Morgunblaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. nóv. 1944.
ÞEGAR GOÐAFOSS SÖKK
sem
fórust:
Framhald af 1. síðu
Farþegar:
Dr. Friðgeir Ólason læknir
og kona hans, Sigrún, dóttir
Sigurðar Briem fyr. póst-
málastjóra, og börn þeirra
þrjú.
Ellen Ingibjörg Wagle
Dowdney og bam hennar 3
’ ára.
Halldór Sigurðsson, sonur
Sigurðar Jóhannssonar kaup
rnanns á Freyjugötu 43.
Sigríður Þormar, dóttir
Páls Þormar kaupmanns.
Steinþór Loftsson, sonur
I.ofts Guðmundssonar frá
i»íáíuavöilum i Hörgárdal.
Skipverjar:
• -*
l»órir Ólafsson, 3. stýri-
maður, Miðtúni 15, Rvík.
Kvæntur, átti eitt barn.
Hafliði Jónsson, vjelstjóri,
Mringbraut 148. Hann varð
sextugur nýlega, hefir lengi
verið í þjónustu Eimskipa-
fjelagsins og naut sjerstak-
lega mikils áíits meðal
stjettarbræðra sinna og
amnara.
Pjetur Már Hafliðason,
kyndari, sonur Hafiiða vjel-
síjéra. 17 ára gamall.
Sigurður Haraldsson, 3.
vjelstjóri, Víðimel 54, 27
ára gamall. Ókvæntur.
Haaan var sonur Haralds
Sígurðssonar, er lengi var
1. vjelstjóri á Gullfossi.
Guðinundur Guðiaugsson, 4.
vjelstjóri, Bakkastíg 1, fað-
ir Hermanns Guðmunds-
sonar, form. verkamanna-
fjel Hlífar í Hafnarfirði.
Eyjólfur Eðvaldsson, loft-
skeytamaður, Bárugötu 34.
Var 48 ára, kvæntur og átti
upp komin börn. Hann
bjargaðist í annað skip, en
var særður, og andaðist á
leiðinni til hafnar.
Sagnar Kærnested, stýri-
rnaður. Grettisgötu 77, 27
ára. kvæntur, en bamlaus.
Hann var sonur Magnúsar
heitins Kærnested skip-
síjóra.
Sigurður Ingimundarson,
háseti, Skólavörðustíg 38, 47
ára, kvæntur og átti 2 börn,
Sígurður Sveinsson, há-
seti, Leifsgötu 25. 28 ára,
ókvæntur.
Randver Hallsson, yfir-
fcyndari, Öldugötu 47, 47
ára, kvæntur og átti eitt
barn.
Jón K. G. Kristjánsson,
kyndari, Þórsgötu 12, 51
árs, kvæntur og átti 3 upp
kotnin börn.
Sigurður Oddsson, mat-
sveian, Laugaveg 44, 41 árs.
Áíti aldraða móður og eitt
bam.
Jakob Einarsson, frammi-
stöðumaður, Stáð v. Laug-
arásveg. 36 ára.Kvæniur og
átíi tvö biirn.
Lára Ingjaldsdóttir. þerna,
Skólavörðustíg 26 A. Ógift.
Þó Goðafoss væri sökt kl. 1
á föstudag, voru fregnir af at-
burði þessum svo óljósar, er
blaðið fór í prentun aðfaranótt
laugardags, að ógerlegt var að
skýra frá þessu þá, m. a. vegna
þess, að þá vissu menn lítið um,
hver mannbjörg hefði orðið.
í gær hafði tíðindamaður frá
blaðinu tal af nokkrum þeirra,
sem komust af, til þess að fá
af því nokkrar fregnir, með
hvaða hættj árásin var gerð á
skipið, og hvernig þeir björg-
uðust, sem komust lífs af.
í stuttu máli er það að segja,
að tundurskeyti kafbátsins mun
hafa hitt skipið miðskips bak-
borðsmegin. Skipshliðin rifn-
aði þar upp á löngu svæði. En
einn heimildarmanna blaðsins
leit svó á, að stjórnborðssíðan
hafi rifnað að einhverju leyti.
Rjeði hann það m. a. af því, að
skipið hallaðist fyrst mikið á
bakborðssíðu, en rjettf sig síðan
nokkuð við.
En frá því skipið fjekk skeyt-
ið og þangað tii það var sokk-
ið, munu hafa liðið 7 mínútur,
eða tæplega það.
Þannig stóð á, þegar árásin
var gerð, að farþegar voru eng
ir niðri í káetunni, en flestir
í borðsal á þilfari eða í göng-
um fyrir framan borðsalinn.
Samkv. fyrirmælum skipstjóra
höfðu þeir flestir eða allir á
sjer björgunarvesti.
-Hásetar munu flestir eða
allir hafa verið ofanþilja og
með björgunarvesti, og fleiri
skipverjar, en vjelamenn vit-
anlega nokkrir í vjelarrúmi. Er
hætt við að þeir, sem þar voru,
hafi samstundis beðið bana.
Skipið kastaðisl svo mikið til,
að alt lauslegt þeyttist um skip
ið, og fólkið, sem uppi stóð,
fjell, og munu margir hafa mist
meðvitund nokkur augnablik.
Þrír skipverja voru í matsal
skipverja á þilfari. Gátu þeir
ekki opnað hurðina eftir spreng
inguna. En glufa hafði mynd-
ast í vegginn, og gátu þeir troS-
ið sjer þar út. Komst þó einn
þeirra ekki um það op fyr en
hann hafði farið' úr björgun-
arvestinu.
/
Frásögn 1. stýrimanns.
Eymundur Magnússon, 1.
stýrimaður, segir m. a. svo frá:
— Jeg var staddur uppi í
reyksal á efra þilfari, þegar
sprengingin varð. Allir, sem
þar voru. hentust til og fjellu
við, og býst jeg við að jeg hafi
snöggvast mist meðvitund.
Er jeg komst á fætur, rauk
jeg út á þilfarið. Skipið hallað-
ist þá mikið á bakborða, og var
komið að mestu í sjó að aftan.
Reyndi jeg með skipstjóra og
öðrum að ]psa fremri bjöigun-
arbátinn, stjórnborðsmegin. En
jeg þóttist sjá að það myndi
ekki takast áður en skipið sykki.
5 björgunarflejíar voru á
skipinu. Tveir þeirra losnuðu
þegar skipið sökk. En 3 þeirra
runnu út af skipinu, 1 af því
losað var um þá.
Þegar aftur hluli skipsins var
kominn í sjó, fóru menn að
kasta sjer í sjóinn. En ekki er
hægt að vita hve margir hafa
reynt að bjarga sjer á þenna
hátt. Jeg var einn þeirra. Jeg
synti að fleka einum þegar
skipið var sokkið.
Frásögn Frímanns
Guðjónssonar, bryta.
Frimann Guðjónsson, bryti,
segir svo frá:
—- Jeg var staddur í reyk-
salnum, þegar tundurske.ytið
hitti skipið- Rankaði jeg við
mjer, þar sem jeg iá á gólfinu,
og maður gekk yfir mig í
my.rkrinu. Því öll Ijós slokn-
uðu að sjálfsögðu við spreng-
inguna, svo dimt var þá þar
inni, en gluggar byrgðir.
Mitt fyrsta verk var að
hlaupa í klefa minn og ná mjer
í björgunarbelti, sem þar var.
En síðan fór jeg upp í einn
bjorgunarbátinn, sem \jeg hjell
fyrst að myndi gela flotið frá
skipinu. En hann hallaðist svo
mikið, að jeg þóttist sjá að
honum myndi hvolfa. Sá þá að
björgunarfleki flaut rjett hjá,
og komst út í hann.
Eftir andartak var ekki ann-
að ofansjávar af skipinu en
framsiglan og stefnið. Bar flek
ann frá skipinu. En er það var
sokkið, komu nokkrir menn á
sundi og náðu flekanum.
Voru brált komnir svo marg
ir á þann fleka, að við sátum
þar í sjó í mitti. Því hann lá
svo djúpt í sjónum.
Nokkru síðar gátum við róið
okkur að öðrum fleka, þar sem
aðeins voru tveir menn. Skift-
um við okkur nú á flekana.
Eflir það gálum við komið okk
ur betur fyrir.
Það vildi svo einkennilega
til, að enginn okkar, sem þarna
urðu samferða, hafði á sjer
vasahníf. Svo við gátum ekki
losað segldúka er voru á flekan
um. Fengum við hníf frá mönn
nm á enn öðrum fleka, til þess
að leyst yrði úr þeim vanda.
Leið okkur sæmilega
þær tvær klukkustundir, sem
liðu þangað til skip kom og
bjargaði okkur.
Frásögn frk. Aslaugar
'Sigurðardóttur.
Frk. Áslaug Sigurðardóltir
var eini kvenmaðurinn sem
bjargaðist.
Hún segir m. a. svo frá at-
burðinum:
— Jeg var stödd í ganginum
fyrir framan borðsalinn, þegar
sprengingin varð. En hentist
með svo miklu afli í þilið í
ganginum, að jeg misti meðvit-
und, en vaknaði við óp og var
þá koldimt í ganginum.
Hurðin fram í búrið hafði opn-
asl,og þaðan gaus reykur og
gufa, svo mjer sló fyrir brjóst.
Ekki get jeg vitað hve lengi
jeg var að koma til meðvitund-
ar. En einhver maður, sem þar
kom að, hjálpaði mjer upp stig
ann upp á efra þilfarið. Þar
sá jeg margt fólk. Og þar sá
jeg bát, sem hallaðist mikið,
rendi mjer upp í hann. En í
sömu svifum var tékið í mig og
mjer hjálpað yfir á björgunar-
fleka. Eftir augnablik sá jeg
skipið sökkva.
★
Ollum ■ heimildarmönnum
blaðsins kom saman um, að
furðulega mikil stilling hefði
verið á öllum á skipinu þessar
fáu mínúlur, sem það var of-
ansjávar eftir að sprengingin
varð.
Þeir, sem tíðindamaður blaðs
ins hafði tal af, ljetu þess sjer-
staklega gelið, hve mikilli alúð
þeir mættu og hjálpsemi í skipi
því, sem kom og bjargaði fólk-
inu af flekunum.
Það skip kom hingað nokkru
eftir miðnætli á laugardagsnótl.
Sumir skipbrotsmanna fóru
strax heim til sín. En aðrir,
sem höfðu meiðst, eða voru
þjakaSir, voru fluttir í spítala.
En ekki er blaðinu kunnugt um
að nokkrir þeirra muni hafa
varanlegt líkamlegt mein af
þessu.
Eyjólfur Eðvaldsson, loft-
skeytamaður, var einn þeirxa
manna, sem komust á björgun-
arfleka. Hann hafði fengið mik
ið sár á andlit. Hann var karl-
menni mikið, og ljet sjer hvergi
bregða, frekar en hann væri
heill.
En nokkru eftir að hann kom
um borð í björgunarskipið,
fjekk hann ákafa köldu, og var
brátt örendur.
★
Það sló óhug á bæjarbúa er
frjettirnar fóru að berast um
Goðafoss á föstudaginn upp úr
hádeginu.
Lengi fram eftir kvöldi voru
menn að vona að full mann-
björg hefði orðið. Veður var að
vísu allhvast af landsuðri, en
ekki svo, að það myndi tor-
velda björgun mjög.
Menn voru að vona, að skip-
ið hefði gefað fiolið það lengi
ofansjávar, að hægt hefði verið
fyrir alla, sem í skipinu voru,
að komast annaðhvort í báta
eða á fleka. En skipavon mikil
á þessum slóðum. Menn gera
sjer ekki grein fyrir því, hve
skip á stærð við millilandaskip
in okkar veita lítið viðnám svo
ægilegum morðtólum, sem tund
urskeyti þýsku kafbátanna eru.
Það var dapurleg fylking,
sem stóð niðri á hafnarbakka
á laugardagsnóttina og beið
þess að björgunarskipið kæmi
til lands, eða skipin tvö. Því
þau voru tvö, sem komu á vett-
vang, þó annað þeirra hefði
flesta skipbrotsmanna. Enginn
vissi þá, hverjir höfðu bjarg-
ast. En þegar sannfrj,ett var um
það, þótti, sem eðlilegt er, átak-
anlegast um læknisfjölskyld-
una, er fórst þarna öll, hjónin
og þrjú-börn þeirra.
I gærmorgun varð alkunn-
ugt um þelta mikla manntjón.
Sýndu bæjarbúar samúð sína
með syrgjendum með því að
fánar voru dregnir í hálfa
slöng um allan bæinn.
Þeir sem björguðust.
Þessir menn björguðust af
Goðaf ossi:
Skipverjar:
Sigurður Gíslason, skipstjóri,
Vesturgötu 16.
Eymundur Magnússon, 1.
stýrimaður, Bárugötu 5.
Stefán Dagfinnsson, 2. stýri-
maður, Hringbraut 132.
Hermann Bæringsson, 2. vjel
stjóri, Hringbraut 32.
Aðalsteinn Guðnason, loft-
skeytamaður, Dagverðareyri.
Frímann Guðjónsson, bryti,
Kaplaskjólsv.
Sigurður Guðmundsson, bá-
seti, Vesturgötu 16.
Gunnar Jóhannsson, háseti,
Ránargötu 10.
Baldur Jónsson, háseti, Rán-
argötu 311
Jóhann Guðbjörnsson, háseti,
Skeggjagötu 14.
Ingólfur Ingvarsson, háseti,
Öldugötu 4.
Stefán Ólsen, kyndari, Sólr
vallagötu 27.
Guðm. Finnbogason, matsv.,
Aðalstræti 8.
Arnar Jónsson, búrmaður,
Laugaveg 44.
Stefán Skúlason. káetudreng-
ur, Flókagötu 27.
Guðmundur. Arnason, þjónn
yfirmanna, Laugaveg 11.
Auk þess farþegar tveir,
Agnar Kristjánsson, sonur Krist
jáns forstjóra í Kassagerðinni,
og ungfrú Áslaug Sigurðardótt-
ir, sem fyrr segir. Dóttir Sig-
urðar heitins Þórólfssonar
skólastjóra.
Einn skipverji, Loftur Jó-
hannsson, kyndari, frá Eyrar-
bakka, hafði fyrir nokkru
veikst af botnlangabólgu. Hann
var því ekki á skipinu. Liggur
á sjúkrahúsi í Vesturheimi.
Læknishjónin
Framh. af 1. síðu.
uð í sinni grein. Var Friðgeir
31 árs, en frú Sigrún ári eldri.
Árið 1940 sigldu þau til Am-
eríku til þess að afla sjer frek-
ari mentunar. En Friðgeir rit-
aði merkilega doktorsritgerð
um fjörefnarannsóknir, er hann
varði við Harward háskóla með
miklu lofi. Hugðu læknar gott
lil starfs hans í framtíðinni og
þeirra beggja. En frúin hafði
gert barnasjúkdóma að sjer-
grein sinni. Hún var dóttir heið
urshjónanna Sigurðar Briem,
fyrv. póstmálastjóra, og konu
hans, frú Guðrúnar ísleifsdótt
ur.
Þau voru þarna á ferð með
börnum sínum þrem. Var þeirra
elst Oli Hilmar, 7 ára, Sverrir,
2% árs, og Sigrún, tæpl. miss-
iris gömul. ,
Fólksflutningar
úr Finnmörk
Frá norska blaðafulltrú-
anum.
SÆNSK blöð halda því fram,
að Þjóðverjar muni ætla sjer
að flytja alla íbúa Vestur-Finn
merkur nauðuga í önnur hjer-
uð.
Útvarpsslöðin í Oslo, sem
Þjóðverjar stjórna, skýrði frá
því í gær, að þýski herinn væri
nú að eyðileggja hernaðarvirki
í Hammerfest. Hefðu sprenging
arnar heyrst allan fyrri hluta
dags, og miklir reykjarmekkir
voru yfir bænum. '
Japanar ná flugslöð
London í gærkveldi.
Fi'ú Chungking berast fregri
ir um það, í dag, að .Tapansk-
ar hersveitir, sem sækja fram;
frá Kweiling í Suður-Kína,
hafi tekið borgina Lin-Thao,
en þar er flugstöð Banda-
manna. Mun markmið Japana
með sókn þessari ^vera það, að
■ná sambandi við heri sína í
Indo-Ivína, dg eiga þeir liú
ekki langt ófarið þanga'ö.
■— Reuter.