Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.1944, Blaðsíða 12
12 Öifusárbrúin verður opnuð ídag ÖLFUSÁRBRÚIN verður opn uð fyrir bílaumferð kL 9 ár- degis í dag. Er búið að styrkja brúna svo vel, að hún telst nú örugg fyr- ir þungaflutning. Til að byrja með verða þó settar takmark- anir um þyngd bílanna, sem leyft verður að fara yfir brúna Reglur verða settar um umferð ina og verðir hafðir við brúna. Er þess að vænta, að allir telji sjer skylt að fara eftir settum reglum. Það voru þeir Benedikt Gröndal verkfræðingur og Ás- geir Sigurðsson forstjóri Lands smiðjunnar, sem tóku að sjer að lyfta Ölfusárbrú og setja hana í stand.„ Verkstjóri var Þórður Stefánsson, verkstjóri í Slippnum. Verkamenn voru eins margir og unt var að koma við. Þetta verk hefir gengið prýðilega í alla staði. Var unn- ið mjög kappsamlega. Sýndu allir, sem að verkinu stóðu, hinn mesta dugnað og áhuga. 'n Fjáröflun S.Í.B.S.: Takmarkið er 180 þús. kr. á Berkla varnar daginn synjar um 9eyfi til að helja byggingu Hallgríms Scirkju SÓKNARNEFND Hallgrims kirkju hefir skrifað bæjarráði brjef, þar sem farið er fram á að fá leyfi til að hefja bygg- ingu Hallgrímskirkju eftir upp drætti Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins, en sá uppdráttur náði ekki samþykki bæjarstjórnar á sínum tíma, svo sem kunnugt er, eða rjett ara sagt, bæjarstjórnin frestaði ákvörðun um hann þá- Nú er farið fram á leyfi til að byrja fyt'sl á að byggja sjálft aðalhús kirkjunnar, „skipiðt', alt eða hálft eflir því sem ástæður leyfa. Sóknarnefndin kveðst hafa til umráða fast að V2 milj- króna til þessara framkvæmda. Bygginganefnd háfði þetta mál til meðferðar á fundi sinum 28. þ. m. og gat meiri hluti nefnd- arinnar ekki fallist á að leyfa þetla. Málið fer fyrir næsta bæjarstjórnarfund á fimtudag inn kemur. Fyrsfa sundmófið í Hafnarfirði FYRSTA sundmótið. sem háð verður í hinni nýju sundlaug í Hafnarfirði, verður á morgun. Þar verður kept í 200 m. sundi karla, frjáls aðferð, 200 rn. sundi kvenna, frjáls aðf., 100 m. sundi drengja. frj. aðf., 50 m. björgunarsundi, 100 m. öldungasundi (eldri en 40 ára) og loks verður 10x25 m. boð- sund milli fjelaga úr barnastúk um Hafnarfjarðar og Keflavík- ur. Mótið hefst kl. 5 e. h. Fim- Ieikafjelag Hafnarfjarðar sjer um það. BERKLAVARNADAGURINN, fyrsti sunnudagur í október, er á morgun. Á þeim degi gengst S.I.B.S. eins og undanfarin ár fyrir fjársöfnun til styrktar starfsemi sinni. en sambandið hefir nú þegar hafið bygging- arframkvæmdir að Reykjum í Mosfellssveit, þar sem vinnu- heimili berklasjúklinga hefir verið ákveðinn staður. Alls- herjarfjársöfnun vcrður á veg- um sambandsins á morgun um land allt, með sölu merkja og blaðsins „Berklavörn". Sam- bandið hefir sett sje það lak- mark að safna 130 þús. kr. — Það þarf ekki að efa að lands- menn sýni málefninu þann skilning og velvilja að þetta megi takast. Blaðamönnum var boðið að Reykjum í gær. Þar skýrði for seti sambandsins, Andrjes Straumland, nokkuð frá starf- semi sambandsins. Honum fór- ust orð m. a. á þessa leið: „Síðastliðinn vetur voru sam þykt á Alþingi lög um að draga mætti gjafir til vinnuheimilis- ins frá skattskyldum tekjum gefandans. — Flutningtsmenn frumvarpsins voru Jóhann Þ. Jósefsson, Sigurður Þórðarson og Þóroddur Guðmundsson. •— Þeir hafa nú verið gerðir að heiðursfjelögum sambandsins. Á 3—4 mán. eftir að lögin gengu í gildi auðgaðist sam- bandið um rúmar 400 þúsund krónur. Þetta er svipuð upp- hæð og áður hafði safnast á 5 árum. Eignir sambandsins eru nú um 900 þús. kr. Þessi miklu áhrif skattfrelsislaganna — en þau gilda fyrir árin 1943 og 1944 — gerðu það að verkum, að hægt var að hefja fram- kvæmdir á þessu ári. Heimilið tekur til starfa á næsta ári. Tíu smáhús eru nú í smíð- um og komin undir þak. Gert er ráð fyrir að byrjað verði á byggingu aðalhússins næsta ár. Til þess að fullnægja brýn- ustu þörfuip í náinni framtíð hafa verið keyptar 17 sjúkra- herbúðir og er svo ráð fvrir gert, að þar verði vinnuskálar, eldhús, borðstofa o. fl. •— Með þessum húsaskorti vonar mið- stjórnin að heimilið geti tekið til starfa fyrri hlula næsta árs. En þegar byggingarnar verða allar komnar upp, verður þar rúm fyrir um 120—140 manns. Byggingarnar voru ekki boðn ar út, heldur hefir miðsljórn S Í-B.S- haft sjálf framkvæmd- ir með höndum. í byggingar- nefndinni eru 3 miðstjórnend- ur: Oddur Ólafsson læknir, Árni Einarsson og Sæmundur Einarsson. Nefnd þessi er ó- launuð. Hún hefir þegar leyst af hendi mikið verk og óeig- ingjarnt fyrir sambandið, og á enn mikið starf fyrir hönd- um- Yfirsmiður við bygging- arnar er Þorl. Ófeigsson. | S.Í.B.S. stóð til boða kaup á ^ öllum sjúkraherbúðunum er á landi þess standa, en ekki var gengið að þeim kaupum. Nokk urar þessara setuliðsbygginga hafa verið rifnar til að koma niður húsunum og hefir S.Í.B. S. orðið að sjá um þetta niður- rif. Þetta hefir valdið nokkrum töfum á byggingarframkvæmd um. Útbreiðslustarfið. * I þeim tilgandi að efla fje- lagsmátt sambandsins ákvað 4. þing S Í.B.S. að senda erind- reka um landið í sumar og Andrjes Straumland valinn til starfans. Ferðaðisl hann um ■ landið, heimsótti flesta trún- j aðarmenn, en þeir eru .um 50 j—<«60 að tölu, flutti erindi um starfsemi og hlutverk S.Í.B.S. og stofnaði 3 ný fjelög, á ísa- firði, Siglufirði og Hafnarfirði. Fjelög sambandsins eru nú orð in 9 með um 900 skráðum fje- lögum alls- Erindrekinn mætti hvar- vetna hinni mestu hlýju í garð S.Í.B.S. og skilningi í starfi þess. — Það má svo að orði kveða, að vinnuheimilið sje þegar orðið eitt af óskabörn- um þjóðarinnar. Sjerstaklega j fögnuðu læknar því, hve vel ' horfði um byggingu vinnu- heimilis. Berklavarnadagurinn 1. okt. Blað sambandsins ,,Berkla- vörn“ og merki dagsins verða seld um allt land á 50—60 stöðum. Takmarkið er að safna 180 þús., eða sem næst andvirði þriggja þeirra húsa, sem nú eru í smíðum. Þetta er hátt mark og því verður auövitað ekki náð með sölu merkja og blaða, en þegar það er haft í huga, hve mikil áhrif skattfrelsislögin hafa haft á þetta mál, má gera sjer góðar vonir um að mark- inu verði náð. Þegar þess er ennfremur gætt, að nú eru þau tímamót orðin í sögu þessa máls, að framkvæmdir eru hafnar, -má vænta þess, að allir vinir og stuðningsmenn máls- ins — og þeir eru margir, — herði róðurinn, svo að bygg- ingunum miði sem best áfram. S.Í.B.S. treystir því, að þjóðin 1 skiljist ekki við þetta mál fyrr |en fullur sigur er fenginn. j Reykvíkingar! Ykkur gefst á morgun sjerstakt tækifæri til þess að styrkja hið göfuga starf S.Í.B.S. — Látið ekki ykk ar eftir liggja. Knalfspyrnuleikur í Hafnarfirði á morgun SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram knattspyrnukappleik- ur í Hafnarfirði milli 1. flokks Hauka og F. H. Varð þá jafn- tefli 2:2. — Þessir flokkar munu nú keppa aftur á morg- un kl. 2 e. h. Þarf ekki að efa, að Hafnfirðingar fjölsæki þann leik. Nýlega er lokið kepni í 2. og 3. flokki. Haukar unnu 2. fl., en F. H. 3. fl. Leikar standa nú þannig, að F. H. hefir 6 st., en Haukar 4. Sigmundur Halldérs son aðsfoðarmaður byggingarfullfrúa BÆJARRÁÐ hefir samþykt að ráða Sigmund Halldórsson, húsameistara, sem aðsloðar- mann byggingarfulltrúa fyrst um sinn. Þór Sandholt hefir gegnt þessu starfi, en hann var nýlega ráðinn aðstoðarhúsa- meistari bæjarins. Franski flotinn stækkar. London: — I franska her- skipaflotanum eru nú samtals 300 skip og á þeim samtals 5.000 liðsforingjar og 50.000 sjóliðar. Ingibjörg Jósepsdóft ir, Ijosmoðir áftræð ísafirði, föstudag. ÁTTRÆÐ varð í gær Ingi- björg Jósepsdóttir Ijósmóðir, Látrum, Aðalvík. Ingibjörg nam Ijósmóður- fræði hjá Jónassen landlækni og gegndi ljósmóðurstörfum í Sljettuhreppi í 48 ár með mik- illi prýði. Umdæmi hennar var lengst af eitthvert allra erfið- asta ljósmóðurumdæmi lands- ins. Komst Ingibjörg fjórum sinnum í lífsháska á ferðum sínum. Fyrstu tíu árin voru laun Ingibjargar 60 krónur árlega og þrjár krónur fyrir að taka á móti barni. Þrátt fyrir erfið kjör er Ingibjörg hress og glöð. Hefir það jafnan verið unun hennar að hjálpa sjúkum og bágstöddum eftir megni. Úfhlufun mafvæla- seðla lýkur í dag ÚTHLUTUN matvælaseðla 1 fyrir næsta skömtunartímabil lýkur í dag. Verður skrifstofan opin í Hótel Heklu frá kl. 10 —12 f. h. I gær hafði alls verið úthlut- að um 25000 seðlum. Miðarnir eru aðeins afhent- ir gegn stofnun að núgildandi skömtunarseðlum, greinilega áletruðjtm. Laugardagor 30. sept. 1944,! Bærinn veifir aðsfoð við byggingu elli- heimilis Bæjarráð hefir samþykkt á fundi sínum á föstudag, eftir- farandi tillögu til bæjarstjórn ar með 3:2 atkvæðum: „Bæjarstjórn samþ. að heim ila borgarstjóra að veita Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund aðsloð til þess að reisa ca. 2000 rúmmetra hús á horni Blóm- valla-- og Brávallagötu, í því skyni að heimilið geti tekið við a. m. k. 50 fleiri vistmönnum, en þar eru nú. Heimildin nær til að ábyrgj ast f. h. bæjarsjóðs allt að 500 þús. króna lán, er endurgreið- ist á 20 árum með 4% ársvöxt um, og verði tryggt með 1. veð rjetti í fyrirhugaðri byggingu og ennfremur með veði og upp fræslurjetti í. eigninni Hring- braut 150, næst á eftir þeim veð böndum, sem nú hvíla á eign- inni. Ennfremur er heimilað að leggja fram úr bæjarsjóði til byggingarinnar kr. 150.000,00, er verði ásamt með skuld Elli- heimilisins við Gamalmennis- hælissjóð (ca. kr. 172.000,00) og bæjarsjóð (ca. kr. 50.000,00) framlag bæjarins til stofnunar innar. Þessi framlög bæjarins verði aðeins endurkræf, að Elliheim ilið verði ekki rekið samkv. gildandi skipulagsskrá á hverj um tíma, en núgildandi skipu- lagsskrá þess er dags 23. janú ar 1925 og staðfest 30. sama mánaðar og verður henni ekki breytt nema með samþykki bæjarstjórnar. Verði framlögin endurkræf skv. framansögðu, falla þau í gjalddaga fjrrirvaralaust“. Þessi samþykt er gerð í stað samþyktar bæjarstjórnar 4. maí 1944“. Rækfun með hifa- veifuvafni kend á námskeiðum NÁMSFLOKKAR REYK.TA! VÍIvUR hafa tekið upp þá uý- breytni, að hafa sjerstaktj námskeið í því hvernig li i ta-: veituvatn verður best notaðl til allskonar ræktunar. Kenn-i ari verður Sigurður Sveins- son garðyrkjuráðunantur; Reykjavíkurbæjar. Svo einkennilega vildi til, að tiltölulega fáir hafa inn- ritað sig í þenna námsflokk, 5r þetta imdarlegt mjög, vegna þess, að vitað er að miklir möguleikar verða í framtíðinni fyrir ræktun með hitaveituvatni. Sennilegast, að menn hafi ekki gert sjer Ijóst tækifærið, sem hjer býðst Kensla hefst í námsflokk- unum í næsta mánuði, en síð-; asti dagur til að innrita sig í námsflokkana er í dag_ Júgóslafar særast. London: — Tíu þúsund særð ir júgóslafneskir skæruliðar hafa verið fluttir í flutninga- flogvjelum til sjúkrahúsa víðs vegar í löndum bandamanna. Fjöldi skæruliðanna hefir einn ig fallið. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.