Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 5
I Laugardagur 2. des. 1944 MORGUNBLAÐIÐ fRT" 5 JBí'/e/ /ra MEþingi: Takmörkuð búhyggind! — Húsmæðra- skólar — Geðveikramál — Dócenfsembætli I ÞESSARI viku hafa staðið yfir allmiklar umræður í neðri deild Alþingis um frumvarp til laga um áburðarverksmiðju. Aðalatriði frumvarps þessa, sem fyrverandi ríkisstjórn flutti, eru þau, að ríkissjóour skuli láta reisa verksmiðju með fullkomnum vjelum og öðrum nauðsynlegum útbúnaði til vinslu köfnunarefnis áburðar. Skal ríkissjóður leggja fram ó- afturkræft framlag til bygg- ingar þessa mannvii'kis. Verksmiðjan skal vera sjálfs- eignar stofnun og lúta þriggja manna stjórn, er sje þannig valin: Stjórn Búnaðarfjelagsins tilnefnir einn mann, Samband íslenskra Samvinnufjelaga ann an og landbúnaðarráðherra þann þriðja. Sljórn verksmiojunnar skal skipuð þegar er lögin urn hana hafa ‘ náð forsetastaðfestingú. Síðan er ætlast til að þessi verksmiðjustjórn hafi á hendi allan nauðsynlegan undirbún-, ing verksmiðjustofnunarinnar. Þetta voru aðalatriði frum- varpsins eins og’ það Var flutt af fyrverandi landbúnaðarmála •ráðherra. Stofnun áburðarverksmiðju hefir lengi verið mikið áhuga- mál islenskra bænda. Land- búnaðui’inn kau,pir nú orðið mjög'mikið af tilbúnum áburði og fer notkun hans í vöxt með aukinni túnrækt. Til þess ber því hina mestu nauðsyn,' að landsmenn eignist verksmiðju, sem fær sje, um að framleiða þessa nauðsynjavöru. En þegar í slíkt fyrirtæki er ráðist, verð- ur mjög að vanda til alls und- irbúnings. Þegar kom til af- greiðslu frumvarps þessa, varð það .fljótlega, Ijóst, að mjög skbrii á nægilegan undirbún- ing málsins. Greindu»t því þeg- ar nokkuð leiðir um afgreiðslu þess. Allir voru að vísu sam- mála um nauðsyn áburðarverk- smioju, en töldu frumvarpið þanníg úr garði gert, að nauð- synlegar væru breytingar á þvi. í landbúnaðarnefnd neði’i deildar hafði Jón Pálmason forystu fyrir meiri hluta nefnd arinnar um þessar breytingar. Meginbreytingin, • sem að ráði meiri hlutans var gerð á frv., var sú, að sett. var i það ákvæði til bráðabirgoa um það, að áð- ur en byrjað sje á byggingu verksmiðj unnar, skuli ríkis- stjórnin trýggja nægilega raí- orku til vinnslunnar. Einnig Ijeti hún gera nákvæmar áætl- anir um slofnkostnað og rekstr arkosl.nað' fyrirtækisins. Að loknum þessum ^ndirbúningi sje verksmiðjusljórnin kosin og sjái hún um framkvæmd verks ins. Jón Pálmason benti á það í umræðunum um málið, að þessi breyting frv. væri nauðsynleg. í fyrsta lagi lægi engin heild- arkostnaðaráætlun fyrir um framkvæmd verksins. Hjer væri hinsvegar um að ræða tugmiljóna útgjöld fyrir ríkis- sjóð. í öðru lagi þyrfti þessi framkvæmd að alhugast í nánu sambandi við raforkuvirkjun, er sæi verksmiðjunni fyrir nægri orku. Ennfremur yrði að hafa farið fram nákvæm rann- sókn á því, hvort verksmiðjan gæli verið samkepnisfær við erlendar áburðarverksmiðjur. Islenskum bændum væri lítib^ lið að því að fá hjer áburðar- verksmiðju, sem seldi þeim1 dýrari áburð en þeir gætu feng , ið frá útlöndum. Hann kvaðst j leggja á það mikla áherslu, að j þessum undirbúningi yrði hrað að og yrcii það hlutverk rikis- stjórnarinnar að sjá um að svo yrði. Jón Pálmason benti einnig á það, hversu fráleitt það á- kvæði frumvarpsins væri, að stjórn verksmiðjunnar væri kosin um leið og lögin um hana hlytu staðfestíngu, meðan svo mjög skorti á undirbúning fram kvæmdarinnar. Hann kvaðst treysta ríkisstjórninni belur iil þess ao framkvæma þennan undirbúning, heldur en verk- smiðjustjórn. sem þannig væri kosin fyrirfram, áður en vilað væri um hin nauðsynlegustu undirslöðuatriði. Takmörkuð búhyggindj. FRAMSÓKNARMENN hafa reynt að gera samþykt þessara skynsamlegu breytingatillagna tortryggilega í augum bænda, og telja þær sýna fjandskap við áburðarverksmiðjumálið og til þess fallnar að tefja það. Hefir annað eins heyrst nokk urn líma? Er það fjandskapur við miljóna fyrirtæki að láta gera heildarkostnaðaráætlun um frámkvæmd verksins áður en í það er ráðist? Eða er það goðgá að vilja vita það með vissu, hvort framleiðsla þess sje samkepnisfær við erlenda framleiðslu? Hvað segja bændur um slík rök? Mundi hygginn bóndi ráð ast í dýra framkvæmd, sem hann hvorki vissi hvajð kostaði nje heldur hvort rekstur henn- ar hefði möguleika til þess að bera sig. Vissulega myndi eng- inn bóndi, sem hygginn gæti kallast, fara þannig að. Þeim mönnum er þess vegna furðu- lega fario, sem telja það iil óvildar við áburðarverksmiðj- una, að nauðsynlegur undir- búningur sje látinn fram fara áður en kosin.er verksmiðju- stjórn. Það er vissulega nóg iil af nefndum og stjórnum, sem litið hafa að gera og lítil nyt- semd er ab, í okkar landi. Bændur mega treysta því að ábui’ðarverksmiojumálið verð- ur leyst á þann hátt, sem best- ur er fyrir landbúnaðinn. Rök Jóns Pálmasonar í því máli voru "rök hins hyggna bónda, sem vinnur markvist að lausn umbótamálsins, en gætir allrar forsjár og skynsemdar í fram- kvæmd þess. Húsmæðraskólar. NOKKUÐ HEFIR verið rælt undanfarið um húsmæðraskóla í sveitum. Fyrir Nd. liggur frumvarp um að bæta við nýj- um húsmæðraskóla á Akri í Norður-Þingeyjarsýslu. Þar í hjeraði mun hafinn allvíðtæk- ur undirbúningur að slikri skólastofnun. Ef litið er á húsmæðrafræðsl una í landinu alment, verður það augljóst, að. þeirri grein fræðslumálanna hefir verið og er mjög ábótavant í landinu, bæði í sveitum og kaupstöðum. Húsmæðraskólarnir hafa verið alt of fáir. Fjöldi kvenna hefir o-rðio að bíða svo árum skiftir tækifæris til þess að komast í þessa skóla. Mun því þannig háttað urn ýmsa húsmæðraskól ana nú, t. d. húsmæðraskólann hjer í Revkjavík. að í þeim er hvert rúm skipað nokkur ár fram í límann. Það er þess vegna Ijóst mál, þessum hagnýtu skólum fyrir, nái samþykki. Með sam- þykt þeirra .er það aðeins á- kveðið að húsmæðraskólar skuli rísa á þeim stöðum, er þar grein ir, i íramtíðinni. Fjárveltinga- valdið veitir síðan fje ti| bygg- ingar þeirra að sínum helm- ingi, eftir því, hvernig undir- búningi málanna í hverju hjer- aði vindur fram. En þessi kéðjumálflutningur er engu að síður hinn öfuguggalegasti og lítt til eftirbreytni. GeðVeikramál. JÓHANN Þ. JOSEFSSON hefir á þessu þingi beitt sjer fvrir því að hafist yrði handa um aukningu húsnæðis fvrir geðveikt fólk. Hafa verið færð rök að því að afar mikil vand- ræði ríkja í þessum efnum vegna þess hve mörgum geð- veikisjúklingum geðveikrahæl- ið á Kleppi verður að synja um hælisvist vegna þrengsla. Sam- kvæmt áliti yfirlæknisins á Kleppi er talið að 200 nýir sjúklingar myndu leita þangað þegar er húsnæði hælisins hefði verið aukið nægilega til þess að fullnægja brýnustu þörfum. Fjöldi af þessum sjúklingum verður nú ao dvelja á heimil- I um skyldra og óskyldra og eru | víða hin mestu vandkvæði • á þessu. Alþingi samþykkti | nú í vikunni tillögu um þelta i mál. þar sem ríkisstjórninni var j falíð að hefja undirbúning að i aö verður að fjölga. En hvernig? Hvar á sá næsti að rísa? Á Norður-, Suour- eða Vestur- landi? Nokkru eftir að frumvarpið um húsmæðraskóla í Norður- Þingeyjarsýslu var fluít. komu fram breytingartíllögur við það um að fjórum skólum yröi bæfí við í lögin um húsmæðra- skóla. í sveitum. Liggja þv^ nú fyrir þinginu íillögur um íimm nýja húsmæðraskóla í sveit- um, 1 í N.-Þingeyjarsýslu, 1 i Skagaíjarðarsýslu, 1 á Snæ- fellsnesi. 1 í Rangárvallasýslu og 1 í Vestur-Skaffafellssýslu. Það skal ekki dregið í efa, að nauðsyn beri til að öll þessi hjeruð fái hvert sinn húsmæðra skóla. I sumum hjeraðánna er undirbúningi skólastofnunar einnig komið nokkuð áleiðis. Fram hjá þvi verðiir þó ekki komist, að benda á það, að í þessu máli heíir það hent, sem er þekt fyrirbrigði í sögu ýmsra þingmála. Það eru hin svoköll- uðu keðjumál. Þau eru þannig vaxin, að ef fulltrúi einhvers kjördæmis flytur tillögu um ákveðna breytingu á t. d. vega- lögum, brúarlögum eða lögum um húsmæðraskóla í sveitum,1 geðveikisjúklinga. framtíðarláusn þessara mála, og að gera nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til bráða- birgða, til þess að bæla úr brýn ustu þörfum. Ýmislegt bar á góma í um- ræðunum um þetta mál á þingi. M. a. flutti Jónas Jónsson íil- lögu um að fyrst um sinn yrði tekið til afnota í þessu skyni húsnæði í kjallara Sjómafma- skólans. Frá þeirri tillögu fjell hann þó síðar. Væntanlega tekst ríkisstjórn inni að finna einhverja bráða- birgðalausn í þessu vandamáli, þar til hægt verður að bvggja nægileg húsakynni yfir alla aftur og hlaut enn eindregin meðmæli dómnefndar til starf- ans. En aftur leil veitingavald- ið fram hjá honum og veifti öðrum manni, að vísu ágætum, sföðuna. Sjera Björn Magnússon hefir því orðio óvenjulega ónotalega fyrir barðinu á veitingavaldinu. Hann hefir hinsvegar sýnt ó- tvíræða fræðimannshæfileika með ritum sínum. Það er bví naumast óeðlilegt að presta- stjett landsins hafi nokkurri á- huga fyrir að bæta honum hina harðneskjulegu meðferð- Hitt verður þó að segjast, að- sú aðferð, sem hún hyggur á til þess, er afar hæpin. Það er mjög vafasöm stefna fyrir Alþingi að taka að sjer að bæta fyrir glöp veitingavaldsins á hverjum tíma með því að stofna ný em- þætli handa þeim, sem glöpin bitna á. Með því að taka'upp slika stefnu, hætti Alþingi sjer út á mjög hála braut, brauf, sem ekki er sjeð^ hvaða afleið- ingar gæti haft ef mörkuð yrði. Mín skoðun er því sú, þótt jeg skilji vel samúð presta- stjettarinnar með sjera Birni Magnússyni, að Alþingi beri að fara í þessu máli aðra leið ent að stofna nýtt docentsembætti í guðfræoi, bundið við nafrs sjera Björns. Sjera Björn hefir sýnt. að hann er áhugasamur og afkasfa mikill fræðimaður í írúarlegum fræðum. Væri mjög vel við eig andi að Alþingi veitti honum sæmilegan styrk til fræðiiðk- ana ' sinna, annað hvort i eitt skifti fyrir öll, eða árlega um nokkurt árabil. Með slíkri við- urkenningu væri því marki nátS á hepþilegan hátt, sem presta- stjettin virðist stefna að með fvrrgreindri áskorun sinni. S. Bj. til hagsbóta fyrir hjerað sitt, þá rýkur fjöldi þm. upp með Doccntsmál. breytingartillögur á sömu lög- , VEGNA þess hversu sr. Björn gjöt íil hagsbóta fyrir sín Magnússon á Borg hefir verið hjeröð. Niðurstaðan verður svo leikinn hart af veitingavald- sú, að alt flóir í iillögumoði, inu, er hann hefir sót^um doc- þar sem erfitt er að greina entsembætti við gfiðfræðideild kjarnann frá hisminu* þ, e. vita, Hóskóla íslanös, hafa nú nær hvar nauðsynin er brýnust fvr- i S0 prestar og prófasíar sent Al- ir hina umræddu íramkvæmd. þingi áskorun um að stofna með þjóðveg, brú eða skóla. Oft fá j sierstökum lögum fiýtt docents þessi keðjumál þau úrslit að embælti við guðfræðideildina, enginn fær neitt, öll ílækian | er sje bundið við nafn sjera dagar uppi og þá er sæit sam- eiginlegt skipbrof. Slík máls- meðferð er allömurleg. En engu ao síður'virðist örðugl að koma í v.eg fyrir hana, þegar um á- kveðin mál er að ræða. Orsök þess, að slíkt getur heni, er auðvilað það, að heild- aryfirsýn skortir. Segja má að það sje hættu- lítið að fyrgreindar breytingar- lillögur við lögin um húsmæðra skóla í sveitum, sem nú liggja Björns. Saga hinna tveggja docents- mála er öllum almenningi kunn. Haustiö 1937 sigraði sjera Björn í samkepni um þetta docenlsembætti við guð- fræðideildina. Þáverandi kenslu málaráðherra, Haialdur Guð- mundsson, virti niðurstöðu dóm nefndarinnar að vettugi og skip aði annan mann í embættið. í haust skyldi á ný skipa í þelta embætti og sótti sjera Björn þá JiterBunblaítD oc^. ízcj.x.fíjnxcluh'TÚh. í hxynrux -tiojrrux clcuc^ [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.