Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.1944, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. des. 1944 „Heimskingi! Asni! — Nú heti jeg eyðilagt alt saman — Maisie — Hversvegna gat jeg ekki verið nógu sterkur?------ Gaston trúði mjer fyrir henni — en jeg hefi brugðist. ...“ Þegar hann var kominn að herbergisdyrum sínum, heyrði hann að Tamea var farin að syngja. Hún átti gott. Hún var ung og ástfangin. Nú var hjarta hennar ekki lengur þrungið sorg, og í hinum frum- stæða, en glögga, skynheimi hennar rúmuðust ekki nein þau heilabrot um orsök og afleið- ingu, sem eru samfara flestum ákvörðunum, sem teknar eru í okkar siðmentuðu veröld og gera því vísdóm þeirra vafasam an. ,,Hún er eins og unaðslegt, tælandi, ilmvatn, Fegurð henn- ar og lífsþróttur, hinar óspiltu og saklausu lifsskoðanir henn- ar — alt stuðlar þetta að því, að koma mjer úr jafnvægi. Og hún er föðurlaus, móðurlaus — alein — svo að jeg hlýt að kenna í brjósti um hana. En „Austur er austur og vestur er vestur og það tvent getur aldrei mættst“. Kipling vissi það.,Og þó — frá því að þessí stúlka horfði fyrst í augu mín, hefir mynd Maisie bliknað að mun í huga mjer. — Júlía barði að dyrum. — „Ungfrú Morrison spyr eftir yður í símann“. Hann gekk niður í anddyrið og tók heyrnatólið. „Halló, Maisie“. „Danni“. Hann heyrði, að henni var eitthvað mikið niðri fyrir. „Er jeg ekki hræðilega framhleypin, ef jeg býð sjálfri mjer til kvöldverðar hjá þjer í kvöld?“ „Nei, vitanlega ekki. Sann- leikurinn er sá, að jeg verð mjög feginn, ef þú.kemur og borðar með okkur í kvöld. Jeg gerði mjer bara ekki grein fyr- ir því, fyrr en jeg heyrði rödd þína. En jeg hygg, að innan fimm mínútna hefði mjer einn- ig dottið þetta snjallræði í hug og hringt í þig“, „Frændi er í illu skapi, skammar alt og alla — sjer í lagi þig — og það kom mjer auðvitað einnig í illt skap“. „Blessuð góða, láttu ekki þann óskemtilega ættingja þinn eyðileggja fyrir þjer kvöldið. — Á jeg að senda bif- reiðina eftir þjer?“ „Já, ef þú vilt gjöra svo vel.“ — Eftir stundarþögn spurði hún: „Ertu viss um, að þú hefð ir hringt í mig, ef jeg hefði ekki hringt, og boðið mjer sjálf?“ „Já, Maisie. Jeg þarfnast and legs og siðferðilegs stuðnings þína. Skyldur mínar sem fóst- urföðurs------“. „Jeg skil. Mjer var einnig að detta í hug, að það myndi vera heppilegt að gera út um skóla- mál Tameu í kvöld. Jeg hefi dálitla ráðagerð á prjónunum“. „Prýðilegt. Jeg sendi Graves eftir þjer um sjö leytið. Og heyrðu — elsti og besti vinur minn, Mark Mellenger, kemur einr.ig.' Þú hittir hann snöggv- ast uppí á skrifstofu í dag“. „Það var gaman! Er hann ekki skemtilegur, Danni?“ „Drottinn Alsherjar skóp að- eins einn Mellenger. — Hann snæðir hjer kvöldverð á hverju miðvikudagskvöldi, þegar hann er í borginni. Hann virðist aldrei hafa haft neinn áhuga á kvenfólki, svo að jeg hlakka til þess að sjá, hver áhrif það hefir á hann að vera með tveim fögrum og hrífandi konum í einu“. „Svo að. Tamea er alt í einu orðin fullorðin kona?“ sagði Maisie ögrandi. Síðan hjelt hún áfram, áður en Danni hafði fundið viðeigandi svar handa henni: „Þakka þjer kærlega fyr ir heimboðið. Graves kemur þá kl. 7. Vertu sæll á meðan“. XIII. Kapisuíi. Þegar Danni kom niður, eftir að hafa haft fataskipti, var Mark Mellenger kominn, og hafði fengið sjer sæti við arin- inn. Sooey Wan stóð fyrir fram an hann og hristi vínblöndu af móðu miklum, meðan hann ræddi við hann nýjustu stjórn- málafrjettir frá Kína. „Þarna kemur húsbóndinn! Sæll drengur minn! fívernig er skapið í kvöld? Prýðilegt?“ Gult, skorpið andlit hans af- skræmdist af brosi, sem .gaf til kynna, að hann væri innilega ánægður með lífið og tilver- una. Danni leit illilega á hann, því að hann vissi svo sem, hvað hann var að hugsa um, Sooey Wan tók eftir augnaráðinu og hjelt áfram að flissa. Mellenger reis á fætur. „Jeg drekk hjer með skál þíns nýja embættis, og óska þjer allra heilla í því“. „Ekki veitir víst af, Mel. — Þetta hlýtur að enda með skelf ingu. Tamea er óviðráðanleg“. „Það vildi jeg, að guðirnir hefðu gefið mjer trúnað og traust föður hennar. Stúlkan er eins og dýrðlegt sólarlag í hitabeltinu, Danni.“ „Mig grunaði þetta — að eitthvað hefði komið fyrir þig, Mel. Svo að þú ert fallinn, ha? Og í nafni Jósafats sáluga — hver fjandann sjálfann á það að þýða, að koma samkvæmis- klæddur til kvöldverðar hjá mjer? Mig hefði aldrei grun- að að þú ættir slíkar skraut- flýkur í fórum þínum“. „Nei, jeg keypti mjer þessi föt í dag. Þau eru glæsileg, finst þjer það ekki?“ „En góði minn, þú hlýtur að vita, að Tamea hefði ekkert sjeð athugavert við það, þótt þú hefðir komið til kvöldverð- ar í bláröndóttum náttfötum11. „Nei. En vera má, að ungfrú Morrison hefði sjeð sitthvað at- hugavert við það“. „Nei, nú hefi jeg aldrei á minni lífsfæddri ævi heyrt ann- að eins! Hvernig vissir þú, að Maisie myndi verða hjer í kvöld? Jeg hringdi fyrst til hennar fyrir tuttugu mínútum síðan“. Mel tæmdi glas sitt og rjetti Sooey Wan það, til þess að fylla það aftur. „Jeg skal segja þjer það, væni minn, að jeg nota augu mín til þess að sjá með og eyru mín til þess að heyra með. Jeg er býsna glöggur á mannlegt eðli, og jeg dæmi ætíð skaphafnir manna og kvenna — sjer í lagi kvenna — eftir þeim áhrifum sem jeg' verð fyrir, þegar jeg sje viðkomanda í fyrsta sinn. Og jeg hefi sterkan grun um það, að þú hafir ekki sagt allan sannleikann núna“. „Viltu gjöra svo vel að rök- styðja þessa kæru þína“. Glettnisglampa brá fyrir í augum Mel. „Var það ekki ung frú Morrison sjálf, sem bauð sjer til kvöldverðar hjer í kvöld?“ Danni starði undrandi á Mel. „Jú. Hvernig vissir þú það?“ Mel horfði dálitla stund í eldglæðurnar, áður en hann svaraði. „Eins og þú veist, er jeg fremur kærulaus náungi. Sex daga vikunnar vinn jeg eins og húðarjálkur og hefi rjett aðeins tíma til þess að gleypa í mig matinn á þriðja flokks gistihúsum. Þessvegna nota jeg minn eina hvíldardag til þess að hvíla mig og hugsa. Eftir að hafa sjeð ungfrú Morrison og hugsað síðan málið í dag, sann færðist jeg um, að hún myndi verða gestur hjer í kvöld“. „Þú ert furðulegur maður, Mel“. „Mjer hefir aldrei hlotnast sú ánægja að sjá ungfrú Morri- son, fyrr en í dag“, hjelt Mel áfram. „Það er mjög greindar- leg og glæsileg stúlka, og hún er bæði gáfuð og glettin“. „Hvernig veist þú það? Þú hefir aðeins heyrt hana segja þrjú orð: Komið þjer sælir“. „Hún hefir augu. — Hvers vegna hefir þú dregið að giftast henni?“ „Hvað veit jeg um það, hvort hún vill giftast mjer?“ „Það myndi nú hver hálfviti vita í þínum sporum“. Alt í einu leit Mel á Danna og í grá um augum hans, undir loðnum augabrúnunum, var djúp al- vara. „Veist þú, að þessi glæsi- lega stúlka er ástfangin af þjer?“ „Ónei, ekki veit jeg það“. Mel andvarpaði. „Hefir þig aldrei grunað það?“ „Þetta er ósvífin spurning, Mel. Auðvitað, annað slagið. . “ mililllllililliilliiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiim | Orðsending ( I frá Dagsbrún | H Þeir stofnendur Verka- = = mannafjelagsins „Dags- E = brún“, sem eru í bænum = s og geta komið því við, eru s = vinsamlega beðnir að H = koma til viðtals í skrifstofu = §j fjelagsins, Alþýðuhúsinu, s f§ sunnudaginn 17. þ. m., kl. 1 = 10—12 árdegis ^ða 1—6 s l§ síðdegis. = Stjórn Dagsbrúnar. = liiimiiiiiiiiíimiiimmuiuuiimiiimiiiimimimiimnu Rómverskt æfintýr Eftir Naomi Mitchison. 7. föður síns: „Cassian vill ekki að við björgum frænda gamla. Hann neitar að gera það sem honum er sagt. Hvað skal gera við hann?” „Hentu honum bara af baki“, svaraði Radimir, og láttu hann hugsa ráð sitt og kæla í sjer blóðið, þangað til við komum hjer um aftur. Það mun kenna honum, hver skylda hans er“. Þetta hjelt jeg nú að þeir myndu gera, en Giamund sagði: „Nei, það vil jeg ekki. Jeg er búinn að meiða hann i úlnliðnum, en hann er ekkert hræddur við mig. Hann er alt of góður til þess að vera Rómverji. Við skulum gera hann að Gota, pabbi!” — Svo sagði hann við mig: „Viltu verða Goti, Cassian? Þá leysum við þig og gefum þjer hest, og þá geturðu komið með okkur af frjálsum vilja, og frændi skal ekki fá að snerta þig framar”. En jeg var alt of reiður til þess að hugsa um þetta til- boð, og sagði að hann skyldi heldur kasta mjer á veginn. En hann sagði: „Þetta er gott boð, taktu það nú eða hafn- aðu því“. Svo kallaði hann á einn fylgdarmannanna og bað hann koma með hest, og var mjer fenginn hann til reiðar. Jeg steig á bak og reið við hlið Giamund og hjelt í taumana með vinstri hendinni. Það var enginn mögu- leiki fyrir mig að slepa. Þegar dimt var orðið, riðum við niður brekku eina milli hárra trjáa, og fyrir neðan hana áðum við og lögðumst til svefns. Giamund batt mig við trje með beislistumun- um. Við hjeldum áfram ferðinni strax morguninn eftir, borðuðum brauð og rúsínur á ferðinni, og alt í einu vor- um við komnir út úr skóginum og fram á hæðir nokkrar. Fyrir neðan okkur teygði sljettan sig eins langt og augað eygði, borgir og akrar og bændabýli voru víðsvegar, en áin, sem jeg þekti svo vel, liðaðist þar áfram. Bráðlega fórum við að fara framhjá kotbæjum, og flýði fólkið, þegar það sá okkur koma. Radimir rjeði ferðinni og við riðum eftir mjóum og afskektum götum, uns við stað- næmdumst í rjóðri einu. Voru þar nokkrir menn skildir eftir með varahe’stana, en allir hraustustu mennirnir fóru með Radimir og sonum hans. „Nú kemur þú með okkur, Cassian”, sagði Giamund, „eða ætlar þú kanske að vera eftir hjá varahestunum. Jeg leit á þá sem hestanna gættu, og vildi ekki vera hjá þeim, og með Giamund vildi jeg heldur ekki fara. En svo för jeg- að hugsa um, hvað þetta myndi verða æfintýralegt, og að jeg myndi ógjarna vilja missa af því, sem gerðist. Þar að auki leið mjer miklu — Maður getur ekki trúað öllu, sem manni er sagt. — Nei, en maður getur sagt frá því fyrir það. ★ — Maðurinn yðar þolir ekki að drekka sterkt kaffi, það æs- ir taugar hans of mikið. Þjer verðið að sjá til þess, að hann fái ekki sterkt kaffi. — Já, en læknir minn góður, þjer ættuð bara að sjá hann og heyra til hans, þegar kaffið er þunt. 'k Þjónninn: — Það er gestur þarna yfirfrá, sem kvartar yf- ir því að bautinn sje lítill. Gestgjafinn: — Taktu baut- ann, settu hann á minni disk og farðu svo með hann til hans aftur. ★ Kennarinn: — Heyrðu, Villi minn, stíllinn þinn um „Kvöld í kvikmyndahúsi“ er frá orði til orðs eins og Kristjáns stíll. Villi: — Það er ekki neitt furðulegt, við sáum báðir sömu myndina sama kvöldið. Húsmóðirin: — Hvernig datt yður í hug að senda mjer svona afleita hænu? Slátrarinn: — Afleita hænu? Jeg veit ekki betur en hún sje 'búin að fá fyrstu verðlaun á alifuglasýningum sex ár í röð. ★ Dómarinn: — Er það rjett, að þjer hafið kallað þennan mann asna? | Ákærði: — Nei, slíkt hefði mjer aldrei dottið í hug. | Dómarinn: — En það eru fjög ur vitni, sem halda því fram. Ákærði: — Þá hlýtur mann- auminginn að vera asni. ★ Hún: — Skelfing finst mjer stúlkurnar horfa einkennilega á okkur síðan við opinberuð- um. Hann: — Látum þær kvelj- ast, þær hefðu átt að nota tæki færið meðan það stóð þeim til boða. ir — Ja, nú er mjer nóg boðið, sagði Bjössi gamli, í hvert skipti sem jeg ætla að fara að vöhva garðinn, kemur rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.