Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 28. xxóv. 1944 MORGUNBLASIÐ 5 Pjetur Ingimundarson SÍÐAST LIÐINN föstudag, 24. nóvember, andaðist. Pjetur Ingimundarson slökkviliðsstjóri að heimili sínu hjer í bænum, eftir fimm mánaða sjúkdóms- legu. Pjetur var fæddur á Uti- bleiksstöðum í Miðfirði 6. júlí 1878. Ingimundur faðir hans ■ var sonur síra Jakobs Finn- bogasonar, sem síðast var prest- ur í Steinnesi, og konu hans Þúríðar, dóttur síra Þorvalds Böðvarssonar í Holti. Kona Ingimundar Og móðir Pjeturs var Sigríður, dóttir síra Sig- fúsar Jónssonar frá Reykjahlíð, prests að Undirfelli, og Sigríð- ar konu hans, dóllur Björns Blöndals sýslumanns í Hvammi. Eru sumar þessar ættir flest- um íslendingum kunnar. Pjetur Ingirpundarson kom til Reykjavíkur íil trjesmíða- náms árið 1898 oé átti hjer heima upp frá því. Hann tók sveinspróf ári síðar, tæplega 21 árs að aldri, var um átján ára skeið yfirsmiður, gerði upp- drætti margra húsa, stóð fýrir smíði þeirra og kom á margan hátt við byggingarmál bæjar- ins. Árið 1910 varð hann vara- slökkviliðsstjóri, var settur slökkyiliðsstjóri 1918, skipaður í þá stöðu 1920 og gegndi henni til æviloka. Hann hafði lengi átt sæti í byggingarnefnd og brunamálanefnd, og enn má geta þess, að hann var einn af stofnendum hlutafjelagsins Völ undar, Rauða krossfjelags ís- lands og Bálfarafjelagsins. Pjetur kvæntist árið 1901 Guðrúnu, dóttur hjónanna Bene dikts járnsmiðs Samsonssonar og Guðriðar Tómasdóttur í Skál holtskoti. Þau eignuðusl fimm börn, sem öll eru í lífi. Unnur er gift Einari stórkaupmanni Pjeturssyni, Sigríður Brynjólfi lækni Dagssyni í Búðardal. Kjartan brunavörður er kvænt- ur Karen Smith, Tómas stór- kaupmaður Ragnheiði Einars- dótlur sýslumanns Jónassonar. Yngsti sonurinn, Ólafur, lauk endurskoðaraprófi í Björgvin eftir að Noregur var hernum- inn og er nú í Danmörku. Hann er kvæntur norskri konu, Rutb Sörensen. Heimili þeirra Pjeturs og GuSrúnar var um langt skeið stórt og umfangsmikið, því að auk barnanna voru þar foreldr- ar hans og móðir hennar, sem nutu þar öll umönnunar síðustu æviárin, og 'margt fóllc annað var þar til húsa eða í fæði- Þurfti mikils við, og«voru þau hjónin samhent um búskapinn, sambúð þeirra !il fyrimyndar og heimilisbragur rausnarlegur og skemmtilegur. Á síðari ár- um höíðu þau minna um sig, gamia fólkið var horfið hjeðan og börnin komin að heiman. Auk sirtna eigin ba,rna ólu þau upp Guðmund Guðmundsson klæðskera, systurson frú Guð- rúnar, og Pjetur Halldórsson, son Sigríðar dóttur sinnar og fyrra manns hennar. Og jafn- an hefir verið gestkvæmt og gestrisni mikil í húsi þeirra. Pjelur var umhyggjusamur heimilisfaðir og svo heimilis- elskur, að hann mátti ekki til ÓLAFUH BRIEM skrifstofustj óri þess hugsa að fara í sjúkrahús í hinni löngu og erfiðu bana- legu sinni :nje njóta hjúkrunar annarra en konu sinnar. Stund- aði hún hann af nákvæmni og ástúo 'nótt með degi og var ein viðslödd, er andlát hans bar að höndum, — þrautalaust og í skjótri svipan, eflir að honum hafði liðið með betra móti síð- ustu dagana. Pjeturs Ingimundarsonar verð ur lengsl minnst af Reykvík- ingum Tyrir starf hans sem slökkviliðsstjóra, þólt hann ynni margt fleira bæ og þjóð- fjelagi til nytsemdar. Þeir ein- ir, sem muna, hvernig slökkvi- störfum var háltað hjer á fyrsta áratugi þessarar aldar, meðan vatn var borið í fötum úr brunnum eða sjó og dælt í logana með handafli, geta gert sjer fyllilega ljósa þá breyt- ingu, sem síðan er á orðin. Hún er að vísu eðlileg, þegar gætt er annarra breytinga, vatns- veitu, vaxtar bæjarins og nýrr- ar tækni á öllum sviðum. En samt skiptir jafnan miklu, hver á heldur. Um Pjetur Ingimund- arson má með sanni segja, að í þessu áb^u'gðarmikla starfi ■ nutu samviskusemi hans, hag- ' sýni og stjórnsemi sín til hlít- 1 ar. Hann fylgdist vel með öll- 1 um nýjungum á þessu sviði, fór 1 við og við utan til þess að .kynna sjer þær og kaupa hin bestu tæki, en hafði glöggt auga fyrir því, sem hjer hentaði best, og braut sjálfur upp á nýjung- um,■' sem reyndust ágætiega. Hversdagsleg störf slökkviliðs- ins virðast kyrrlát og tilbreyt- ingalítil. En í rauninni verður það að vera eins og spenntúr bogi, alltaf viðbúið, öll tæki í fullkomnu lagi. til þess að grípa til þeirra fyrirvaralaust, þegar eldsvoðann ber að höndum, og þá getur alt í einu verið hörð- um mannraunum og mann- hættu að mæta. Hjer þarf í senn árvekni, sem aldrei dotlar og vanrækir ekki neinn smá- hlut, skjót viðbrigði og úrræði í vanda, sem er meir og minna nýr og óvæntur í hvert sinn. Ekki er á neinn hátt vanþakk- að hinum ágætu samstarfs- mönnum Pjetúrs Ingimundar- sonar, þótt fullyrt sje, að hann hafi verið lífið og sálin í starfi slökkviliðsins, eins og staða hans gerði ráð fyrir, —- enda var hann í þeirri slöðu af lífi og sál. Slökkvilið Reykjavíkur hefur' smám saman unnið sjer slíkt traust bæjarbúa, að marg- Fi’amhald á bls. 11. ÞAÐ VAR ekki feigð að sjá á Ólafi Briem í vetur áðuV en hann lagðist í sjúkrahús. Hann var ljettur í spori sem ætíð og sami hlýi og glaðværi maður- inn eins og vinir hans kannast við. En dauðinn gerir ekki ætíð boð á undan sjer. Á móti von, andaðist hann aðfaranótt þ. 19. þ. m., og má segja, að það bæri brátt að. þó að lasleiki væri á undan genginn. En eitt sinn skal hver deyja. ólafur Briem var innan við fermingu, er hann misti föður sinn, hinn merkasta mann, sem var öllum harmdauði. Náði hann aðeins fimmtugsárinu, en Ólafur heitinn stóð nú á sex- tugu. Veturinn eftir lát föður hans kom móðir hans syni sín-- um fvrir til kenslu á Torfastöð um hjá síra Magnúsi Helgasyni, síðar skólastjóra Kennaraskól- ans. Næsta ár dvaldist hann hjá skyldfólki sínu á Sauðárkróki. Fyrir atbeina Jes Zimsens, kaupmanns, var honum komið l'til fjögurra ára verskmarnáms hjá kaupmannrí Kolding í Dan i mörku, og sótti hann þá um ! leið verslunarskóla. Að náminu loknu ^tundaði hann um hríð j verslúnarstörf í Sönderborg, en hvarf svo heim til Islands. Það varð hlutskifti Ólafs Briem að starfa við hvert stór- fyrirtækið af öðru, ýmist sem Skrifstofu- eða framkvæmda- stjóri. Fj'rst í Viðey (P. J. Thorsteinsson & Co.). en síðar hjá Geo. Copeland, Kol & Salt, Kveldúlfi og síðustu árin í S. í. F. Þetta er hin ytri umgjörð að ævi Ólafs Briem. Það er svo misjafnt, hvernig tekst til um val á líísstarfi manna. Oft ræð ur því hending ein. En þeir, sem til þektu, vissu, að til forstöðu slíkra fyrirtækja, er nefnd voru, þótti hann tilvalinn. Frumskilyrðíð var staðgóð versl unar- og viðskiftaþekking. En j gróa yfir þau sár. En okkur, j hinum fjölmörgu frændúm hans, mun oft koma. Ólafur j Briem í hug, þegar við heyrum góðs manns getið. Frændi. ★ Ólafur Briem var fæddur í Reykjavík þ. 14. júlí 1884. For- eldrar hans voru Gunnlaugur Briem, verslunarstjóri í Hafnar- firði, Eggerts Briems sýslumanns, og kona hans Frederikke f. Cláessen. . Hann kvæntist þ. 6. maí 1911 Önnu, dóttur Valgard Claessens, landsfjehirðis, og lifir ! hún mann sinn. Börn þeifra j hjóna eru: Margrjet, g. Agli ! Kristjánssyni heildsala, Guðrún, í g. Árna Björnsson, kaupm. í Borgarnesj, Gunnlaugur umboðs- ! sali í New York, Valgarð í 6. b. ] Verslunarskólans og Ólafur. svo komu til aðrir fágætir eig- inleikar: ósvíkjandi orðheldni, kurteisi. glaðværð og lipurð, hvernig sem á stóð. En það var líka góður efniviður í Ólafi Briem, því að hinn mikli öðl- ; ingur faðir hans, valdi honum gott móðerni. Jeg tel Ólaf Briem hafa ver- ið gæfumann, því að honum var yndi að því að vinna. og það þó að stundum þvrfti að leggja nótt við dag. eftir því sem hin umsvifamiklu störf krcfðu. Skarð hans mun vand- fylt. Að vísu kemur maður manns í stað. en ei jafningi jafnan. Þessi sívinnandi og af- kastamikli maður heyrðist aldrei nefna annríki á nafn. KVEÐJUORf) frá samstarfsmanni. í 12 ÁR hefi jeg sjeð hann silja við skrifborðið sitt, — og símann — heyrt hann tala við flesta eða alla útvegsmenn landsins, frá morgni til kvöld, og aldrei heyrt annað en hina rólyndu, glöðu og fallegu rödd. Yfir grýtt og úfið land barst hún skýr og úrræðagóð og greiddi úr fjölda vandamála og við hvern og einn skildi hún í hlýju og góðu skapi. Um 300 viðskiftamenn .meðfram strönd um landsins, sóttu fyrirmæli og ráð til Ólafs Briem. í allar þessar taugar hjelt hann mjukri og góðgjarnri hendi. Honum varð það Ijett, Ijettara en öll- um öðruín, því hann átti vin- fengi þeirra og -trúnað frekar öði'um. Hið heita skap fiski- mannsins varð ráðþægt og hlýtt ef Ólafur átti til sakanna að svara. Eggjum gagnrýninnar var aldrei að honum snúið. og eigi var hann látinn gjalda skoð ana sinna í landsmálurp — því honum var jafnt trúað aí öll- um. Það mun ekki ofsagt að út- vegsmenn landsins hafi á eng- um einum roantxi haft jafnmik! ar mætur og Ólafi Briem. Þess heyrðust oft svo óræk merki. Mun þeim finnast skarðið „æ ófylt og opið standa“ og í dag ! munu þeir minnast Ifens sem þess manns, er þeir, um mörg liðin á, hafa starfað með lengst og best. Við hin, sem daglega störf- uðum meo Ólafi Briem, megum mikils sakna. Verk hans vortt mikil og fágætlega unnin. — Framkoma hans, skaplyndi og manngæði, dró alla saman — og hvern að öðrum. Vinnan varð leikur við hlið hans, þvi þar sem andi Ólafs sveimaði yfir vötnunum, þar varð heim- ilisbragurinn góður. Rúmlega sextugur að aldri gekk hann samdægurs, beint frá skrifborði sínu á sjúkra- húsið og þangað voru sóttar upplýsingar um slörf hans, til síðustu stundar. Aldrei kvart- aði hann um vanlíðan, þótf. veikindi hans væru alvarlegs eðlis og langvinn. Enginn okk- ar sá hann nema sem heilbrigð- an mann — glaðan og góðan. Innilegustu samúð vottum við öll konu hans, frú Önnu Briem og börnum þeirra — þeim, sem mest hafa mist. Minningu Ólafs Briem mun- um við alltaf geyma með virð- ingu. Kristján Einarsson. SÐ^jFYRIRTÆKÍi sem gefið hefir góðan arð að nndanförnu og aukið rekstur sinn á þessu ári, hefir ákveðið að auka hlutafje sitt um allt að kr. 100.000. Þeir, sem kynnu að vilja kaupa hluta- brjef, sendi tilboð í lokuðu umslagi til af- greiðslu Morgunblaðsins fyrir 5. n. m. merkt, ,,HLUTABRJEF 100u. í’ullri þagmælsku heitið- Honum vanst ætíð tími til að leysa vandræði annara og gera hvers manns bón. Eins og faðir hans, vann hann alla tíð í þjón- ustu annara og var frekar ant um þeirra hag en eiginn. Slíkir menn eru fágætir. Hann var hljedrægur og hæverslcur og sótti ekki eftir ýtri virðing- um. Hjer er hvorki stund nje stað ur til þess að lýsa þeim sjónar- svifti og sára hai'mi, sem kveð- inn er að nánustu vandamönn- um hins látna. Það mun seint. : Korðlampar, Standlampar, Skermar Margar nýjar gerðir. Skermabúðin Laugaveg 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.