Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAFTÐ Súnnudagur 31. des. 1944 lltottttittMftMfr Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Lýðveldisárið kveður ÁRIÐ 1944 —- lýðveldisárið — er að kveðja. Aldrei mun þetta ár líða íslendingum úr minni. Minn- ingárnar, sem tengdar eru stofnun lýðveldisins munu varðveitast meðan nokkur frjálsborinn íslendingur er uppi. Þær minningar eru bjartar og fagrar. Þá var gifta íslensku þjóðarinnar mikil. Það var ekki bjart um að litast í lýðveldismálinu í byrj- un ársins. Hver gat þá sagt fyrir um, hvað ofan á yrði? Var ekki eins líklegt þá, að hin gamla og rótgrória erfða- synd íslendinga — sundrungin ■— ætlaði á ný að leika þjóðina eins grátt og fyrir nál. sjö öldum? En svo fór að rofa til. Og umskiftin urðu mikil. Aldrei hefir íslenska þjóðin fagnað öðrum tíðindum meir en þeim, er tilkynt var í byrjun febrúar, að Alþingi hefði komið sjer saman í sjálfstæðismálinu. Eftir það varð gatan greið. Og eftir því, sem nær dró úrslitastund- inni, varð æ bjartara yfir. Alþingi markaði stefnuna. Svo tók þjóðin við, með þeim glæsileik, sem er alveg eins dæmi í sögu lýðfrjálsrar þjóðar. Það, sem svo skeði, er grópað í hjörtu hvers einasta íslendings. Þingfundurinn 16. júní, er Aiþingi samþykti niðurfelling sambandslagasamningsins. Stoínun lýðveld- isins að Lögbergi næsta dag, 17. júní, og hátíðahöldin. ★ En þótt bjartar og fagrar sjeu minningarnar, sem tengd ar eru stofnun lýðveldisins. á íslenska þjóðin einnig dapr- ar minningar frá hinu liðna ári. Þjóðin hefir á þessu eina ári mist í hafið 17 skip, og 83 íslendingar hafa druknað. Þetta er mikil fórn hjá smá- þjóð. sem ekki á í styrjöld. Láta mun nærri, að verðmæti þeirra skipa, sem þjóðin hefir hjer mist, muni nema um eða yfir 20 milj. króna. Það tjón er unt að bæta, þótt mjög tilfinnanlegt sje. En hin mörgu mannslíf, sem glat- ast hafa. verða aldrei bætt. Og það eru ekki aðstand- endurnir einir, sem syrgja hina látnu. Slíkt afhroð, sem hjer hefir orðið, hittir þjóðina í heild. Minning hinna föllnu mun lifa. ★ Hvað felur nýja árið í skauti sínu? Á sviði stjórnmálanna eru björtustu vonirnar tengdar við hið víktæka samstarf þriggja stjórnmálaflokka, sem hófst á hinu liðna ári, og leiddi til myndunar sterkrar þingræðisstjórnar. Málefnagrundvöllurinn, sem sam- starfið hvílir á, er glæsilegur. Hann lýsir sterkri trú á framtíð lands og þjóðar. Enn er of snemt að spá nokkru um það, hvað ríkis- stjórninni tekst að koma í framkvæmd af þeim mörgu og góðu málum, sem hún hefir á stefnuskrá sinni. En á hinu getur ekki leikið vafi, að ef vel tekst um framkvæmd þess- ara mála, á íslenska þjóðin bjartari tíma framundan. •— Þetta skilur þjóðin. Þessvegna fagnaði hún af alhug komu hinnar nýju ríkisstjórnar. Á hinu nýja ári verða 100 ár liðin frá því að Alþingi kom fyrst saman, eftir endurreisn þess. Þessa merka af- mælis verður vafalaust minst á viðeigandi hátt. Á hinu nýja ári verður einnig lagður grundvöllur að framtíðar stjórnarskrá hins ísl. lýðveldis. Góðu spáir það, að ríkisstjórnin hefir heitið að beita sjer fyrir því, að sett verði nefnd, skipuð fulltrúum frá ýmsum almenn- um samtökum og stofnunum, sem verði hinni þingkjörnu stjórnarskrárnefnd til ráðgjafar. Takist vel val manna í þá nefnd, getur margt gott leitt af því samsíarfi. En þótt bjartar vonir sjeu tengdar við hið nýja ár, skulum við Islendingar ekki halda, að engir erfiðleikar verði á okkar vegi. Þeir verða áreiðanlega margir. En þá er líka holt fyrir íslensku þjóðina að minnast at- burðanna frá lýðveldisárinu. Minnast þess, að það var samstiltir kraftar þjóðarinnar, sem ruddi torfæiunum úr vegi og gerði götuna greiða. Gleðilegtár! Gísli Ólafsson sex- lugur GÍSLI ÓI.A.FSSON frá Ei- ríksslöðum er sextugur 2. jan. n. k. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Gíslason frá Eyvindarstöð- um og Helga Sölvadóttir frá Löngumýri, bæði úr Húna- þingi. G;sli er söngelskur mað- urð, en svo er um fjölmarga föðurfrændur hans. Þá er hann fyrir löngu þjóðkunnur maður fyrir Ijóðagerð sína. Nú fvrir jólin kom út heildar útgáfa af ijóðum hans og nefnist bók þessi „Á brotnandi bárum“. Vinir og velunnarar Gísla óska honum alls hins besta á þess- um Limamótum æfi hans. Hann býi nú. á Saueárkróki. X. Leiðrjetfing I Þjóðviljanum 23. des. er grein með fyrirsögninni, „Skip verjar á Skutli knýja fram viðg.erð á skipinu“. Út a£ ummælum þessum, leyfi jeg mjer að gefa eftir- farandi upplýsingar. Þegar slti])ið var í Englandsferð síð- ast bað jeg Flosa Sigurðsson,, að gera við dekkleka er kom- ið hafði í ljós á b.v. SkutulL Flosi Sigurðsson lofaði þessu. Skipið korri frá Englandi um kl. 10—11 miðvíkudaginn 20. des. Strax og búið var aðj leggja skipinu við bryggju kom Flosi Sigurðsson með 2 trjesmiði með sjer um borð og byrjaði þegar á að leita að lekanum og gera við hann. Þegar beiðni kom frá skípa- eftirlitinu daginn eftir, fimtu- daginn 21. desw um athugun og viðgerð á þessum dekkleka þá var búið að vinna að við- gerðinni allan tímann frá því að skipið kom, nema um nótt- ina, og sjest þá hve sann- gjarnt það er, að halda því fram að skipverjar hafi þurft að knýja fram viðgerð, þar sem enginn skipverja minntist á nefnda viðgerð hvorki við skipstjóra nje litgerðarmanni skipsins, en viðgerðin var haf- in strax og skipið kom í höfn, samkvæmt ákvörðun íitgerð- armanns. Undirfyrirsögn í sömu grein er: „Altaf kemur betur 1 ljós hve togararnir íslensku eru oi'ðnir slitnir, og úr sjer gengnir og óhæfir, og þörfin fyrir viðgerð og endurnýjun orðin l>rýn“. Út af þessum) ummælum vil jeg taka fram, að bæði járndekk og trjedekk í Skuttli eru næstum því ný eða 3ja ára og" lekinn sem fanst stafaði af því að bolti, sem lýsistanki skipsins var festur með, hafði losn- að svo að sjór gat komist gegnum trjedekkið og niður á járndekkið og runnið eftir því, að íbúðum (káetu) skips- ins. Þett gat a.lveg eins kom- ið fyrir á nýju skipi. Reykjavík, 30. des. 1944 Þórður Ólafson. •Jeg votta að ofanritað er rjett frá skýrt. Flosi Sigurðsson. \JiLuerji ólri^ar: >^X®X®>®X$>3X®^X®X®X®X®X®X®X®X3X®^<^<®X$^X^<®X®X®X®X < IjJi' daaÍeaci Ííiinu Nýtt ár. í DAG er síðasti dagur ársins 1944. Um áramót er það venja að horfa yfir farinn veg og reyna að skygnast inn í framtíðina. — Margir gera sjer glaðan dag, kveðja árið, sem er að líða með glaum og gleði, aðrir kjósa ró og næði á þeim tímamótum. En hvort, sem menn kveðja hið liðna ár í háreysti, eða þögn, okkur, héilsum við því og bjóðum það velkomið. • Iðrun og yfirbót. VÍÐA ER það tíðkað um ára- mót, að iðrast þess, er menn þykj ast hafa illa gert á liðnu ári. „Lofa vitinu betrun og bót“, eins og Páll Olafsson sagði. En oft vilja þau loforð endgst skamma stund, þó um lofsverða viðleitni fer akki hjá því, að þeir, sem eitt |sje ag ræða. hvað hugsa, láti hugan reika, I pag v]j] fara fyr]r mörgum eins hvort þeir, sem þeir eru fegnir, 0g Svíanum, sem sagt er að hafi að árið sje liðið, eða kveðja það gef]g eftirfarandi loforð að með sorg. © Gott ár. ÁRIÐ, sem nú er að líða mun vafalaust fá þann dóm í sögunni, að það hafi verið gott ár fyrir okkur íslendinga. Gott ár og merkilegt ár í sögunni. Á þessu ári •—- 1944 •— var lýðveldi stofn að á Islandi. Mesti viðburður í sögu Islendinga í 700 ár. Viðburð ur, sem settur verður á bekk með fundi Islands, stofnun Atþingis á Þingvelli og kristnitökunni. Það hefir verið góðæri. Flestir ( eða allir hafa haft nóg að bita og i brenna. Það hefir ekki verið skortur hjá neinum og þegar við lítum til baka og hugsum um árið í nafni þjóðarinnar sem heild, gleymum við smámunum, sem angraði okkur stundum í daglega lífinu, eins og smjörvandræðum, rjómaerfiðleikum, molasykurs- leysi og öðru óverulegu, sem eng in áhrif hefir á gang sögunnar eða velfarnað þjóðarinnar í heild. Einstaklingar, og þeir eru marg ir, minnast sorglegra atfeurða, sem skeðu á liðna árinu. — Þeir minnast ástvina, sem horfið hafa úr þessu lífi. Margir minnast mis taka, sem þeim hefir á orðið og heita því, að þau skuli ekki koma fyrir aftur. Fjöldi manna minnast gleði og sælustunda á liðnu ári og óska sjer að slíkar stundir falli þeim enn á ný í skaut á nýja árinu, sem er að hefja göngu sína. • Gamla árið kvatt. EN NÚ ER árið að líða í ald- ana skaut og það kemur aldrei til baka, eins og segir í áramóta- sálminum. Mönnum er gjarnt að hugsa til áranna eins og föru- nauta, sem þeir hafa orðið sam- ferða einhvern spöl á lífsleiðinni og kveðja árin er þau hverfa í samræmi við það; með sþknuði, eða ánægju, alt eftir því hvernig „förunauturinn“ hefir verið í viðmóti. En tíminn hefir sinn gang, hvað sem mennirnir annars kunna að óska. Gamla árið er kvátt, það kemur aldrei aftur. Q Nýja árið. ALT FRÁ því að Jósef gamla dreymdi drauminn við Níl í fyrndinni — og þó vafalaust miklu lengur — hefir mennina langað til að skygnast inn í fram tíðina til þess að reyna að fá vitneskju um, hvað þeirra bíður á ókomnum stundum. En ekkert ráð er enn fundið til þess, svo örugt sje. Spámenn rísa upp meðal mannanna, stórir eða smáir, eftir atvikum. Grúsk arar rýna í stjörnur himinhvolfs ins, reikna út gang og afstöðu himintunglna. Aðrir spá í s'pil, krystalkúlur, eða kaffikork, en alt kemur fyrir ekki. Framtíðin er og verður mensk um mönnum hulin ráðgáta og .ef til vill er líka best að svo sje. En þó við vitum ekkert hvað árið 1945 ber I skauti sínu handaknaltspyrnufjelaginu Fram. morgni dags: „Aldrei skal jeg drekka oftar". Síðan. var þögn góða stund og Svíinn bætti við: „Heitt púns að morgni dags“. Enn þögn og loks: „Býst jeg við“. © Miklar vonir. MIKLAR VONIR eru bygðar á nýja árinu. Um allan heim vona j menn, að árið 1945 færi frið i 1 heiminum. Þjóðirnar, sem enn eru hernumdar vonast eftir að þær verði frelsaðar. Útlagar von ast eftir að geta komist heim. — Allar þjóðir þrá eitt mest, en það er friður. En þó við vitum ekki mikið, hvað hið nýja ár færir okkur, vitum við þó, að enn eiga margir ungir hraustir menn eftir að láta líf sitt á vígvöllum heimsstyrj- aldarinnar miklu. Engin fórn þykir of stór fyrir frelsið og friðinn. • Gleðilegt ár. í KVÖLD og á morgun bjóðum við vinum og vandamönnum gleðilegt nýjár, og þökkum þeim fyrir hið gamla. Jeg vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum mínum mörgu lesendum, fjær og nær, fyrir á- gæta samvinnu á liðna árinu með von um að hún megi haldast á- fram á nýja árinu. Jeg óska öll- um landsmönnum gæfu og gengis. Við alla, er þessar lín- ur lesa, vildi jeg segja CJJiL/ nijár 1945 Ber íslendlngum söouna í Lundúnablaðinu „Sunday Express“ birtist nýlega brjef til ritstjórans, þar sem sagt var frá því, að bróðir brjefritarans, Enright að nafni, sje nýkominn frá íslandi, en þar hafi hann þjélfað knattspyrnulið í frí- stundum sínum. í brjefinu var ennfremur sagt að Enright hafi notið mikillrar geslrisni, góðs fjelagsskapar og allskonar rausnar. íslendingar sjeu á háu menningarstigi og njóti lífsþæginda á móts við hvaða Evrópu þjóð sem er. ,-Fyrir sinn litla greiða“, seg ir ennfremur í brjefinu, „var bróður mínum gefnar gjafir og boðið að koma ti! Islands að ó- friðnum loknum og það á kostn að knattspyrnufjelagsins“. Maður sá, er hjer er átt við mun baía verið þjálfari hjá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.