Morgunblaðið - 03.01.1945, Side 1
32. árg-angur.
. 1. tbl. — Miðvikudagur 3. janúar 1945.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
SÓKN ÞJÓÐVERJA SUÐURAF SAAR-
HJERAÐINU FER HARÐNANDI
lllt útlit með samkomu-
lag í Grikklandi
Enn barist í Aþenu
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
SEINT. í kvöld bárust þær fregnir frá Aþenu, að svo virtist
nú, sem víst væri, að bardögum my.ndi halda áfram þar til yfir
lyki, ef ekki næðist samkomulag i stjórnmálum í dag eða í síð-
asta lagi á morgun. Hershöfðingi sá, sem talið var áð myndað
gæti stjórn. hefir setið á fundum með Damaskinos erkibiskup,
en ekki er talið að fundir þessir hafi borið árangur.
I Aþenu hefir verið barist all
mikið í dag, og hafa báðir að-
ilar beitt stórskotaliði sínu.
Bretar skutu einkum á vegina
til borgarinnar, til þess að
hindra liðsauka Elasmanna til
borgarinnar. Elasmenn hjeldu
uppi um skeið slórskotahríð á
miðhluta borgarinnar. Virðist
nú horfa vænlegar fyrir Brel-
um en um skeið, og hafa þeir
nú lagt undir sig allan suðaust
ur hluta borgarinnar. •— Scobie
hershöfðingi hefir neitað að tala
við fulllrúa Elasmanna, fyrr en
þeir taki skilmálum hans.
Ekki hefir neitt frekara
heyrst frá Norðaustur-Grikk-
landi, þar sem nú er talið, að
Elasmenn hafi þvínær að fullu
hrakið Edesmenn út í eyjar
fyrir ströndinni, en manntjón
varð ógurlegt.
Þjóðyerjar ráðast
að flugvöllum
í GÆR, á nýársdag, gerðu
Þjóðverjar óvenjumiklar árás-
ir á flugstöðvar bandamanna í
Hollandi og Belgíu og beittu
miklu fleiri orustuflugvjelum
og öðrum flugvjelum, en þeir
hafa lengi gert. Urðu þeir all-
skeinuhættir sumsstaðar, þar
sem þeir komu að flugvöllun-
rnn rjett um það bil að flugvjel
ar bandamanna ætluðu að fara
að hefja sig' til flugs. Ljetu
Þjóðverjar fallbyssu- og vjel-
byssuskothríð dynja á flugvöll
unum.
En þar sem flugvjelarnar
þýsku voru helst til lengi yfir
ílugvöllunum, fengu banda-
menn tækifæri til þess að senda
orustuflugvjelar upp frá öðrum
flugvöllum og rjeðust þær á
þýsku flugvjelarnar á heimleið.
Var fjöldi þeirra skotinn nið-
ur. Allar árásir Þjóðverja nema
ein voru gerðar á breskar
stöðvar.
Hifler flylur.
nýárshoMap
LONDON: —• Hitler rauf hina
löngu þögn sína með því að
flytja þýsku þjóðinni nýárs-
boðskap um miðnætti á gaml-
árskvöld. og hóf hann mál sitt
á því, að segja, að andstæðing-
ar Þjóðverja hefðu verið ákaf-
lega bjartsýnir um tíma, um
það að iakast mætli að leggja
Þjóðverja að velli, spáð og spáð
að slríðið myndi enda þá og þá,
en eins og allir vissu, væri lít-
ið um að slíkir spádómarhefðu
rætst.
Hitler vjek því næst að hin-
um ógurlegu átökum, er þýska
þjóðin hefir sýnt í hernaðinum
Hann kvað miljónir kcnna hafa
streymt í verksmiðjurn.ar, er
hann gaf skipunina um alls-
herjar hervæðingu, og miljónir
karla í herinn. Hefði þar sann-
ast nógsamlega hugrekki og bar
átluvilji þjóðarinnar og ö.rugg
forysta nasistaflokksins.
HiLIer kvað þýsku þjóðina
búa við ógurlegar fórnir og
þjáningar. Enginn vissi betur
en hann, sagði hanm hve óg
urlega ýmsar borgir Þýska-
iands væru leiknar. þar sem
þúsundir kvenna og barna
hefðu verið myrt á hinn hrylli-
legasta hátt af flugmönnum ó-
vinanna. Þessar borgir skyldu
að ófriðnum loknum bygðar
upp miklu fegurri en áður.
— Það veit hver einasti Þjóð
verji um hvað er verið að btrj-
ast, sagði Hitler, en það ei um
sjálfa tilveru þjóðarinnar, sem
á að eyðileggja, ef hun bíður
ósigur og flytja 25—40 miijónir
manna burtu í þrældóm. Þess-
vegna berst þjóðin fyrir til-
veru sinni, fyrir öllu, sem henni
er dýrmætt, hinni 2000 ára
gömlu menningu sinni.
Frægur vísi
Ur 13!!
FYRIR SKÖMMIJ andaðist í
París af hjartasjúkdómi hinn
frægi líffræðingur og læknir, dr.
Alexis Carrel, 72 ára að aldri.
Hann fjekk Nobelsverðlaunin og
var einn af föstum starfsmönn-
um Rockefellerstofnunarinnar.
Bandríkjamenn vinna á
hjá Bastogne
foringi ferst
London í gærkveldi.
í morgun fórst Sir Bertram
Ramsay flotaforingi, sem stjórn
aði sjóher bandamanna í inn-
rásinni í Frakkland og síðan.
Fórst flotaforinginn í flugslysi.
Flugvjel sem hann var í og
var að fara til Belgíu, hrapaði
til jarðar. Bertram Ramsay var
breskur maður.
Sir Bertram Rramsay var
maður aldraður og hættur her-
þjónustu, er styrjöldin byrjaði.
Gaf hann sig þó aftur fram til
þjónustu og hefir síðan verið
talinn með fremstu flotafor-
ingjum Breta. Hann átti drjúg-
an þátt í því að skipuleggja
innrásina í Norður-Afríku og
síðan hverja svipaða hernað-
arframkvæmd- Flotamálaráð-
herra Breta sagði í dag, að flot-
inn og málstaður bandamanna
hefði beðið mikinn hnekki við
fráfall Ramsays . flotaforingja.
Reutei.
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
SÓKN Þ.JÓÐVERJA hin nýja, suður af Saargnemines,
sem háð er á 110 km. langri víglinu, hjelt áfram í dag, en
hún byrjaði í gær. Sókn þessi er ekki nærri eins hörð og
fyrri' sóknin í Belgíu og Luxemburg, en Þjóðverjum
hefir einnig tekist að sækja þarna fram, þótt þeim mið-
aði varla nokkursstaðar meira en 3—4 km. í dag. Á hinu
fyrra sóknarsvæði Þjóðverja í Belgíu og Luxemburg,
eru háðir miklir bardagar og hafa hersveitir úr þriðja
hernum ameríska sótt fram milli Bastogne og St. Hubert
í Belgíu. Þá hafa bandamenn náð aftur bænum Roche-
fort. Þjóðverjar gerðu hörð gagnáhlaup.
Síðustu fregnir frá suður-
vígstöðvunum, þar sem Þjóð
verjar reyna að sækja inn í
Frakkland, herma að þung-
inn í sókn Þjóðverja hafi
aukist, er á daginn leið.
Bandamenn verjast með öfl-
ugri stórskotahríð. og eru
orustur hvarvetna harðar.
Þjóðverjar beita skriðdrek-
um þarna í sókninni. Þar
sem loft hefir verið heið-
skýrt í dag, hafa flugherir
bandamanna getað aðstoð-
að landherinn.
Ofsahörð vörn
Þjóðverja
í Budapest
London í gærkveldi.
ORUSTURNAR 1 Budapest
eru óhemju harðar, og munu
Þjóðverjar ákveðnir í því, að
verja hvert einasta hús, hvert
einasta herbergi, meðan nokk-
ur maður af setuliði borgarinn-
ar má vopni valda. Barist er
af óskaplegri hörku í Buda, en
Rússar munu nú vera búnir að
ná á vald sitt meirihluta þess-
arar borgar, en í Pest, hinumeg
in Dónár, hefir þeim gengið
seinna.
Rússar verða víða að sprengjá
heil hús í loft upp. Ekki geta
þeir beitt flugher sínum neitt
að ráði, þar sem þykkur reykj-
armökkur grúfir yfir allri borg
inni. Þjóðverjar hafa fallbyss-
ur í Buda, og geta af þeim skot
ið á stöðvar Rússa í Pest.
I Moskva er nú ungverskur
hershöfðingi að semja um frið
eða vopnahlje við Rússa og er
talið, að hann muni fá aðsetur
í Budapest með stjórn þá, sem
hann er talinn að munu stofna.
Hann^ijelt því fram, að Þjóð-
verjar myndu aldrei gefast
upp í Budapest og láta sjer í
ljettu rúmi liggja, þótt öll höf-
uðborg Ungverjalands yrði
lögð í rústir.
Norður í Slóvakíu hafa Rúss-
ar brotist inn í þýðingarmikla
borg og er þar barist á götun-
um. — Reöter.
97 sluppu.
London: — Nýlega sluppu 97
ítalskir stríðsfangar úr bæki-
stöðvum í Skotlandi og var
gerð óhmeju mikil leit að
þeim. Þegar síðast frjettist,
höfðu þeir allir náðst aftur,
nema ellefu, en ekkert var vit-
Framhald á 8. síðu að, hvert þeir hefðu leitað.
Smjörskamtur mink-
aður.
London: — Viðskiftamála-
ráðuneytið í Kanada hefir til-
kynt, að frá og með 1. jan. n.k.
inu lækkaður um rúmlega einn
sjötta hluta.
Sóttu fram í Bastogne-
fleygnum.
Hersveitir Pattons í Bas-
tognefleygnum hafa enn
hrundið áhlaupum Þjóð-
verja á leiðina til borgarinn-
ar Bastogne og tekist að
hrekja hersveitir Rund-
steds þar aftur á bak á
nokkru svæði. Áttist þar við
fótgöngulið, sem nú berst
við örðugar aðstæður, þar
em jörð er frosin, svo óhægt
er um að grafa nokkrar skot
grafir. Sumir frjettaritarar
halda að Rundstedt sje að
endurskipuleggja lið sitt á
miðju sóknarsvæðinu í Belg
íu, þar hafa Bandaríkja-
menn'ekkert samband við
óvinina sem stendur og telja
sumir að Þjóðverjar hafi
hörfað nokkuð til austurs.
Hprðar loftárásir.
Stórir hópar amerískra
sprengjuflugvjela rjeðust á
samgöngumiðstöðvar Þjóð-
verja að baki vígsvæðunum
í dag, en í nótt sem leið
gerðu breskar flugvjelar at-
lögur að þýskum járnbraut-
arstöðvum víðsvegar í Vest-
ur-Þýskalandi.
Flugskólum lokað.
London: Um mitt næsta sum
arar mun 18 flugskólum í Suð-
jur-Afríku verða lokað, en
þarna hefir verið kent hernað-
1 arflugmönnum.