Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.11.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 28. nóv. 1944 JtlwgtttiMfoMfe Utg.: H.t. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: fvar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lasbék. llf Bændur munu ekki einangra sig SÍÐAN ríkisstjórnin tók við, hafa Framsóknarmenn verið að breiða þau ósannindi út um sveitir landsins, að Sjálfstæðisflokkurinn væri að klofna'Þeir fimm þing- menn hans, sem voru andvígir því að flokkurinn myndaði stjórn með sósíalistaflokknum, væru væntanlegir í Fram- sóknarflokkinn. ' Þetta er fjarstæðukendara slúður en flesta ókunnuga grunar. . Framsóknarflokkurinn er því ver liðinn í sveitum landsins sem lengra líður og hækkaði ekki stjarna hans á síðasta vori við formannaskiftin og þegar eini bóndinn sem þar var í miðstjórn, Jörundur Brynjólfsson, var hrak- inn þaðan og Tíma-Þórarinn settur í staðinn. Þeir fimm Sjálfstæðismenn, sem fram að þessu hafa ekki lýst fylgi við ríkisstjórnina, eru allir greindir menn og flestir þeirra hafa langa þingreynslu og mikla stjórn- málaþekkingu hafa þeir allir. Að slíkir menn láti sjer til hugar koma að ganga í Framsóknarflokkinn þegar sá flokkur er oltinn út af stjórnmálaveginum, er lýgilegra en svo, að hægt sje að fá nokkurn sæmilega greindan mann til að trúa því. Þessir menn sjá eins og flestir aðrir, að tilverurjettur Framsóknarflokksins er búinn. Sá flokkur er búinn að braska svo lengi, að honum hef- ir loks tekist að braska sinn strætisvagn á hvolf og ofan í skurðinn. Fimm-menningarnir, sem sumir kalla svo, eru heiðar- legir bændafulltrúar. Þeir hafa verið með í því að bjarga haga bænda eftir langt hallarekstrar tímabil undir stjórn Framsóknar. Þeir sáu í fyrra, eins og mjög oft áður, hvaða þýðingu hefir að vera í Sjálfstæðisflokknum, þegar hann bjarg- aði hinu stærsta hagsmunamáli bænda og sem gert var þó þannig, að mörgum kaupstaðarbúa var mjög ógeðfelt. Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá byrjun haft fylgi ria- lega hálfrar bændastjettarinnar og áreiðanlega greindari hlutann. Hann hefir haft það af því, að þessir menn hafa skilið nauðsyn þess, að sveitamenn og bæjafólk stæðu saman um alþjóðar hag. Sú tilfinning er aldrei Ijósari en nú síðan lýðveldið var stofnað og stríðsástandið verður ískyggilegra fyrir okkar stundarhag. Eins og komið er eftir 17 ára yfirstjórn Framsóknar- manna, eru ekki í sveitum landsins nema um 30% af landsfólkinu. Ef að sá hópur gengi þá götu, að einangra sigví varan- legum minnihluta, þegar rúmlega'% hlutar íbúa landsins eru aé sameina kraftana, þá væri það meiri ógæfa fyrir sveitirnar en orð fá lýst. Slík heimska hendir aldrei ís- lenska bændur og þeir geta líka verið öruggir með það, að þeirra æðstu trúnaðarmenn í Sjálfstæðisflokknum verða aldrei til að draga þá þannig niður í kviksyndið. • Þó að fimm þessara manna hafi í bili orðið öðrum flokksmönnum ósammála um stund, þá hlaupa þeir hvorki úr flokknum eða bregða trúnaði við sína umbjóðendur. Þó að Framsóknarmenn sjeu í bili kampakátir yfir því, að ekki stóðu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins með stjórninni í byrjun, þá kemur það þeirra dauðadæmda flokk að engu haldi. Sjálfstæðisflokkurinn hefir komist óskemdur yfir örð- ugri hjalla en þann, að sætta stundarágreining um fylgi við ríkisstjórn sem byrjar vel og stefnir rjetta leið. Þaul- reyndir og stefnuvanir stjórnmálamenn láta það ekki verða til að tvístra sjer þegar heiður flokksins og velferð landsins krefst eindreginnar samvinnu. Menn sem hafa staðið í harðvítugri baráttu við jafn- óvandaðan flokk og Framsóknarflokkinn á þriðja tug ára og sjá fram á hrun hans, eru áreiðanlega ófúsari til þess en alfe annars að bjarga leifunum með því að yfirgefa samherja sína og stefnu. Nýtt frumvarp um brunamál í Reykjavík BJARNI Benedikigson flytur frv. um brunamál í Reykjavík. I greinargerð segir m. a.: „Um brunamál í Reykjavík gilda nú lög nr. 20 15 okt. 1875 og reglugerð nr. 102 26. okt. 1875. Það lætur að líkum, að svo gömul löggjöf er fyrir löngu orðin mjög á eflir tímanum. Bæjarstjórn Reykjavíkur skip aði á árinu 1941 nefnd iil að endurskoða gildandi ákvæði um brunamál í Reykjavík. Nefnd þessi hefir nú skilað til baéjarstjórnar tillögu að reglu- gerð um brunamál 1 Reykja- vík, sem.er í samræmi við þá reynslu, sem fengist hefir síð- an framangreind lagaákvæði voru sett. — Nefndinni reynd- ist að sjálfsögðu ómögulegt að byggja reglugerðina á ákvæð- um laga nr. 20/1875 og fór þess því á leit, að ráðstafanir væru gerðar til, að þeim lögum yrði breytt í samræmi við þær til- lögur, er hún hafði gert með reglugerðarfrv. Frv. þetta er bygt á þeim tillögum, er nefndin hefir gert, eftir ýtarlega athugun. Rjett er að taka fram, að slökkviliðs- stjórinn í Reykjavík, Pjetur Ingimundarson, var formaður nefndar þessarar, en hann hef- ir allra manna mesta reynslu í þessum málum, og hefir- slökkviliðið þar getið sjer mik- inn orðstír undir stjórn hans nú á seinni árum. Með núgildandi lögum er stjórn brunamála höfuðstaðar- ins fengin í hendur sjerstakri nefnd, brunamálanefnd. En með 1. nr. 59/1929 og samþykt nr. 73/1932 var bæjarráð Reykja- víkur stofnað og undir það lögð flest mál, er fastanefndir höfðu áður með höndum. Hjer er lagt til, að framkvæmd brunamál- anna verði fengin bæjarráði í hendur og brunamálanefndin verði lögð niður. Er það 1 sam- ræmi við þá almennu breyt- ingu á meðferð bæjarmála, sem gerð er með 1- nr. 59/1929 og samþykt nr. 73/1932 og full- yrða má, að gefist hefir vel“. XJílveriL ólripar: Erfiðleikar á hernaði í Kína ijr (laglegci iíiinu London í gærkvöldi. Allmikið er nú rætt um styrjöldina í Kína, sjerstak- lega þá vegna sigra Japana í Suðaustur-Kína og breyting- um þeim, sem nýlega voru gerðar á stjórn (ihang Kai Sheks. Telja hershöfðingjar, j að sigrar Japana sjeu hinir i mikilvægustu, og verði jafn-1 vel til þess, að Japanar taki höfuðborgina Chungking. Ilef ir heyrst, að kínverska stjórn- \ in hafi í hyggju að flytja frá borginni. Eftirmaður Stilwells hers- liöfðingja, sem nýlega er tek- inn við stjórn hers Bandaríkja, manna í Kína, hefir látið svo um mælt, að bandamenn verði að fara með hernaði yfir Kína, ef þeir eigi að geta sigr ast á Japönum. -u- Iieuter. Yetrarhjálpin. í FJÖLDA MÖRG undanfarin ár hefir verið starfrækt vetrar- hjálp hjer í bænum. Stofnun, sem tekur á móti gjöfum til fá- tækra og sjer um að þeim sje Varið til fæðis og klæða handa þeim, sem orðið hafa útundan í lífsbaráttunni. Fyrir hver ein- ustu jól hefir safnast mikið fje og gjafir til Vetrarhjálparinnar handa bágstöddu fólki hjer í bænum. Undanfarin ár hefir verið svo ástatt hjer í bænum, að fleiri hafa haft fje handa á milli en áður var. Margir halda, að v'egna almennrar velmegunar sje minni þörf á Vetrarhjálpinni en áður. Þetta er að vissu leyti rjett. En þrátt fyrir atvinnu og pen ingaflóð eru margir menn hjer í bæ, sem ekki hafa haft tæki- færi til að dansa með í kringum gullkálfinn. Það eru gamahnenni, örvasa fólk og einstæðar mæður. Það er um þetta fólk, sem Vetr- arhjálpin hugsar. • Styrkjum Vetrarhjálpina. VETRARHJÁLPIN leitar nú einu sinni enn til bæjarbúa, sem eitthvað hafa aflögu, eð leggja skerf til að auka á jólagleði þeirra, sem fátækir eru. Það er vonandi, að ekki þurfi að hvetja Reykvíkinga nú frekar en endra- nær að leggja Vetrarhjálpinni lið. Við skulum halda áfram að leggja einhvern skerf til þess- arar góðu líknarstofnunar og styrkja hana enn betur en nokkru sinni fyrr, vegna þess að við höfum betur ráð á því nú en áður. Akranesferðirnar. * ALLMARGAR kvartanir hafa borist um að lítt sje lengur að treysta áætlunum um ferðir Akranessbátsins. Um þetta hafa borist mörg brjef. B. J. skrifar t. d.: „Síðan m.s. Laxfoss strandaði, hefir sjóferðunum á hinni mik- ilvægu þjóðleið milli Norður- lands og Suðurlands verði haldið uppi af báti þeim, er Víðir nefn- ist, frá Akranesi. Yfir ferðalög- um báts þessá virðist hvíla ein- hver leynd, sem undrun sætirr Áætlaður burtfarartími hans frá Akranesi mun vera kl. 5 e. h., en . venjulegur komutími til Reykjavíkur einhversstaðar milli klukkan rúmlega 6 e. h. og 12 á miðnætti. Allan þenna tíma verða þeir Reykvíkingar, sem þurfa að taka á mótum ókunn- ugum ferðamönnum, eða vensla- mönnum sínum úr fjarlægum hjeruðum (og slíkt er hvorki sjaldgæft nje ónauðsynlegt) að standa á verði niður við höfnina. Um þetta leyti árs, þegar myrk- ur er allan þann tíma, dugar ekki annað en að taka sjer stöðu út við innsiglingarvitann, því eng- inn veit fyrirfram hvar báturinn muni leggja að landi. Það mun oftast vera við Verbúðabryggj- urnar, en getur alveg eins orðið vestur við Ægisgarð, eða hvar annarsstaðar í höfninni, sem vera skal“. Hægt að bæta úr þessu. „ÚTGERÐ BÁTS ÞESSA“, heldur brjefritari áfram, „er víst einkafyrirtæki, en eitthvað munu stjórnarvöld landsins þó hafa hönd í bagga um ferðir hans. En hverjir sem forráðamenn hans eru, þá vildi jeg mega stinga upp á því við þá, til athugunar, <t»:~a>******4 HW að brottfarartími bátsins frá Akranesi sje í hvert skifti símað- ur hingað til Reykjavíkur, strax og hann hefir verið endanlega ákveðinn, og síðan birtur hjer í bænum með „uppslagi“ á hent- ugum stað, ásamt upplýsingum um hvar skipið leggst að landi. Þetta fyrirkomulag myndi verða til afar mikils hagræðis fyrir al- menning og virðist hvorki þurfa að hafa í för með sjer kostnað- nje fyrirhöfn svo neinu nemi“. • Ástæðan fyrir seinkuninni. ÞEGAR kvartanirnar fóru að berast til mín um ónákvæma á- ætlun Akraness ferðanna, átti jeg tal um það við einn af forráða- mönnum Víðis, hvernig á því stæði að báturinn hjeldi ekki á- ætlun, eins og t. d. í sumar, þegar allir virtust mjög ánægðir með ferðir bátsins og stundvísi. Skýringin er sú, að Víðir verð- ur að bíða eftir áætlunarbílun- um að norðan á kvöldin, en eftir að færð spilltist með haustinu á vegunum, kemur það oft fyrir, að áætlunarbílarnir geta ekki haldið áætlun og verður þá bát- urinn að bíða eftir þeim. Af þessu stafar töfin og ruglingurinn á áætluninni. En það breytir ekki því, sem brjefritari hjer að fram- an minnist á. Tillaga hans gæti vafalaust komið að góðu gagni og orðið mörgum til þæginda. • Fánareglurnar. LEIÐINLEGT er að sjá hve sjálfsögðustu fánareglur eru brotnar í hvert einasta sinn, sem flaggað er hjer í bænum. Algeng asta og um leið óskemtilegasta brotið er að draga ekki fánann niður fyr en löngu eftir að dímt er orðið. Það á að draga niður fána áður en dimt er orðið, eða við sólarlag. Þetta er svo ósköp einfalt og fyrirhafnarlítið. Maður nokkur hringdi til mín á dögunum til að tala um þetta. Hann hjelt því fram, að fólk vissi ekki hvenær það ætti að draga fánann niður. Stakk hann upp á því, að blöðin gætu þess þá daga, sem flaggað er, klukkan hvað ætti að draga fánann niður. Þetta er alveg óþarfi. Morgun- blaðið birtir á hvejjum degi ljósa tíma ökutækja. Það má alveg fara eftir honum. Þetta ættu þeir, sem eiga fána, að athuga. Jlraga hann niður um leið og ljósatími ökutækja hefst að kvöldinu. Fargjðld hækka á sjerleyfisleiðum PÓST-J-og símamálastjóri til kynti í gærkveldi hækkun á fargjöldum sjerleyfishafa. Nem ur hækkun þessi 11% á hvert sæti. Ekki kemur þó til neinnar hækkunar á sætagjaldi á hin- um ýmsu leiðum strætisvagn- anna, en þeir eru þeir einu sjerleyfishafar, sem hækkun þessi nær ekki til. Sjerleyfishafar sendu póst- og símamálastjórninni brjef á s. 1. vori og fóru þess á leit við stjórnina, að þeir fengju að hækka sætagjöld. — Er þessi hækkun samkvæmt brjefi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.