnmálaviðhorfið í dag, —- tilraunir þær, sem fram hafa farið til myndunar þingræðis- stjórnar, og horfurnar fram- undan. Málshefjandi er formaður Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors. Á fundinum mæta einn- ig þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Þetta er fyrsti fundur full- trúaráðsins á þessu hausti. —■ Menn ættu að hafa hugfast, að mæta stundvíslega, enda mun sjálfsagt marga fýsa að kynn- ast nánar því, sem nú er að gerast á sviði stjórnmálanna og fylgjast með því, sem ætla má að framundan sje í þeim efn- um. O Þriggja ára dreng- ur verður undir bíl í FYRRADAG um klukkan 5 e. h. var ekið á þriggja ára dreng á Klapparstíg, milli Njálsgötu og Grettisgötu. Var drengurinn að leik í sandhrúgu er bifreið ók yfir annan fót- legg hans og meiddist hann nokkuð. Sennilegt að bifreiðarstjórinn hafi ekki haft hugmynd um slysið, því hann ók leiðar sinn- ar. — Skamt frá slysstaðnum var stúlka, sem mun hafa verið sjónarvottur að því er þarna gerðist, og tekið eftir númeri bifreiðarinnar. Biður Rannsókii arlögreglan stúlku þessa að hafa tal af sjej; hið fyrsta. Verður hljómsveit á Hótel Borg! Á FUNDI Fjelags íslenskra hljóðfæraleikara, Cr haldinn var í gærkvöldi, var samþykt að fella burtu ákvæði um mann fjölda við hljómsveitir, sem leika í hinum ýmsu samkomu- húsum bæjarins. Ávæði þetta mælir nú svo fyrir, að Fjelag ísl. hljóð- færaleikara ráði til um stærð hljómsveitar er leikur á hverj- um stað. Ætti nú ekkert að vera því til fyrirstöðu að* samningar takis^milli Fjel. ísl. hljóðfæra- leikara og Hótel Borg. Fangi í gær — þingmað- ur í dag. LONDON í gærkvöldi: —• Ramsey kapteinn, þingmaður breska íhaldsflokksins, sem ver ið hefir í haldi af örygisástæð- um síðastliðin fjögur ár, en sem lálinn var laus úr Brix- tonfangglsi í gær, kom á þing í dag og tók þai við þingsæti sínu á ný. —Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.