Morgunblaðið - 04.01.1945, Blaðsíða 4
>'ÍhS^xS“
4
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 4. janúar 1945.
Færeyingafjelagið
heldur skemtun í Golfskálanum á þrettándanum (laug |
4
ardag C. janúar) kl. 8 e. hád. Aðeins fyrir Færeyinga. |
STJÓRNIN.
Tökum upp
ú morgun
Hmeríska
Döm uírakka
off kápur
Nýjasta snið
Mjög smekklegir litir
Sjerstaklega vandaðir frakkar
Einnig fáum við dálítið af
fallegum telpu kápum
GEYSIR H.F.
Fatadeildin. •
Tilkynning frá
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
Námsmeyjar, sem hafa fengið loforð um
skólavist í dagskóla Húsmæðraskóla Reykja-
víkur þ. 1. febrúar, hafi tal af forstöðukonu
skólans fyrir 10. janúar n. k. Gefi þær sig
ekki fram fyrir þann tíma, verða aðrar tekn
ar í þeirra stað. Viðtalstími forstoðukonunn-
ar er alla virka daga, nema laugardaga, kl.
1—2 e. hád.
Hulda Á. Stefánsdóttir.
Tilkynning
frá Skattstofu Reykjavíkur.
Atvinnurekendur og aðrir sem samkvæmt 33. grein
iaga um tekjuskatt og eignaskatt eru skyldir til að
láta Skattstoíunni í tje skýrslur um starfslaun, út-
borgaðan arð í hlutafjelögum og hluthafaskrár, eru
hjer með mintir á að frestur til að skila þessum gögn-
um rennur út miðvikudaginn 10. þ. m. Sjerstök at-
hygli skal Arakin á því, að atvinnuveitendum ber að
gefa upp öll laun, hversu lág sem eru, og sjeu heim-
ilisföng launþega ekki tilfærð eða rangt tilfærð bera
atvinnurekendur ábyrgð á viðbótarskattgreiðslu vegna
ófullnægjandi skýrslugjafa.
Þeir. sem ekki senda skýrslur ])essar á rjettum
tíma, verða látnir sæta dagsektum sbr. 51. gr. laga
um tekjuskatt og eignarskatt.
Að gefnu tilefni skai á það i)ent, að orðlofsfje skal
meðtalið í iaunauppgjöfum til skattstofunnar.
Þeir gjaldendur, sem hugsa sjer að njóta aðstoðar
við framtal sitt til tekju- og eignarskatts, skal á það
bent að koma sem fyrst til þess að forðast bið síð-
ustu daga mánaðarins.
SKATTSTJÓEINN í REYKJAVÍK.
IÐN AÐURININi 1944
AFKOMA iðnaðarfyrirtækja
og iðnaðarmanna var góð á ár-
inu 1944, enda atvinna nóg og
markaður fyrir framleiðsluna
sömuleiðis. Og þrátt fyrir tak-
mörkun á efnisinnflutningi til
bygginga og annara fram-
kvæmda, hefir mikið verið
bygt í landinu á árinu. — Af
stærri byggingum hefir í Rvík
verið unnið áfram að smíði Sjó
mannskólans, barnaskólans í
Laugarneshverfi og kirkju í
sama hverfi. Byrjað á barna-
skólahúsi í Melahverfi og iokið
undirbúningi að stórum íbúð-
arhúsa samstæðum, sem bær-
inn lætur byggja við Skúla-
götu.
í Hafnarfirði mun að mestu
hafa verið lokið við smíði ráð-
húss þar. Nokkrar verkstæðis-
byggingar hafa verið reistar
hjer og víðar, en engar stórar
nema síldarbræðsluverksimðja
Siglufjarðar á Siglufirði. Unn-
ið var að virkjun Skeiðfoss í
Fljótum fyrir Siglufjarðarkaup
stað og lokið við hina nýju
aukningu Ljósafoss-stöðvarinn
ar. Af skipum hefir nokkuð
verið smíðað, tvö vjelskip á
ísafirði, tvö í Hafnarfirði, þa.-
af annað hið stærsta, er hjer
hefir verið smíðað, vjelskiuið
Edda, 184 smálestir, auk fleiri,
sem eru í smíðum. En auk þess,
sem smíðað hefir verið og verð
ur hjer heima, hefir verið sara
ið um smíði 45 vjelbáta í Sví-
þjóð, til afhendingar hingað að
stríðslokum.
FYRIR byggingavinnu í Rvík
er það mikilsvert atriði, að nýj
ar vjelar hafa verið settar upp
í'grjót- og sandnámi bæjarins
og afköst þar aukin úr 600—
700 tunnum á dag í 2300 tunn-
ur. Hafa, einkum undanfarin
stríðsár, meðan setuliðið notaði
mikið byggingaefni úr sand-
námi bæjarins, verið erfiðleik-
ar á að fá efni til bygginga-
framkvæmda.
Nýjung er það á sviði lækni
hjer á landi, að tilraun var gerð
með að láta jarðgufu knýja túr
bínu og nota hana þannig sem
aflgjafa til annara fram-
kvæmda.
Af þessari smávægilegu til-
raun verður þó ekki annað lært
enn sem komið er en það, að
gufuþrýstingur úr bqrholum sje
nægilega mikil til þess, að
virkjunarmöguleikar sjeu fyrir
hendi.
AF NÝJUM iðnfyrirtækjum
hafa eftirfarandi verið skráð á
árinu:
.1 bifreiðaviðgerðaverkstæði,
Rv, 1 vjelaviðgerðarverkstæði,
Hf„ 3 frystihús, Flateyri,. Horna
firði, Eyrarbakka, 2 skipasmíða
stöðvar, Rv. og Siglufirði 4 trje
smíðaverkstæði, Rv. 2, Ak.,
Borgarnes. 2 raftækjaverkstæði
Rv. og auk þess innkaupasam-
band rafvirkja, 1 netagerð,
Sigluf., 1 sjófatagerð Rv., 1
Fatagerð. Seyðisf., 1 þvottahús,
ísafj., 1 saumastofa, Sigluf., 2
prentsmiðjur, Akranes, ísafj., 1
efnagerð, Ve., 1 ölgerð, Rv. og
1 niðursuðuverksmiðja Rv.
EN þótt atvinna væri nóg og
tekjur miklar, bæði hjá vinnu-
veitendum og vinnuþiggjend-
um, varð ekki komist hjá
vinnudeilum. Hófust verkföll-
Eftir Helga
in í ágúst hjá Iðju, starfsfólki
í iðnfyrirtækjum bæjarins. —
Þann 1. september bættust svo
járniðnaðarmenn í hópinn og 1.
október prentarar og bókbind-
arar. í byrjun október nást svo
samningar við verksmiðjufólk-
ið og í byrjun nóvember við
járniðnaðarmenn og skömmu
síðar prentara og bókbindara.
En í október var myndúð
þriggja flokka samsteypustjórn
undir forsæti Ólafs Thors, og
gekkst þessi stjórn í það með-
al annars að koma á vinnufriði
í landinu.
TVÆR ráðstefnur vai'ðandi
iðnaðarstörf, voru haldnar á ár
inu, báðar í Reykjavík. Hin
fyrri í apríl um skipasmíðar og
sóttu hana fulltrúar frá öllum
stærri skipasmíðastöðvum í
landinu. Hin siðari var um
byggingamál, í nóvember, og
sóttu hana fulltrúar bygginga-
manna. eftirlitsmenn bygginga
og aðrir áhugamenn um bygg-
ingamál af öllu landinu. — í
sambandi við hana var svo
haldin sýning á ýmsu, er bygg-
ingamál varða.
Báðar ráðstefnurnar voru
hinar athyglisverðuslu og
veittu margskonar mikilsverð-
an fróðleik um þau málefni, er
til meðferöar voru. Skýrsla
um skipasmíðaráðslefnuna var
birt í Tímariti iðnaðarmanna,
en um hina verður gefin út sjer
stök bók, auk þess, sem dag-
blöð bæjarins skýrðu frá því
helsta, sem þar var að sjá og
heyra.
VEGNA hinnar feykimiklu
og óeðlilegu atvinnuaukningar
stríðsáranna hefir vantað
vinnukraft á öllum sviðum, og
þá eðlilega iðnaðarmenn engu
síður en aði'a. Auk þes shafa ný
iðnfyrirtæki, svo sem vjelsmiðj
ur o. fl., risið upp og þurft þá
á lærðum iðnaðarmönnum að
halda, iðnaðaxrnönnum, sem
ekki voru til, af því að ekki var
atvinnuleysi meðal iðnaðar-
manna. En hvorttveggja þetta
hefir þó orðið til einkennilega
einhliða árása á iðnaðarnáms-
löggjöfina, eins og að undan-
farin ár hefði enga menn vant-
að aðra en iðnlærða menn, eðá
að iðnaðarnámslögin æltu fyrst
og fremst sök á ástandinu. —
Þessar ádeiluraddir urðu svo
til þess, að frumvarp til laga
um breytingar á iðnnámslög-
unum var lagt fyrir Alþingi,
en í stað þesss að það frum-
varp næði fram að ganga, hefir
ríkisstjórhin nú skipað fimm
manna nefnd til þess að endur
skoða iðnnámslögin í heild, og
þá að sjálfsögðu með tilliti til
þeirra breyttu tíma, sem ætla
má að framundan sjeu.
VERÐLAGSEFTIRLITIÐ hef
ir talið ástæðu til skammla
ýmsum iðngreinum álagningu á
efni og vinnu og verð á fram-
leiðslu þeiraa. Er ekki við því
að segja ef rjettlátlega tekst
til, samanborið við aðra, en um
það vilja oft verða skiftar skoð
anir, og svó hefir orðið hjer og
blaðadeilur risið af. Efast jeg
ekki um, að Verðlagseftirlitið
H Eiríksson
vilji vera í'jettlátt, en því er
mikill vandi á höndum. og ei'f-
itt að gera svo öllum líki.
Takist umbylting-sú í atvinnu
háltum þjóðarinnar, sem rík-
isstjórnin hefir boðað, þurfum
við á miklu vinuafli að halda,
og er þá fremur hætta á, að
skorlur verði á iðnlærðum
mönnum í ýmsum greinum
næstu árin, en að um atvinnu-
leysi verði að ræða. Að þessu
leyti er því ekki ástæða til bess
að vera svartsýnn um hina
næstu framtíð.
Samskot
Strandakirkja. N. N. kr. 10,00,
3 á Sverri kr. 50,00, B. S. kr.
60,00, J. V. kr. 50,00, N. kr. 20,00,
N. N. kr. 20,00, H. og H. kr. 10,00
Vel hepnuð flugferð kr. 10,00, S.
J. kr. 20,00, S. K. Þ. kr. 100,00,
J. G. kr. 5,00, trassi kr. 100,00,
J. G. afh. af sr. Bj. Jónssyni kr.
20,00, O. G. kr. 20,00, B. J. kr.
15,00, Lulli kr. 20,00, G. S. kr.
50,00, L. B. B. kr. 50,00, Guðrún
Guðmundsdóttir kr. 10.00.
★
Gjafir í Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Minningargjafir: Til minning-
ar um læknishjónin Sigrúnu
Briem, Friðgeir Ólason og börn
þeirra, frá I. G. F. kr. 500,00, —
Hjalta Jónssyni, konsúl kr.
500,00, frændfólki kr. 1.00,00, K.
I. kr. 200,00, og Ragnhildi Hall-
dórsdóttir kr. 1.0000,00. — Helgi
Bergsson, skrifstofustjóri afhenti
kr. 1.100,00, frá samstúdentum
Sigrúnar Briems, læknis, til minn
ingár um hana, mann hennar og
börn.
★
Minningargjafir: um Pjetur
Ingimundarson, slökkviliðsstjóra
er eftir ósk konu hans, frú Guð-
rúnar Benediktsdóttur, gengu til
Barnaspítalasjóðs Hringsins, —
námu kr. 4.017,50.
★
Gjafir: Frá frú Þórunni Klem-
ens kr. 1.000,00, frá A. K. H. kr.
100,00, L. H. Muller og frú kr.
1.000,00. — Áheit: kr. 50,00 frá B.
Frá 12 stúlkum kr. 0,00, G. E. kr.
5,00, Friðrik Jónsson kr. 100,00
og kona kr. 20,00.
★
Innkomið á söfnunarlistum
fjáröflunarnefndar Hringsins: —
Starfsm. Jóhanns Ólafss. & o. kr,
500,00, starfsm. Tr. Pjeturssonar
& Co. kr. 450,00, Ræsir h.f. kr.
100,00, starfsm. Ræsis h.f. kr.
700,00, starfsf. Eimskipafjelags ís
lands h.f. kr. 300,00, Fylkir h. f.
kr. 500,00, starfsf. Mjólkursams.
kr. 335,00, starfsf. Landsbankans
kr. 600,00, starfsstúlkur „Gull-
foss“, kr. 40,00, skólastjóri og
kehnarar Miðbæjarskólans kr.
260,00, Matsalan Amtmannsstíg 4
kr. 340,00, Kr. Ó. Skagfjörð, stór-
kaupm., kr. 300,00, Byggingarfjel.
Alþý§u kr. 185,00, Guðm. Guð-
mundsson, stórkaupmaður kr.
1.000,00, Helgi Magnúss., kaupm.
kr. 3.000,00, starfsf. Heiga Magn-
ússonar & Co. kr. 500,00, starfsm.
hjá Bifreiðast. íslands kr. 750,00,
starfsm. hjá Flugfjel. íslands kr.
300,00, starfsf. hjá Mjólkurstöð-
inni kr. 135,00, starfsf. Bernhard
Petersen, stórkaupm. kr. 800,00.
Bernhard Petersen, stórkaupm.
kr. 400,00. — F.h. fjelagsins sendi
jeg öllum gefendum kærar þakk
ir. — Ingibjörg G. Þorláksson.