Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 1
ttnMa 16 síður 31. árgangur. 223. tbl. — Sunnudagur 5. nóvember 1944 ísafoldarprentsmiðja h.£ Þ|óðverjar f arnir ár öllii Gríkklandi London í gærkveldi. .Enginn þýskur her er nú lengur á grískri grund, og eru framsveitir Breta, sem veita Þjóðverjum eftirför, komnar yfir landamæri Jugoslavíu hvar vétna. ¦— Var allmikill fögnuð ur vegna þessa í Aþenu í dag, en gerðist þó nokkuð galli blandinn, er á leið. Svo stóð á, að sleppt var 660 glæpamönnum úr einu fangelsi borgarinnar og dreif þar að fjölda manns. Þar á meðal var stör hópur manna af róttækum stjórnmálaflokki, sem hjelt því frám, að þrír meðlimir flokks ins hefðú nýlega myrt þrjá fje laga þeirra. Varð úr þessu mikil kröfu- ganga og ljet lýðurinn illa. Þusti hann að lokum til að- setursstaður forsætisráðherrans Papandrou og ljet ýmsum ill- urh látum við aðsetursstað hans um langan tíma, áður en að var gerí. Bandamenn hafa nú látið flyíja nokkuð af mat til Aþenu, enda er allmikill fæðu skortur þar í borginni. Var flutt mikið af ávöxtum sunnan af Peloponnesskaga í Suður- Grikklandi. ¦— Reuter. ORUSTUNNI UM WALCHEREN AD LJÚKA Stilwell hershöfðingi Banda- rikjamanna, sem stjórnað hefir herjum. þeirra í Suðaustur-Asíu, og er ekki víst, hvenær hann tekur við herstjórn þar eystra aftur. í tilefni af brottför hans hafa Kínverjar lýst því yfir, að ekkert ósamkomulag við þá hafi valdið brottför hans. IJrslitaorustan um Buda- pest stendur yfir London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. LOKAORUSTAN um höfuðborg Ungverjalands er nú hafin og geysa ákafar skriðdrekaorustur um 12 km. frá borginni. Var barist í alla nótt sem leið og ekki hefir heldur orðið hlje á bar- dögum í dag. Rigningar eru miklar þar sem stendur og vegir illir. Báðir aðilar hafa sent liðsauka til vígstöðvanna við borg- ina, en fólk flýr nú eystri hluta hennar. Stalin tilkynti í dagskipan í |------------------------------------------ kvöld, að herir Malinowskis iherra Ungverja hefði nú tekið hefðu í dag tekið borgina Szoldok, eigi alllangt frá Buda pest. — Var borg sú sögð mjög rammlega víggirt. Þá er sagt í hersljórnartilkynningu Rússa, að teknir hafi verið bæirnir Cegled og Abony, en þeir eru einnig báðlir nærri Budapest. Þjóðverjar gera atlögur. Þjóðverjar hafa, að sögn Rússa, haldið uppi árásum miklum á Goldapsvæðinu í Austur-Prússlandi, en, ekki segja Rússar þeim hafa orðið neitt ágengt. Þjóðverjar kveð- ast hinsvegar hafa náð nokkru landsvæði á sitt vald á þessum vígstöðvum. Ríkisleiðtogi í Ungverjalandi. Þýska úlvarpið tilkynnti í kvöld, að Salazy forsælisráð- upp titilinn ríkisleiðtogi, en ríkisstjórnarembættið yrði lagt niður. Tekur ríkisleiðtoginn við störfum ríkisstjóra. Ekkert er vitað um það, hvar Horthy er nú niður kominn. Borgin Budapest stendur beggja megin við Dóná, stærri hlulinn austan fljólsins, sem á þessum slóðum er um 600 metra breitt. Eru sex brýr á fljótinu í borginni. Ibúar Budapest eru um 1 milj. og 250 þús. Bólusótt í Algiers. London: — Fyrir nokkru braust skæð bólusótt út í Al- giersborg. Hafa allar samgöng ur við borgina verið bannaðar. Fjöldi manns hefir dáið. Stórárásir á Þýskaland O London í gærkveldi. FLUGHERIR bandamanna gerðu miklar atlögur að ýms- um borgum Þýskalands í dag, og voru þar að verki bæði ame- rískar og breskar flugvjelar. Komu sumar þeirra frá Bret- landi, en aðrar frá Italíu. Veður var mjög ilt, og var loft skýjað. Sáu flugmennirn- ir hvergi sJígtmörk sín og urðu að varpa sprengjunum niður gegnum skýin. Staðirnir, sem á var ráðist, voru þessir: Ham- borg, Bocchum, Gelsenkirchen, Vín, Saarbrucken og Solingen. Bandaríkjamenn mistu 8 sprengjuflugvjelar og 6 orustu flugvjelar, en Bretar 6 sprengju flugvjelar. ¦— Orustuflugvjelar Þjóðverja voru ekki á lofti. — Ókunnugt er um árangur árása þessara. ¦— Reuter. Bandamenn komnir að MaasfJjóti London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. * Talið er nú, að ekki verði langt að bíða þess, að mót- spyrna Þjóðverja á eynni Walcheren og einnig á Syðra Beveland verði brotin á bak aftur. Hafa harðir bardagar verið háðir á þessum éyjum í dag, en Walcheren er nú þvínær öll á valdi bandamanna. — Þá er og barist af hörku við ósa Maasfljóts, en Bandaríkjamenn hafa orð- ið að hörfa aftur af landsvæði þvi, sem þeir náðu í gær í sókn sinni til Köln. Dewey ásakar Roosevell New York í gærkveldi. DEWEY, forsetaefni Repu- blikanaflokksins í Bandaríkj- unum sagði í dag í aðalkosninga ræðu sinni, að stríðið hefði dregist á langinn „vegna ódugn aðar Roosevelts". — Þetta var í fyrsta skifti, sem Dewey hef- ir yfirleitt minst á stríðið í ræð um sínum, og kvað hann nauð- synlegt að Bandaríkjaþjóðin fengi allan sannleikann að vita um það, hvernig hernaður henn ar væri framkvæmdur og hon- um stjórnað, sjerstaklega þó í september s.l. Þá rjeðist Dewey gegn Morg enthau fjármálaráðherra fyrir það, að hann skyldi hafa komið með þá ótrúlegu uppástungu að gera Þjóðverja að landbún- aðarþjóð. — „Þetta gaf Þjóð- verjum nýjan þrótt", sagði Dewey, „stælti þá til nýrra á- taka". — Reuter. óþægir de Gatslle London í gærkveldi. Slegið hefir í brýnu milli De Gaulle og franskra komúnisia, út af þvi, að hinir síðarneíndu hafa ekki viljað láta afvopna skæruliðasveitir þær, sem vað ið hafa uppi í Frakklandi longu eftir að hætt var að berj ast þar og haft allskonar ó- hæfuverk í frammi. Hafa kommúnistar hótað að segja sig úr stjórn De Gaulle, ef skæruliðarnir vferði afvopn- aðir, en De Gaulle hefir gefið út harðort ávarp í garð kom- múnista, sem hann sakar um að sjeu að reyna að spilla friði í landinu og torvelda einingu Frakka. — Reuter. Sir Johii Dill marskálk- ur látinn. Washington í gærkveldi: í kvöld andaðist hjer í sjúkra- húsi breski marskálkurinn Sir J'ohn Dill, sem var aðalfull- trui Breta í hinum sameigin- lega herráði þeirra og Banda ríkjamanna, en áður forseti breska herforingjaráðsins. ¦— Hann hafði þjáðst af blóðleysi nokkra undanfarna mánuði. — Reuter. HarSnandi barátta um Leyfe-ey London í gærkveldi: — Fregn- ir frá Bandaríkjamönnum herma, að átökin um eyna Leyte í Filipseyjaklasanum fari nú mjög harðnandi. Hafa Jap- anar búið um sig í ramgerum varnarstöðvum og fengið all- mikinn liðsauka. Eru bardag- ar nú hinir hörðustu og örðugt að sækja Japana. Flugvjelar Bandaríkjamanna gerðu árásir á liðsflutningabif- reiðir Japana á eynni og eyði- lögðu um 30 þeirra. — Reuter. Manntjón á ítalíu. London: — Tilkynt var op- inberlega í dag af Alexander hershöfðingja, að manntjón bandamanna í styrjöldinni á ítalíu frá 11. maí s.l. til 1. nóv. s.l., hefði samtals numið 116.000 manns. — Reuter. Orusturnar á Walcheren hafa haldið áfram í allan dag, þrátt fyrir mikið illviðri. — Verjast Þjóðverjar enn í nokkrum stöðvum, meðal ann- ars í Middelburg, höfuðstað eyjarinnar. I Vlissnigen verj-i þeir óg í hafnarhverfunum, og enn hafa þeir nokkur virki á valdi sínu víðsvegar um. eyna. Erfitt við gTandann. ; Kanadamenn hafa átt í mjög erfiðum bardögiim við grand- ann milli Walcheren og syðra Bevelands, þar sem þeir gengu á land í fyrradag, Hafa Þjóð- verjar gert að þeim mörg snörp gagnáhlaup, og á syðra Bevelandi er einnig barist af móði ennþá. ¦—¦ Tundurdufla- slæðar bandamanna eru byrj- aðir að hreinsa ytri hlutann af siglingaleiðinni til Ant- werpen. Neyddust til að hörfa. Þar, sem Bandaríkjamenn eru komnir lengst inn í Þýska land, gerðu Þjóðverjar að þeim þrjú snörp gagnáhlaup í dag, og neyddust þeir til að hörfa nokkuð. ITurfu meðal annars íir þorpi einu, en þeg- ar Þjóðverjar höfðu náð aftur þorpinu, lögðu Bandaríkja- menn það gjörsamlega í rúst- ir með loftárás. Af Aachen- svæðinu er ekkert að frjetta. Útrásir og áhlaup. Þjóðver.iar kveðast hafa hrundið skriðdreka áhlaupi á Dunquerque. -og gert vel hepnaðar útrásir írá borgTin- umLorient og St. Nazaire. Segjast þeir hafa náð nokkr- um virk.ium bandamanna í grend við báða þessa bæj. Sosnokowsky fer að búa. London: — Sosnokowsky hershöfðingi, sem nýlega var sviftur yfirstjórn pólska hers- ins, hefir nú keypt búgarð í Parana, Brasilíu og sest þar að. Spánskir útlagar á fundi London: — Fjöldi spánskra útlaga situr nú fundi í Toulouse á Frakklandi og er umræðuefn- ið það, hvernig steypa megi Franeostjórninni af stóli á Spáni, og hvernig best verði náð sambandi við andstæðinga Francos heima fyrir. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.