Morgunblaðið - 04.01.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.01.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNB L A F I Ð Fimtudagur 4. janúar 1945. Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10-00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. Hæstirjettur HÆSTIRJETTUR átti aldarfjórðungs afmæli um þessi áramót. Hann var stofnaður með lögum 6. okt. 1.919, en lögin komu til framkvæmda 1. jan. 1920. Fyrsta dómþing rjettarins var haldið 16. febrúar 1920. Það var bein afleiðing Sambandslaganna frá 1918, að íslendingar fluttu æðsta dómsvaldið inn í landið. Áður hafði hæstirjettur Dana æðsta dómsvald í íslenskum mál- um. Að sjálfsögðu gátu íslendingar ekki við slíkt unað, eftir að þeir höfðu fengið viðurkent fullveldi sitt, enda var ákvæði í Sambandslögunum, sem trygði íslendingum þann rjett, að flytja æðsta dómsvaldið inn í landið. Ljetu íslendingar ekki á sjer standa að nota þann rjett. ★ En hvernig hafa íslendingar búið að æðsta dómstóli sínum, Hæstarjetti, eftir að hann var fluttur inn í landið? í fyrstu hæstarjettarlögunum (1. 22, 1919) var svo ákveðið, að dómarar í Hæstarjetti skyldu vera fimm. Á árunum eftir 1920 þrengdist mjög að fjárhag ríkissjóðs og reis mikil sparnaðar-aida á Alþingi eftir kosningarnar 1923. Var þá víða borið niður, til þess að draga úr útgjöld- um ríkissjóðs. M. a. var þá gripið til þess úrræðis, að fækka dómendum í Hæstarjetti niður í þrjá. Ágreinings- laust gekk þó ekki fækkunin fram. Var bæði þá og síðar mjög um fækkunina deilt. En hún stóð óhögguð í lögum alt til ársins 1935 og í framkvæmdinni stendur hún enn þann dag í dag. ★ Á Alþingi 1935 var gerð breyting á hæstarjettarlögun- um (sbr. 1. 112 1935). í 4. gr. nefndra laga segir svo: ,,Hæstarjett skipa 5 dómarar, og er einn þeirra forseti dómsins”. En í næstu grein var úr þessu dregið, því að þar segir að eigi megi setja dóm með færri dómendum en 3 og svo bætt við: „Með konunglegri tilskipun skal kveðið á um, hvenær dóm skal setja með 5 dómendum”. Og í 57. gr. segir svo: „Lög þessi koma til framkvæmda þegar í stað. Dómarar skulu þó aðeins vera þrír, þangað til fje er veitt í fjárlögum til fjölgunar dómurunum”. Var svo strax á fjárlögum næsta árs (1936) samþykt heimild (á 22. gr.) handa ríkisstjórninni, að verja fje úr ríkissjóði til launagreiðslu tveggja dómara í Hæstarjetti. En heimildin var ekki notuð. Hefir svo heimildin verið endurnýjuð öll árin síðan, en aldrei verið notuð. Liggur nú fyrir Alþingi þingsályktunartillaga frá Bjarna Bene- diktssyni. um fjölgun dómenda í rjettinum. ★ Af þeirri sögu, sem hjer hefir verið sögð í stórum dráttum, má öllum ljóst vera, að ekki hefir verið vel búið að Hæstarjetti, æðsta dómstóli þjóðarinnar. Sá að- búnaður er þjóðinni til vansæmdar. Enda vafasamt hvort það geti samrýmst fyrirmæli 59. gr. stjórnarskrárinnar, að láta það vera komið undir ákvörðun frarnkvæmda- valdsins að ákveða fjölda dómara í Hæstarjetti. En í nefndri stjórnlagagrein segir. að skipun dómsvaldsins verði „eigi ákveðin nema með lögum”. Á þessum tímamótum í sögu Hæstarjettar ætti Alþingi að sjá sóma sinn í að láta lögin frá 1935 koma til fram- kvæmda, fjölga dómurum í rjettinum og búa svo að æðsta dómsvaldinu, að trygt sje að það sje í engu háð framkvæmdavaldinu. Fleiri umbætur er og nauðsynlegt að gera. Frá því að Hæstirjettur var stofnaður, hefir hann haft aðsetur í tveim litlum herbergiskytrum á efri hæð hegningarhúss- ins við Skólavörðustíg. Þéssi húsakynni voru sírax í byrjun ófullnægjandi. en nú eru þau óviðunandi. Hæstirjettur á að starfa fyrir opnum tjöldum óg mál- flutningur er þar munnlegur. En húsakynni rjettarins eru svo lítil og ófullkomin, að þar er ekki rúm nema íyrir örfáa áheyrendur, enda varla l'íft í rjettinum, ef fullsetið er í því lítla rúmi. Veituni Hæstarjetti þá afmælisgjöf, að fjolgá dómend- um í rjettinum og láta honum í tje betri starfsskilyrði. „Akranes" FÁTR BÆTR á stærð við Akranes munu gefa út jafn- glæilegt blað að efni og frá- gangi öllum. Af blaðinu „Akranes" hafa nú komið út þrír árg. Fyrstu tvo árg_ var blaðið jafnaðar- lega 8 síður, en IL árg. þess hefir það verið a. m. k. 12. síður, og stundum mikið' stærra. Efni blaðsins er frá upp- hafi margþætt og merkilegt. Mikið af sögulegum fróðleik um menn og málefni, sjósókn; og búskaparhát.tu. 1 síðasta, árg. blaðsins hófst æfisögu- ritun íslenskra athafnamanna, og ætlar blaðið að halda upp- teknum hætti á þes.su sviði. Er það nýr þáttur og merki- legur í söguritun vorri, og að honum mikill fengur, Jólablað „Akranes“ er ný- komið 36 síður að stærð. 1 því er m. a. þetta efni: „Jóiin eru æfvarandi boð- skapur um batnandi jól“, eft- ir ritstjóránn. (,IIeimilið“ framhalds greinarflokkur eft- ir ritstjórann. Æfiminning „Ingiríðar Jóhannesdóttur og Bergþórs Árasonar“ eftirsama „Á sjó og landi. Ferðasaga", eftir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi. „Svava Þorleifs dóttir skólastjóri“, eftir Ó- nefndan. „Lífið er stundum erfiður skóli“, eftir O. B# B. Aldarminning um „Magnús smið Vigfússon“, eftir ól. B. Björnsson. „Skáldskapardeil - an“, eftir Friðrik Ásmunds- son Brekkan. „Landbrotið' hjer er ógurlegt“, eftir Bene- dikt Tómasson. ,,Annáll árs- ins 1944“, eftir A. G. „Æfi- saga Geirs Zoega“, eftir Gils Guðmundsson. „Annáll Aka- ness“ o. fþ Auk þessa efnis er í blaðinu fjöldi mynda, þar á meðal mynda-opna, með viðeigandi lesmáli. Blað sem þetta safnar sam an, og bjargar fiá gleymsku og tortímingu margskonar fróðleik, sem í mörgum til- fellum er og verður mjög inik ils virði. Er Akranesingum blað þetta til hins mesta sóma, og öðrum stöðum hvatning og ágæt fyrirmynd um efni og frágang. X. ÞAÐ ERU vinsamleg tilmæli mín til allra þeirra, sem lesa „Skútuöldina“ og rekast þar á missagnir eða meinlegar vant- anir, að stinga niður penna eða láta mjer á einhvern hátt í tje rjettari og ýtarlegri upplýsing- ar. í riti eins og þessu, þar sem mjög verður að treysta á minni manna, er lítt kleift að sigla með öllu fram hjá missögnum. Hitt þykir mjer einnig líklegt, að kunnugir menn á hverjum stað geti ýmsu við aukið frá- sögnina og fyllt þær eyður, sem þar eru. Er ætlunin sú, að birta í síðara binda „Skútualdar“ leiðrjettingar og viðauka við hið fyrra. Mun annað bindi koma út síðla vetrar. Eru allar upplýsingar þakksamlega þegn ar. en koma því aðeins að full- um notum að þær berist fljót- lega. Gils Guðmundsson, Eiríksgötu 13, Rvk. \Jibverji ilrij-cu': tir daafeaa Ííjinu Agreiningsmál. ALLMIKIÐ er um það deilt hjer í Reykjavík um þessar mund ir, hvort frumsýningargestir Leik fjelags Reykjavíkur hafi sýnt ó- venjulega, en þó sjálfsagða kurt eisi á sýningunni á Álfhól á ann- an í jólum, eða hvort leikhús- gestir hafi hagað sjer eins og börn. Tilefnið er þetta: — Á undan leikritinu er leikinn lagaflokk- ur og þar kemur m. a. fyrir lag- ið „Korig Christian“. Er fyrstu bílstjórinn myndi gleyma vegin- um vegna sælgætisins og orða- gjáifurs konunnar. • Ætti að banna. ÞAÐ ÆTTI að banna með öllu, að farþegar í bílum tali við bíl- stjóra á meðan þeir eru við stjórn í vagni sínum. Af slíku geta leitt stórslys, því bílstjórum veitir ekki af að vera með hug- ann allan við aksturinn. Erlendis er það víðast hvar al- gjörlega bannað að ávarpa eða tónar lagsins heyrðust í salnum, | tala við ökumenn í almennings- stóð einn maður alt í einu upp . bílum. úr sæti sínu, en hinir leikhús- gestirnir stóðu upp á eftir og hlýddu allir áhorfendur stand- andi á lagið. Þeir, sem hafa eiga eftirlit með að reglu sje fylgt í almennings-- bílum, ættu að krefjast þess, að ekki sjeu sett upp sæti fyrir far- Um þetta er nú rifist í bænum. þega við hlið bifreiðastjóranna. Sumir segja: „Þetta var danski' Mætti nota það rúm fyrir póst, konungssöngurinn og það var ekki nema sjálfsagt að sýna hin- bögla eða farangur. Bifreiðastjórar eru við vinnu um fyrverandi konungi Vorum sína á meðan þeir sitja við stýr- virðingu með því að rísa úr sæt- ið og þeir eiga að hafa frið til um. Þá koma aðrir og segja: að stunda vinnu sína ekki síður Okk en hver annar. En mest er þó ur varðar ekkert um danska kon um vert, að það myndi auka ör- unginn. Við erum íslenskt lýð- veldi. Þar að auki var lagið ekki leikið til virðingar Christjáni X. í leikhúsinu, heldur var það hluti af hljómlistinni í leiknum. Það, að frumsýningargestir fóru að standa upp, er lagið var leikið, sýnir ekki anhað en kjánalegt „snobberí“. Slíkt er aldrei gert neinsstaðar, jafnvel þó þjóðsöng- um sje fljettað inn í tónverk, sem leíkin eru í leikhúsum, en slíkt er mjög algengt. Leikhúsgestir eiga ekki að standa upp, nema að þjóðsöng- urinn okkar sje leikinn. Lítil lík- indi eru til, að þjóðsöngvar ann- ara þjóða sjeu leiknir hjer í leikhúsi, nema ef svo bæri und- ir, að tignir erlendir gestir yrðu boðnir í leikhúsið. • Ómerkilegt deiluefni. ÞETTA ER heldur ómerkilegt deiluefni. Manni sýnist, að öll líkindi sjeu til, að einhver gár- unginn hafi verið að reyna, hvað hann gæti komist langt með einhverskonar fjöldablekkingu. yggi, að banna samtöl við stjóra á langleiðum. bíl- Nýr leikur unglinga. VEGFARENDUR hjer í bæn- um hafa veitt því eftirtekt, að unglingar eru farnir að leika nýj an leik hjer á götunum, sem ekki hefir sjest lengi sem betur fer. Leikur þessi er í þvi fólg- inn, að strákar hlaupa uppi bila, sem eru á ferð, og hanga í þeim á þann hátt, að þeir láta sig renna í snjónum á eftir bílun- um. Um skó- og fataslit við þenna leik þarf ekki að fjölyrða, en hitt er miklu alvarlegra mál, að hjer er um leik að ræða, sem get ur haft í för með sjer dauðaslys eða limlestingar. Menn hafa tekið eftir því, að allra síðustu dagana hefir leikur þessi breiðst út um allan bæ, eins og eldur í sinu. Þyrfti að taka fyrir þenna hættulega leik. • Skrílslæti. ÞAÐ ER ÓFAGURT að lesa En það er algengt fyrirbrigði, að ]ýsingar lögreglunnar á hegðan manna hjer í bænum á gamlárs- kvöld, „og þó var kvöldið með rólegra móti“, eins og sagt er. Þessi gamlárskvölds ómenning okkar er orðin til háborinnar skammar. Hvernig stendur á því, að fólkið getur ekki skemt sjer án þess að láta eins og það hafi mist alt vit? Er nokkur hæfa í, að menn skuli liggja höfuðkúpu- brotnir eftir að hafa verið úti að skemta sjer um áramótin? _ Hjer þyrfti augsýnilega að hægt er að fá stóra hópa fólks til að hrífast af einhverju, éða reiðast, og fá fjöldann til að gera einhverja vitleysu. Það er t. d. mjög algengt á hljómleikum, að ef einn maður byrjar að klappa áður en verk- ið er búið, þá byrja aðrir áhorf- endur einnig að klappa. © Málæði við bílstjóra. KUNNINGI minn, sem kom austan úr sveit á dögunum, seg- ir mjer þá sögu, að á leiðinni jtaka í taumana og breyta til um til bæjarins hafi fólkið í áætlun- „skemtiatriði" á þessum merku arbílnum, sem hann var í, orðið tímamótum. Það er ekki eins og dauðskelkað hvað eftir annað hjá siðuðu fólki, að menn skuli um að bíllinn myndi fara út af hvergi geta verið öruggir um' veginum. Bílstjórinn var þó kunn . eignir sínar. Strákahvolpar, sem ur fyrir að aka vel og varlega, ! varla standa út úr hnefa, vaða en hann fjekk bara ekki frið til um bæinn eins og brennuvargar þess. Stúlka, sem sat frammi í og kveikja í, hvar sem því verð- hjá bílstjóranum, Ijet hann ekki ur komið fyrir. Skríll „leggur í friði. Hún var að rjetta að undir sig“ veitingastofur. Föt bílstjóranum sælgæti, og þess á eru rifin af friðsömum og heið- milli ljet hún dæluna ganga við- j arlegum borgurum bótalaust. stöðulaust. Hvar endar þetta, ef ekkert Bílstjórinn vildi augsýnilega verður að gert til að breyta hugs vera kurteis og svara stúlkunni, ' unarhætti manna gagnvart en hann átti vitanlega fult í ! „skemtiatriðum" í þessum bæ á fangi með að sinna hvorutveggja, 1 gamlárskvöld? að aka bílnum á erfiðum vegi að | Hvernig væri að birta nöfn vetrarlagi og sitja og rabba við þeirra allra, sem gerst hafa brot- sessunaut sinn. Það var ekki ann legir við alment velsæmi s.l. að að sjá, en að bílstjóranum liði gamlárskvöld, og halda þeirri verulega illa, sem von var, en reglu um hver áramót? Kannske ver leið okkur þó, farþegunum, versta skrílsæðið færi af við sem voru dauðhræddir um, aðþað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.