Morgunblaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. nóv. 1944. .totUnM Utg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) yrjettaritstjóri: Évar Guðmundsson Augiýsingar: Arm Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla, Austurstræti tí. — Sími 1600. Áskriltargjaid: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölii 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. !h ih Síðasta för Goðafoss ÓGNIR heimsófriðarins hafa enn barið að dyrum ís- lensku þjóðarinnar. Að þessu sinni með skelfilegri hætti en nokkru sinni fyrr. Goðafoss, ein af hinum farsælu fleytum Eimskipafjelags íslands, hefir orðið gjöreyðing- unni að bráð. Tuttugu og fjögur mannslíf hafa glatast. Konur og börn, námsfólk og sjómenn hafa farist. Svo að segja við bæjardyrnar dundi reiðarslagið yfir hið litla og varnarlausa skip, farþega þess og skipverja, sem á hverri stundu var vænst að kæmu heilir í höfn eins og svo oft áður. í tveimur löngum heimsstyrjöldum hafa Fossarnir verið í förum milli íslands og Ameríku. Svo hefir virst, sem hulin verndarhendi hvíldi yfir þessum happasælu skip- um, sem fluttu þjóðinni nauðsynlega björg í bú. Vonir stóðu til þess að hættan í þessari grimmúðgu styrjöld væri nú að mestu liðin hjá á hafinu. Þær vonir hafa brugðist og með hörmulegum hætti fyrir oss Is- lendinga. Eitt besta skip íslenska siglingaflotans er horfið. En átakanlegast og sárast er þó tjónið á mannslífunum. Það er hinni fámennu íslensku þjóð mikil blóðtaka. Er þetta slys eitt hið stærsta, sem orðið hefir af styrjald- arsökum á íslensku fólki síðan þessi styrjöld hófst. Fjöl- mörg íslensk heimili hafa verið særð djúpu sári. Fjöl- skyldur hafa mist feður, aldraðir foreldrar fyrirvinnu. Æði hinnar siðlausu styrjaldar er miskunnarlaust. Það þyrmir hvorki saklausum ungbörnum nje mæðrum þeirra. Það þýr öllum sömu örlög og spyr um það eitt, hvernig hinum sjúka mannhaturs tilgangi þess verði náð, eyði- leggingunni, tortímingu hinna dýrustu verðmæta, verð- mæta, sem aldrei verða bætt. ★ Reykjavík drupir höfði í sorg og samúð með þeim er sárast eru leiknir. Flest af því fólki, sem fór sína síðustu ferð með Goðafossi, voru Reykvíkingar. En þó er þetta sorg allrar þjóðarinnar. íslenska þjóðin er í raun rjettri ein lítil fjölskylda. Hjer þekkja allir alla. Þegar stórslys ber að höndum, vegur það í knjerunn allrar þjóðarinnar. Og manntjón íslendinga við slík slys er sambærilegt því, er miljóna- þjóðir bíða þúsunda eða jafnvel tugþúsunda manntjón á vígvöllum. En þótt styrjöldin hafi nú og oft áður á þess- um árum sært hina fámennu íslensku þjóð djúpum sár- um, er hún þó alráðin í því að gera það, sem unt er, til þess að græða þessi sár. Vjer viljum milda harm þeirca, er vandamenn og vini syrgja og veita þeim hjálp og fyrir- greiðslu, sem í þrengingum lenda. Vjer viljum bæta þeim alt, sem bætt verður. Eíj geta vor nær því miður skammt. Gagnvart hinni dýpstu sorg og .grimmustu örlögum megn- ar mannlegur máttur sín lítils. En þrátt fyrir það liggur leiðin áfram, áfram til nýrra. tíma sorgar eða gleði, ham- ingju eða óhamingju. Þannig er mannlífið á öllum tím- um. Þar skiftast á skin og skuggar. Skuggi Goðafoss slyssins er einn hinn dimmasti, er yfir íslensku þjóðina hefir borið. En það er nauðsynlegt að sigla. Án þess getur hin afskektasta eyþjóð ekki verið. Sjómenn vorir hafa orðið að halda áfram að mæta hættunum á hafinu, þrátt fyrir þung áföll og stór. Það starf hefir þjóðin metið og þakkað. Minningin um fólkið sem fórst með Goðafossi, s'jó- mennina, námsfólkið, konur og börn, mun lifa með þjóð- inni, meðan drengilegt starf, einörð barátta, er metið að verðleikum. Atburðurinn sjálfur, árásin á hið varnar- lausa skip hlutlausrar smáþjóðar, morðið á saklausu fólki, mun sanna Islendingum enn betur hið rótlausa siðferði, sem liggur til grundvallar slíkum aðgerðum. Slíkt sið- ferði dæmir sig sjálft. ★ Hljóð samúð allra Islendinga streymir nú þessa döpru daga til allra þeirra er um sárt eiga að binda við grand Goðafoss. Megi hún veita þeim frið, er farnir eru, en líknsemd þeim, er eftir lifa. Barið að dyrum blindra vegna FLESTIR menn vita, að log- að getur glatt hið innra ljós, þótt myrkur'hylji líkams- guganu alla útsýn. En hversu glatt hið innra ljós logar fer eftir því, hve mikinn sálar- styrk hver og einn á til og hversu góð eru sambönd hans við þau máttarvöld tilverunnar, sem altaf og alls staðar láta verða ijós og líf. Þessi innri birta fer og nokkuð eftir því, hvaða áhrifum samúðar og skilnings samferðamennirnir á lífsleiðinni veita inn í hugi og sálir hvers annars og hvaða lífskjör þeir búa hver öðrum. Þetta verður þó mest áríðandi þeim mönnum, sem sviftir hafa verið einhverjum hinum mestu hnossum lífsins. Ollum heiminum eru kunn afrek blindra mánna, og væri hann fátækari, ef aldrei hefði lifað nein Helen Keller. Og blindur orti Milton heimskunn listavérk, svo að eitthvað sje nefnt. Blindravinafjelag íslands keppir að því marki að búa blindum mönnum á landi hjer sem best kjör, að gera alt það fyrir þá, er verða má til þess að glæða hið innra ljós og birtu sálarinnar, að bæta vinnuskil- yrði og alla aðbúð hinna blindu, að auka á lífshamingju þeirra og eyða tómleika og ömurleika myrkursins. í dag fer fram merkjasala Blindravinafjelagsins. Mun varla þurfa að hvetja menn* til góðrar þátttöku, því að hjörtu manna standa oftast opin þörf- um þeirra, sem sárast eru af- skiftir hinum mikilvægustu gjöfum jarðlífsins. Þetta hafa Islendingar oft sýnt í verki, ekki síður en aðrar þjóðir, og nú vill svo vel til, að efnahag- ur manrta er alment góður. Blindravinafjelag íslands stefnir að því, að koma upp sem allra fyrst myndarlegu og fullnægjandi blindraheimili. Það er göfugur ásetningur. Slíkt heimili á að láta hinum blindu í tje góða aðbúð, viðun- andi skilyrði til náms, vinnu og hagnýtingar hæfileika sinna og krafta. Þetta þarf að kom- ast í framkvæmd sem allra, allra fyrst. — Leggið þjer, kæri lesari, traustan stein í þetta musteri mannúðarinnar. Tæki- færið fáið þjer einniitt nú, er þjónustufúsir útsendarar berja að dyrum yðar meði merk Blindravinafjelagsins. Þáttur yðar má sín nokkuð til þess að auka á hina innri birtu lífs þeirra manna, sem hin ytri feg urð lífsins er hulin, en hann glæðir um leið ljósið í yðar eig in sál. Svo gott er það að bera ljós og lýsa þeim, sem í dimm- unni búa. Látið þennan merkja söludag Blindravinafjelagsins verða sigurdag þess góðu og göfugu áforma. Pjetur Sigurðsson. Mágur de GauIIe borgarstjóri. verji, íkrifc Ú i |AA Æ ctg íecý ci Ííjinu London: Maður að nafni Jaques Vendroux, mágur de Gaulle hershöfðingja, hefir af honum verið skipaður borgar- stjóri í borginni Calais. Skáldið fyrir austan fja.ll. FYRIR MÖRGUM árum, þeg- ar jeg var ungur blaðamaður, fjekk jeg það verkefni að skrifa blaðaviðtal við skáld — íslensk- an rithöfund, sem hafði farið ungur utan og getið sjer frægð og frama í fjarlægum löndum. Það var ekki laust við, að jeg væri dálítið upp með mjer, en um leið nokkuð taugaóstyrkur, er jeg fór á fund skáldsins. En jeg hafði ekki lengi dvalið í nær veru þess, áður en jeg náði jafnvægi á taugum. Skáldið var Kristmann Guðmundsson. Það var margt talað þá siðdeg isstund, sem jeg dvaldi á heim- ili skáldsins. Margt, sem ungur blaðamaður hafði gott af að heyra. Síðan kyntist jeg Krist- manni betur og í hvert sinn, sem jeg talaði við hann, hafði hann eitthvað nýtt að segja, eitthvað skemtilegt og eitthvað lærdóms- ríkt. Kristmann hafði |>essa sjaldgæfu eiginleika að vera heimsmaðurinn og strákurinn, í senn, ef svo mætti segja. En svo hvarf Kristmann alt í einu af sjónarsviðinu. Seinna frjetti jeg, að hann væri fluttur austur yfirNFjall. Við og við las jeg eftir hann skáldsögu í tíma- riti. Það kom út bók eftir hann og í nokkra daga var nafn hans á allra vörum. En það var hjerna á dögunum, sem jeg heyrði skáld ið fyrir austan fjall á ný. Jeg hitti hann ekki persónulega. Jeg las eftir hann grein í tímaritinu „Jörð“. Og þarna var hann, eins og jeg hafði kynst honum, Ijós- lifandi. Og nú get jeg ekki stað- ist freistinguna að lofa ykkur að heyra 1 skáldinu, sem er fyrir austan Fjall. „Þrællinn“. RITSTJÓRI „Jarðar“ hafði beðið Kristmann Guðmundssno að leggja útaf svohljóðandi texta: „Hvað ríður oss íslending um mest á að segja sjálfum oss á þessum tímamótum?" Kristmann svarar spurning- unni á meistaralegan hátt. Nú vil jeg ekki taka alla greinina frá ,,Jörð“, en eftirfarandi út- drátt held jeg að menn hafi gott af að heyra: „Þrællinn \ er lágúkrulegur snuðrari og hvíslari. Hann ætlar öllum ilt og á sjer ills von. Hann er öfundssjúkur og reynir altaf að niða sjer betri menn, því hon um finst hann vaxa á því að lít- illækka aðra. Hann er meinfýs- inn og háðskur, því hann þekk- ir ekki raunverulega gleði. Hann er bakbítur, því klámhögg eru bardagaaðferð lítilmenna. Hann er dygðugur að yfirskyni og af bleyðiskap, en saurug sái hans veltir sjer, eins og grís í drafi, í kjaftaþvaðri um bresti annara. Mesta ánægja hans eru ófar- ir náungans, en sjálfur vælir hann .og skælir alt hvað af tek- ur, ef honum er eitthvað mót- drægt. Hann er kjöftugur ag ó- sannsögull, heimilisböðull og höfðingjasleikja. Hann er laginn að ná vinfengi þeirra, sem ein- hvers mega sín í þjóðfjelaginu og notar sjer kunningsskapinn út í ystu æsar, en jafnframt er hann ávalt skjótur til að snúa baki við vinum sínum og kasta að þeim steini, ef hamingjuhjól- íð reynist þeim valt. Hann er dóni í eðli sínu og hagar sjer samkvæmt því, ],eg- ar hann heldur, að sjer sje það óhætt. Hann er illkvittinn við þá, sem hann þorir til við, og ræðst jafnan á garðinn þar, sem hann er lægstur. Hann er aitaf á þönum eftir því, hvað almenn- ingur muni hugsa, halda og segja um hann, og hann er eins og hundarnir altaf með þeim, sem sterkari reynist“. • Frjálsi maðurinn UM FRJÁLSA MANNINN seg ir Kristmann aftur á móti: „Frjáls maður hvorki snuðrar nje hvíslar, en segir meiningu sína skýrt og hiklaust, hver sem í hlut á. Hann ætlar engum ilt að óreyndu, en er ósmeykur við árásir, því hann hefir sjálfur hreint mjel í pokanum. Hann á sjálfsvirðingu og öfundar því engan, nje þarf að niðurlægja aðra sjer til upphefðar. Hann þekkir gleðina og þarf því ekki á háði að halda. Hann hefir heilbrigða samúð með manneskjum og öðlast því skopskyn í stað' meinfýsi. Hann gengur framan að andstæðing- um sínum í baráttu, en fyrirlít- ur launsát. Hann breytir sam- kvæmt samvisku sinni, án tillits til almenningsálitsins, en er fá- máll ujn syndir annara og er vægur í dómum um mannlegan breyskleika. Hann ber sig vel í raunum og kann að þola harma, en finnur til með meðbræðrum sínum, er í ógæfu rata, og eyn- ir að hjálpa þeim. Hann fleiprar ekki og fer ekki með slaður. Hann er mildur þeim, sem minnimáttar eru, því hann er gæddur ábyrgðartilfinn ingu og verndarvilja karlmensk- unnar gagnvart því, sem veikt er og lítilsmegandi. Hann er vin- ur vina sinna, hvað sem í skerst, en flaðrar ekki fyrir neinum. Hann er kurteis og prúður í hugsun og framkomu, en hefir andstygð á hroka og steigurlæti, því hann á hið sanna stolt. Hon- um stendur á sama um, hvað al- menningur hugsar og heldur og segir um hann, því hann á frið við sjálfan sig og breytir eins og hann veit rjettast. Vjer þurfum að íhuga gaum- gæfilega, í hvorn flokkinn vjer viljum skipa oss, — og hegða oss samkvæmt því“. m Hæfileg sunnudags- prjedikun. ÞETTA segir Kristmann Guð- mundsson. Mjer finst ástæða til að þakka honum fyrir orðin. Þetta er mjög hæfileg sunnudags prjedikun fyrir okkur. En þeir, sem vilja heyra nokkur sann- leikskorn í viðbót, ættu að lesa greinina alla í „Jörð“. Stórhríðar á Ítalíuvígsiöðv- unum London í gærkveldi. Stórhríðar eru nú á öllum vestanverðum Italíuvígstöðv- um, og eru engir bardagav háðir þar sem stendur. en við Forli hafa bandamenn sótt nokkuð fram, og munu nú vera komnir að á þeirri, sem Þ.jóðverjar ætla að verjast við. á löngu svæði. Nokkuð hefir verið um bardaga á Adriahafsströndiuni, en að- staðan er þar óbreytt. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.