Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 31. des. 1944 83 manns iórust ú sjó hjer við luni 1944 NORSKU SENDIHERRAHJÖNIN 4 17 skip Sózwsi Á ÁRINU hefir íslenska þjóðin orðið fyrir mjög iilfinnanlegu tjóni á skipum og mönnum. eins og á öðrum árum yfirstandandi "lieimsstyrjaldar. Segir svo um þetta í eftirfarandi skýrslu Slysa- varnafjelags íslands um manntjón og skipsskaða á árinu 1944. Hún hefir orðið á bak að sjá 83 mönnum flestum í blóma lifs— ins og fyrirvinna heimila. 17 skip hafa horfið í hafið af ísi. flotanum fyrir fult og alt, er voru að rúmlestatali gamtals 2344 rúmlestir, Verð- mæti þessa skipastóls með nú- verandi verðlagi mun nema um eða yt'ir 20 miljónum króna. Bráðabirgðaflokkun á þessu tjóni hefir skrifstófa Slysavarna fjel. Islands gert þannig: 1) 1 farþegaskip, ,,Goðafoss“, 1542 rúml. 2) 1 togari, „Max Pember- ton“, 321 smál. 3} 3 flutningaskíp, ,.Rafn“, ,.Sæunn“, „Búðaklettur“ , samt. 217 rúml. 4) 7 fiskiskip, .mótorskip yf- ir 12 rúml., ,,Njörður“, „Freyr“, „Björn II", „Óð- : inn“, „Árni Árnason“, „Kolbrún“, „Þorgeir goði“, samt. 234 rúml. 5) Vjelbátar undir 12 rúml.: Vjelb. frá Djúpavogi, „Ell-, iði“, „Sæfari“, „Ella“, ,iHafaldán“, samt. 30 rúml. Samtals 2344 rúmlestir. Mannskaðana hefir skrifstof an flokkað þannig: lj Af farþegaskipi fórust 14 skipverjar og 10 farþeg- ar, samt. 24. lnryunhlaðið i dag 24 5$ur og Lesbók Bls. 1: Kíkisstjóri skipaður í Grikk- lartdí. Talið að vera sigur fyr- íj- Churchill. — Liðssamdrátt- ur aðila á vesturvígstöðvunum. — Eússar vinna á í Budapest. Bls. 2: Samtal við Aug. Esmarch sendiherra og frú hans, sem eru á faomi hjeðan. Bls. 5: Oskar Halldórsson útgerðar- maður skrifar yfirlit yfir síld- arútveginn 1944. BIs. 9: Ólafur Thors forsætisráð- herra. Aramótagrein. 2) Af togara, sem fórst, fór- ust 29. 3) Af flutningaskipi, sem fórst, fórust 2 farþegar. 4) Af mótorskipum yfir 12 rúml., sem fórust, 14. 5) Af litlum vjelbát, sem hvolfdi, 1. 6) Af vjelbát yfir 12 rúm- lesta, sem hvolfdi, 1. 7) Fjellu út af flutningaskip- um 5. 8) Fjellu út af vjelbátum yf- ir 12 rúml., 1. 9) Druknaði af seglbát, 1. 10) Fjell út af togara 1. 11) Fjellu út af bryggjum o. s. frv., 4. Samtals 83. Erlend skip. a) Færeysk skip: Hinn 26. júní fórst opinn vjelbátur eftir ásiglingu, er j reri frá Siglufirði, og druknuðu allir skipverjar, 3 að tölu. Hinn 7. júlí strandaði m.s. „Atlantic“, 82 rúml., við Skís- | nesbjarg. Skipið eyðilagðist, en í skipverjar björguðust. Hinn 27. okt. fórst færeyska m.s. ,*,Verðandi“ á leið frá ^ Siglufirði til Reykjavíkur, með | öllu, og druknuðu þar 13 menn. j b) Ensk skip: j Hinn 7. mars strönduðu 3 i enskir togarar á Fossfjöru í j Skaftafellssýslu. Tveir þeirra ^ náðust úí aftur og fengu að- t gerð, svo þeir komust heim til ^ Englands, en einn eyðilagðist. j Af þessum skipum fórust 4 ; menn. Einn við landtökuna, en j þrír af kulda og vosbúð á leið til mannabygða. c) Dönsk skip: Hinn 22. ágúst strandaði j danska flutningaskipið „Manö“ j á Eldeyj arskerj um. — Skipið i eyðilagðist og 3 skipverja j druknuðu. Hjer eru aðeins talin skip ■ þau, er á- einn eða annan hátt j voru á vegum ísl. manna, og j svo' ensku togararnir, en tveim , þeirra var náð út af íslenskum mönnum. NORSKU sendiherrahjón- in, August Esmarch og frú hans eru á förum hjeðan af landi burt einhvern næstu dagana. Eins og skýrt hefir verið frá í frjettum, hefir hr. Esmarch verið skipaður sendiherra í Stokkhólmi, og tekur hann við því starfi sínu nú þegar. Skömmu eft- ir að fregnin kom um það, að sendiherrahjónin færu hjeöan, bað jeg þau að segja lesendum Morgunblaðsins hvernig þeim hefði líkað dvölin hjer á landi, þau 4 ár, sem þau hafa á Islandi ver- ið. í gærdag hitti jeg hjón- in á sendiherraheimilinu í Fjólugötu 15. — Þjer komið í eyðilegt hús, sagði sendiherrafrúin. Við er- um búin að setja mestöll hús- gögn okkar í kassa til flutnings, því við eigum von á að vera kölluð þá og þegar til að leggja af stað. Þegar sendiherrann vantaði húsgögn. —■ Mjer er það sönn ánægja, sagði Esmarch sendiherra, að Morgunblaðið skuli hafa gefið mjer tækifæri til að láta í Ijós þakklæti okkar hjónanna í garð Islendinga fyrir hina miklu gestrisni og einstöku vináttu og hjálpfýsi, sem ávalt hefir mætt okkur alstaðar á ís- landi í þau fjögur ár, sem við höfum búið hjer. — I því sambandi minnist jeg smádæmis, sem skeði fyrir um 4 árum, og sem mjer finst einkennandi fyrir hina miklu hjálpfýsi og vináttu í garð Norðmanna, hjer á landi. Jeg var nýbúinn að festa kaup á húsinu hjer við Fjólu- götuna fyrir sendiherrabústað og jeg var að segja íslenskum vini mínum frá því, að það væri ágætt að fá hús, en að húsið væri autt og öll okkar húsgögn væru í Kaupmanna- höfn, En hann brosti bará og sagðist skyldi minnast á þetta við nokkra vini sína. Það eina, sem vio þyrítum ao gera, væri að lejgja okkur einn eða fleiri stóra vörubíla og senda þá á nokkra staði. Sagðist skyldi á- byrgjast, að þeir kæmu aftur, hlaðnir það miklu af húsgögn- um, að við gætum féngið hús- gögn leigð í hvert einasta her- bergi í húsinu. Lánendurnir yrðu glaðir yfir að geta á þenna hátt gert full- trúa Noregs á Islandi greiða. BIs. II: Útvarp og áramótamessur. II. blað. BIs. 3: Eeykjavíkurbrjef. Bls. 5: Helgi Bergssou skrifstofustj. Vcrslunarráðs ritar um við- skiftin við útlönd árið 1944. BIs. 6: Awaáll styrjaldarinnar árið 3944. Lesbók: Samtal viö frk. Gunnþór- uimi Halldórsdóttur, scm á 50 ára léikafmæli þ. 6. jan. — Lokunartími. Smásaga eftir I»órí Bergsson. ' _ 1 jLÍ.2? Sr. Sigurjóni árna- syni veiii Haligrlms presiakall KIRKJUMÁLARÁÐHERRA hefir nýlega veitt sr. Sigurjóni Árnasyni, presti í Vestmanna- eyjum, prestsembætti það í Hallgrímspréstakalli, sem kosn ing fór nýlega fram um. Mun embættið vera veitt frá áramót um. — Svo sem kunnugt er, varð sr. Sigurjón atkvæðahæst ur við kosninguna, en náði ékki logmætli kosningu; Bcsta endurminn- ingin frá ís'andi. — Þegar við nú förum frá Islandi, hjelt sendiherrann á- fram, eigum við margar góðar minningar, sem ávalt munu verða okkur dýrmætar, en ein þeirra er þó betri en allar hin- ar — það er minningin frá Þingvöllum þann 17. júní, þeg- ar hin miklu fagnaðarhróp þúsunda íslendinga kváðu við, er jeg úr ræðustólnum bar fram kveðju frá konungi minum og þjóðf- Aðeins einn skuggl. "'Aj eihöhgis1 hfR/'seiú Róma gestrisni og hjálpfýsi hjer á landi A. Esmarch sendiherra og frú hans á heimili sínu í gærdag. Ljósm. Morgunblaðið (Jón Sen) skyggir á gleði okkar, en það er, að við höfum ekki haft eins gott tækifæri og við hefðum óskað okkur, og sem við undir öðrum kringumstæðum hefðum haft til að kynnast Islandi bet- ur, og við höfum ekki sjálf get að endurgoldið nógu vel alla þá gestrisni, sem okkur hefir verið sýnd hjer. En íslending- ar, sem á ófriðarárunum hafa sýnt svo innilega vináttu í garð Norðmanna, munu vafalaust skilja, að það hefir hvílt þungt á okkur hjónunum, að vita af hörmungum, sem dunið hafa yfir land okkar og þjóð, og scm cinr.ig hcfir hent marga af okkar nánustu. Þeir munu og skilja, að okkur liefir ekki verið hægt að taka þátt í gleði- stundum við hátíðleg tæki-, færi, eins og sjálfsagt hefði annars leitt af þeirh góðu mót- tökum, er við höfum mætt hjer. — Við kveðjum ísland með innilegum þakklætishug og með þá von, að hinir miklu framtíðarmöguleikar, sem hjer eru fyrir hendi, færi íslandi og Islendingum bjarta og ham- ingjusama framtíð. Verða nærri ætt- jöiuinni. — Það gleður okkur, að við förum til Svíþjóðar. Nú, þegar síðasti þáttur styrjaldarinnar er hafinn og frelsisbaráttan er hafin á norskri grund, er gott að geta verið nærri ættjörðinni, og fá tækifæri til að veita hin- um aðþrengdu löndum okkar betri hjálp en okkur hefir ver- ið auðið frá íslandi. Bókaútgáfan á Islandi. Sendiherj?ahjónin ræddu um ýmislegt, sem vakið hefir at- hygli þeirra. Þau undruðust bókaútgáíuna hj.er á landi. Flestar góðar bækur, sem kæmu á heimsmarkaðinn, 'vssi’ú * Jjýddcir’ h isl6nél-ttí. ; Frú Esmarch sagðist vera hrifin af hitaveitunni. Sendi- herrann kvaðst hvergi hafa sjeð jafn skemtilega sundhöll og hjer í Reykjavík. Þau hjón- in mintust á Einar Jónsson myndhöggvara og lýstu ánægju sinni yfir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast verkum hans og honum sjálfum persónulega. Hjálpsamir ná- grannar. Frú Esmarch ræddi um hjálpsemi og velvild nágranna sinna og íslenskra kvenna yf- irleitt. Frá háum sem lágum hefði húnn mætt hlýju og vel- vild. Nefndi sendiherrafrúin mörg dæmi _um þetta. T. d. sagði hún mjer, að þrenn und- anfarin jól hefðu á hverjum ióladagsmorgni legið birki- greinar á tröppunum hjá sjer. Vissi hún ekki fyr en núna á þessum jólum, hver hinn hug- ulsami sendandi var, en það var frú ein, sem býr í nágrenn inu. Það hefði og hrifið sig, er starfsstúlka hjá henni valdi daginn, sem Noregskonungur flutti ávarp í útvarpið í Lond- on, til að gefa sjer útsaumað- jan dúk og servíettur, er stúlk- an hafði sjálf saumað. | * | Ncrsku sendiherrahjónin eru glæsilegir fulltrúar Noregs. Esmarch sendiherra er einn af virðingarmestu mönnum í ut- anríkisþjónustu Norðmanna, er gegndi einu þýðingarmesta sendiherraembætti þeirra (í Kaupmannahöfn) fyrir stríð og tekur nú við öðru þýðingar- Vniklu sendiherraembætti, í , Stokkhólmi. Norðmenn sýndu j íslendingum sóma með því að senda okkur slíkan mann sem fyrsta sendiherra sinn á ís- landi. j Frá íslandi fara þau hjónin með bestu árnaðaróskum állra sinna mörgu vina og kunniíágja og þjóðarinnar í heild. 1 1 G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.