Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.12.1944, Blaðsíða 5
Sunnudag"ur 24. des. 1944. MORGUNBLAÐIÐ 5 f ^)jiró ll(< J í Sa W/ or Cf it n b i a (f áinó y *•♦%»*♦ ♦*♦ •*M**«J**JmmhJ»«J*«J*«*‘hJ*4**4J*»*‘M*«*J*«J»*J*«J4 *************** *Mj»^»jMjHj»^MjMj**jMjHjHj»^«^jHÍ»»jHjHj»^MjMjHj*»J»»J»»J««J»»J»»J»»jM*»»{k *>£' T 4 9 I I 9 X NÝTT FJALLAHEIMILI REYK- VÍKSKRAR ÆSKU Þegar skíðaskáli Ármanns var vígður Eftir Þorbjörn Guðmundsson ÞAÐ VAR ánægjuleg stund og ógleymanleg — að minsta kosti Armenninguru — þegar Skíðaskáli Armanns í Jóseps- dal var vígður sunnudaginn 17. þ. m. , Þetta var iftjög söguleg stund í tilveru fjelagsins, jafn vel enn sögulegri en hjá öðr- um fjelögum, sem hafa þegar reist fjallsæknu íþróttafólki sínu heimkynni. — Ármenning um liefir reynst þessi róður enn þyngri og erfiðari en nokrru öðru fjelagi; þeir hafa orðið að sýna rneiri þraut- seigju og dugnað og umfram alt meiri þolinmæði. Þeir hafa orðið að heyja harða baráttu við það, sem máttugast er á þessari jörð •—- höfuðskepn- urnar, eld og storm. Auk .þessar. vilja sumir halda því fram, að þeir hafi einnig orðið að glíma við forynjur og drauga, þ. e. Jósep gamla, Fyrst reistu Armenningar skála í Jósepsdal árið 3936, heldur lítinn og fátæklega út- búinn. Við þann skála var svo aukið árið eftir, en fimm, árum síðar, veturinn 1942, brann hann til kaldra kola. Strax um vorið sama ár, var hafist lianda um að reisa skála. að nýju. Var unnið að því um sumarið, en fram- kvæmdir töfðustu nokkuð' vegna efnisskorjs. Varð }>að’ til þess, að um haustið var skálinn að vísu kominn undir þak, en ekki eins styrkur og æskilegt hefði verið. I aftaka- veðri, sem þá kom, fauk þakið af skálanum og veggirnir hrundu að nokkru leyti. Það voru da])rir dagar næst á eft- ir fyrii' Ármenninga. Vonir þeirra um að geta aftur orðið sínir eigin húsbændur í sölum fjallanna urðu að engu, þeir urðu í annað sinn að fara á vergang og loita á náðir annara fjelaga um húsrúm, aðallega Í.R. og K.R., ;;em brugðust vel við og drengi- lega og Ijettu þeim raunirnar. Vorið 1943 byrjuðu Ár- menningar svo í þriðja sinn á því að reisa skála í .Tóseps- dal og að þessu sinni úr því efni, sem þeir töldu sjer best. henta, járnbentri steinsteypu. Ilefir síðan verið unnið stans- laust að byggingunni í sjálf- boðavinnu um helgar að und- anskildum blá vetrarmánuð- unum. Er því verki að mestu lokið nú. Eftir er aðeins að fullgera ýmislegt inni og laga umhverfi hans. ★ OHÆTT er að segja, að skálinn sje mesta íþróttamann virki hjeilendis, sem reist hef- ir verið í sjálfboðavinnu. Sjálfur er skálinn 144 ferm. aö flatarmáli og þar við bæt- ist afhýsi, spm er 32 ferm. Á aðalhæðinni eru tveir salir. Tekui* annar um 90 manns í sæti en hinn um 25—30. Er ætlunin, að þegar smáhópar koma þangað, skuli minni salurinn eingöngu notaður. Þá er þar eldhús, búr, snyrti- herbergi, stórt anddyri, poka- og skíðageymsla. Svefnloft er fvrir ofan með rúmum fyrir 90 manTis og auk þess stórt gólfpláss. Þar eru og tvö lítil herbergi. Eí' annað þeirra ætlað ráðskonu en hitt skíða- kennara. í afhýsinu eru Ijósavjelar, gufubað, salertii og geymslur. Alls hafa 323 Ármenningar umiið að því að i'eisa skálann. Flestir þeirra hafa, komið oft- ar en einu sinni en margir um hverja helgi. Vinnustundir þessara manna og kveiuia eru samtals 29745. Af ])essu iná sjá að það er ekkert smáátak, sem hjer liefir verið gert. Skarplijeðinn Jöhannsson, sem var verkstjóri við skálabygg- inguna, kvað sjálfboðaliðana hiifii unnið vel og að þessi tímafjöldi væri raunvertileg- ar vinnustundir. Sjálfur gerði SkíU'ph.jeðinn teikningu að skálanuin og vann mest ein- staklinga við siníðin, eða 1231 klst. „lljer höfum við kynnst mörgum ágætum fjelögum“, sagði Skarphjeðinn, ,,og við liöfuin ákveðið að ljúka verk- inu í sjálfboðavinnu“, bætti híinn við. ÞEGA.R á alt er litið er skálinn, húsið sjálft, e. t. v. ekki það merkilegásta sein gerst hefir. Skálinn er ekki eingöngu heimili hraustrar æsku, sem sækir djörfung og ju'ótt í íaðni íslenskra fjalla, heldur stendur hann sem t.ákn dugnaðar og þrautseigju, fórn fýsi, samheldni, ])olimnæði og ástar á göfgri íþrótt og feg- urð íslenskrar vetrarnáttúru. Ármannsskáldinu, Ranu- veigu orð á „Já, sem ÓLAVV R ÞORSTElNSSON form. skíðadeildar Ármanns, hjelt vígsluræðuna. „Fólkið hefir komið sjálft“, sagði; hann. „Engum hefir verið þröngvað til neins. Að okkar dómi eru kostirnir við það; — Fjötlin heilla Þorsteinsclóttir, farast’að hafa skálann utan alfara- ]>essa leið: j leiðar miklu meiri en ókost- efnið er haldgott, en irnir, sem því eru samfara. það er ei það, j — Hjev býr Jósep og hefiv þjettastur stuðningur sjálfsagt gert okkur einhverja er. | skváveifu, en fer nú senni- Nei, það er andinn, sem á: lega að vera leiður á því“. ])essum stað, Eftir þjóðsögunum á að efldustu stoðirnar ber.“ jvera svo „óhreint“ í Jóseps- Já, það er andinn, hug- dal, að allar lifandi verun sjónin, sem á bak við liggur,1 forðist daliim. Kindur sæust sem ber et'ldustu stoðirnar. j þar aldrei og jafnvel hrafnar* flygju þar ekki yfir. En Ólaf- ur kvað kynni Ármenninga önnur áf dalnum. Þar er sauð- fje á sumrum, hafnar dag- legir gestir og fullmikið af músum, en þær eru það eina, sein mi hefst þar ekki lengur við vegna tilstilli Ármenn- inga. TJm leið pg Olafur lýsti skálann vígðan og „opinn fyr- ir alla sem vilja, þó fyrst og* fremst Ármenninga“, þakþaði hann öðrum íþróttafjelögum, sem hlnpu undir bagga meðt Ármenningum, þegar þeir vorn skálalausir. Skíðaland ert jiarna mjög gott. „Það er eng- um í kot vísað, sem kemur i Bláfjöllin". Rannveig Þorrteinsdóttir flutti vígsluljóð, frumsamið, en síðan vorú fluttar ínargar ræður, og verður aðeins ör_ t'árra þeírra getið hjer. Formaður Ánpanns, Jena Guðbjörnsson, þakkaði öllnm, sem höíðu styrkt fjelagið til að koma upp ]iessu ínannvirki og unnið að því. „Við mnnunv * hiklaust leggja út í önnur stærri, ]iegar þessu er lokið“, sagði hann, „já, við munum byggja önnur stærri íþrótta- mannvirki.“ „Þessi skáli er sá glæsileg- asti þeirrar tegundar, sem je^ hefi komið í“, sagði Gunnair Þorsteinsson form. íþrótta- bandalags Reykjavíkur. „I'að er sagt“, sagði hann ennfrem- ur, „að menn þnrfi að byggja þrisvgr sinnnm til þess að verða ánægðir. Jeg veit að Ármenningar hafa ekki reist skála sinn svo oft í því skyni, en þeir mega áreiðanlega vera í Framh. á bls. 6. VETUR konungur er setstur í hásæti sitt. íslendingar hafa um langan aldur haft nokkurn beyg af þeim virðulega og volduga herra, þótt hann óblíður og hrjúf ur í viðmóti og setja upp heldur kaldranalegan svip oft og tiðum. En Vetur konungur hefir einn- ig aðra hlið. Hann getur verið blíður og heiliandi og gert ríki sitt beinlínis töfrandi. Með því að breiða mjúkri, drifhvítri og fag urri slæðu yfir hið 'nrjúfa land, hefir hann seytt til aðalheim- kynna sinna hjer, íslensku fjall- anna, fjölda hraustra æskumanna og jafnvel eldri kynslóðin hefir einnig töfrast. Skiðaiþróttin er ein af hiniun allra göfugustu íþróttum. Hún hefir marga þá kosti, sem aðrar iþróttir vantar auk þess sem hún er nauðsynleg hverri þeirri þjóð, sem á við snjóþyngsli að stríða. Hún er við alli*a hæfi. Jafnt gaml ir sem ungir, karlar og konur, geta spennt á sig skíðin og fund- ið staðhætti við sitt hæfi. Skíða- íþróttin eflir einnig dug og þrótt áræðni og dirfsku. En hjer er og alvara á ferðum. Skíðaíþróttin krefst þess, að þeir, sem hana iðka, verði vel á verði og hafa athyglina skerpta til hins ýtr- asta. Myndin sýnir hættulegt stökk, sem ekki er á færi nema slyng- ustu skíðamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.