Morgunblaðið - 12.11.1944, Page 5

Morgunblaðið - 12.11.1944, Page 5
Sunnudag’ur 12. nóv. 1944. MORGUNBLAÐIÐ w**”- 5 Flutti 12000 munns ú dug og mettuði 5000 ú 2 klst. Fyrir nokkrum dögum spyr jeg Sigbjörn Ármann: — Hvar átt þú heima? — Á Njálsgötu 96. Beinl á móti barnaleikvellinum. — Jeg kem innan stundar. — Vertu velkominn, segir Sigbjörn Ármann, í símann. Og síðan labbaði jeg heim til hans og sesl þar inn í stofu. , — Svei mjer, ef jeg held ekki að jeg 'sje hálf feiminn við þig — bara í þetta sinn, segir hann svo. Það veit ham- ingjan, að það hefir aldrei kom ið fyrir áður. -— Og það veit hamingjan, að það á aldrei eftir að koma fyrir aflur, segi jeg. En segðu mjer. Hvað erl þú búinn að vera lengi hjer í Reykjavík? -— Síðan 1917, að jeg kom frá Ameríku. ■— Svo þú hefir verið þar vestra. -— Já. I nærri 11 ár. -— Hversvegna fórst þú þang að? . | — Það var af því, að mjer brást1 atvinna í Þýskalandi, ér jeg hafði fastlega treyst. I Svo leiðis var, að jeg hafði verið 3 ár við Tangsverslun, hjá Jóni Laxdal á Isafirði, sem þar var verslunarstjóri. Hann ætlaði að útvega mjer stöðu í Þýskalandi. Jeg ætlaði, skal jeg segja þjer, að vinna að því, að fá bein verslunarsambönd við Þýskaland. — Þá fór allt. um Kaupmannahöfn. Jeg var á móti því. En þegar jeg komst ekki að í Þýskalandi, þar sem jeg ætlaði mjer, vildi jeg ekk- ert hugsa um Danmörk eða Noreg eða Norðurlönd yfirleitt og stakk af í fússi til Ameríku. Kom þangaðí okt. 1907 og rjeðst hjá járnbrautarfjelagi í New York. Fyrst sem vörður, síðan sem conductor, eða braular- stjóri. Lestin gekk milli Brook- lyn og Coney Island. Þar er helsti skemtistaðurinn í ná- grenni borgarinnar. Við flutt- um 12000 manns að meðaltali á dag, og átti jeg að standa skil á fargjaldinu. Brautin var loftbraut yfir húsaþökunum, er inn í Brook- lyn kon, en var á jörðinni hinn partinn. Þarna vann jeg 1 7 ár. Þang- að til um haustið 1914. Þá braust út verkfall við járn- brautina. Þá fór jeg í annað. Margt æfintýralegt frá" þeim árum. En við skulum geyma að tala um það, þangað til jeg verð sjötugur. — Þá yrðu nú blaðafrjettirn- ar nokkúð gamlar, ef maður ætti að bíða eftir þeim í 10 ár. — Jeg ætlaði aldrei til ís- lands að koma. En á endanum strauk jeg heim, með hjátp góðra kunningja minna í New York. Það var svo einkennilegt. í fyrri heimsstyrjöldinni var jeg eins mikill Þjóðverja vin- ur, eins og jeg er mikill banda- mannavinur. nú. Var þá, eins og altaf, ósmeikur við að brúka kjaft. Leynilögreglan hafði eftirlit með mjer í 3 vikur. Farið var til versta andstæðings míns, til að spyrja hann um mig. Hann sagði dónanum, að því mætti treysta, að jeg væri „loyal“ Bandaríkjaborgari. En við rif- umst útaf stríðinu, þessi ná- Sigbjörn Ármann sextugur ungi og jeg, svo hárin risu, og lá við áílogum. En á endanum var hann mjer hjálplegur að strjúka úr landi. Jeg vildi ekki í herinn. Ekki til að tala um. Ekki til Frakk- lands að berjast við Þjóðverja. Jeg var þrisvar kallaður fyrir dómara. Það - kom fyrir ekki. Sagði, að jeg lyfti ekki fingri gegn Þjóðverjum fyr en þeir rjeðust á Bandaríkin. Ekki var hægt að skylda mig í herinn. Þeir gátu það ekki. En þetta endaði með því, að jeg strauk. Leigði mjer 70 tonna hafnar- bát og elti Gulll'oss út á haf, út fyrir Sandy Hook, þ. e.“ a. s. það var Islandið, sem jeg elti. Hjelt að það væri Gullfoss. Þekti ekki ,skipin. Hafði e'kki sjeð þau. Bæði voru þau með danskan fána. Jeg varð uppi- skroppa með olíu og varð að snúa til baka og hjelt, að alt væri til einskis. En rekst þá á Gullfoss, sem lá við Frelsisgyðj una á ytri höfninni, og komst um borð. Sigfús vinur minn Blöndahl vap með skipinu. Hann hafði lofað mömmu því, að koma með mig heim í þessari ferð. En það var svo sem ekki alt saman búið, þó jeg væri kom- inn út í Gullfoss. Því hann átti að koma við í Halifax. Jeg hafði fengið passa hjá danska konsúlnum í New York. Hann var vinur minn. H«nn spurði mig, er jeg kom til hans, hvort' jeg væri vitlaus, hvort jeg hjeldi, að hann gæti gefið mjer passa, amerískum borgara. Jeg sagði, að jeg ætlaðist til þess, að hann gæfi mjer passa án þess að jeg þyrfti að vinna eið. Svo rjetti jeg fingurna niður í staðinn fyrir upp. En þá höfðu allir ,identifications card“. Og þessvegna gat jeg ekki komist um borð í Gullfoss, sem hver annar. Þessvegna þurfti jeg að stelast í skipið. Til frekara öryggis passaði jeg mig með það, að vera full- ur alla leiðina til Halifax, og meðan við vorum þar. Því ef Jeg hefði verið tekinri þár, þá hefði jeg sagt, að jeg hefði gert þetta alt saman í fylliríi. Far- þegarnir gátu vottað það með mjer, ef til kom. En enginn kom í Halifax til að finna mig. Og heim komst jeg. Jeg fór frá öllu mínu dóti í herberginu, þar sem jeg bjó, hjá dönskum hjónum í New ] York. Keypti mjer bara vönduð föt til ferðarinnar. Seinna frjetti jeg, að komið hefði ver- ið og spurt eftir mjer nokkru eftir að jeg fór. En fólkið sagði bara, að jeg hefði horfið. eins og svo margir í New York í þá daga. Næsta ár fjekk jeg svo sent hingað dótið mitt. — En hvað hafðir þú fyrir stafni í New York, eftir að þú fórst ifá járnbrautarfjelaginu? — Það var margt. Þá þekti jeg mig vel í New York. Fyrst keypti jeg veitingastað 'lneð dönskum manni í fjölfarinni götu, Nassau-street. Við fórum á hausinn með hann. Byrjuð- um á skökkum tíma. Seinna vann jeg við skyndimatstofu, þar sem 5000 manns borðuðu hádegisverð á tveim tímum. 80 starfsmenn fyrir utan eldhús- fólkið. Þar var handagangur í öskjupni. Þetta var í Hudson terminal • byggingunni, sem margir kannast við. Jeg var þar aðstoðarmaður forstjórans. ■— Hafðir þú mikil kynni af Islendingum í New York á þess um árum? — Þar voru engir Islending- ar. Jeg var svo frægur að leið- beina þeim Sveini Björnssyni og Olafi Johnson, er þeir komu til New York 1915. Sveinn Björnsson þekti mig úr Reykja vík. Jeg svaf í Isafold um tíma hjá frænda hans Birni Sveins- syni, syni , Sveins Jónssonar í Stykkishólmi. Þá var jeg að komast í skóla. Þekti Björn úr Stykkishólmi. Jeg er nefnilega fæddur á Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Þar var feðir minn bókhaldari hjá Gránufjelags- faktorum. Hann varð síðan verslunarstjóri hjá Tang í Stykkishólmi. Jeg var 12 ára, er við komum þangað. Þar lærði jeg undir skóla, hjá þrem afburða kennurum, sr. Sigurði Gunnarssyni, Davíð Scheving lækni og Lárusi Bjarnasyni sýslumanni. En þegar jeg var búinn með 1. bekk, þá fór fað- ir minn frá Tang. Jeg vildi ekki, að pabbi þyrfti að hafa neinn meiri kostnað af mjer. Og þá varð jeg innanbúðarmað ur hjá Thomsen. Þá þekti mig hver kjaftur í bænum og jeg alla. Þá vár annað að véra í búð en nú. Þá þurftum við strákarnir að le’ggja í ofnana á morgnana svo snemma, að funheitt væri orðið kl. 8. Og búðinv opin altaf til kl. 8 á kvöldin. — Hvað tók við, þegar þú komst heim frá Ameríku? — Árið 1918 stofnaði jeg heildverslún með Ágúst bróð- ur mínum. Þegar verðfallið kom. risum við ekki undir því. Fyrst gjaldeyrisvandræðin. Svo fórum við að kaupa afurðir, til þess að fá gjaldeyri. Svo töp- uðum við 100 þús. krónum á einni fisksendingu. Fiskurinn átti að vera kominn til Eng- lands fyrir jól. Skipið, sem var með hann, fór í kringum land, kom ekki út fyr en eftir ára- mót. Þá hafði verðið fallið. Kaupendurnir lausir allra mála vegna þess, hve sendingunni seinkaði, og tóku ekki á móti fiskinum. 100 þús. kr. þar. Hvorki meira nje minna. Við sem höfðum að heita má ekk- ert rekstrarfje, stóðumst það ekki. En hver fjekk sitt á end- anum. og annað bættist ofan á. Höfðum t. d. keypt ull. Kom um henni ekki út. Jeg þvældist með ullina um þvert og endi- langt England, en árangurs- laust. — Næst? — Stofnaði jeg íshús. Fyrst Hrímni á Njálsgötu og síðan annað. Byrjaði upp úr því að flytja kassafisk til Englands. Alla leið til London í kælivögn um. Þetta líkaði vel. I þessu og þvílíku er framtíð. Það vissu fáir þá, en margir riú. Árið 1927 fór jeg að gera samninga við bændur um lax- veiði í ám. Nú fara sumrin hjá mjer í það umstang. Jeg tel mig vera vin laxins, ánna, bændanna og veiðimann anna. Laxveiðin á að vera sport. Árnar eiga að fá mikið af laxi. Laxinn á að fá að lifa sem lengst. Stofninn að marg- faldast. Nú hefi jeg meiri og’ minni afskifti af 8 laxveiðiám. Var fyrir stríð búinn að byggja veiðimannahús fyrir 60 þús. kr. Það var mikið þá. Jeg gat ekki risið undir því. Þessvegna stofnaði jeg hlutafjelag um þetta mál. Og nú fer sem sagt sumarið í það að sjá um þetta alt. Semja við laxabændur. Leigja veiðina. Sjá um húsin. — Hvað færð þú í þinn vasa fyrir þetta? — Hvað jeg fæ? Hugsa ekk- ert um það. Þetta er orðin hug- sjón, skal jeg segja þjer. Mjer finst þessi mál eiga að vekja meiri hrifningu en þau gera. Nú fórum við að tala um lax, laxár og laxveiðar fyrir alvöru. Og ef jeg hefði ekki haft annað að gera, þá hefðum við setið enn í stofu Sigbjörns og talað um lax, silung, laxaklak og alt gott, sem af því getur leitt fyr- ir landið og þjóðina, þegar hætt verður við alla neta- og kistu- veiði í ám, en laxaklak orðið ,svo mikið, að allar ár verði á ný fullar af fiski eins og á land- námsöld, að heita má, og sport- mennirnir, sem hlakka til þess allan veturinn, koma fljúgandi laxinn glæriýjan sömu leið í loftinu, sem veiðimennirnir komu, svo laxinn kemur á borð höfðingjanna í London eða París, nýrunninn norðan úr Húnavatnssýslu. Um stund talar Sigbjörr, um tilbúnar silungatjarnir. þar sem silungurinn er fóðraður alt frá því hann „skríður úr eggi“, þangað til hann er orðinn herramannsmatur, en alt verð- ur þetta atvinnuvegur, sem um munar. ‘ ' Sigbjörn segir m. a. frá við- ræðum sínum við fiskifræð- inga, og hvernig margt er ena órannsakað um æfisögu lax- anná. Vísindamenn haldi því ,t. d. fram, að laxinn komi ekki nema einu sinni á æfinni upp í árnar og þá hrygni hann. og aðeins þetta eina ár. En Fisk- ræktarfjelagið hefir haft laxa- hjón uppi við Hvassafell í Borg arfirði vetrarlangt. Fjekst mik ið af seyðum undan þeim fyrra árið, en seinna árið hepnaðist klakið þó enn betur. Einkenni- leg tilviljun væri það, segir Sigbjörn, ef hjer væri um ein- hverja undantekningu að ræða, að við hefðum emmitt hitt á að handsama hrygnu og hæng, sem væri með því marki brendi að geta aukið kyn sitt tvö ár í röð, en allir aðrir laxar í ánni, að heita má, gætu það ekki. Svona er mar^t, sem gaman er að athuga, segir Sigbjörn, gaman að vita af miklum laxi í ánum, gaman að lengja göng- ur þeirra upp eftir vatnsföll- unum, fjölga hrygningarstöðv- unum og finna til þess, að með því er verið að vinna fyrir framtíðina. Nú þurfti jeg að slíta talim> og komast til vinnu minnar. Jeg skála við húsfreyjuna og þakka Sigbirni drinkinn og skemtunina, og bý mig til ferð- ar. Þegar við erum komnir fram í anddyrið, segir Sig- björn: — Ef þú skrifar eitthvað um mig á sextugsafmælinu mínu á sunnudaginn, þá máttu getat þess, að síðan 20. október hefi jeg yngst um 10 ár. Þú veist hvað jeg á við. — Jeg held nú það. Svo þú ert þá, eftir þessum útreikn- ingi, ekki nema fimtugur! V. St. yfir heimshöfin, til að renna i árnar, en ekki sjer högg á vatni, því veiðin verður svo Flotadeiíd til Saloniki. London í gærkveldi: Bresk flotadeild kom í gær til Salon- iki i Grikklandi og voru í för- inni nokkur skip með matvæla mikil, og hægt verður að senda | birgðir. getum við nú aftur útvegað allár tegundir af Húsa- Skipa og Ryðvarnarmálningu frá hinu þekkta Málningarfirma Colthurst & Harding Ltcl. JJ. Ólafóson. & Eemköft X

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.