Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.1944, Blaðsíða 9
Sunimdagur 5. nóv. 1944, i MORGUNBLABIÐ i í ÞETTA sinn verður á fátt eitt minst af því sem gerst hefir á landi voru þann mánuð, sem engin blöð hafa komið út. Af miklu er að taka- Bæði vegna þess, hve óvenjulega langt er um liðið, síðan blaðamennirnir hafa haft tækifæri til þess að láta til sín heyra. Og svo er hitt, að á þessum tíma hafa stór viðburðir gerst í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Viðburðir, sem allri þjóðinni eru löngu kunn- ir, og verið hafa á allra vörum nú um skeið. Alt frá því, að utanþings- stjórn var skipuð í desember 1942 og fram til þess að stjórn- armyndun tókst þ. 21. okt., hef- ir stjórn landsins ekki verið í því horfi, sem stjórnskipunar- lög landsins gera ráð fyrir. Eins og kunnugt er, er það helsta skylda þingmanna að sjá þjóðinni fyrir ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meiri hluta A1 þingis. Á þann hátt koma al- mennar kosningar að því gagni, sem til er ætlast. Þungamiðja stjórnskipulagsins er sú, að ríkjandi stjóm hafi alla tíð stuðning þingsins. Sú stjórn, sem hefir ekki sjer við hlið meiri hluta hinna þjóðkjörnu fulltrúa, svífur í lausu lofti og er eins og reyr af vindi skekinn fær ekki ráðið gerðum sínum, nema eiga það á hættu að kom- ast í sífelt magnaðri andstöðu við þing- og þjóðarviljann. Með slíkum annmörkum var hin fráfarandi stjórn. Tilkoma hennar skapaði þá aðstöðu, það ófremdarástand, sem var óhaf- andi, þinginu ósæmandi og hlaut á umrótstímum sem nú að geta orðið þjóðhættuleg. En vegur þingsins varð þeim mun minni, sem lengra leið, að þingið rækti ekki þá skyldu sína, að endurreisa þingræðið í landinu, í sinni fullu mynd. Langur aðdragandi. Hjer verður ekki rakin hin langa saga, um tilraunir þing- flokkanna til stjómarmyndun- ar, er staðið hafa yfir meira og minna óslitið, í tvö ár. Áður en utanþingsstjórnin var útnefnd, höfðu farið fram samtöl milli þingflokkanna þar sem reynt var að koma á fjögra flokka stjóm. Það tókst ekkj^ En um það bil sem stjórn dr. Björns Þórðarsonar tók við hófust hinar Iöngu samninga- umleitanir þingflokkanna þriggja, Framsóknar, Alþýðu- flokks og Sósíalistaflokksins, er enduðu með löngum greinar- gerðum um það, hvernig upp úr þeim slitnaði, og hinum skil merkilega og átakanlega „písl- argrát“ Eysteins Jónssonar, þar sem hann rakti raunir hins vonsvikna Framsóknarflokks, er komst ekki í Stjórnarsam- vinnu við kommúnista. Á síðastliðnu vori, þegar lýð- veldisstofnunin var í nánd, og sýnt var, að um það höfuðmál þjóðarinnar stæðu þingflokk- arnir saman, Þá snjeri Sjálf- stæðisflokkurixm sjer til hinna þingflokkanna með þau til- mæli, að enn yrði reynd mynd- un fjögurra flokka þjóðstjórn- ar. Svo ískyggilegt þótti útlitið á ýmsum sviðum haustið 1942, að þá væri ástæða til þess fyrir íslendinga aÓ fara að dæmi hinna stóru og voldugu þjóða, sem talið hafa nauðsynlegt að leggja flokkaerjur á hilluna, REYKJAVÍKURBRJEF 4. nov. meðan á styrjöldinni stendur. Hafa Bretar t. d. haldið fast við þá stefnu, enda ákveðið nú fyr- ir nokkrum dögum að hreyfa ekki flokkadráttum með kosn- ingum fyrri en að styrjöld lok- inni. Þó stjórnskipun Banda- ríkjanna heimti forsetakjör með vissu millibili, þá er það öllum ljóst, að flokkadeilur þar í landi hafa tekið á sig annan svip en á friðartímum. Hver Islendingur, sem kom- inn er til vits og ára, veit sem er, að margfalt meiri nauðsyn er nú á samstarfi flokkanna hjer á landi en haustið 1942, eftir tveggja ára stjórnarmátt- leysi utanþingsmanna, þegar sýnt er, að aðalerfiðleikarnir, sem þessi styrjöld skapar Is- lendingum, eru alveg á næstu grösum. Brostnar vonir. Af þessum ástæðum má telja það víst, að margir hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar núver- andi forystumenn Framsókn- arflokksins tilkyntu afdráttar- laust þ. 2. október s. 1., að þeir vildu slíta samningunum um fjögra flokka stjórn. Eftir þá yfirlýsingu mátti bú ast við, að ekkert væri annað fyrir hendi en að hin máttvana þingfylgislausa ríkisstjórn yrði að vera kyr, þó hún hefði form- lega sagt af sjer í september, og ekki væru eflir nema tveir af þeim fjórum ráðherrum, sem dr. Björn Þórðarson fjekk með sjer í stjórn í des. 1942. Þá hlaut upplausnin að hatda áfram, þingið að afgreiða fjár- lög, sem voru komin úr tengslum við veruleikann, eins og stjórnin var úr tengslum við þing og þjóð. Og þau úrlausn- arefni yrðu látin bíða, sem þó hæglega geta ráðið úrslitum um framtíð hins nýstofnaða ís- lenska lýðveldis. Ótafur Thors. Þegar hjer var komið sögu fól Sveinn Björnsson forseti for manni Sjálfstæðisflokksins að gangast fyrir tilraunum til stjórnarmyndunar á öðrum grundvelli, er fjögra flokka stjórn var útilokuð. Er forystumenn Framsókn- arflokksins höfðu fyrir hönd flokks síns lokað öllum leiðum til þess að flokkur þeirra tæki þátl í fjögra flokka þjóðstjórn, gerði formaður Sjálfstæðis- flokksins tilraun til þess að fá Framsóknarmenn til samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn einan. Framsókn neitaði því einnig og hafði þá ekki annað að leggja til málanna en að þessir tveir flokkar skyldu endurreisa stjórn dr. Björns Þórðar.sonar. En slíkt kom auðvitað ekki til neinna mála. Það var engu líkara en Fram sókn hefði heillast af ástandi því, sem var. Foringjar hennar hefðu tekið ástfóstri við upp- lausnarástand og aðgerðaleysi. Þá var eftir-sú leið, að hinir flokkarnir þrír mynduðu stjórn saman. Tókust nú víðræður milli þeirra, er lauk með því, að þeir gengu frá málefnasamn ingi sín á milli um miðjan október. Að fengnu samþvkki flokksstjórnanna þriggja mynd aði Ólafur Thors síðan stjórn- ina. Vilji þjóðarinnar. Allan þann tíma, sem fyrver- andi stjórn var við völd, heyrð- ust háværar raddir um það úr öllum hjeruðum tandsins, úr öllum flokkum og stjettum, að þjóðin þyrfti þess með, að stjórnmálamennirnir tjetu flokkaerjur niður falla, og sameinuðu krafta sína, til þess að vinna að því, að stjálfstæði landsins yrði trygt sem best, með hagfeldum samningum við erlendar þjóðir, og með því að sjá framleiðslu landsmanna sem best borgið. I blaðaskrifum og á manna- fundum gætti að vísu ekki alt- af þeirrar hógværðar og sátt- fýsi, sem almenningur í land- inu hefir óskað eftir. Það kom fyrir æði oft, að manni virtist, að þeir menn, sem íramarlega hafa slaðið í ílokkadeilunum, vildu litið slá af stefnumálum flokka sinna, enda þótt þeir hjeldu því fram öðrum þræði, að samvinna flokkanna væri nauðsynleg. En undiralda almenningsá- litsins hefir allan tímann verið þessi, að þjóðin hefði nú svo mörg vandamál að leysa, að máttlaus utanþingsstjórn væri fjarstæða, og samvinna flokk- anna væri nauðsynleg. Ágrein- ingsmálin þyrftu að víkja um stund. Þessi þjóðarvilji hefir komið í ljós í þeim fjölda árnaðaróska, sem hinni nýju ríkisstjórn hafa borist frá fjölmennum og á- hrifamiklum fjelagssamtökum í landinu. Bera þær ótvíræðan vott um hve stjórninni er yíir- leitt óvenjulega vel tekið. Það sem gerst hefir. Hin nýja stjórnarmyndun var tilkynt í sameinuðu Alþingi þ. 21. okt., er forsætisráðherra las upp forsetaúrskurðinn um skip un stjórnarinnar og verkaskift ingu ráðherranna. Samtímis skýrði forsætisráðherrann frá þeim málefnasamningi, sem stjórnarflokkarnir höfðu gert með sjer, og lýsti aðalatriðum þessa samkomulags. Samdægurs fjekk alþjóð manna að heyra þessa ræðu í útvarpinu. Það leyndi sjer ekki, að allir þeir, sem voru viðstaddir fund ! þenna í sameinuðu þingi, jafnt | þingmenn sem áheyrendur, ! fundu til þess, að hjer var að ! gerast merkilegur atburður í stjórnmálasögu þjóðarinnar. Blærinn yfir þessum þingfundi var svipaður og var yfir þing- i fundinum 16. júní í Alþingis- húsinu, þegar gengið var frá formlegu samþykki sambands- slilanna. Fyrir Sjálfstæðismenn, sjer- staklega, voru það vitanlega vonbrigði, að 5 af þingmönnum flokksins sáu sjer þá ekki fært að veita hinni nýskipuðu stjórn stuðning. Það vakti þó sjerstaka at- hygli, að grundyöllur sá, sem stjórnarflokkarnir lögðu undir samstarfið, ber ekki vott um venjulegt reiptog um flokksleg sjónarmið. Þar eru tekin upp tvö meginverkefni, sem kunn- ugt er: 1. Að tryggja sjálfstæði og öryggi landsins út á við. 2. Að hefja stórfelda nýsköp un í atvinnulífi þjóðarinnar, m. a. með þeim fjármunum, sem þjóðinni hafa fallið í skaut á síðuslu árum. Þessir þrír flokkar hafa, ekki aðeins í orði, heldur líka í verki, sýnt, að þeir vilja ein- beita kröftum sínum til þess að leysa hin brýnustu vanda- mál hins unga lýðveldis, og láta flokkaríg og sundrung víkja fyrir alþjóðarheill. Framsóknarflokkurinn einn þingflokkanna vjek sjer undan þátltökunni í þessu starfi. Senni lega ekki vegna þess að for- ystumenn þess flokks telji, að það hlutverk sem þriggja flokka stjórnin hefir sett sjer, sje þjóðinni óþarft. Menn hall- ast frekar á þá skoðun, að þessi flokkur einn hafi talið sjer trú um, að hann gæti best flokks- hagsmuna sinna með því- að standa utan við samstarfið. Áróðursherferð. í sama mund og þriggja flokka stjórnin var mynduð, og skipun hennar tilkynt þingi og þjóð, skiftu Framsóknarforkólf arnir liði. Þeir þeyttust í bif- reiðum í fjarlæg hjeruð til fundahalda. Þeir voru lagðir af stað í þessa áróðursherferð áð- ur en nokkur þeirra hafði heyrt málefnasamning stjórnarflokk- anna. Til fundanna boðuðu þeir til þess að níða þá stjórn, sem hafði ekki enn fengið tækifæri til að skýra frá stefnuskrá sinni. Þegar til fundanna kom, mættu þessir áróðursmenn kald ari og daufari undirtektum en bænda best borgið með því að sveitafólkið, eða þingfulltrúar þess, einangri sig sem allra mest í stjórnmálunum. Mikill meiri hluti bænda skilur það í dag, að hagsmun- um sveitafólksins verður á eng an hátt betur borgið en með því að sem nánust samvinna haldist með fulltrúum sveita og kaupstaða. Þeir, sem lifa af afrakstri landbúnaðar, þurfa, ef vel á að vera, á samvinnu hinna að halda, sem búa við fiskimiðin- Einangrunarstefna Framsókn- arflokksins, sem nú virðist rek- in með meira offorsi en áður, stefnír að sprengingu í þjóð- fjetaginu, sem gera myndi þjóð inni stórtjón, en kæmi þyngst. niður á landbúnaðinum. Stjórnarþátttakan. Þegar það vitnaðist, að á- formað væri, að hver stjórnar- flokkanna ætti að tilnefna tvo ráðherra í stjórnina, þá var ekki laust við að ýmsum fynd- ist serrr of lítið tillit væri tekið til þingmannatölu flokkanna. í ræðu sinni þ. 21. okt. gerði Ólafur Thors forsætisráðherra grein fyrir þessu með svofeld- um orðum: „Það var jeg sem strax í önd- verðu bauð fram, að hver þeirra þriggja flokka, er saman starfa nú, hefðu tvo ráðherra, alveg án htiðsjónar af þing- mannatölu hvers flokks fyrir sig. Það, sem fyrir mjer vakir, er, að slá því föstu, ao formi og efni, að hjer starfi saman þrír aðilar, jafnir að rjetti, skyldum og ábyrgð“. í þessum fáu orðum kemur greinilega fram hið nýja við- horf í þjóðmálunum, sem er undirrót þess, að stjórnarsam- vinnan tókst. Hjer hefir verið gert slórfelt átak til þess að einbeita kröft- um flokkanna, þjóðarinnar, til úrlausnar þeim vandamálum, sem mest eru aðkallandi. Fram tíð lands og þjóðar getur oltið á því, hvernig þetta tekst. En hvernig sem fer, verður aldrei þeir að óreyndu höfðu búist • öðruvísi á það litið, en sú til- við. Margir þeir menn, er fund- ina sóttu, hlustuðu á hina flaumósa Framsóknarbrodda ) með talsverðri undrun. Framsókn hafði neitað allri stjórnmálasamvinnu nema í sambandi við stjórn dr. Björns Þórðarsonar. En var síðan svo óðfús að níða þá þingræðis- stjórn, sem mynduð var, að níðið mátti ekki bíða þangað til stefna hinnar nýskipuðu stjórnar var lögð fram. Og það sem þessir áróðurs- menn höfðu út á stjórnina að setja, var, að hún væri fjand- samleg sveitafólki og hags- munamálum landbúnaðar. En áhugi Framsóknarflokksins fyr ir hagsmunum bænda var þó ekki meiri, að sögn Framsókn- armanna sjálfra, en svo, að þeir vildu ekki sjálfir taka þátt í stjórninni, til þess að mynd- ast við að verða þar bændum landsins að liði. Þetta þótti ýms um fundarmanna á skyndifund um Framsóknarflokksins ein- kennilegt. Misskilin bændapólitík. .Framkomá Framsóknarforkólf anna virðist öll hníga í þá átt, að þeir telja hagsmunum. raun til samstarfs, sem hjer er hafin, sje þeim til sóma, er að samstarfinu standa, og þeim mun meiri hverjum einstökum manni, sem hann hefir meira og af einlægari hug að sam- komulaginu unnið. Þetta er álit alls þorra þjóðarinnar í dag. Brauðsúpan. Hin nýskipaða ríkisstjórn mun geta vænst andstöðu úr tveim áttum. Fyrst og fremst frá hinum óðamála Framsókn- armönnum, sem hófu andróður sinn áður en þeir gátu vitað um hvað þeir voru að tala.- En líklegt er talið að safnað hafi verið utan um blað Björns Ólafssonar ýmiskonar fólki, sem á að vera í stjórnarand- stöðu. Þar kennir margra grasa- Þar eru leifar af „þjóðveldis- mönnum" Halldórs Jónasson- ar, strjálingur af liði Egils í Sigtúnum frá dögum „Bónd- ans“ sáluga, Jónas Jónsson með vantrauststillöguna upp á vas- ann, sem enginn fylgdi á Al- þingi, og einhver slæðingur af óánægðum mönnum, sem eru ánægðari með sjálfa sig en at- menningur raeð þá. Þegar frjettist um þessa ein- Framli. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.