Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.1944, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Láugardagur 2. des. 1944 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stj.; Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) JTrjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands f lausasðlu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Stjórnarblöðin ÓEFAÐ má fullyrða, að aldrei hafi nokkurri ríkisstjórn á íslandi verið fagnað jafn innilega og núverandi stjórn, þegar hún settist í valdastólana. Orsakirnar eru fleiri en ein. Þjóðin fagnaði því, að loks hafði tekist að mynda þing- ræðisstjórn í landinu. Þjóðinni var ljóst, ekki síður en þingmönnunum, að Alþingi hafði beðið mikinn álitshnekki þau tvö ár, sem liðin voru, án þess að því tækist að inna af hendi þá frumskyldu þingræðisins, að skipa ríkisstjórn í landinu, sem þingið sjálft stæði að og bæri ábyrgð á. Það leyndi sjer heldur ekki, að þessi mistök þingsins voru fagnaðarefni þeirra manna, sem vildu veg Alþingis sem minstan. Nú hafði Alþingi hrist af sjer slyðruorðið og myndað sterka þingræðisstjórn. Þessu fagnaði þjóðin af heilum hug. ★ En það er fleira, sem vakti fögnuð þjóðarinnar við komu ríkisstjórnarinnar. Málefnagrundvöllurinn, sem lagður var með myndun stjórnarinnar lýsti stórhug. Bak við hann var sterk trú á framtíð lands og þjóðar. Þar var djarflega á málum tekið og gengið hreint til verks. Þetta vakti óblanainn fögnuð þjóðarinnar. Afturhaldsöflin í Framsóknarflokknum hafa að und- anförnu verið að reyna að telja þjóðinni trú um, að of mikillar bjartsýni gæti í málefnagrundvelli ríkisstjórn- arinnar. En þessir menn hafa gleymt sögu sinnar eigin þjóðar. Gleymt því, að sjerhvert skref, sem íslenska þjóð- in hefir megnað að stíga til aukins frelsis, hefir fært henni nýjar og auknar framfarir á öllum sviðum. Og því stærra sem frelsisskrefið var, því meiri og stórstígari urðu fram-i farirnar. Þetta hefir sagan kent okkur. Og þjóðin trúir því, að eins muni enn reynast. Og þeir, sem mest ala á bölsýninni nú, geta áreiðanlega treyst því, að við hin, sem trúum á framtíðina. munum einnig fyrri þrengingatíma þjóðarinnar, og vitum að margskonar erfiðleikar verða á vegi. En við trejrstum því að þjóðin geti sigrast á erfiðleikunum, ef hún ber gæfu til að standa saman. * Já, ef þjóðin ber gæfu til að standa saman. Þetta er vissulega íhugunarefni fyrir núverandi stjórn- arflokka. Með myndun ríkisstjórnarinnar tóku höndum saman stjórnmálaflokkar, sem hafa mjög sundurleitar skoðanir í mörgum stefnumálum. Einnig flokkar, sem hafa átt mjög í erjum, þótt ekki greini þá verulega á í stefnumálunum. Alíir þessir flokkar hjetu því, að slíðra baráttusverð- in og vinna sameiginlega að heill og velferð alþjóðar. •— Þetta verður þeim til ævarandi sóma. ★ En stjórnarflokkarnir mega vita það, að andstæðing- arnir munu af öllum mætti reyna að rjúfa eininguna og tvístra stjórnarliðinu. Það hefir þess vegna verið óblandið fagnaðarefni Fram- sóknarmanna, að lesa tvö stuðingsblöð ríkisstjórnarinn- ar að undanförnu, þar sem rifist hefir verið svo harka- lega, að engu er Iíkara en að þar hafi svæsnustu andstæð- ingar að verki verið. Þetta má ekki svo til ganga. Með þessu er stjórnarand- stæðingum sínum gert til þægðar, enda blása þeir mjög að glóð sundrungar og illinda innan stjórnarliðsins. Þótt tilefni þeirra deilna, sem verið hafa milli tveggja stjórnarblaðanna, snerti ekki ríkisstjórnina og starf henn- ar, geta þær orðið til að spilla samstarfinu. Þá væri illa farið. Stuðningsblöð stjórnarinnar mega ekki gleyrna því, að þau hafa mikið og göfugt verk að vinna. Alþýðusambands- þingið vottar ríkis- stjóminni traus! Eftirfarandi ályktun var sam þykt á nýafstöðnu Alþýðu- sambandsþingi: „18. Þing Alþýðusambands Islands fagnar hinni nýju rík- isstjórn Islands og stefnuskrá hennar. Þingið lítur á myndun ríkis- stjórnarinnar og stefnuskrána sem mikinn sigur fyrir lýðræðis öfl landsins í baráttunni fyrir efnalegu og andlegu frelsi þjóð arinnar. Þingið vill undirstrika það meginatriði í stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar, er fjallar um ný- sköpun atvinnuvega landsins, einkum sjávarútvegsins, sem þingið telur undirstöðuatvinnu veg landsmanna. Þingið leggur áherslu á þá nauðsyn, að allur hinn skipu- lagsbundni verkalýður og þjóð in öll standi sem órjúfandi heild að baki þeirra fram- kvæmda, er stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar felur í sjer, og telur, að þjóðin þurfi að vera vel á verði gegn tilraunum aft urhaldsins til þess áð tor- tryggja stefnuskrána og hindra framkvæmd hennar. Til þess að skapa sem besta og voldugasta tryggingu fyrir framkvæmd stefnuskrárinnar álítur þingið að einmitt nú sje þess brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyr, að alþýða íslands til sjávar og sveita myndi með sjer öflugt bandalag, er vinni að framkvæmd stefnuskrárinn ar og veiti ríkisstjórninni þar með styrk hins vinnandi fólks í baráttu hennar fyrir fram- förum í landinu. Þar sem þinginu er það ljóst, að framkvæmd stefnuskrár rík isstjórnarinnar er fyrst og fremst undir því komin, að vinnandi sjettirnar einbeiti öll um kr.ftum sínum að fram- um kröftum sínum að fram- hinni nýju sambandsstjórn að gera sitt ýtrasta til þess, að koma bandalagi vinnandi stjett anna á fót sem allra fyrst. Ennfremur vill þingið, með tilliti til hinna nýju viðhorfa í þjóðmálum landsins, hvetja öll sambandsfjelög sín til þess að taka serrf virkastan þátt í því starfi og þeim áætlunum, sem nú fara í hönd um nýsköp un atvinnuveganna og almenn- ar framfarir, hvert á sínum stað og í sinni grein. Um leið og þingið undirstrik ar mikilvægi þess fyrir hinar vinnandi stjettir og alla þjóð- ina, að sú framsækna tilraun takist, sem nú 'er hafin, leggur það áherslu á nauðsyn þess, að sem nánast samstarf takist milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðu- sambandsins um úrlausn þeirra miklu framfaramála, er ríkis- stjórnin hefir tekið að sjer að framkvæma". Skæruliðar gegn skæru- liðum. London: Fylgismenn Lavals hafa stofnað skæruliðasveitir sem berjast nú í íjöllum Suð- ur-Frakklands, gegn frönskum skæruliðum, aðallega í Savoy- hjeraði. • \JibverjL óbripar: U clcuiic cujiecýci iif inu Ííf'u Franskar hernáms- skrítlur. STUNDUM er gaman að bregða útaf vana og það er ein- mitt það, sem jeg hefi hugsað mjer að gera að þessu sinni hjer í dálkunum. í stað hugleiðinga um daglega lífið hjer hjá okkur, aðfinslur um rjómaskort, smjör- leysi o. þ. h., ætla jeg að segja ykkur nokkrar hernámsskrítlur, sem gengu manna á milli í.Frakk landi á meðan landið var hernum ið. Þær fjalla flestar um kumpán ana þrjá, Hermann, Adolf og Jósef. Sögur þessar sýna, að Frakkar hafa haldið kímnigáfu sinni þrátt fyrir raunirnar, sem á þjóðina voru lagðar. Fyrsta sag an er um leynivopn Þjóðverja. • Þýsku leynivopnin. ÞEGAR Þjóðverjar hófu árás- ir sínar með V-1 á Suður-Eng- landi fóru Parísarbúar að hugsa um þau leynivopn er á eftir myndu koma. Þessi eru hin helstu: V-1 er flugmannsiaus flugvjel. V-2 er flugmaður án flugvjel- ar — eða flugvjelarlaus flugmað- ur. V-3 er risaskriðdreki með 30 manna áhöfn. Fremst sitja öku- stjóri og loftskeytamaður, en hinir 28 ýta aftan á skriðdrek- ann. V-4 eru nokkrir franskir svik- arar, en yfir höfði þeirra svífur svipur Henriots. V-5 er síðasta leynivopn Þjóð- verja, sem bindur endi á öll stríð. Það er spítuskaft, sem lítið hrá- efni fer í og sem auðvelt er að framleiða. Það þarf ekki nema einn hermann til að stýra þessu vopni. Efst á skaftið er komið fyr ir hvítri dulu. • Tveir franskir aríar. FYRIR EITTHVAÐ ári. síðan sá Göring marskálkur, að ekki var alt með feldu í Þýskalandi. Hann brá sjer því á fund Petains gamla í Vichy og bað hann um að veita sjer frönsk borgararjett- indi. „Ekki get jeg nqitað þjer um neitt, Hermann minn, sagði gamli maðurinn og fjekk honum franskt borgarabrjef. Nokkrum mánuðum síðar sá Hitler, að hann var að tapa stríð inu og einnig hann fór á fund Petains í sömu erindagerðum og Göring. „Sjálfsagt, vinur“, sagði hinn aldraði marskálkur, hjer er borgarbrjef þitt. Nokkrum dögum síðar var Hitler á skemtigöngu á Champs Elysées, er ókunnur maður vatt sjer að honum og hvíslaði: „Sæll, Adolf“. „Jeg heiti ekki Adolf, æpti Hitler. Jeg heiti Jacques Durand og er franskur borgari af arísk- um ættum“. „Láttu ekki eins og kjáni. Þetta er hann Hermann, gamli vinur inn þinn“. „Hermann? Það getur ekki verið. Hermann var feitur, en þú ert ekki annað en beinin. Hvað hefir komið fyrir þig, ef þú ert Hermann? „Þaðær löng saga og raunaleg“ svaraði Hermann. „Jeg er nú eins og þú, franskur borgari af arísk- um ættum. „Nú, og hvað skeði svo?“ „Jeg var senilur í nauðungar- vinnu til Þýskalands“, svaraði Hermann dapur í bragði. • Göbbels í himnaríki. JÓSEP GQBBELS var dáinn og hann barði að dyrum hjá Sankti Pjetri. Pjetur kom til dyra og er hann sá, hver úti var sagði hann: „Nei, þig og þína líka viljum við ekki hafa hjer.“ Göbbels bað og grátbað, þang að til Pjetur ljet tilleiðast fyrir | ákafar fortölur og hleypti Göbb els inn. Eftir tvær vikur var ! Göbbels orðinn þreyttur á engla 1 söng. Hann reikaði dapur í bragði um Paradís. Alt í einu sá hann í fjarska rósrautt .ský og þar var nú heldur en ekki líf í ; tuskunum. Yndisfagrar konur og , karlar dönsuðu þar tango, drukku kampavín, sungu og hlógu. „Hvað er þetta?“ spurði hann Sankti Pjetur. „Þetta eru hinir útskúfuðu og rósrauða skýið er hluti af víti“, svaraði Pjetur. „Þangað vil jeg fara“, ansar Göbbels, „mjer leiðist hjer“. Sankti Pjetur hleypir Göbbels út, sem hraðar sjer að rósrauða skýinu, en er þangað kemur grípa hann þrír svartir púkar, draga hann að hyldýpi, slíta af honum neglurnar, nauðraka á honum hausinn og fleygja hon- um síðan í sjóðandi olíu. Göbbels skrækti: „Hvað á þetta að þýða. Jeg hjelt að í víti væri dansað og drukkið vín og þar væri al- mennur gleðskapur". „O-nei, karlinn, sagði einn púk inn um leið og hann stakk örva- kvísl í síðuna á Göbbels. Það er bara verk áróðursdeildar okkar“. • Á flugferð yfir Frakklandi. ÁRIÐ 1942 fóru þeir Hitler, Göring og Göbbels í flugferð yf- ir Frakklandi. „Já“, segir Hitler. „Jeg er að hugsa um, að með því að sleppa niður 10.000 pökkum af sigarett- um hjerna gæti jeg látið 10.000 Frakka þykja vænt um mig og verið mjer þakkláta“. „Uss,“ sagði Göring. „Jeg er að hugsa um, að með því að fleygja niður 20.000 pörum af sokkum, myndu 20.000 franskar konur blessa mig“. „Jeg slæ ykkur út“, sagði Göbbels. „Jeg er að hugsa um, að ef jeg kastaði niður 40.000 súkku laðiplötum hjerna niður, myndu 40.000 lítil frönsk börn elska mig. Flugmaðurinn, s.em heyrt hafði samtalið, bætti þá við: „Jeg er að hugsa um, að með því að kasta ykkur út úr flug- vjelinni, myndi jeg gera Bretum, Bandaríkjamönnum, Rússum, Frökkum, Belgum, Pólverjum, Hollendingum, Norðmönnum, Dönum, Grikkjum og öllum hin- um þjóðunum, stórgreiða“. @ Heimsókn á 25 ára fresti. ÞÝSKUR liðsforingi vildi vera vingjarnlegur við lítinn fransk- an pilt. „Jæja, Jean litli, hvernig gengur það í skólanum. Hváð>.er ykkur kent þar? „Svona sitt af hverju“, svarar Jean, „sögu, landafræði, reikning“. „En lærið }>ið ekki tungumál?" spyr Þjóð- verjinn. „Jú, ensku og spönsku*'. „Ha, lærið þið ekki þýsku?“ „Nei, svaraði snáði. Við þurf- um ekkert á því tungumáli að halda. Þið Þjóðverjar komið ekki hingað til Frakklands nema á 25 ára fresti og þá segið þið okkur að þegja“. Til bágstadda piltsins: Áheit 5.00 kr., M. Ó. 50.00, Aldís 15.00, A. H. 50.00, Þ. S. 10.00, Inga 100.00, N. N. 50.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.