Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 1
24 síður og Lesbók I 31. árgangur. 271. tbl. — Sunnudagur 31. desember 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ASKINOS ERKIBISKIP S ISSTJÓRI AF GRIKKJAKO Stórorastur í miðborg Budapest London í gærkveldi. RÚSSAR segja í herstjórn- artilkynningu sinni í kvöld, að þeir haldi áfram að vinna á í orustunni um Budapest, og sjeu ákafir bardagar háðir í borginni miðri. Kveðast Rúss- ar hafa náð á vald sitt nokkr- um hverfum í miðhluta borg- arinnar og einnig nokkrum út- hverfum í viðbót. Varnir Þjóðverja og Ung- verja eru afar öflugar og berj- ast þeir af hinni mestu hörku um hvert hús, enda munu bar- dagarnir í borginni vera ákaf- lega mannskæðir. Er sumsstað- ar barist -í návígi af mestu grimd, hús sprengd í loft upp með óllu, og eldar loga' víða, en reykur grúfir yfir borginni. Norðan borgarinnar, í Dón- árbugðunni, telja Rússar sjer allmikinn sigur. Segjast þeir hafa tekið 1300 fanga í bar- dögunum í-gær. Þá segjast Rúss ar halda áfram sókn sinni inn í Tjekkóslóvakíu, en Þjóðverj- ar kveða þá ekkert hafa unnið á þar í fjöllunum. Enn segja Þjóðverjar frá öfl- ugum áhlavlpum Rússa á þýsku varnarherina í Kúrlandi. Rúss- ar geta þessara viðureigna ekki fremur en fyrr. Þjóðverjar neita að gefast upp. Seint í kvöld berast fregnir um það, að Rússar hafi skor- að á Þjóðverja í Budapest að gefast upp. Þeir neituðu því, að sögn Rússa, og skutu suma sendiboða þeirra, sem kómu undir hvítum fána. — Reuter. Aþena og ákropoíís Jarðskjálffar í Eng- landi London í gærkveldi. NOKKRIR jarðskjálftakipp- ir fundust í Norður-Englandi og Miðlöndum í dag. Voru þeir allsnarpir, en ekki hefir enn frjest neitt um það, að tjón hafi orðið af völdum þeirra. Hins- vegar varð fólk nokkuð hrætt, þar sem það hjelt, að hjer væri um að ræða eitthvert nýtt her- bragð óyinanna, og fóru menn víða í loftvarnabyrgi. ¦—¦ Ovíst er enn um það, hvar kippir þessir hafa átt upptök sín. — Reuter. Menn hafa nú vonir um það, að friður komist á í hinni forn- frægu höfuðborg Grikklands, eftir Iangvarandi bardaga. — Á myndinni sjest yfir Aþenu og í baksýn hin fornfræga Akro- polishæð. Arásir á yfirrúða- svæði Þjóðverja í Belgíu Rundstedt talinn end- urskipuleggja lið sitt London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. AFTUR hvílir nú þoka yfir Vesturvígstöðvunum og er óhægl að gera sjer í hugarlund allt sem þar gerist. Þó er vitað, að bandamenn hafa gert árásir á fleyg þann, sem Þjóðverjar ráku í vígslöðvar þeirra og inn í Blgíu. Talið er, að Þjóðverjar sjeu nú lengst inni í Belgíu við Roche- fort, en lengst komust þeir í sókn sinni um 14 km vestar. Þjóðverjar gera árásir á sam- gönguleið Bandaríkjamanna til Bastogne frá báðum hliðum, skriðdrekar frá annari hliðinni, fótgöngulið frá hinni. Banda- ríkjamenn berjast þarna af mikilli hörku, og hefir Þjóð- verjum ekkert gerlgið. Bandaríkjamenn hafa tekið þorpið Eichternach í Luxem- burg eftir ákafa bardaga, og eru háðar þar grimmilegar or- ustur sem stendur. Þjóðverjar segjast vera í sóknaraðstöðu á norðurhluta vígstöðvanna, en um miðbik þeirra er alt óljóst. Bretar sigrasf á Elas- liðum í Suður-Aþenu London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. DAMASKINOS, erkibiskup í Aþenu var í dag útnefnd- ur landsstjóri í Grikklandi af Georg II. Grikkjakonungi, sem dvelur erlendis. Einnig kvað konungur svo á, að hann myndi ekki hverfa til Grikklands aftur, nema það kæmi skýrt í ljós, við atkvæðagreiðslu í heimalandinu, að lands menn óskuðu eftir afturkomu hans. Búist er við að erki- biskupinn sverji embættiseið sinn á morgun. í Aþenu heldur sókn Breta gegn stöðvum Elasmanna áfram, og hafa Bretar, náð á vald sitt öllum suðurhluta borgarinnar. Hafa nú um helming hennar á sínu valdi. I gær fjellu 300 Elasmenn í bardögum, en 800 voru teknir til fanga. Foringjar Elasmanna hafa ritað Churchill brjef. Nýársboðskapur FORSETI ISLANDS, herra Sveinn Björnsson, mun flytja þjóðinni fyrsta nýársboðskap sinn á nýársdag. — Ávarpinu verður útvarpað og hefst það klukkan 13. Forsætisráðherra ávarpar þjóðina í kvöid 1 KVÖLD (gamlárskvöld) flytur forsætisráðherra, Ólaf- iir Thors, ávarp til þjóðarinn- ar. Verður ávarpi forsætis- ráðherra litvarpað og hefst það kl. 20,20. --------» » • Mikið irost í Bret- landi um jólin London í gærkveldi. LONDON var kaldasti stað- urinn í Bretlandi um jólin. Á óladag var 11 stiga frost í borg nni. Víða annarsstaðar var frostið allhart. — Enn er frost í Englandi, en hefir nú dregið allmikið úr því. — Reuter. Kanadaher aukinn Washington í gærkveldi. MAC NOUGHTON, hershöfð ingi og hermálaráðherra Kan- ada, tilkynti í útvarpsræðu, sem hann flutti í kvöld, að fjölgað yrði í her Kanada- manna erlendis. Ekki sagði hershöfðinginn neitt ákveðið um það, hvað fjölgun þessi næmi miklu, en talið er líklegt, að bráðlega verði 15 þús. her- menn sendir til vígstöðvanna. Tilskipan konungs. í -tilskipan sinni til Dam- askinos erkibiskups, segir Georg konungur meðal ann ars: „Vjer höfum hugsað um hið ógfirlega ástand, sem nú er í landi voru, og ákveðið að fallast á að ríkis- stjóri verði skipaður, til þess að reyna að koma lög- um og reglu og lægja ófrið- areldinn. Ennfremur höfum vjer tekið þá ákvörðun, að snúa ekki aftur til Grikk- lands, nema í ljós komi greinilegur vilji þjóðarinnar í því efni að hún vilji hafa konung". Sigur fyrir Churchill. Bresku blöðin leggja áherslu á það, að þessar málalyktir, sem gefi góða von um lausn vandans í Grikklandi, sjeu Churchill að þakka. Þannig segja blöð in, að ráðstefnan, sem kom sjer saman um ríkisstjóra, hefði einungis verið haldin af því, að Churchill lagði á sig hina erfiðu ferð til Grikk lands. Þá segja blöðin, að með yfirlýsingu Georgs kon ungs sje afsannaður orðróm ur, að Bretar hafi barist P" Grikklandi, til þess að við- halda þar konungsstjórn, þar sem Georg ætli ekki þangað aftur nema sam- kvæmt óskum þjóðarinriar. Edes-menn bíða ósigur. Edes-menn. skæruliðarnir í Norður-Grikklandi hafa farið miklar hrakfarir í við- ureignum sínum við Elas- menn þar norður frá. — Er talið, að þeir hafi uppruna- lega verið um 10 þúsund undir vopnum, en nú sjeu eftir 3 þúsund. Hafa þessar leifar nú flúið til eyjarinnar Korfu og annara eyja und- |an ströndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.