Morgunblaðið - 10.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.11.1944, Blaðsíða 12
Föstudagur 10. nóv. 1944 12 Próf. Beck segir víða frá ferð sinni til Islands PRÓFISSOR RICIIARD BECK, forseti Þjóðræknisfje- lagsins hefir flutt mörg erindi bæði á íslensku og ensku um ferð sína til Islánds og lýð- veldishátíðina, sem hann sat jsein fuiltrúi Vestur-ísl endinga f boði íslenska ríkisins. Auk þess sem liann var að- alræðumaður á Islendinga- degimun að Gimli í Manitoba, og flutti ]>ar kveðjur heiman um haf og sagði frá ferð sinni og hátiðahöldunum. í sambandi við lýðveldisstofnunma, hefir hami flutt erindi um ferðina í samsæti, er honunr var hald- ið í Winnipeg, og á samkomu Þjóðræknisdeildarinnar 'í Sel- kirk, Manitoba. Þá hefir dr. Beck flutt ræð ur um ferðina og lýðveldishá- tíðiua á fundum Kiwanis- kiúbhsins og Rotary-klúbbsins í Grand Fórks, og á fjöl- mennri samkomu norskra þjóðræknisfjelaga ]>ar í borg. Itarlegu viðtali við hann urn íslandsferðina var einnrg út- varpað, stuttu eftir að hann kom vestur, frá útvarpsstöð- inni í Fargo í Norður-Dakota, sem er stærsta útvarpsstöð* }>ar í ríkinu. Mörg blöð hafa einnig flutt viðtöl við hanu um ferðina og Jýðve-Jdisstofnunina,- svo sem „Wiimipeg Free Press“, „Grand Forks Herald“, og „Nordisk Tidende“ í Brook- lyn, New York, sem er annað helsta blað Norðmanna vest- au hafs. (Samkv. upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu). Hitaveituvatnið nægir ekki bænum fiþróflamenn á Akranesi reisa iróliahús Verið er nú að reisa myndar legt iþróttahÚ3 á Akranesi á vegum Iþróttaráðs Akraness, og hefir grunnurinn þegar verið steyptur, en bráðlega mun hús grindin reist. Það eru íþrótta- menn Akraness, sem vinna þetta mikla verk í sjálfboðaliðs vinnu, en húsið er 24 metra á lengd en 13 á breidd. — Verð ur það hið rúmbesta og líklega fullbúið til notkunar um ára- mót næstkomandi. ■ ■ Onnur danssýnmg Sif Þórs SÍÐASTLIÐINN laugardag hjelt ungfrú Sif Þórs danssýn- ingu hjer í Iðnó. Var þetta fyrsta danssýningin, sem ung- frúin efndi tiL eftir heimkomu sína frá London, þar sem hún hefir lagt slund á nám í dansi, bæði ballet-dönsum og sam- kvæmisdönsum, um §ins árs bil. Húsið var þjettskipað áhorf- c-r.dum, og það svo, að fjöldinn ailur stóð og varð frá að hverfa, án þess að fá aðgöngumiða. Ljetu áhorfendur einnig óspart hrifningu sína í Ijós og varð ungírúin að endurtaka nokkra tí: nsana. NOTKUN HEITA VATNS INS frá-Reykjum hefir far- ið mjög fram úr aiiri áætl- un og er nú svo komið, að heita vratnið nægir ekki bæj arbúum, vegna óhófseyðslu, einkum að nóttu til. 1 gær- dag var eyðsla heita vatns- ins meiri en hún hefir nokkru sinni verið áður, eða 350 lítrar á sekúndu. Hafa vatnsgeymarnir tæmst er liðið hefir á daginn und- apfaiið. í fyrrakvöld tæmd ust þeir kl. 7, en kl. 5 í gær. Kelgi Sigurosson. forstjóri Hitaveitunnar, skýrði blaða- mönnum frá þessu í gær og hann sagði ennfremur: — Þegar um er að ræða nýlt fyrirlæki eins og Hilaveilu Reykjavikur, sem ekkerl for- dæmi er fyrir annarsslaíðar, er Jerfitt að segja fyrirfram í hve miklu frosfi hún myndi nægja. Þetía ér undir svo mörgum atr- iðum komið, að reynslan ein getur skorið úr því. Það, sem helst kemur til greina, er vatns magnið, og hversu sparlega er með vatnið farið í húsunum, þ. á. m. hvort vatnið er notað til annars en hilunar. Vatnsmagnið, sem nú er dælt . í bæinn, er h. u. b. 220 1. á sek- úndu. Er það nokkru meira en það vatnsmagn, sem talið var þurfa, en hinsvegar nokkru minna en álitið var vera fyrir hendi. Látlaust er unnið að því að auka það, en um árangur verður ekki sagt fyrr en jafn- óðum. Meiri notkun en áætlað var. „Notkun vatnsins er hinsveg- ar mun meiri en áætlað hafði verið. Verður að telja að sum sú notkun sje með öllu óþörf. Eyðsla að nóttu til er t. d. miklu meiri en nokkurri átt getur náð að þörf sje á. Þetta leiðir aftur til þess, að i frostum verður að tempra vatnsrenslið í bæinn að nóttunni, til að geta fyllt geym ana á Oskjuhlíð. En því eru samfara margskonar óþægindi ög reksturstruflanir. Enda kem ur temprunin ekki að fullu haldi, því að vegna óþarfrar nætureyðslu fer þrátt fyrir hana vatn til spillis, sem ella gæti komið að haldi að deg- inum. Er því alvarlega skorað á menn að loka fyrir hitaveit- una hjá sjer á kvöldin og opna hana á morgnana ekki fyrr en þörf er á- Óþarflega heitt. Þá er vitað að fjölda margir menn hafa óþarflega heitt hjá sjer, slilla hitanotkunina í mildu veðri ekki nægilega eft- ir veðurlagi og verður því hitafrekari en ella, sem kemur svo sjálfum þeim og öðrum í koll í kuldum. Dragið úr notkuninni. Heila valnið er að sjálfsögðu mjög mikið notað til uppþvotta, baða og jafnvel neyslu. Er ekki nema gott um þetta að segja að öllum jafnaði, þó að í áætl- unum hafi verið ráðgert að menn fengi eingöngu afrensl- isvatn til þessara nola. Frá þeim áætlunum var horfið bæði vegna þess, að vegna kostn- Óhöíseyðsla veldur því að mestu aðar og mannfæðar var erfitt að framkvæma þær, og að venjulega er miklum mun þægi legra að nofa heila vatnið beint. En i frostum er nauð- synlegt að menn dragi úr þess- ari notkun eftir ítrustu getu. Því lengur dugar vatnið til hit unar. Kolakynding í stór- hýsum. J Fleiri atriði koma hjer til j greina. Menn verða að muna að | fyrirtækið er enn á tilrauna- j sligi, og langt frá því að alt j sje komið í það horf, sem að i lokum verður. En full ástæða er saml til að vænta, að ef al- menningur og stjórnendur fyr- irtækisins leggjast á eitt um að sjá fyrirtækinu borgið, þá muni hitaveitan duga til upphitunar fyrir alt hitaveitusvæðið nema í því meiri frostum. En af hálfu stjórnenda hitaveitunnar er það m. a. til athugunar hvort ekki sje unt, ef þörf reynist, að koma því svo fyrir, að fyrst verði tekin upp kolakynding í stór- hýsum, þar sem hún er hægari, svo að vatnsleysið verði öllum almenningi síður til baga. Helgi sagði, að kolakynding í stórhýsum myndi spara um 10 c/c nf vatnsmagninu. Húsbruni í Borgarfirði Þriggja ára barn ferst í eldinum Foreldrar þess skaðbrennast ÞAÐ SORGLEGA SLYS vildi lil í gærmorgun að ungbarn brann inni, þegar bærinn Lundur í Lundareykjada'l í Borgar- firði brann til kaldra kola. Ennfremur hlutu hjón, sem þar bjuggu, alvarleg meiðsl af brunasárum. Það var um klukkan hálf tíu í gærmorgun, sem vart var við að eldur var kominn upp í bæn um. Húsfreyjan, Inga Markús- dóttir, var ein í húsinu ásamt þriggja ára gömlum syni, en maður hennar, Ásgeir Höskulds son, var útivið- Eldurinn breidd ist fljótt út og var bærinn al- elda á mjög skömmum tíma. Þegar hjónin urðu eldsins vör, reyndu þau strax að bjarga barninu, en við það brendust þau alvarlega á höndum og andliti. Var þegar náð í lækni til Borgarness og gerði hann að sárum þeirra, en síðar um dag- inn var Rauða kross bíll hjeðan úr Reykjavík sendur upp eftir og átti að flytja þau í sjúkra- hús hjer í bænum. Álitið er að kviknað hafi út frá reykháf. Bærinn að Lundi var reist- ur 1910. Veggirnir voru úr steini, en húsið annars úr timbri, ein hæð og kjallari. Standa nú veggirnir berir eftir. Eigandi bæjarins að Lundi er Herluf Clausen, framkvæmda- stjóri hjer í Reykjavík, og hefir hann rekið þar bú undanfarin ár, en Asgeir Höskuldsson og kona hans sáu um búið. Var Clausen nýbúinn að láta lag- færa húsið að miklum mun. Drengir fyrir herrjeffi London: Frá Aachen berast þær fregnir, að bráðlega verði tveir þýskir drengir, annar 10, en hinn 13 ára, leiddir fyrir herrjett bandamanna, ákærðir fyrir það, að hafa haft vopn í fórum sínum. Frjettaritari einn breskur ræddi við annan dreng inn og kvaðst hann vera fjelagi í Hitlersæskunni, kvaddi blaða manninn með Hitlerskveðju og ljet engan bilbug á sjer fiftna á nokkurn hátt. Skdkeinvígið Þannig leit staðan út í skákeinvígi þeirra Bald- urs Möller og Asmundar Ásgeirssonar, þegar sam- ið var jafntefli eftir 79. leik svarts. Hvítt: Ásmundur Ásgeirsson. Svart: Baldur Möller. mr jm w % wm. Wm> wm. ^ i .» i ..... m iii ÉH «§ • PPP gp lil P iill Wm. wm. wm. I wÉ. 'wm. Minkur drep- inn í veitinga- sal Hótel Borg Gestir og þjónar í eltingaleik við mink í 15 mínúlur ÞAÐ KOM óvelkominn gestur inn í veitingasali í Hótel Borg í gærkveldi um 9 leytið, um það leyti sem dansinn var að hefjast. Eftir harða baráttu og eltingaleik var gestur þessi króaður af í gluggakistu og rotaður til bana með flösku! Borgar- gesturinn, sem slíka með- ferð f jekk, var lítill minkur'. Það virtist enginn vita í gær kveldi með neinni vissu hvern ig á ferðum minksins stóð, hvað an hann kom. En saga gekk um það milli manna í veitingahús- inu, að piltar nokkrir hafi ver ið að eltast við minkinn úti á Austurvelli og minkurinn leit- að sjer skjóls á Borginni. Alt í uppnámi. Það komst alt í uppnám £ veitingasölum Borgarinnar, þeg ar fregnina barst um nærveru minksins. Kvenfólkið stökk upp á stóla og borð, en karl- mennirnir margir komust í vígahug og tóku þátt í eftirför inni að minkinum. Þjónarnir aðstoðuðu og loks var kallað á lögregluna, eins og stundum er gert, þegar nærveru einhverra gesta í veitingahúsum kemur á truflun. Langur eltingaleikur. Eltirigaleikurinn við minkinn stóð lengi, víst einar 15 mínút- ur. Sá litli var snar í snúning- um. Hljóp undir borðin og stól ana. Loks tókst að handsama hann og þjónar komu með borð dúk til að vefja utan um mink inn. En fórst það ekki betur en það, að minkurinn slapp úr höndum þeirra og tók til fót- anna. Hófst þá eltingaleikur á ný og loks eftir langa mæðu, hlátur áhorfenda og skræki x kvenfólkinu, tókst að afkróa minkinn úti í gluggakistu. Mað ur nokkur náði tökum á honum miðjum og hjelt honum, en tveir menn komu honum til að- stoðar og gripu fyrsta besta vopn, sem hendi var næst, flpsku, og greiddu minknum rothögg. Eftir skamma stund gekk líf ið aftur sinn vana gang á Hótel Borg og ungu blómarósirnar dönsuðu „Jitter-bug“ við herr ana sína, eins og ekkert hefði í skorist. % — Noregshjálpin fær stór- gjafir frá Svíþjóð. Frá norska blaðafulltrú- anum: FRÁ Stokkhólmi er símað, að fyrirtækið Götaverken og starfs fólk þess hafi gefið 5.000 krón- ur í sænsku Noregshjálpina og 15.000 til Danmerkur-söfnunar innar. Landbúnaðarsambandið sænska gaf sama dag 10.000 kr. til Noregshjálparinnar. í des- ember mun sænska Noregs- hjálpin senda 75.000 pör af barnaskóm til Noregs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.