Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 30. sept. 1944. Helgafellsbókabúð Aðalstr. 18. Sími 1653. Námsflokkarnir verða settir í Listamannaslxálanum á mánudaginn kemur kl. 8,30 síðd. í dag verður forstöðumaðurinn til viðtals í Barnaskóla Miðbæjar kl. 5—7 síðd. en ekki á öðrum tíma. Sagnfræðin býr yfir töfrum ævintýrisins“. Fiöllesnasti rithöfundur Ameríku, Hollendingurinn prófessor Hendrik Willem van Loon er nýlega látinn. Að- eins eih af bókom hans, ef til vill sú víðkunnasta: Frelsisbarátta mannsandans“ v hefir verið þýdd á íslensku í nýlegum ritdómi. um þessa óvenjulega skemti- legu og töfrandi bók segir: „Ameríka er fræg fyrir auðjöfra sína, sem drotna að verulegu leyti yfir fjár- magni heimsins, en hún á sjer einnig jötuneflda skrif- finna, sem eru víðfrægir fyrir rit sín. Einn þessara manna er Hendrik Willem van Loon. Hann hefir ritað 30 bækur um óskyldustu efni, eins og Maríu Antoin- ettu, Golfstrauminn og skurðlækningar. Flestar eru bækur hans prýddar teikn- ingum, sem hann gerir sjálf ur. Van Loon ritar yfirleitt fyrir alþýðufólk. Hann klæð ir þekkinguna úr hinum fráhrindandi kufli vísinda- menskunnar og býr hana í þægilegan ferðabúning, svo hún geti náð til allra. I bók- um hans kemur fram djarf- ur persónuleiki, sem fer ekki hinar troðnu brautir, heldur vindur sjer að við- fangsefnunum, dregur það fram, sem honum finst vera aðalatriðið og ályktar. Van Loon er skáld, þess- vegna getur hann blásið lífsanda í liðna atburði og brugðið upp áhrifamiklum myndum. Þeim, sem ekki hafa djörfung til að fara út fyrir annálsformið, finst sumum sagnfræði van Loons vera hæpin, en hún er líf- ræn og það er aðalatriðið. Sagnfræðin býr yfir töfr- um ævintýrisins, stórfeng- leika harmleiksins, grá- gletni gamanleiksins og lýt- ur orsakalögmáli veruleik- ans. Hversvegna er fólk að lesa ljeleg skáldrit, er hin raunverulega saga er miklu meira heillandi? Orsökin hlýtur að véra fólgin í því, að flestum sagnfræðingum mun vera margt betur gef- ið en klæða þekkingu sína í annan búning en líkklæði. Van Loon er ein af undan- tekningunum. Aðalatriðið hjá honum er að leita að lögmálum sögunnar og túlka skoðanir sínar og þekkingu á aðgengiLegan hátt. Ein af þektustu bókum van Loons birtist nú í Ys- lenskri þýðingu prófessors Niels Dungal. Bók þessi heitir í þýðingu hans: „Frelsisbarátta mannsand- ans“. Hún fjallar um písl- arsögu mannsandans, sem braust út úr þrælahúsum villimenskunnar til þess að vera varpað í dýflissu sam- taka og verklegra fram- kvæmda. Er bókin sjerstak- lega athyglisverð einmitt nú á þessum siðustu og verstu tímum og neytir höfundur- inn hinnar öruggu tækni sinnar til þess að gera alla frásögnina lifandi og heill- andi“. Prófessor Niels Dungal ritar skemtilegan formála. Bókin fæst í öllum bóka- búðum. Furðulegur nýr penni skriSar þiarð naeð blaulu bleki „51“ Ef Loftur getur bað ekki — þá hver? fMótorhjólf = Harley Davidson í góðu s 1 lagi til sölu Hverfisgötu = 41 uppi. imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiii P ar“ r"5r Aðalumboð Sigurður H Egilsson, Reykjavík Hinn merkilegi oddur, sem loft kemst ekki að, gefur undir eins, jafnt og reglulega. Enginn penni hefir það, flema Parker „51“. • Ef þjer haldið, að allir sjálfblek- ungar sje eins, þá mun yður bregða í brún, því að Parker „51“ er jafn ólíkur öðrum pennum í notkun sem að útliti. Torpedo-oddurinn gefúr á auga- bragði og þjer fáið ekki blek á fing- urna. Innan í er 14 karata gullhylki og á oddinum er hið dýra „osmiri- dium“, sem gerir pennann hálan á pappír. Mestu skiftir þó — að þessi penni, og aðeins þessi penni — getur notað hið nýja Parker „51“ blek, sem þorn- ar um leið og skrifað er. Þerriblað þarflaust. „51“ getur líka notað alt annað blek. Ef Parker „51“ fæst ekki núna, þá pantið hann. Það borgar sig að bíða. Litir: svartur, blár, grár, brúnn. Hetta úr gulli eða silfri. Blái dem- antinn á hjál|5inni á hverjum Parker „51“ er merki um lífstíðarábyrgð. (3607) Ef yður langar í hressandi drykk, þá fáið yður ávalt ís- kalt KIST. Ef þjer bragðið það einu sinni, langar yður í það aftur. eiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiM 5 centimbtra [Einangrun-] | arplötur ( p úr vikri til sölu. Lágt verð. § 5 Sent til kaupenda þeim að | §j kostnaðarlausu. — Uppl. á = | Hrísateig 10 kjallara. 5 oíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu RAF TÖÐVAR Við eigum von á að fá frá Bandaríkjunum rafstöðvar knúðar áfram með bensíni, steinolíu og hráolíu. Yjelarnar eru af ýmsum stærðum og gerðum, hentugar fyrir verksmiðjur, stórhýsi og sveitabæi. Leitið upplýsinga. VJFLA Ot RAFTUVERUN HEKLA Sími 1277

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.