Morgunblaðið - 17.01.1945, Side 10
10
MORGUNBLAÐTÐ
Miðvikudagur 17. janúar 1945
Skrítnu konurnar
í litla húsinu
Eftir Phyllis Mégorz
Muggridge sperti upp auga-
brúnirnar. Það var aldrei, að
þessum virðulega herramanni
lá á að hitta hina hálfviltu
Jezebel! „Þjer farið eftir veg-
inum þarna, framhjá kirkjunni,
þar til þjer komið að ánni. Þjer
þurfið að fara yfir hana — en
farið varlega. Brúin er hál. Síð-
an haldið þjer til vinstri, eftir
stíg, sem liggur upp að hús-
inu á hæðinni. Þjer getið ekki
vilst á því. — Jeg hygg, að
þjer finnið drotninguna sofandi
á veggsvölunum“.
„Þakka yður fyrir, herra
Muggridge. Ef yður er sama,
ætla jeg að leggja af stað þang
að þegar í stað“.
„Kvöldverður er snæddur
hjer klukkan 5%“, ansaði trú-
boðinn. „Jeg skal sjá um, að
gengið verði frá farangri yð-
ar“.
— Hús Tameu stóð í pálma-
lundi. Það hafði verið reist á
traustum steingrunni og kreó-
sót-bornum staurum, til þess
að vernda það fyrir skordýrum
þeim, er eyða viðnum í hita-
beltinu. Danni hafði óg grun
um, að græna málningin á hús-
inu væri fúavarnarmálning —
samskonar málning, sem notuð
er á skipsbotna til þess að verja
þá fyrir trjemaðki. Fyrir neð-
an húsið var hópur af ungsvín-
um og í húsagarðinum hreykti
sjer virðulegur víghani með
hænur sínar. Þarna var þefur
af hálfrotnuðum jurtum og
öðrum óþverra — sami þefur,
sem einkennir alla bústaði inn-
fæddra manna í hitabeltinu.
Máðar steintröppur lágu upp á
veggsvalirnar. — Þarna ríkti
svo djúp og algjör þögn, að
Danni óttaðist, að hann hefði
— eftir alt saman — komið of
seint.
Hann gekk ^ipp tröppurnar
og barði að dyrum. Enginn
ansaði. Hann opnaði dyrnar
varlega. — Hann var staddur
í stóru herbergi. Á gólfinu var
gömul og mjög verðmæt, kín-
versk ábreiða. Á henni miðri
stóð stórt, útflúrað borð, úr
hörðum viði. í einu horninu sá
hann slaghörpu, og við hlið
hennar stóð harmonika Tameu
og gítar. Meðfram veggjunum
stóðu nokkrir stólar og bekkir.
.— Þarna var ekki nokkur 'sála.
„Enginn heima“, hugsaði
Danni og gekk út á veggsval-
irnar. Þær náðu umhverfis alt
húsið. Danni lagði af stað og
ætlaðí að ganga hringinn í
kringum húsið, en nam alt í
einu staðar.
Fyrir framan har.n lá Tamea
í hengirúmi. Hún hafði annan
handlegginn undir höfðinu og
andlit hennar sneri að honum.
Augu hennar voru lokuð. En
hún svaf ekki. Þegar hann gætti
betur að, -sá hann, að tárin seytl
uðu undan luktum augnalok-
unum og fagurskapaður, hálf-
nakinn líkami hennar hristist
af niðurbældum ekka. Á næsta
augabragði hafði'hann kropið
niður við hlið hennar. Hún
opnaði augun. Áður en hún
fengi ráðrúm til þess að segja
nokkuð eða rísa upp, hafði hann
tekið hana í faðm sjer og þrýst
henni að brjósti sjer. Hann
kysti tárvot augu hennar.
Hann fann, hvernig hjarta
hennar lamdist um. Eftir langa
stund megnaði hún að hvísla:
„Ástin mín! Þú komst til mín.
Elskarðu mig þá — eftir alt
saman?“
Hann þrýsti henni fastar að
sjer. „Já“, sagði hann hásróma.
„Já, Tamea. Jeg er kominn. Þú
gatst ekki orðið hamingjusöm
hjá mjer — svo að jeg hefi kom
ið til þess að leita hamingjunn-
ar hjá þjer“.
„Þú átt við — að þú ætlir
að dvelja hjer áfram — að þú
hafir yfirgefið Maisie — vini
þína------“.
„Jeg elska þig. Jeg get ekki
lifað án þin. Þegar þú fórst,
skildir þú það ekki“.
„Nú skil jeg alt“, hvíslaði
hún. „Hackett, skipstjóri á „Pe-
lorus“, reyndi að skýra það
fyrir mjer, en jeg trúði honum
ekki. En nú ert þú kominn til
| Riva — og þá skil jeg alt. -
^ Hackett hafði rjett fyrir sjer —
og við skulum svo ekki tala
jmeira um það. — Ó, hjartað
jmitt — ef þú hefðir ekki kom-
jið — hefði mig ekki langað til
þess að lifa lengur".
| „Segðu þetta ekki“, bað
hann. „Nú mun ekkert, nema
dauðinn einn, aðskilja okkur
framar. í kvöld förum við til
Muggridge og látum hann gefa
lokkur saman".
I Tamea varð hugsi. „Á meðan
'jeg var í burtu, dó kona hans
f— og hann er vitlaus í mjer.
Áður en jeg fór frá Riva, var
hann vanur að elta mig á rönd-
um — og í augum hans er svip-
ur, sem jeg þekki og hata. Jeg
hefi nú verið heima í viku, og
á þeim tíma hefir hann versn-
að um allan helming. Jeg er
hrædd við hann“.
„Þú þarft ekki að vera hrædd
við hann, vina mín“, sagði
Danni og strauk blíðlega hár
hennar. „Jeg hitti Muggridge
fyrstan manna hjer. Jeg tók
eftir því, að hann varð dálítið
kindarlegur á svipinn, þegar
jeg mintist á þig. — En hvað
um það, haiín er æðsta vald
Drottins hjer, og ætti því að
geta stilt sig, .rjett á meðan
hann gefur okkur saman“.
„En það er nauðsynlegt að
hafa leyfisbrjef, ef við eigum
að gifta okkur samkvæmt sið-
um ykkar hvitu mannanna,
ástin mín“, sagði Tamea. „Og
það ríkja engin lög hjer á Riva,
þótt eyjan heyri undir frönsku
stjórnina að nafninu til“.
„Það verður betra en engin
gifting, Tamea“, ansaði hann.
Hún brosti. „Skelfing eruð
þið skrítnir, þessir alhvítu
menn! Það er ekki rjettnefni
að kalla þessa hjegómlegu at-
höfn giftingu. Giftingin er alt
annað. — Samt ætlar þú að
biðja þennan mann að þylja
einhver innantóm og fá nýt orð
— aðeins til þess að fullnægja
einhverju, hið innra með þjer,
sem þú hefir erft frá forfeðr-
um þínum. Jeg á enga slíka
arfleifð. Það er langt frá því,
að þessi brjálaði prestur þurfi
að kyrja nokkuð yfir mjer, til
þess að jeg verði hamingju-
söm“.
„En mjer er það nauðsyn-
legt, þótt undarlegt kunni að
virðast, Tamea“, sagði Danni
og brosti hinu feimnislega brosi
sínu. „Jeg hefi hugsað mjer að
dvelja hjer hjá þjer, í fullu
samræmi við hvítra manna
lög. Þess vegna skulum við
gifta okkur, eins og lög þeirra
mæla fyrir“.
„Þá það“, sagði Tamea.
„Skerðir það virðingu þína á
einhvern hátt, ef við ekki ger-
um það?“
Hann kinkaði kolli.
,,Þá skulum við flýta okkur
til Muggridge“, sagði hún.
Þau hjeldu af stað niður
Ihlíðina, að húsi trúboðans.
Sooey Wan sat á veggsvölun-
um. Þegar hann kom auga á
' Tameu, spratt hann á fætur og
þreif af sjer hattinn.
„Sæll og blessaður!“ æpti
Tamea og tók hönd hans og
hristi duglega. Sooey Wan
Ijómaði allur, þegar hann svar-
aði kveðju hennar.
Nú kom herra Muggridge út
á veggsvalirnar. „Þjer voruð
ekki lengi, herra Pritchard —“,
byrjaði hann, en kom þá auga
á Tameu. Hann hnyklaði brún-
irnar. „Nú?“ sagði hann spyrj-
andi.
„Herra Muggridge“, sagði
Danni. „Það er ósk mín, að þjer
gefið okkur ungfrú Larrieau
saman í hjónaband þegar í
stað“.
Trúboðinn bliknaði og myrk
augu hans urðu ennþá myrk-
ari. „Jeg þarf að fá skriflegt
vottorð frá föður hennar, til
þess að geta gert það, herra
Pritchard“, sagði hann loks
með erfiðismunum.
„Faðir hennar er dáinn“.
„Hafið þjer leyfisbrjef?“
„Nei. Eruð þjer vanur að
heimta leyfisbrjef, þegar þjer
gefið saman einhver af sókn-
arbörnhm yðar?“
„Nei. Þau vita ekki, hvað
leyfisbrjef er. En þjer ....“.
„Mjer skilst, að lög hvítra
manna hafi ekkert að segja á
Riva“, tók Danni fram í fyrir
honum. „Einu reglurnar, sem
gilda hjer á eynni, eru runnar
frá yður og öðrum trúboðum,
sem hjer hafa verið — er ekki
svo?“
Muggridge kinkaði kolli.
Leiftrandi augu hans viku ekki
frá Tameu.
„Nú jæja“, hjelt Danni áfram.
„Þar sem lög vor hvítra manna
eru ekki fyrir hendi, æski jeg
þess, að þjer giftið okkur sam-
kvæmt. lögum trúboðanna. -Teg
vil, að gifting mín sje staðfest
af einhverjum fulltrúa krist-
innar trúar. Jeg er kristinn“.
„Jeg verð að neita því að
framkvæma þessa giftingu",
sagði Muggridge þrákelknis-
lega. „Ef jeg gifti yður án leyf-
isbrjef, myndi jeg með því
leggja blessun mína yfir rjett
yðar til þess að lifa með þess-
ari konu, í bága við lög lands-
ins“.
„En hjer eru engin lög, herra
Muggridge“.
„Ójú“, ansaði trúboðinn þur-
lega. „Lögin eru jeg, og í þessu
máli er jeg ósveigjanlegur“.
14.
okkar aftur, og við erum óskaplega leiðar yfir því, hvað
við vorum vondar við hana, og svo erum við svo einmana
núna, og af því að . . .”
„Jæja, þá kannske”, sagði Tryppa, „þá kannske og þá
kannske”. Augu hennar leiftruðu og fætur hennar í grænu
skónum virtust varla snerta jörðina. — „Já, kannske og
kannske”, sagði Tryppa, og um leið og hún sagði það, varð
dásamleg breyting.
Því að snjóflyksurnar umhverfis þær breyttust allt x
einu í mikinn sæg af álfum. Himininn varð blár, sólin tók
að skína og það var blómaangan í lofti. Og það, sem var
enn dásamlegra, var það. að þar sem áður höfðu verið
snjóbreiður, þar stóð nú lítið hús með torfþaki og það
var grænt gras á þakinu og lítil blóm. Og það rauk úr
strompinum. Og málað var með gullnu letri á húsið:
Súsönnustaðir
og í dyrunum stóð hún Súsanna sjálf rjóð og brosandi
og hjelt á hjalandi barnunganum í fanginu.
„Kyrrar!” kallaði Tryppa einu sinni enn, þegar syst-
urnar ætluðu að taka á sprett heim að Súsönnustöðum.
„Áður en þið biðjið Súsönnu um að fara til ykkar aftur,
þá verðið þið að lofa að kalla hana aldrei Stelpu”.
„Því lofuni við”, hrópuðu báðar stysturnar í einu.
„Og lofið þið því, að hún fái að vera hjerna í litla hús-
inu þá dagana sem hún á frí og hafa þá barnið hjá sjer?”
„Því lofum við”, kölluðu þær systurnar aftur.
„Gætið þess þá að halda loforðin. Og eitt enn: Þegar
þið farið heim á Snotrustaði, þá komist þið að raun um.
að gert hefir verið við allt sem brotnaði, allt sem var
hætt að gljá, hefir verið fægt. Það skíðlogar eldurinn,
sýður á katlinum og klukkan tifar. En ef þið verðið nokk-
urn tíma vondar við Súsönnu og barnið hennar aftur, þá
fer allt á annan endann hjá ykkur og þá verður það ekki
lagað. Gleymið nú ekki hvað jeg hefi verið *að segja
ykkur”.
„Nei, nei, við skulum svei-mjer ekki gleyma því”,
Sögðu þær Petra og Pála mjög hátíðlega, og svo neru þær
augun. Því hvað haldið þið? Tryppa sást þar hvergi fram-
ar. Einhvern veginn hafði hún horfið í einu vetfangi.
— Tveir hjólreiðamenn, Ari
og Björn, fóru samtímis af stað
frá Lækjartorgi. Ari fór með
30 km. hraða á klukkustund,
en Björn 20 km. Hvor var fljót
ari inn að Elliðaám?
— Ari auðvitað.
— Nei, Björn. Ari var nefni-
lega að fara til Hafnarfjarðar.
★
Sirry: — Hefirðu heyrt um
nýja fegurðarlyfið?
Gyða: — Já, jeg hefi meira
að segja reynt það.
Sirry: — Grunaði ekki Gvend,
að það væri ómögulegt.
★
Skoti nokkur sótti þvottinn
sinn í þvottahúsið.
— Þella verða 3 shillingar,
sagði þvottakonan.
— En þetta voru aðeins tvenn
náttföt, og þjer takið aðeins
einn shilling fyrir hvor.
— Já, sagði þvottakonan, en
þriðji shillingurinn er fyrir
flibbana og sokkana, sem þjer
höfðuð stungið í vasana.
★
— Góðan dag, Sigurður.
'Hvers vegna komuð þjér ekki
í miðdegisveisluna okkar?
— Jeg var ekki svangur.
— En maður kemur þó ekki
aðeins til þess að borða.
— Nei, en jeg var heldur
ekki neitt þyrstur.
'k
Móðirin: — Hefir þú nú enn
einu sinni orðið að hýrast í
skammarkróknum í skólanum,
Villi?
— Já.
— Og hvers vegna?
— Bara af því, að kenslukon
an spurði okkur að því, hvað
væri synd, og jeg sagði, að það
væri synd að láta okkur vera
inni í svona góðu veðri.
Kauphollin
er miðstöð verðbrjefa-
viðskiftanník. Sími 1710.
Eggeri Claessen
Cinar Ásmundsson
Oddfellowhúsið. — Sími 1171.
hæstarjettarmálaflutrúiigHmeim,
Allskonar lögfrœöistörf