Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 7
Cunnudagur 5. nóv. 1944 MORGUNBLAÐIÐ 7 Kosning Slúdenlaráðs Háskólans KOSNING 9 fulllrúa í Stúdentaráð Háskólans fór fram 28. f. m. Úrslit urðu þau, að Vaka, fjelags lýðræðissinnaðra stúdenta hlaut 155 atkv. og 4 menn kosna, Fjelags róttækra stúdenta 97 atkv. og 3 menn kosna og sameiginlegur listi frjálslyndra stúdenta og Al- þýðuflokksfjelags háskolastúd enta 83 atkv. og 2 menn kosna. Hið nýja stúdentaráo er skipað þessum mönnum: P"rá Vöku: Guðmundur V. Jósefsson, Ásgeir Magnússon, Þorvaldur Ágústsson og Einar Pjetursson. Frá Fjelagi rót- tækra stúdenta: Siéurður R. Pjetursson, Bárður Daníelsson og Magnús Torfi Olafsson. Frá Fjelagi frjálslyndra stúdenta: Jóhannes Elíasson og frá Al- þýðuflokksfjelagi háskólastúd- enta Jón Emilsson. Á kjörskrá voru als 384. Þar af kusu 342, 6 seðlar voru auð ir og einn ógildur. í fyrra fjekk Vaka einnig fjóra menn kosna, en hin fje- lögin, sem þá höfðu sameigin- legan lista, fimm menn. FERMINGARBÖRN í Dómkirkjunni í (lag kl. 11. Piltar: Ágúst Halldór Elíasson, Ásvalla- götu 75. Gísli Theódórsson, Miðtúni 15. Guido Örn Bernhöft, Garðastr. 44. Guðmundur Hörður Jóhannsson, Njálsgötu 78. Jón Haraldsson, Bergst.str. 83. Jón Sturlaugsson, Vesturg. 20. Kjartan Ármann Kjartansson, Urðarstíg 4. Sigurður Halldór Guðmundsson, Stýrimannastíg 10. Sigurjón Einarsson, Smárag. 1. Svavar Guðni Guðnason, Ránar- götu 10. Sverrir Guðvarðsson, Miðstr. 5. Þórður Haukur Jónsson, Tjarn- argötu 5 B. Stúlkur: Ása Jóna Jónsd., Njálsg. 4. Ástríður Lóa Eyjólfsd., Veghúsa stíg 1 A. Einhildur Guðrún Einarsdóttir, Hátúni 9. Elín Kristinsdóttir, Vesturgötu 52 C. Guðríður Árnadóttir, Háteigsv. 22. Guðrún Erna Jónsdóttir, Berg- staðastræti 56. Hulda Emilsd., Seljavegi 31. Jakobína Þórðardóttir, Hávalla- götu 27. Sigríður Petrína Björnsdóttir, Norðurmýrarbletti 33. Eigrún Hjördís Eiriksd., Grjóta- götu 4. Sóley Tómasdóttir, Þvervegi 2. Valdís Hildur Valdimars, Guð- rúnargötu 7. Kolabirgðir brenna. London: — Haugur mikill af kolum, sagður vera um 5000 smálestir, eign eldsneytismála- ráðuneytisins breska, hefir ver ið að brenna síðasta hálfan mán - - - - —II III..I. II ■ I I — I —m ■■ ■ I II.' . m Stjórnarsamvinnan og vilji þjóðarinnar. VIÐ ÍSLENDINGAR erum deilugjarnir menn. Forfeður vorir voru víkingar, sem hlífð- ust ekki við. Gegnum alla sögu þjóðarinnar er víkingseðl- ið einn sterkasti þátturinn í fari allra þeirra manna, sem skara fram úr því, sem algeng- ast er. Nú á tímum er ekki bar- ist uþp á líf og dauða í líkam- legum skilningi. Baráttugirnin hefir tekið aðra stefnu. En ætt- areinkennin eru hin sömu og áður var. Það er því sjaldgæft mjög, að þjóðin standi saman og einn vilji sje yfirgnæfandi vald. Þó kemur þetta fyrir, jafn vel bæði um jákvæða og nei- kvæða afstöðu. Um sjálfstæðismál landsins stóð þjóðin öll nálega sem einn maður á síðasta vori. Fáeinir einstaklingar höfðu þó dagað uppi eins og nátttröll við sólar- upprás hins nýja dags. Þjóðar- heildin tók stefnuna fram með jákvæðri afstöðu. Annað dæmi um almennan og sameiginlegan vilja hefir á þessu ári komið í ljós. Æðsta stofnun þjóðarinnar Alþingi, lá undir rjettmætu ámæli. Það hafði ekki fullnægt þeirri skyldu, að mynda löglega landsstjórn á grundvelli þess lýðstjórnar skipulags, sem þjóð in öll hefir samþykt og sem nú hefir fengið viðurkenningu allra nálægra þjóða. Landsfólkið alt hefir beint og óbeint látið fulltrúa sína, þingmennina, vita vilja sinn í þessu efni. Það hrópaði einum munni: Þetta má EKKI vera , svona. Álit þjóðarinnar var sameig- inlegt. Alþingi glatar virðingu sinni fyrir fult og alt, ef þetta heldur áfram. Um það var hin deilugjarna þjóð á einu máli. Þetta er eðlilegt. íslandi kemur að litlu haldi að vera frjálst lýðveldi, ef það er stjórn I laust land. Lögleg stjórn verð- I ur að vera og áreiðanlega ósk- aði þjóðin helst eftir samvinnu allra þingflokka. Þær raddir hafa líka verið háværar síð- ustu tvö árin, að þeir flokkar eða sá flokkur sem skærist úr hlyti að fá harðan dóm. Al- menningsálitið skyldi verða i shkum mönnum þungt í skauti. ) Nú hefir loks, eftir margra j vikna stopp tekist að mynda þingræðisstjórn með samvinnu | þriggja þingflokka. Alþingi hef ' ir eftir nærri tvö ár hafið sig upp og vísað utanþingsstjórn- inni af höndum sjer. Vonandi verður aldrei framar gripið til þess óyndisúrræðis, að setja landsstjórn sem ekkert yfirlýst fylgi hefir á Alþingi. Ætla mætti, að hinni nýju stjórn væri fagnað af öllum landslýð. Svo greinilega hefir sá vilji almennings komið fram að fá þingræðislega ríkisstjórn. Við því er þó að búast, að mörg um finnist það undarlegt, að þetta átak skyldi þurfa að kosta samvinnu þeirra, flokka, sem stefnu sinni samkvæmt eru andstæðastir: Sjálfstæðis- manna og Sósíalista. Sumir fylgjendur þessara flokka eru svo hræddir hvorir við aðra, að þeir halda háskasamlegt að ganga til slíkrar samvinnu. — Þeir eru vantrúarinnar börn og þeir gæta þess eigi.að þeirra vantrú beinist ekki aðallega að þeim andstæðingum, sem um er að ræða. Hún stefnir að eig- in stefnu og einig samherjum. Hver sá, sem hefir fulla trú á rjettmæti sinnar eigin stefnu og sem ber traust til sinna sanr flokksmanna, hann þorir að vinna með með hvaða andstæð ingum, sem er, þegar þess ger- ist þörf, alveg eins í stjórnmál um eins og t. d. á skipi, við hey vinnu, í fjallgöngum, vega- vinnu og hvarvetna annars- staðar í atvinnulífi þjóðarinnar. ★ ÞEIR, SEM nú verða and- stæðingar hinnar nýju stjórn- ar, Framsóknarmenn, hafa haft völd í landinu nálega samflevtt í 17 ár. Þeir hafa manna helst borið ábyrgð á þeirri utan- þingsstjórn sem nú fer frá, og sumir þeirra hafa með fullum árangri unnið gegn myndun þingræðisstjórnar í tvö ár, af því, að þeir hugsuðu meira um eigin völd, en alþjóðar hag. Vafalaust gera þessir menn það, sem í þeirra valdi stendur til að gera hina nýju stjórn tor tryggilega og gera henni örð- ugt fyrir. Byrjunaratlöguna út um landsbygðina gátu þeir eigi geymt eftir því, að stjórnin tæki við völdum. Þeir boðuðu fundi víðsvegar um landið nokkrum dögum áður, þegar þeir sáu hvað verða vildi. Daginn, sem stjómin tók við, stóðu flestir þingstólar Fram- sóknarmanna auðir, af því að eigendurnir voru farnir í aðra landsfjórðunga til að hræða bændur og aðra kjósendur með hinu nýja samstarfi. Aðal voðinn átti að vera sá, að nú ætti að gera landið að einu kjördæmi; mál, sem hefir ekki einu sinni komið til orða í stjórnarsamningunum. Slik framkoma mun lengi í minnum höfð, eftir alla þá bar áttu, sem það hefir koostað, að koma á löglegri þingræðis- stjórn. Nú mun það áður en langt líður koma í Ijós, hverSu sterk alvara hefir fylgt þeirri al- þjóðarkröfu: að heimta þing- ræðisstjórn. Það mun og koma í ljós, hversu vel þeim mönnum verður þakkað, sem skorist hafa úr leik. # « Hin nýja ríkisstjórn er stjórn allra stjetta lands. En hún er fyrst og fremst stjórn atvinnu rekenda og verkamanna. Aðalgrundvöllur hennar er sá, að tryggja vinnufrið í land- inu og sjá um að atvinnuvegir þjóðarinnar sjeu í fullum gangi. Að koma þeim í nýtísku horf með allri fullkomnustu vjel- tækni, sem kunn er í hinum mentaða heimi, er stjórnarinn- ar höfuð takmark. Hún og hennar fylgjendur telja það na einu r „ nndirstöðu fyr ir viðunandi atvinnu fyrir alla .ndsmenn. 'Með þessari stjórnarsam- vinnu ganga andstæðustu at- j vinnuöfl landsins saman til j friðsamlegra skifta i þeim til— gangi að skapa þjóðfjelagslega einingu í okkar unga lýðveldi á meðan styrjaldarástand er í heiminum, og fram yfir þá ör- lagaríku stund, að friðarfund- ur verði haldinn, þar sem ætla má, að margar og miklar á- kvarðanir verði teknar um framtíð þessarar litlu þjóðar. Allir stjórnarflokkarnir hafa unnið það til, að slá af stefnu- málum og flokkskröfum til að leitast við að tryggja takmark sitt fyrir þjóðina alla. Að semja um slíkt er jafnan örðugt verk og vanþakklátt, jafnvel þó um minni andstæð- ur sje að ræða en þær, sem standa að þessari stjórn. Hvern ig þetta tekst í framkvæmdinni getur .reynslan ein skorið úr..— En það þarf þó tæpast að efa. að viðleitnin sje í samræmi við vilja almennings í landinu. Stjórn andstæðra flokka hlýt ur eðlilega að hafa við marga innbyrðis örðugleika að etja. En fyrsti og stærsti vandinn í bili er tengdur við mjög slæman fjárhag ríkissjóðs og meingall- að og yfirhlaðið valdakerfi eft- ir langvarandi Framsóknar- stjórn. Þjóðin óskar áreiðanlega sterkra átaka og gagnlegra breytinga. Hlutverk hinnar nýu stjórnar er því víðtækt og örð- ugt. Allir heiðarlegir Islendingar, líka úr andstöðuflokknum, munu óska þess, að henni takist vel og giftusamlega að ráða fram úr þeim mikla vanda, sem henni ber að höndum. Á því veltur alþjóðar hagur. 23. 10. 1944. Jón Pálmason. iilllllllllinilimilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli 1 Heimaþvottur 1 z= s j§ Kona, sem hefir þvotta- | S vjel, getur fengið góða = g atvinnu við þvotta á 5 vinnusloppum. S Sími 1727. = I | miiiiiiiiiiiiiimtiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiitiiiiiniiiiiiiii Kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiii I Garl F. [ I Bartels [ 3 úrsmiður hefir opnað I = vinnustofu sína og úra- = S sölu í Austurstræti 1 i ss e I (gengið inn frá Veltu- | sundi. IKIKKKinillKIIIIIIIItniHIKIIIKKKKIKKKKKKIIKKKKK tggert' Claessen Einar Asmundsson Oddfellowhúsið. Sinti 1171 hæHtarjettarmálaflntningsmenn 4Ihtknnnr l'ögfrœðistörf Heimsókn norskra réðherra til Sfokkhólms HEIMSÓKN Trygve Lie, hins norska utanríkisráðherra og dómsmálaráðherrans Terje Vold til Stokkhólms hefir vak- ið óskifta ánægju Norðmanna. Utanríkismálaráðherra Svía, Gúnther, bauð þeim þangað. I fylgd með hinum norsku gest- um eru yfirmaður heilbrigðis- mála Norðmanna, Karl Evang, og fleiri kunnir Norðmenn. — Samtímis þeim fór frá Londorv til Stokkhólms sendiherra Svía hjá norsku stjórninni í London, Beck Friis fríherra. Sænska blaðið Dagens Ny- heter segir m. a., að atburðirn- ir í Norður-Noregi geri heim- sókn þessa ennþá eftirtektar- verðari en ella. Að forstjóri heilbrigðismálanna er þarna hka bendir til þess, að rædd muni verða heilbrigðismál hinna frelsuðu hjeraða^Norður Noregs. Þ. 30. okt. voru þessir norsku gestir Svía í ríkisþinginu i Stokkhólmi hyltir af utanríkis- málaráðherranum. Samtímis skýrði Gúnther ráðherra frá þeim ákveðnu fyrirætlunum Svía að veita Norðmönnum að- stoð við endurreisnarstarfið eftir styrjöldina. Hinir norsku ráðherrar og fylgdarlið þeirra hafa setið veislu hjá Gustav Svíakonungi. Norðmannafjelagið Framlög í Hákonarsjóð og flugvjelasjóð. NORÐMANNAFJELAGIQ (Nordmandslaget) hjelt aðal- fund sinn fyrir nokkru. For- maður Thomas Haarde verk- fræðingur var endurkosinn. og varaformaður Othar Ellingsen kaupmaður. Ritari Einar Fares tveit, gjaldkeri Johan Rönning raffræðingur og vararitari Andreasen fulltrúi. Hinni nýju stjórn var falið- að greiða 3000 krónur úr sjóði fjelagsins í sjóð Hákonar kon- ungs. Með mánaðarlegum greiðslum í 1V2 ár höfðu safn- ast frá nokkrum fjelagsmönn- um þ. 1. júlí s.l. nál. 19 þús. kr. í Orustuflugvjeiasjóð Norð- manna. Norskir lögreglu- menn snúa heim Frá norska blaða- fulltrúanum. FRÁ STOKKHÓLMI berast fregnir um það. að verið sje að æfa um 10.000 norska lög- regluþjóna í Svíþjóð í notkui> sömu vopna og strandhöggs- sveitir Breta hafa um hönd, og eigi menn þessir bráðlega a5 fara til þeirra hjeraða í Nor- egi, sem losuð hafa verið und- an valdi Þjóðverja, og eigi þess ir menn að halda þar uppi rá og reglu, en ekki taka þátt í bardögum. Flestir lögreglu- mennirnir eru flóttamenn frá Noregi, og eru sænsku og norsku stjórnirnar ásáttar um tilganginn með að þjálfa lög- reglumenn þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.