Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1944 Grikkland Framh. af bls. 1. Churchill svaraði þessu engu, en kvaðst á þessu stigi málsins ekki geta gefið frek ari upplýsingar um ástandið í Grikklandi, en myndi gera það mjög bráðlega. — Gaf hann síðan skýrslu um manntjón Breta í Grikk- landi alt til þess, er Þjóð- verjar voru úr landi reknir og var það alls 460 menn. Ógurlegt ástand - Frjettaritari vor símar í dag, að ástandið í Aþenu sje ógurlegt, og versni heldur umferðabannið, vegna þess, hve lítill matur er fvrir hendi í borginni. — í dag kveður hann sex óbreytta borgara hafa verið skotna á götum úti, er þeir voru að revna að afla sjer matar. Forsætisráðh&rra Grikkja segir hann hafa setið á mik- ilvægum umræðufundum með ýmsum stjórnmála- mönnum í dag, og skipalest með miklar birgðir kom til breska liðsins í Piræus, hafn arborgar Aþenu. í borginni er barist harðlega um loft- skeytastöðina, sem skæru- liðar eru að reyna að ná á sitt vald. Forsætisráðherr- ann, Papandreau hefir kvatt einn af kunnustu hershöfð- ingjum Grikkja heim úr út- legð. Ansaldo tekinn af lífi. LONDON: — Ritstjóri blaðs þess, sem Ciano greifi átti, II Telegrafo, hefir verið tekinn af lífi í Þýskalandi. Var það Ansaldo, einn af kunnari blaða mönnum ítölskum. Eftir upp- gjöf ítala gekk hann í þann hluta ítalska hersins, sem með bandamönnum barðist. Var hann handtekinn í Króatíu. og fluttur til Þýskalands. •— Þar reyndi hann að æsa menn í fangabúðum upp gegn Þjóð- verjum og var skotinn. oimiiiiiiiiiimmiiiiiiímmmimiiiimnuiiuimiiiiiim' * Agæt stofa Fdinningarorð um cjCoft Æóqn vciÍtlóJon Ijónda á öíiancli I í nýju húsi, með aðg. að 1 síma og öllum þægindum, s til leigu. Tilboð merkt „15 X“ send- 1 ist Mbl. = luummimuiimmiiiiiuiiiiiiiiiiuiuiimmimiiiiumu Dánarminning Lofts Rögnvalds sonar bónda á Oslandi..... Þann 5. nóv. s. 1. andaðist á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, Loftur Rögnvaldsson bóndi á Óslandi í Skagafirði. Hann var fæddur í Miðhúsum í Óslands- hlíð 16. nóv. 1892. Voru for- eldrar hans Rögnvaldur bóndi á Óslandi Jónssonar bónda á Brúnastöðum í Fljótum Jóns- sonar bónda á Hóli á Uppsa- strönd Jónssonar Rögnvaldsson ar bónda á sama stað, er þetta góð bændastjett, komin af Þor geiri nokkrum, er sagður var sveinn Jóns biskups Arason- ar. Móðir Rögnvaldar í Miðhús- um var Gunnhildur Hallgríms- dóttir afkomandi Þorláks Hall- grímssonr Dabrm. á Skriðu í Hörgárdal. Bræður Rögnvald- ar voru Kristján bóndi í Lamba nesi í Fljótum og Loftur faðir Jóns Loftssonar stórkaupmanns og Pálma forstjóra Skipaútgerð ar ríkisins. Kona Rögnvaldar í Miðhús- um og móðir Lofts á Óslandi var Steinunn Jónsdóttir Halls- son bónda á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd og systir Guðna bónda á Heiði í Sljettuhlíð. Er ætt þessi af Svalbarðsströnd og úr Fjörðum og komin í beinan karllegg af Þorkeli Þórðarsyni prests á Þönglabakka, er fórst í snjóflóði 1693. Loftur ólst upp með foreldr um sínum í Miðhúsum. Haustið 1909 settist hann í Bændaskól- ann á Hólum og útskrifaðist þaðan 1911. Árið 1913 sigldi hann til Noregs og lagði aðal- lega stund á verklegt búnaðar- nám á búnaðarháskólanum í Ási. Vorið 1914 fór hann til Þýskalands, einnig til verk- legs búnaðarnáms, en varð að hverfa þaðan síðari hluta sum- ars er heimsstyrjöldin fyrri braust út og fór til Danmerkur. Þar gekk hann í þjónustu Heiða fjelagsins og vann á tilraunabúi þess á Vestur-Jótlandi, þar til hann hjelt heim til íslands sumarið 1915. Eftir heimkom- una dvaldi hann hjá foreldrum Þýskir herfangar í landbúnaðar- vinnu London í gærkveldi. BRESKA stjórnin hefir á- kveðið að láta þýska fanga vinna framvegis að landbúnað- arvinnu og skógarhöggi án varðgæslu. Mun hjer vera um að ræða 16.000 fanga, sem hing að til hafa unnið undir gæslu. Munu Þjóðverjar þessir verða látnir búa í fangabúðum, sem ítalskir fangar hafa áður dval- ið í, en þeir eru nú farnir til annara starfa. — Föngunum verður fylgt af hermönnum til vinnu og frá henni, en þeir, sem þeir vinna hjá, verða að bera á þeim ábyrgð, meðan þeir eru að vinna. — Reuter. sínum og stundaði ýms búnað- ' arstörf og auk þess barna- og unglingakenslu á vetrum. Vet- 'urna 1918—20 gegndi hann ^ aukakennarastörfum við bænda skólann á Hólum, og á árunum 11917—22 starfaði hann sem jarðabótamælingamaður hjá iRæktunarfjel. Norðurlands eða sýslubúfræðingur eins og það þá var kallað og fór víða. J Vorið 1925 hóf Loftur bú- skap á Óslandi og bjó þar til jdauðadags. Hann bjó ávalt snotru búi og tók talsverðan þátt í fjelagsmálum sveitar sinn ar og hjeraðs. Sat t. d. í hrepps nefnd og var fulltrúi á aðal- fundum Búnaðarsamb. Skagfirð inga o. fl. mætti telja. Hann var ekki framgjarn, en vaskur mað ur að hverju sem hapn gekk. | Árið 1920 kvæntist Loftur Nönnu Ingjaldsdóttur frá Öx- ará í Þingeyjarsýslu, prýðilegri konu, þau eignuðust 2 syni, — I Gunnar og Ingvar, sem nú dvelja hjá móðir sinni.. Loftur veiktist skyndilega og var flutt ur til Sauðárkróks, en varð ekki bjargað og andaðist litlu síðar. Að fráfalli hans er mikill mannskaði. Vinir hans og skóla bræður munu og ávalt mmnast þessa prýðilega drengs og glaða og skemtilega fjelaga. J. S. Fimm miljénir Pólverja fallnir London í gærkveldi. ARTICHEVSKI, hinn nýi j forsætisráðherra pólsku útlaga stjórnarinnar í London, sagði í Jræðu í dag, að frá stríðsbyrjun hefðu fimm milj. Pólverja fall- ;ið í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. — Ráðherrann ræddi Jeinnig um sambúðina við Rússa, og kvað stjórn sína hafa að því leyti sömu stefnu og stjórn Sikorskis og Nikolaic- ekz. — Sagði hann að Pólverj- ar vildu, að í sambúð þeirra og Rússa rjeði rjettlæti og gagn- kvæm virðing, þannig að hvor- ugur ljeti neitt af mörkum við hinn, sem ekki væri rjettlæti og þjóðarheiðri samkvæmt. — Reuter. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Var hjálpað af Frökkum. LONDON: — Það hefir nú verið uppskátt gert, að um 2000 breskir flugmenn, sem nauðlentu í Frakklandi, meðan landið var í höndum Þjóðverja, komust aftur til Bretlands vegna aðstoðar Frakþa, en mörg hundruð voru feldir af Boðið til Ástralíu London: Curtin forsætisráð- herra Ástralíu hefir boðið Churchill að koma þangað í heimsókn í vetur. Ekki er vit- að, hvort Churchill sjer sjer fært að taka þessu boði. Bék um sjémenn og svaðilfarir SJÓMENN nefnist bók, sem nýlega er komin út. Hún er eft- ir danska rithöfundinn Peter Tutein og fjallar um selveiðar í Norðurhöfum. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar á Akur- eyri gefur bókina út. Fyrir styrjöldina voru sel- veiðar stundaðar mjög í Norð- urhöfum, mest af Norðmönn- um. Fjallar bókina um selveið- ar þeirra, en yfir slíkum veið- um í Ishafinu hefir jafnan ver- ið æfintýrablær og þeim fylgt miklar mannraunir. Bókin greinir frá veiðiför á norsku selveiðaskipi. Þar er' veiðunum lýst ásamt hættum þeim og harðræðum, sem slíkri atvinnu fylgja. Frásögnin er mjög ljós og lifandi. -— Bókin er vel úr garði gerð, með nokkr um smekklegum teikningum. — Hannes Sigfússon íslenskaði hana„ Verkamenn til Ástralíu. LONDON: — 2000 breskir hafnarverkamenn verða send- ir til Ástralíu, til þess að vinna þar við bækistöðvar Kyrra- hafsflotans breska, en alls munu 5000 verkamenn starfa í bækistöðvum þessum. Flot- inn verður stækkaður eftir þörfum. iitmimiiiuuumiuiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiimumiíiLumuii (Til sölu = góður 5 manna Fordbíll, 1 smíðaár 1938. Uppl. gefur = Þórður Þ. Þórðarson, Akranesi. luiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiuiiiiiiuii niiiiiiimiiiiiiuiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiir | Krystall f H Nýkomin Ölsett (kanna s 1 og glös) stakar Mjólkur- = = könnur. = Pjetur Pjetursson, ɧ Hafnarstræti 7. = = = = HJiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiinmii) uiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiuumiiiiimiumiiim 1 lCJacjnúi Ohorlaciuó | = hæstarjettarlögmaður = Í Aðalstræti 9. Sími 1875. = iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiD ^ ^ ^ v Eftir Robert Storm X-9 GAUTlOUÖL.'y P/CKS MlS WAY UP5T/4IRS CAN'T /MAKE A BRSÁK. OUT M OF TMI5 5HACK, WlTHOUT GETTlNG | PLU6ÚED ONE £ID£ OR TH£ J OTHER ...GOT TO LET Mi QANG JÍ ' <NOW WHERE I A/A,.._^ý ' 'v4|l a A 300T MAKB6 A 600D BLACK-JACK ON A HEEL WITHOUT A soul ! DEAD!...iTCHV, WHEN VOUR CASE COMES UP, ON THE OTHER SIDE, I HOPE 10U DRAW A UGHT GENTENCEí HERE'5 WHERE I 5PIKE AW uðLY 800M6R! Copr^l940JGn^Fcaturc<^yg^catc^lnr^CorlJ rights rcsgrvcd. 1—2) X-9: Hann er dáinn ... Itchy, jeg vona að þú hljótir vægan dóm hinumegin ... (Hugsar): Jeg áð vera skotinn af öðrum hvorum aðilanum. Jeg verð að láta fjelaga mína vita, hver jeg er. næ jeg einum hundtyrkjanum. Skór er ágæt kylfa til þess að nota á sálarlausan þorpara. kemst ekki hjeðan nema með því að eiga á hætlu 3—4) X-9 læðist upp á loftið (hugsar): Hjerna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.