Morgunblaðið - 12.11.1944, Side 10
WIORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. nóv. 1944.
1
Hann lagði handlegginn ut-
an um hana og dró hana með
sjer fram í anddyrið, um leið
og hann tók lykilinn upp úr
vasa sínum með vinstri hend-
inni og opnaði útidyrnar. „Nei,
sko, það er Turner læknir“,
sagði hann. „Það er einmitt
maðurinn, sem jeg átti von á“.
Hann tók fastar utan um
Miröndu, svo að hún hallaðist
að honum, gegn vilja sínum,
og þau stóðu þarna — hinn
glæsilegi húsbóndi og hús-
freyja að Dragonwyck, mjög
svo innileg, að því er virtist,
og tóku á móti gesti sínum.
Andartak vissi Jeff ekki,
hvaðan á sig stóð veðrið. En
svo leit hann í augu Miröndu.
„Já, jeg var hræddur um
þetta“, hrópaði hann og gekk
hratt til hennar, án þess að
skeyta nokkuð um Nikulás. „Og
þess vegna kom jeg“.
Nikulás slepti henni og lok-
aði dyrunum.
„Það var mjög fallegt af yð-
ur að koma, Turner“, sagði
hann glaðlega. „Annars sendi
jeg mann með skilaboð til yð-
ar rjett áðan. Þjer hafið ef til
vill mætt hónum?“
.„Jeg efa stórlega, að jeg
hefði komið, þótt þjer hefðuð
sent eftir mjer“, svaraðí Jeff.
„Það hjelt jeg einnig“, sagði
Nikulás. „En ef þjer hefðuð
beðið eftir skilaboðunum, hefð-
uð þjer komist að raun um, að
þau voru auðvitað frá Mir-
öndu“.
Jeff leit á Miröndu, en hún
hristi höfuðið. Varir hennar
voru náfölar og augu hennar
eins dökk og skuggarnir í and-
dyrinu bak við þau.
* „Við skulum koma inn í
ftauða herbergið“, sagði Níku-
lás. „Þar getum við setið og
Játið fara vel um okkur og
spjallað saman. Okkur hefir
ætíð fundist það notalegasta
herbergið í húsinu — er það
ekki, ástin mín?“ sagði hann
og leit brosandi á Miröndu.
Þau fengu sjer sæti inni í
Rauða herberginu, Nikulás á
legubekknum, en Jeff og Mir-
íinda á sitt hvorum stólnum.
Nikulás athugaði þau með
kaldhæðnum ánægjusvip. Mir-
fmda horfði stöðugt á mann
sinn, en Jeff hallaði sjer kæru-
leysislega aftur á bak í stóln-
um og krosslagði fæturna.
Hann svaraði augnáráði Niku-
lásar með blíðu brosi, á meðan
hann hafði augun á hægri vasa
hans, og ígrundaði aðstöðu
sína. Heimskur var jeg, að
hafa ekki með mjer byssu,
hugsaði hann.
„Miranda segir mjer, að þjer
haldið, að þjer hafið gert mjög
sk®mtilega upppgötvun“, sagði
Nikulás í Ijettum armæðutón.
„Jeg held ekkert um það —
jeg veit það“, svaraði Jeff.
„Þótt þjer hafið auðvitað far-
ið mjög kænlega að ráði yðar“.
Kertaljósið varð alt í einu
skærara, svo að Jeff sá and-
lit Nikulásar greinilegar. Hann
hefir fengið ópíum, hugsaði
hann. Ekki mikið, en nóg til
þess, að það tefur ef til vill
fyrir honum.
„Þjer eruð einstakur maður,
hr. Van Ryn“, sagði Jeff. „Af-
burðamaður. Ef þjer hefðuð
notað gáfur yðar og hæfileika
skynsamlegar efast jeg ekkert
um, að þjer hefðuð getað orð-
ið voldugasti maður þessa
lands“.
„Þíkka yður fyrir — þetta
var fallega mælt“, sagði Niku-
lás. „Getur það verið —“, hann
sneri sjer að Miröndu, ,,að
þessi góði vinur þinn trúi því,
að jeg sje móttækilegur fyrir
fagurgala?“
Það varð þögn. Þau sátu
þarna þrjú, eins og höggvin í
stein.
Þá hallaði Nikulás sjer áfram
í sætinu og horfði á Miröndu.
„Þú ert óvenju hljóð, væna
mín“. Hann brosti ekki lengur.
„Hefirðu ekki gaman af að
heyra, hvað læknirinn hefir að
segja? — Jeg held að þú
sjert-----“. Leiftursnögt stökk
hann á fætur, og nú kom öll
byssan í Ijós. Með lævísri
fjaðurmagnan pardusdýrsins
beygði hann sig áfram og þreif
netið af hári Miröndu og hristi
það ruddalega, svo að það losn-
aði úr fljettunum og fjell laust
niður um herðar hennar og
bak.
„Sjáið þjer“, hrópaði hann
og sneri sjer að Jeff. „Þetta er
yndislegt — er það ekki? Þjer
hafið áreiðanlega aldrei sjeð
neitt eins tælandi. En ef til
vill hafið þjer áður sjeð konu
mína þannig? Jeg hefi verið að
brjóta heilann um, hvort hún
hafi ekki þegar leyft yður að
dásama hár sitt“.
Hann lyfti byssunni og mið-
aði. En þá var eins og Miranda
vaknaði af dvala. Hún krepti
hnefann og sló byssuna úr
hönd Nikulásar, og um leið og
skotið reið af, stökk Jeff fram.
Miranda hörfaði upp að
veggnum. Það var hálfrokkið
í herberginu, svo að hún gat
ekki greint, hvor hinna tveggja
manna, sem veltust um gólf-
ið í æðisgengnum áflogum, var
Jeff.
Jeff var mjög sterkur, þótt
gamla sárið í handleggnum
háði honum nokkuð. En eins
og altaf, þegar hættu bar að
höndum, var styrkur Nikulásar
því nær yfirnáttúrlegur.
Og þáð kom að því, að hon-
um tókst að króa Jeff bak við
legubekkinn. Jeff fann langa,
sterka fingur hans læsast um
háls sjer, og hann hugsaði með
sjer: Þarna — nú er úti um
þig, drengur minn. Guð hjálpi
Miröndu — einhvern veginn.
— Hann ætlaði ekki að trúa
því fyrst, þegar hann fann, að
losnaði um takið á hálsi hans.
Hann opnaði augun og leit á
Nikulás. Sjer til mikillar furðu
sá hann ekki annað en mátt-
lausa skelfingu á andliti hans,
og augnaráð hans var starandi,
eins og hann væri að hlusta á
eitthvað.
Jeff stökk á fætur. „Náðu í
bjöllureipið“, hrópaði hann til
Miröndu.
Þá var eins og Nikulás rank-
aði við sjer, en Jeff var fljót-
ari til, og þegar Miranda kom
með reipið, batt hann hendur
hans og fætur. Nikulás hætti
allri mótspyrnu og lá hræring-
arlaus á gólfinu og sneri and-
litinu frá þeim.
„Flýttu þjer, Miranda", hróp
aði Jeff. „Náðu í kápuna
þína“. '
Hann tók útidyralykilinn
upp úr vasa Nikulásar, og þeg-
ar Miranda hafði náð í kápu
sína, hlupu þau saman í gegn
um hið stóra anddyri Dragon-
wyck-hallar —•_ í síðasta sinn.
Hestur Jeff beið hans úti
fyrir. Jeff lyfti Miröndu á bak
og settist síðan sjálfur fyrir
framan hana. Og hesturinn
brokkaði af stað í norðurátt
með hina tvöföldu byrði sína.
Það var farið að birta af degi,
morgunroðinn hafði þurkað út
stjörnurnar á austurhimninum.
„Hvað eigum við nú að gera,
Jeff?“ spurði Miranda lágt.
Hann hleypti brúnum og
hugsaði sig um stundarkorn.
Síðan svaraði hann: „Þú verð-
ur að taka áætlunarbátinn hjá
Schodack. Við náum honum,
ef við höldum vel áfram. Þú
ferð til New.York, eins og við
töluðum um, og hittir Francis
lækni. Jeg held áfram til Al-
bany, á fund fylkisstjórans.
Þegar hann heyrir, hvað gerð-
ist hjer í nótt, er jeg viss um,
að hann gefur út handtöku-
skipun sína annað kvöld, eða
í síðasta lagi hinn daginn“.
„Nikulás kemst sennilega
undan“, sagði hún.
„Jeg veit það. En hann losn-
ar ekki úr böndunum fyr en
einhver kemur og leysir hann.
Og þar eð allir þjónarnir eru
lokaðir inni, er ósennilegt, að
það verði fyrst um sinn. En
jeg ætla að senda pilt, sem jeg
þekki í Schodack, hingað nið-
ur eftir, til þess að hafa auga
með höllinni. Ef Nikulás fer
þaðan, getur hann fylgt honum
eftir. Hann kemst aldrei langt.
En einhvern veginn hefi jeg
það á tilfinningunni, að Niku-
lás yfirgefi ekki Dragonwyck.
Það væri miklu líkara honum
að loka sig þar inni og bjóða
öllum heiminum byrgin. Trú
hans á mátt sinn og megin er
takmarkalaus11.
„Nei, það held jeg ekki“,
svaraði Miranda. „Ekki leng-
ur“.
„Og það vantar svo sem ekki,
að hánn er nógu sterkur. Það
munaði minstu, að hann gerði
út af við mig“. sagði Jeff og
þreifaði á hálsi sjer. „Jeg veit
ekki, hvaða sending af himn-
um það var, sem setti hann út
af laginu. Það hefir sennilega
verið ópíum þgð, sem hann var
nýbúinn að neyta“.
mcð GLERAUGUM frá TÝLI.
Djákninn og drekinn
* Æfintýr eflir Frank R. Stockton.
1.
'. r ' >/, _ ///
YFIR DYRUM STÓRU, GÖMLU KIRKJUNNAR, sem
stóð í kyrlátum bæ í landi, sem er langt, langt í burtu,
var höggvið í steininn líkan af dreka einum mikli^m. —
Þessi mynd hafði verið sett þarna fyrir löngu, iöngu síðan
og myndhöggvarinn, sem hafði höggvið hana, hafði vand-
að sig óhemju mikið við verkið, en mynd sú, sem hánn
hafði gert var ekki skemtileg ásýndum. Drekamyndin var
með stóran haus, stóran opinn munn og þar í hvassar
tennur. Á baki sínu hafði drekinn vængi mikla og voru
á þeim beittir gaddar og krókar. Framfætur hafði dreki
þessi sterklega með hvössum klóm, en afturfætur voru
engir. Hali var hinsvegar mikill og sterkur og broddur
á endanum. Hann hafði halann hringaðan undir sjer og
kom broddurinn-í ljós rjett fyrir aftan vængina.
Myndhöggvarinn, sem gert hafði verkið, eða fólkið, sem
hafði fengið hann til þess, hafði vissulega verið ánægt
með það, því víðsvegar um kirkjuveggina voru aðrar
eins, aðeins mikið smærri. Höfðu þær verið settar ekki
allhátt frá jörðu, svo fólk gæti betur horft á þær og brotið
heilann um það, hve skrítnar þessar skepnur væru. •—
Það var mjög mikið af annarskonar myndastyttum og
upphleyptum myndum utan á kirkjunni, helgum mönn-
um, píslarvottum, mannshöfðum og dýra og fugla. Einnig
voru þar myndir af öðrum skepnum, sem ekki er hægt
að nefna, því enginn vissi nákvæmlega hvérskonar skepn-
ur þetta voru, en engin myndanna var eins vel gerð og
athyglivekjandi, eins og drekinn yfir dyrunum og litlu
drekarnir á hliðveggjum kirkjunnar.
Langt, langt frá borginni, inni á öræfum miklum og ill-
færum, þar sem vart hafði nokkur maður fæti stigið, átti
drekinn heima, sem myndirnar á kirkjunni voru af. Ein-
hvernveginn hafði hinn forni myndhöggvari sjeð hann
og síðan höggvið mynd hans í stein, eins og hann mundi
best eftir henni. Þetta vissi drekinn ekki, fyr en mörgum
öldum síðar, að hann frjetti af fugli, villidýri, eða með
öðrum dularfullum hætti, að líkneski væri af honum á
gamalli kirkju í fjarlægri borg. Nú hafði drekinn ekki
„JEG HELD“, sagði Max
Dreyfus eitt sinn við George
Gershwin, „að það sje dálítið
góður efniviður í þjer, sem
ekki er enn kominn í ljós. En
hann mun koma í ljós. Það get
ur tekið mánuði, það getur tek
ið ár, já, jafnvel fimm ár, en
jeg er viss um, að’þéssi gáfa
er fyrir hendi. Jeg skal segja
þjer, hvað jeg vil gera: Jeg vil
leggja í dálitla hætlu með
þig. Jeg skal láta þig fá 35
dollara á viku, án þess að
leggja á herðar þjer nokkrar
sjerstakar skyldur. Komdu
bara til mín á hverjum morgni
og segðu „Halló“, svo kemur
hitt á eftir“.
★
„Mjer þykir vænt um að
heyra smábörn skæla“, sagði
Moroler eitt sinn.
„Hvers vegna?“
„Vegna þess, að þá er svolít-
il von til þess, að þau verði tek
in burt“.
★
KONA, sem sótti listasýn-
ingu málarans Rockwells Kent
(f. 1882), horfði mikið á hinar
frægu englamyndir hans. Síð-
an fór hún til málarans og
sagði:
„Engir englar hafa nokkru
sinni litið þannig út“.
„Hvenær hafið þjer sjeð
englayfrú?“ spurði Kent.
★
Lítill snáði sagði frá því við
morgunverðarborðið, að hann
hefði dreymt mjög skemtilegan
draum um nóttina.
,,Jonni“, sagði móðir hans,
„veistu nokkuð, hvað draumar
eru?“
„Já“, svaraði. hann, „það eru
bíómyndir, sem maður sjer,
þegar maður sefur“.