Morgunblaðið - 12.11.1944, Page 12

Morgunblaðið - 12.11.1944, Page 12
12 Sunnudag'ur 12. nóv. 1944, E.S. GOÐAFOSS GOÐAFOSS var bygður árið 1921 í Svcndborg í Danmörku fyrir Eimskipafjelagið. Hann var 1400 smálestir (2000 smál. d. vv.). Hann kostaði nýbygður kr. 2.000.000. Vátryggingarfjeð, sem Eimskipafjclagið fær fyrir skipið, mun verða álíka mikið og flokkunarviðgerð hans kostaði, sem nýlega var gerð. Skip af þessari gerð mun nú kosta 7—8 miljónir króna. Churchill ú rúðstefnu með de Guulle í Purís Frakkar fá sæti í Evrópuráðin u London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Að afstöðnum vopnahljesminningar-hátíðaholdum í París í dag, settust þeir Churchill og Anthony Eden á ráðstefnu með de Gaulle og helstu ráðgjöfum hans. Var þá opinberlega tilkynt, að Bretar, Bandaríkjamenn og Itússar hefðu ákveðið, að Frakkar tækju sæti í Evrópuráðinu svonefnda. Verið að umkringja Hefz Allar líkur eru til þess, eftir fregnum i kvöld að dæmav að herjum Pattons takist bráðlega að umkringja hið rammgera vígi Þjóðverja í Austur-Frakk landi, Metz. Eru skriðdrekasveitir þegar komnar austur-yfir borgina, og hafa rofið allar járnbrautir það an til Þýskalands, bæði þá, sem liggur um Strassburg og Saar- brucken. Bardagar eru harðastir á Sal fnes-svæðinu, en þar er barist í miklum skógum. Skorfur í Oslo Frá norska blaðafulltrú- anum. Öllum frjettum frá Oslo, ber saman um að þessi vetur muni verða sá harðasti, sem íbúar borgarinnar.hafa orðið að þola síðan stríðið hófst. Borgin hefir verið gjörsamlega sykurlaus síð ustu vikur og við síðustu skömt un á smjöri, var smjörskamtur inn minkaðu’r um helming, frá fyrri skömmtun. — Alvarlegast er þó hinn mikli skortur sem nú er á kartöflum, en uppskera ársins nam aðeins 700.000— 800.000 smálestum, sem er að- eins helmingur þeirrar upp- skeru, sem fæst eftir hagstætt .sumar. Af þessari uppskeru verðjur að taka frá 200 þús, smál. til utsæðis næsta ár og vitanlega munu Þjóðverjar taka sinn skamt, en Þjóðverjar hafa þég ar tilkynnt, að þeir hafi nú þeg ar tekið 135 þús. smálestir. — Afleiðingarnar eru þær, að margir Oslobúár eru algjörléga kartöflulausir, þó að í nágrenni Osloborgar sje nú einna mest framleitt af þeim. A styrjaldarárunum hafa kartöflur verið ein heista fæða landsmanna, mun því skapast mjög örlagaríkt ástand, hjá fjölmörgum Norðmönnum. A tímabilinu frá 15. maí til 1. nóv. þ. á., hefir fullorðinn Norðmaður fengið matvæli sem hjer segir: 4.5 kg. af hvalkjöti, 300 gr. af kindapylsum, 21 pund af frosnum fiski, 3.5 jjund af káli og eitt pund af gulrófum. Skamtur þessi átti að nægja fullorðnum manni í 170 miðdegisverði. — Osloborg hefir ekki fengið nema sem svarar helming þess eldneytis er borgin þarf yfir vetrarmán- uðina. — Vegna hins mikla skorts á matvælum, nothæfum fötum og skófatnaði, hafa vinnu afköst skógarhöggsmanna mink að, einnig vegna þess, að Þjóð- verjar hafa tekið ÖII bestu flutningatækin í sína þjónustu og er nær ógerlegt að fá flutn- ingatæki til að flytja eldsneyti til Oslo. — Vegna eldsneytis- skortsins verður öllum skólum í Oslo lokað frá 15. des. til 12. mars 1945. Bann gegn upphit- un var upphafið þann 1. nóv. s. 1., en viku seinna tilkynntu yfirvöldin skömmtun á raf- magni, þannig að borgarbúar geta ekki hitað upp hjá sjer við rafmagn. I kvöld hjelt de Gaulle Churchill og förurieyti hans mikla veislu og var þar fjöl- minni mikið. Þar var meðal annarra staddur Giraud hers- höfðingi. Tljelt de Gaulle ræðu, og hrósaði Bretum mjög fyrir alt, sem þeir hefðu gert fyrir Frakka, en Churchill svaraði og kvað vináttu og bandalag Frakka og Breta altaf verða að vera styrkt og stöðugt og samvinna þeirra trausta í hvívetna. Síðar um kvöldið var farin skrúðganga mikil með blysum út í Compigeneskóginn, og voru þar tendruð bál, en þar var povnahlje samið 1918 og 1940. t Paasikivi myndar stjórn í Finnlandi London í gærkveldi: Fregnir frá Helsingfors herma, að Paasikivi muni mynda nýja stjórn í Finnlandi bráðlega. Fylgir fregn þessari, að margir af meðlimum fyrver andi stjórnar muni taka sæti í hinni nýju stjórn, en ekki hefir hinn nýi forsætisráðherra enn birt ráðherralista sinn. — Reuter. (hurchill í París við vopnahljeshálíð London í gærkveldi: í gær voru liðin 26 ár, síðan vopnahlje var samið í fyrri heimsstyrjöld oé fóru af því til efni fram mikil hátíðahöld í París, var Churchill viðstadd- ur hersýningu og hátíðahöld á- samt de Gaulle. — Reuter. Sex skipum sökt. London: Frá Washington ber ast fregnir um það, að sex jap önskum skipum hafi enn verið sökt á Kyrrahafi. Var þar eitt betiskip og eitt hjálparbeiti- skip. Talið er að með þeim hafi farist um 700 manns. Ráðisl á olíuslöðvar í dag rjeðust um 450 stórar amerískar flugvjelar á olíu- stöðvar í nánd við borgina Gelsenkirchen í Þýskalandi, og voru sprengjuflugvjelar þessar varðar orustuflugvjelum. Veð- ur var illt. Engin mótspyrna var í lofti. — Fjórar sprengju- flugvjelar fórust og ein oruslu- flugvjel. — I nótt sem leið rjeð ust Mosquitoflugvjelar á Hann over. — Reuter. Þjóðverjar lýsa Eyslrasal! hællusvæði Svíar mótmæla. Frá sænska sóndi- ráðsinu: ÞÝSKA stjórnin tilkynti sænsku stjórninni þann 9. þ. m., að Þjóðverjar hefðu aftur stækkað hættusvæði það, sem þeir höfðu áður lýst yfir að væri á Eystrasalti, þannig að á mörgum stöðum er það al- veg að sænskri landhelgislínu. Tekið er fram í orðsending- unni, að hvert skip, sem um hættusvæðið sigli, eigi á hættu, að á það verði skotið. Af þessu tilefni hefir sænska stjórnin sent þýsku stjórninni skörp mótmæli í gær, þar sem haldið er fram, að sænska stjórnin álíti hinar þýsku aðgerðir skaðlegar fyr- ir Svía, og ólöglegar, og ber brygður á rjett Þjóðverja til þess að skjóta á sænsk skip án aðvörunar, þótt þau fari inn á hið stækkáða, liættu- svæði. Leggur sænska stjórn- in alla ábyrgð á lierðar þýsku stjórnarinnar, vegna allra af- leiðinga, sem hinar nefndu aðgerðir kunna að leiða til. Yfirmaður ])ýsku ferða- mannaskrifstofunnar í Stokk- hólirri, Gossler barón hefir verið tekinn fastur og verður gerður landrækur, vegna þess að stai’fsemi hans brýtur í bága við öryggi Svíþjóðar. 62 breskir hermanna- kirkjugarðar erlendis. London: Tilkynnt hefir verið af opinberri hálfu, að nú sjeu als 20 breskir hermannagraf- reitir í Normandi, 12 á Sikiley og Ítalíu og 30 í Norður-Afríku, Sýrlandi og Irak. í öllum þess- um grafreitum hvíla menn, sem fallið hafa í þessari styrj- öld. Severnfljótið virkjað? • London: í ráði er að virkja fljótið Severn í Bretlandi, og er álitið, að slík virkjun gæti sparað um 1 milj. smál. kola á ári. Fyrirtæki þetta mun verða feikna dýrt. Byggingaráð- slefnunni i lýkur í dag FULLTRÚAR bygginga^ málaráðstefnunnar skoðuðu í gær Laugamesskólann, Sjói mannaskólann og Þjóðleiki húsið áður en fundir hófust. 1 gær kl. 1,30 fluttu erindí þeir dr. Bjöm Björnsson uns; brunatryggingar og bruna-i mál og Halldór Stefánsson,, forstjóri, um sama efni. ÞáJ flutti Einar Erlendsson húsai meistari erindi um bygginga* samþvktir. KI. sex í gær flutt? svo Einar Sveinsson hiisai meistari, erindi um byggingi ar og einangrun þeirra. Fundur verður settur kí« 1,30 í dag. Yerða þar ræd(| nefndarálit og ákvarðanip, teknar um þau, en kl. 3,30! verður sameiginleg . kaffL drykkja í Tjarnarcafé og ráð« gert er að ráðstefnunni verð? þá slitið. Byggingasýningin í Ilótel Heklu verður aftur á mótij opin fram eftir þessari viku, Húsbruni í Hvera- geröi UM KLUKKAN 5 í gæí! brann íbúðarhús í Hveragerð? til kaldra kola. Eldurinn mun hafa komið? upp um lcl. 4,30 og breiddist mjög fljótt út, varð húsið ali elda á skammri stundu og brann það til kaldra kola 1 húsinu bjó eigandi þesá Einar Kristinsson, bifreiðari stjóri, með konu sinni ogj þrem börnum. Húsið var einlyft járnvariðj timburhús. Var innbúið mjögj lágt vátrygt og hefir Einafí því orðið fyrir mjög tilfinnn anlegu tjóni. FERMING í Dómkirkjunni í dag kl. 2. Síra Garðar Svavarsson. Hulda Ásgeirsdóttir, Ægisíðu við Kleppsveg. Sigríður Stephensen, Hrísateig 13. Valdís Ásgeirsdóttir, Ægisíðu • við Kleppsveg. Björn Jensson, Hólum við Kleppsveg. Guðmundur Bogason, Álfheim- um 10. Haukur Pálmason, Rauðarárstíg 36. Niels Hansén, Kletti við Klepps- veg. Orn Sigurgeirsson, Hverfisg. 121 Lesbókin í dag í Lesbókinni í dag birtisfc fyrri hluti greinar eftir Jóhann Gunnar Ólafsson um Sigurð Breiðfjörð skáld og veru hans hjer í Reykjavík. í þessum greinarkafla skýrir höfundur frá fyrri frásögnum af æfi skáldsins og segir frá fyrstu dvöl Sigurðar hjer, m. a. frá draugsmálinu. í síðari kaflan- um segir hann frá hörmuiegum ævilokum Sigurðar. Þá er grein um Titanic-slysið (þýdd úr Fram), grein eftir Ólaf Briem magister um land- vætti, þrjár smásögur o. fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.