Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1944 Danni klifraði um borð og stakk höfðinu niður um lofts- gatið fyrir ofan þilfarsklefann. ,,Gaston“, sagði hann, þegar söngvarinn var þagnaður. „Jeg kom hingað vegna þess, að jeg heyrði að þú værir veikur“. „Veikur, mon petit? Jeg er meira en veikur. Jeg er stein- dauður. Jeg er að syngja yfir gröf minni. Komdu niður, þorp arinn þinn! Jeg held, svei mjer þá, að mig laftgi til þess að sjá þig, Daníel Pritchard. Komdu niður, heyrirðu það!“ „Jeg kem“, svaraði Danni hlæjandi og flýtti sjer niður. „Jeg gæti faðmað þig, dreng ur minTi“, upplýsti Gaston. „En á föstunni verður maður að gera eitthvað til þess að deyða holdið! Auk þess hefi jeg ver- ið svo seinheppinn að ná mjer 1 holdsveiki“. . Engin svipbrigði sáust á and- liti Danna, er gæfu til kynna, að honum brygði í brún við frjettir þessar. „Jæja. En ef jeg má ekki taka í hönd þjer, verð jeg að minsta kosti að fá að toga í skeggið, Gaston“. Og áður en gamli maðurinn gat komið 1 veg fyrir það, hafði hann þrif- ið handfylli sína af skeggi og hristi það duglega. Þetta snart hið viðkvæma hjarta Frakkans, og hann bölvaði ógurlega til þess að dylja klökkva sinn. „Daníel — þetta er dóttir mín, Tamea. Tamea, barnið mitt, þetta er herra Daníel Pritchard — maðurinn, sem jeg var að tala um áðan“. Stór, dreymin augu Támeu horfðu ljómandi á Danna. „Sá, sem togar í skeggið á föður mínum, þótt hann viti —“, sagði hún hátíðlega, „mun ætíð verða elskaður óg virtur af dóttur hans. Herra Daníel Pritchard — faðir minn myndi kyssa yður, ef hann mætti það. Jeg ætla að kyssa yður — einu sinni fyrir Gaston gamla grá- skegg og einu sínni fyrir mig“. Hún setti harmonikuna á börð- ið, gekk rqjega til Danna og dró hann.að sjer og ky?ti hann á sín hvora kinnina. Daníel varð heldur " vand- ræðalegur á svipinn. Hann tók hönd hennar og þrýsti vin- gjarnlega. „Þú ert góð stúlka“, sagði hann. Síðan sneri hann sjer að þeim gamla. „Gaston — það er dásamlegt að sjá þig aftur. En viltu gjöra svo vel að gefa einhverja skýringu á þessu háttalagi! Hvernig dirf- ist þú að saurga annað eins skip og „Mooreu“ með þessari óvirðulegu veiki?“ „O, — jeg hefi altaf verið einn af lærisveinum djöfulsins, Danni minn. Þetta er um allar eyjárnar. Kínverjarnir komu með það. — Danni — nú verð jeg að hverfa burt frá Tameu — fyrir fult og alt — og jeg fer þegar er jeg hefi ráðstafað eigum mínum. Hjerna er reikn- ingsskilabókin, og þar sjerðu, að jeg á inni fjögur þúsund átta hundruð og níu dollara. Þú lætur Tameu fá peninganna til eigin afnota. Fylgisskjölin eru í umslaginu hjerna. Hvað er minn hluti í Mooreu mikils virði?“ „Hún er gamalt skip, en traust, og altaf 25.000 dollara virði. Jeg skal kaupa þinn hlut á þeim grundvelli“. „Ágætt. Þú leggur peningana í banka á nafn Tameu. Hjer er hlaupareikningakrafa á Kali- forníu-banka að upphæð 180.000 dollara. Hún er stíluð á þitt nafn. Keyptu skuldabrjef handa Tameu fyrir peningana. Og hjerna —“ innan úr úfnu skeggi sínu dró hann lítinn poka — „eru krúnugimsteinar Tameu litlu! Þetta eru mjög verðmætar, svartar perlur, sem jeg hefi komist yfir. Það hafði einhvern veginn kvisast, að jeg ætti þær i fórum mjer, svo að jeg varð að geyma þær á örugg um stað“. Og Gaston g&mli hló svo ap glumdi L „Þú getur borg að toll af þeim, Danni, ef þú ert þafT heiðarlegri en jeg. — Seldu þær síðan og keyptu skuldabrjef fyrir andvirðið“. Daníel tók við perlunum og stakk þeim í vasa sinn. „Jeg vil, að Tamea hljóti góða mentun og giftist síðan einhverjum góðum manni. — Tamea — þú mátt ekki giftast öðrum manni en þeim, sem Daníel Pritchard mælir með“. Danni horfði á hana. „Jeg lofa*því, faðir minn“, sagði hún hátíðlega. „Þú átt að vera fjárhaldsmað ur hennar, Danni“. „Jeg er fús til þess, Gaston“, svaraði Daníel þegar í stað, „og jeg mun reyna að leysa það starf af hendi eftir bestu getu. „Það var þess vegna, sem jeg trúði þjer fyrir því, drengur minn. Fyrir ómak þitt munt þú hljóta þakklæti mitt þar til jeg dey, og þakklæti Tameu, þegar jeg e» horfinn. Þú átt einnig að fara með eigur mínar að mjer látnum, og fyrir það færðu ríf- leg ómakglaun og auk þess ætla jeg að gefa þjer stærstu og fegurstu perluna. Hún fer vel á trúlofunarhringnum handa unnustunni —1 ef þú ert þá ekki þegar gi£tur“. „Nei, jeg held mig ennþá við hið blessunarríka einlífi“. Sjómaðurinn kinkaði ánægju lega kolli. „Það er nógur tími til þess að setjast í helgan stein, þegar maður er kominn yfir fertugt“, sagði hann. „En þú tekur perluna samt áem áð- ur. Hún er dásamleg. Hún á engann sii. i líka í víðri veröld. I henni brennur sama glóðin og gamla hjartanu mínu, þegar jeg hugsa um vináttu þína og föður þíns — og þegar jeg hugsa um Tameu og móður hennar. Jeg hefi lifað! Jeg hefi þekt ástina! Minn stóri skrokk- ur hefir titrað af unaðshrolli líísins, eins og skonnorta í ofsa roki!“ Hann brosti raunalega. „Jæja, Daníel. Náðu nú í lög- fræðinginn. Jeg ætla að gera erfðaskrá, þar sem Tamea fær alt sem jeg á“. Danni náði í Henderson og kynti hann fyrir Gaston og dóttur hans. — Gaston Larr- ieau skrifaði erfðaskrá sína, og Danni og lögfræðingurinn skrif uðu nöfn sín undir, sem vitni. „Jæja, Gaston“, sagði Danni. „Hverjar eru svo eigur þínar?“ „Perlurnar, peningarnir, sem jeg fæ fyrir minn hluta í Mooreu og hlaupareikningskraf an á Kaliforníubankann. Ann- að á jeg ekki. En jeg skulda engum neitt og enginn skuldar mjer“. „Hvers vegna ertu þá að gera erfðaskrá, með öllum þeim sköttum og skyldum er því fylgja?“ spurði Danni brosandi. „Hversvegna lætur þú ekki eigur þínar af hendi við Tameu, sem gjöf? Gjafir eru ekki skatt skyldar“. „Þetta var mesta snjallræði!“ sagði Gaston gamli, og brosti. „Við skulum þá hafa það þann ig“. — — Meðari þeir luku við að ráðstafa eigum Gastons gamla, tók Tamea upp blómin, sem Danni hafði komið með. ftún gerði úr þeim fagran krans, sem hún hengdi um háls föður síns. Síðan náði hún í flösku af gömlu Malage-víni, samkvæmt beiðni hans. Þegar glösin höfðu verið fyllt, lyfti Gaston sínu hátt á loft. „Skál fyrir öllum ástvinum mínum, lifandi og dauðum! — Skál Daníel Pritchard! Skál herra lögfræðingur! Morituri te salutamus! Jeg óska ykkur allra heilla, og vona að þið lifið ekki svo lengi, að lífið verði ykkur byrði. Jeg vona að líf ykkar verði eins ánægjule'gt og líf mitt hefir verið, og þið elskið lífið, eins og jeg hefi gert. Jeg vona að þið deyið glaðir, sátt- ir við guð og menn, eins og jeg geri. Og hittumst síðán heilir í Paliuli!“ Þeir tæmdu glösin. „Jeg á eftir nokkrar flöskur af þessu Malage-víni. Það er mjög gömul og sjaldgæf vínteg und. Hvort viljið þjer heldur peninga fyrir ómak yðar, herra lögfræðingur, eða þessar flösk- ur? •—- Jeg hjelt það, já! Bryt- inn sjer um, að koma þeim heim til yðar. — Við skulum nú koma upp á þilfar“. Þegar þangað kom, tók Tamea rauða rós, kysti hana og rjetti föður sínum. Það var kveðja hennar. „Það fer að falla að“, sagði Gaston kæruleysislega. Hann sneri sjer að Qanna. „Þökk fyr- ir alt, sem þú hefir verið mjer í lífinu, og það s^ri! þú átt eft- ir að verða mjer í dauðanum. Nú, þegar jeg er að fara, finn jeg, hve sárt það er, að skilja við þá, sem jeg elska. Vertu sæll, Daníel Pritchard — og verið þjer sælir, herra lögfræð- ingur. . Tamea, barnið mitt, vertu sæl“. Hann þrýsti rauðu rósinni, sem Tamea hafði gefið honum, að vörum sjer, — gekk út að borðstokknum og stökk Ijetti- lega yfir nann — og var horf- inn. — Ef Loftpr getur bað ekki — bá hver? Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 14. „Og veistu það“, bætti ófreskjan við, þegar hún hafði lokið frásögn sinni, ,,að mjer hefir þótt og þykir enn vænt um þig“. „Æ, það þykir mjer gaman að heyra”, sagði djákninn með sinni venjulegu kurteisi. „Ekki væri jeg nú viss um það, ef þú vissir hvernig í þeir kærleika liggur“, sagði drekinn, „en við skulum nú sleppa því núna. En ef sumir hlutir væru öðruvísi, þá myndu líka aðrir hlutir vera öðruvísi. En jeg hefi reiðst svo mikið við að' sjá, hvernig hefir verið farið með þig, að jeg hefi ákveðið að þú skulir uppskera þín verð- ugu laun og heiður. Og sofðu nú svolítið, varla veitir þjer af hvíldinni, en síðan skal jeg fara með þig heim til borgar þinnar aftur”. Þegar djákninn heyrði þetta, virtist hann verða mjög áhyggjufullur. ) „O, vertu ekki með neinar áhyggjur”, sagði drekinn, „yfir- því, þó jeg komi í borg þessa aftur. Jeg mún ekki setjast þar að. Nú, þegar jeg hefi ágætt líkneski af mjer rjett fyrir framan hellismunnann, og get setið þar og horft á hina göfugu andlitsdrætti þess, þá langar mig ekki til'að dvelja framar í bústað þess sjálfselska oghug- lausa fólks, sem þú átt heima hjá”. Djákninn, sem nú hafði losnað við áhyggjur sínar, lagð- ist nú niður og ljet fara vel um sig. Sofnaði hann brátt og var fast sofandi, þegar drekinn tók hann upp og flaug með hann aftur til heimkynnis síns. Þangað kom hann rjett fyrir dögun, og lagði klerkinn á litla engið, sem hann sjálfur var áður vanur að hvílast, og síðan flaug drekinn mikli aftur til heimkynna sinna og sá hann ekki nokkur maður af borgarbúum, þegar hann kom með djáknann. Fólkið tók vel ó móti djáknanum. EINN prestur borgarinnar var að spyrja fermingarbörn sín. Hann sneri sjer að einni stúlkunni og spurði: ,,Hver er einasta huggun þín í lífi og í dauða“. * Stúlkan brosti og fór öll hjá sjer, en svaraði ekki. Prestur- ipn ítrekaði þá spurninguna. „Jæja, þá“, sagði hún, „fyrst jeg verð endilega að segja það, þá er það fallegi strætisvagna- bílstjórinn, sem ekur bílnum, sem jeg fer altaf. með heim“. ★ ÞAÐ Kannast allir við það, hvað brúðgumar eru taugaó- styrkir og utan við sig. Hjer er samt saga af einum, sem var þó „diplómatiskur" mitt í arg- inu og gauraganginum, sem af brúðkaupunum leiðir. Loksins, þegar athöfnin var á enda og ungu hjónin settust inn í bíl, sem átti að flytja þau til járnbrautarstöðvarinnar — en þau voru að leggja af stað í brúðkaupsferðina — spurði brúðurinn- mann sinn, hvort hann hefði nú munað eftir að kaupa farseðlana. Hann byrjaði að leita í vösum sínum og hvað oft sem hann hvolfdi öllu úr "þeim og sneri þeim við, fanri hann ekki nema einn farseðil. „Ástin mín“, sagði hann, „sjáðu, hjer er aðeins einn miði. Þú sjerð, hunangið mitt, að jeg hefi alveg gleymt sjálf- um mjer“. EFTIR stutta viðkjmningu vofu þau farin að elskast á- kaflega heitt og einn góðviðris- dag fóru þau til prestsins. '•— Þegar hveitibrauðsdagarnir voru á enda komst það alt í einu upp að hún var slöngu- temjari. Eiginmaðurinn fauk upp við þetta eins og gorkúla og spurði fokvondur: „Hvernig stóð á því að þú sagðir mjer ekki, að þú værir slöngutemj ari? “ „Þú spurðir mig aldrei um það“, sagði konan elskulega. ★ Árið 996 fluttu Arabar fyrst reyrsykur frá Indlandi til Fen- eyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.