Morgunblaðið - 30.11.1944, Side 6

Morgunblaðið - 30.11.1944, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 30. nóv. 1944 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.itj.: Sigfús Jónsson Kitstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Óla Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla, ' Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands t lausasðlu 40 aura eintakið, 50 aura með Laabók. Óðagot og fum Bækur: Þórir Bergsson Nýjar sögur Rvk. 1944, ísafoldar- prentsmiðja h. f. ÞÓRIR BERGSSON er löngu orðinn einn hinn kunnasti af smásagnahöfundum okkar Is- lendinga, og ekki minkar hróð- ur han með þjóðinni við að hún les nýjustu bókina hans, Nýjar sögur, sem komin er út fyrir skömmu. SÍÐAN núverandi ríkisstjórn var mynduð, hefir óða- got og fum verið mjög áberandi í starfi og háttum for- ráðamanna Framsóknarflokksins. Þeir eru eirðarlausir og eiga ákaflega erfitt með að stilla skap sitt. Hversu lítið sem út af hefir borið, hafa þeir óðara rokið upp með skammir og skæting, líkt og óþektar og illa upp aldir götustrákar gera. Þessa leiðinlega skapbrests hefir talsvert gætt í um- ræðum á Alþingi að undanförnu. Og þeir, sem lesa Tím- ann munu sjá, að sálarástand þeirra, sem það blað skrifa er mjög bágborið. ★ Enginn vafi getur leikið á því, hvað það er, sem veldur þessum skapbresti leiðtoga Framsóknarflokksins. Þeir hafa orðið fyrir vonbrigðum. Þyngstu og stærstu vonbrigði þessara manna urðu, þegar þeir urðu þesfe vísari, að fyrri stuðningsmenn þeirra úti í sveitum landsins voru sáróánægðir með framkomu Framsóknarflokksins í sambandi við stjórnarmyndunina. Kjósendur Framsóknarflokksins voru sammála öllum öðrum landsmönnum um það, að nú reið þjóðinni meir á því en nokkru öðru, að takast mætti að koma á alls- herjar stjórnmálafriði í landinu. Þetta var einlæg ósk og þrá allrar þjóðarinnar. En einmitt þá koma leiðtogar Framsóknar til fólksins og segja: Við viljum ekki frið. Við ætlum að halda áfram erjum og illindum, og nú megið þið ekki bregðast. Þið verðið að berjast með okkur! ★ Én það er fleirá- en þetta, sem hefir hrelt leiðtogana. Fyrverandi formaður Framsóknarflokksins, Jónas Jóns- son, lýsir í tímariti sínu, Ófeigi, ráðabruggi Hermanns Jónassonar, núverandi formanns flokksins. Jónas segir, að Hermann hafi boðað Framsóknarmenn hjer í bænum á fund í Kaupþingssalnum skömmu eftir stjórnarskiftin. Um fund þenna segir Jónas orðrjett: „Spáði hann (þ. e. Hermann) stjórn Ólafs Thors ekki sjerstaklega langra eða fagnaðarríkra daga. Taldi hann rjett að mynda sem allra fyrst borgaralega samfylkingu móti Ólafi og stallbræðrum hans. Skyldu þar standa hlið við hlið Framsóknarmenn, fimm-menningarnir úr Sjálf- stæðisflokknum, heildsalablaðið Vísir, Björn Ólafsson, stórkaupmaður og fyrverandi ráðherra og ófætt viku- blað óháðra framleiðenda. Var Hermann nú algerlega kominn inn á þá stefnu, sem ritstjóri þessá tímarits hefir mælt með, fyrst í Degi og síðan í Ófeigi”. Þetta er frásögn Jónasar Jónssonar. ★ Bersýnilegt er, að Hermann hefir talið þá langþráðu óskastund vera að nálgast, þar sem hann yrði foringi voldugs stjórnmálaflokks og innan skams yrði hann í æðstu valdastöðu þjóðarinnar. En svo koma vonbrigðin og hrellingarnar. í stað þess að innbyrða hina fimm Sjálfstæðismenn, er voru í öndverðu á móti stjórnarmynduninni, sátu þess- ir menn kyrrir í flokki sínum. Hefir víst engum þeirra komið til hugar, að fara yfir í flokk Hermanns. 1 Um „heildsalablaðið Vísi” er það að segja, að fyrir nokkru var því yfirlýst í forystugrein blaðsins, að for- ráðamönnum þess blaðs hefði aldrei komið til hugar, að rjúfa fylkingar Sjálfstæðisflokksins. Svo er það þetta ófædda vikublað „óháðra framleið- enda”. Mun Jónas hjer eiga við blað það, sem Arnaldur Jónsson hefir síðustu missirin verið að reyna að koma á framfæri. Þetta blað hefir ekki sjeð dagsins ljós ennþá. Ef til vill hafa þeir Hermann og Jónas einhverja von um stuðning frá þessu blaði, ef það þá fæðist nokkurn tíma. Von Jónasar mun þó farin að veikjast, því að hann hefir undanfarið verið að reyna að endurlífga Bóndann. En ekki mun það ganga greiðlega. Eitt er víst, að þeir Sjálfstæðismenn, sem stóðu að útgáfu þess blaðs í fyrra- vetur, munu hafa fengið nóg af þeim viðskiftum. Þessi nýja bók styrkir í flestu þá dóma, sem fyrr hafa komið fram um höfundinn, að hann væri óvenju vandvirkur, sögur hans heflaðar og fágaðar til hins ýtrasta og margar þar að auki mjög ljúfar aflestrar; sögurnar tala til manns mildri, hæglátri skynsamlegri röddu, þær hafa aldrei hátt. Hjer er ekki skáld, sem blæs í básúnur á strætum. Mjer finst höfundur sjálfur minna á aðalpersónuna í sög- unni Gróði, hvernig hún tók ástfóstri við litla drenginn. — Þetta minnir mig á auðsæja ást Þóris Bergssonar á skáldlegum viðfangsefnum sínum, án þess að jeg sje nokkuð að væna hann um að þau taki huga hans frá öðru. En umhyggjan fyrir efni og stíl sagna hans lýsir af hverri línu, og eru því miður ekki allir höfundar, hvorki þeir sem rita smásögur eða lengri sögur, sem geta sagt hið sama Auk þessa er Þórir Bergsson hispurslaus í skoðunum, hann er ekki að tala eins og hver vill heyra, — það gerir heldur ekkert almennilegt skáld, — hann heldur fram sínum eigin sjónarmiðum, sem oft eru tals- vert frumleg og mjög öðruvísl en það, sem almenningur „á helst að trúa“. Ýmsar af sögum þessum eru varla mikið meira en myndir, enda líkjast sumar þeirra éigin lega meira málverki en sögu, en hitt ber að segja eins og er, að þar er um góð málverk að ræða. Auðvitað eFþað svo, að í bók inni er ein sagan annarri betri. Enginn skrifar altaf jafnvel. En ein sagan er að mínum dómi hreint meistaraverk, það er hin stutta, glögga og afar mannlega svipmynd: Að kvöldi. — Gróði, I brekkunni, Taugin, Barnsgrát ur og Aldrei, eru líka góðar sögur, en hinu er jeg nokkuð hissa á, að Þórir Bergsson skuli ekki hafa unnið meira úr hinu óramikla efni, sem er í sögunni Utverðir mannheima. Þar ugg- ir mig, að gott skáldsöguefni hafi verið á ferðinni, ef áfram hefði verið haldið, endirinn auk þess nokkuð snubbóttur, mest vegna þess, hve styrkar per- sónurnar eru, maður vill vita miklu meira um þær, en maður fær, þótt þetta sje lengsta saga bókarinnar. — En fyrst og fremst ber höfundi þökk fyrir ! þessa fallegu, yfirlætislausu, j en þó stílfögru og sjálfstæðu bók. J. Bn. London: Frakkar hafa þegar æft allstóran her í Norður- Afríku, og ætla þeir að senda ! hann til Asíulanda, til þess að berjast við Japana. 1. desember. Á MORGUN er fyrsti desem- ber — gamli fullveldisdagurinn okkar, — sem þó aldrei varð að þjóðhátíðardegi allrar þjóð- arinnar. Sigurður Bjarnason al- þingismaður mintist á það á dög unum í útvarpserindi „um daginn og veginn“, hversvegna 1. des- ember hefði ekki orðið almennur hátíðisdagur. Hann sagði eitt- hvað á þá leið, að þjóðinni hefði ekki fundist takmarkinu í sjálf stæðisbaráttunni náð með full- veldisviðurkenningunni 1918 og auk þess væri dimt og drunga- legt og veðurfari þannig háttað, venjulega á þessum tíma árs, að dagurinn væri ekki heppilegur til að^vera Þjóðhátíðardagur. * En þrátt fyrir það verður ein- hVer hátíðisbragur yfir 1. desem ber hjá flestum, að minsta kosti fyrstu árin, á meðan þeir lifa, sem muna sjálfstæðisbaráttuna og það stóra skref, sem stigið var með fullveldinu 1918. Það er gleðilegt, að háskólastúdentar skuli halda trygð við 1. desem- ber og þeim er trúandi til áð halda minningu dagsins á lofti. Þjóðhátíðardagur okkar Islend inga verður 17. júní. Það verður framvegis hátíðisdagur allr- ar þjóðarinnar, en ekki neinna einstakra fjelaga, eða sambanda. e Einkennileg bókaút- gáfa. BÓKAVINUR skrifar: „Jeg vil vekja athygli á fyrirbrigði, sem mjer, og vissulega mörgum fleiri hlýtur að finast leiðinlegt í ís- lenskri bókaútgáfu, en það er hneygðin til þess að lengja og breikka bækurnar. Þó tekur út yfir, þegar bækur sumra höfunda ‘hækka um helming að lengdar- máli, aðeins við það, að höf., breytir um útgefanda. Má þar til nefna tvo af þektum höfundum okkar, Laxness og Kristmann, en síðustu bækur þeirra þurfa all- mikið hærri bókahillu en hinar fyrri, og skaga upp yfir hin verk þeirra, eins og trje yfir runna. Þetta fer illa í hvefs manns skáp, og ætti helst ekki að eiga sjer stað. Þau vérk þessara höfunda, sem út hafa komið áður, eru að minsta kosti flest hjerum bil jafn há í skáp, énda er talið fara best á slíku, þótt um einum cm. muni á hæð hinna tveggja binda af Sölku Völku, sem Menningarsjóð ur gaf út hjer á árunum. — Þetta er aðeins ónákvæmni, sem auð- vitað á ekki að eiga sjer stað, — en hitt er meira, líklega af mestu fordild og nýir straumar í bóka gerð, sem eru engum til gagns“. 0 Tillaga um frímerkja- sölu. „DAGLEGA LÍFINU“ hafa bor ist þakkir úr mörgum áttum fyr ir að minast á frímerkjasöluna hjer í bænum. En frímerlþ fást eins og kunnugt er ekki nema á einum stað í bænum — sjálfu pósthúsinu. Einn af lesendum þessara dálka skrifar um frímerkjasöl- una og kemur með tillögu, sem að vísu er ekki frumleg, því hún hefir verið framkvæmd um margra ára skeið erlendis með góðum árangri, en tillagan er engu að síður þess verð, að henni sje gaumur gefin. Brjefritari segir: „Hversvegna má ekki fara að hjer eins og í Englandi, þar sem frímerkjasjálfsalar eru settir upp við póstkassana sjálfa. Þá geta menn, sem setja brjef í póstinn keypt sjer frímerki um leið og þeir fara með brjefið í næsta póst kassa. Með slíku fyrirkomulagi væri hægt að spara mönnum tíma og fyrirhöfn“. Tillagan er hjer með send til rjettra aðila. Rjómi og rjómakökur. HÚSMÓÐIR skrifar mjer á þessa leið vegna erfiðleikanna á því að fá rjóma í mjólkurbúðun- um: „Kæri Víkverji, viltu nú ekki minnast á erfiðleikamál okkar húsmæðranna. Eins og allir vita, er ]>að á okkur lagt, að standa tímum saman í biðröðum frá klukkan 7 á morgnanna til þess að ná í eina 2 desilítra af rjóma í mjólkurbúðunum. Margir verða að gera þetta vegna sjúklinga, sem þurfa á rjóma að halda, heilsu sinnar vegna. En á sama tíma, sem við verð- um að leggja þetta á okkur fyr- ir örlitla rjómalögg, eru allar brauðverslanir fullar af rjóma- kökum og enginn hörgull virðist vera á því að fá rjómatertur, eða rjómaís. Er nokurt vit í slíkri ráðsmensku. Væri ekki nær, að selja þann rjóma, sem er í þess- ar kræsingar beint til neytend- anna? • Útvarpið frá minn- ingarathöfninni. VEGNA gagnrýni, sem birt var hjer í dálkunum í gær í sam bandi við útvarp írá minning- arathöfninni á dögunum, hefir Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri skýrt mjer frá hvernig á því stóð, að hætt var að útvarpa áður en útgöngusálmurinn var leikinn. Það var, eins og jeg gat til, mistök. Þegar þjóðsöngurinn hafði verið leiltinn, varð óvenju- legt hlje. Magnaravörður hringdi þá í kirkjuna og spurðist fyrir um það, hvort athöfninni væri lokið, og fjekk það svar, að svo myndi vera, og var þá útvarp- inu hætt. „Það hefir ekki“, sagði útvarps stjóri, „verið venja að útvarpið fengi dagskrá við lík tækifæri og hjer um ræðir, heldur haft samvinnu við organleikara um, hvenær athöfninni væri lokið. M. a. vegna þrenksla brást þessi safnvinna í þetta skifti. „Þetta voru leiðinleg mistök, bæði af hendi starfsmanna út- varpsins og þeirra, er stóðu að minningarathöfninni", sagði út- varpsstjóri að lokum. Hertoginn af París handtekinn. London: Hertoginn af París, sem sumir segja, að hafi hugs- að sjer, að setjast á konungs- stól í Frakklandi, var fyrir nokkru handtekinn af frönsk- um skæruliðum, .sem skutu á bifreið hans og særðu hann. Hafa þeir neitað að afhenda hann lögreglunoi. Ekki er kunn ugt um að hann hafi brotið neitt af sjer. Frakkar gæta Andorra. London: Til þess að koma í veg fyrir það, að smáríkið Andorra í Pyreneafjöllunum verði þrætuefni milli Frakka og Spánverja, en þar hafa spánsk ir flóttamenn vaðið uppi, héfir de Gaulle og spánska stjórnin komið sjer saman um að her- nema landið í sameiningu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.