Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 1
32. árgangur. 58. tbl.— Laugardagur 10. mars 1945 Isafoldarprentsmiðja b f BANDAMENN NÁÐU BRÚ YFIR. RÍN HAFA FLUTT MIKIÐ LIÐ YFIR Strandhögg Þjóðverja í Normandi London í gærkveldi. SÍÐASTLIÐNA nótt gerðu Þjóðverjar strandhögg í bæ einum í Normandí í Norður- Frakklandi. Munu þessar sveit- ir haía komið frá Ermarsunds- eyjunum. Harðar viðureignir urðu, og varð mannfall af hvor um tveggja. Allmarga fanga tóku Þjóðverjar þarna og höfðu á brott með sjer. Talið er að Þjóðverjar hafi gengið á íand báðum megin bæjarins og sótt að honum úr tveim áttum. Vit- að er að enn er mikill þýskur her á bresku Ermarsundseyj- unum, Guernsey, Jersey og Aldreney. Bærinn, sem á var ráðist, er Granville, vestan á Cherbourgskaga. — Reuter. Spaalz fil Sviss SVISSNESKA úivarpið skýrði frá því í dag, að Carl Spaatz, flugforingi, yfirmaður Banda- ríkjaflughersins, sem sækir gegn Þýskalandi. hafi nýlega verið staddur í Bern, hofuðborg | Sviss, og rætt við svissnesku stjórnina um spjöll þau, sem orðið hafa á svissneskum borg'- um, sem amerískar sprengiur hafa fallið á af misgripum, en það hefir alloft komið fyrir. Vonast svissieska stjórnin eftir að þetta lagist nú, enda lof aði Spaatz því að svo yrði. .— Reuter. Fengu enga kaup- hækkun. LONDON: — Nýlega kröfð- ust starfsmenn í vörugeymslum breska flotans allverulegrar kauphækkunar; kom mál þetta fyrir iðnaðardómstól, og kvað hann kröfur verkamannanna ekki verða teknar til greina. Endalok olíuskips Hringurinn þreng- ist um Danzig Hitler á Odervíg- stöðvunum ígær London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HRINGURINN ÞRENGIST nú mjög um Danzigsvæðið, en að borginm sækir her Rokossovskys á 160 km. víglínu, og tók hann í dag borginá Stolp, sem er nærri Eystrasalti. Er það all mikil borg á járnbrautinni frá Danzig til Stettin. Her Zukovs hefir enn nálgast Stettin. Hitler er sagður hafa verið á Oder- vígstöðvunum í dag, en Þjóðverjar segja frá hatrömmum árás- um Rússa á Kustrin. Við Balatonvatn segjast Þjóðverjar hafa unnið nokkuð á 1 miklum orustum. Auk töku Stolp, hafa Rúss. ir tekið bæinn Schla'we, en 5jóðverjar kváðust hafa yfir- >efið hann í gær. Þá segja, 5jóðverjar urn bardagana við itettin, að Rússar sæki nú ið „forvíginu austan Stettin“, >g er talið að framsveitir 'ukoWs sjeu nú skamt frá itettin. Austar hafa Rússar ekið Stolpemúnde, nærri ÍStolp, við sjóinn. 1 dag tilkynntu Þjóðverjar ipinberlega, að Ilitler hefði í lag skoðað varnarstöðvar rýska hersins við Oderfljót. Jar svo sagt, að„ fjölmargar nyndir hefðu verið teknar af 'litler á þessu ferðalagi og Framh. á 2. síðu Fjekk meira bensín London í gærkvöldi. PÁLI prins, fyrrum ríkis- stjóra í Jugoslafíu, sem nú býr í Capetown, Suður-Ameríku, hefir nýlega verið veittur auka skamlur af bensíni. Vakti þetta mikla athygli og var birgðamála j ráðherrann gagnrýndur mjög 1 vegna þessa. Hann skýrði málið þannig, að prinsinn hefði feng- ið bensínið með sömu forsend- I um og sendiherrar og ræðis- menn og' hefði verið um lítið magn að ræða, ein 70 gallón. — Utánríkisráðuneytið lagði með því, að þelta væri veilt. 1 — Reuter. Þjóðverjar eru að byrja arasir a hðio Olíuskipið, sem reykurinn sjest gjósa upp úr hjer á mynd- inni að ofan, er amerískt, og varð- fyrir japönskum flugvjela sprengjum við Filipseyjar fyrir skemstu. ■ ■ Orlagaorusturnar á meginlandi Japan London í gærkvöldi. HERSHÖFÐINGI einn úr her ráði Japana ljet svo um mælt í dag, að úrslitaoruslurnar um Japan, myndu háðar í heima- landinu sjálfu, en ekki á eyj- unum næst því. Enn fremur sagði hann, að Japanar myndu verða að vera viðbúnir mjög auknum loftárásum Bandaríkja manna. Skömmu eftir að ræð- an var haldin, var gerð loftárás á Tokio. -—Reuter. London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuler. FRÁ AÐALSTÖÐVUM bandamanna berast þær fregn- ir í kvöld, að hersveitir þær úr fyrsta Bandaríkjahernum, sem komust yfir Rín, hafi náð óskemdri járnbrautarbrú á sitt vald og getað breytt henni fljótlega, svo vjelknúin farartæki hersins geti komist yfir hana. Farið var yfir Rín við bæinn Remagen, en hann er um 40 km fyrir sunn- an Köln og um tuttugu fyrir sunnan Bonn. Það voru skriðdrekasveitir úr 9. ameríska skriðdrekaherfylkinu, sem náðu brúnni yfir Rín á sitt vald eftir litlar viður- eignir og síðan var fótgöngulið sent yfir, til að halda stöðvunum, en allt síðan hefir mikið af hergögnum verið flutt yfir fljótið. Herfræðingur þýsku frjéttastofunnar segir seint í kvöld, að gagnáhlaup Þjóðverja sjeu býrjuð, — og hafi Ameríkumenn verið hrakir aftur á bak. Bær tekinn austan Rínar. » Tekinn hefir verið bærinn Erpel á austurbökkum fljóts ins, að því er frjettaritari einn hermir. — Þjóðverjar kveða áhlaup sín gerð í nánd við Unkel Talið er, að for- vígi bandamanna austan 1 Rínar sje nú um 9 km breitt og 10 km langt. Ekki er þó vitað um þetta með vissu. — Flugvjelar bandamanna hafa í dag stutt herinn aust- an Rínar, og kveðast flug- mennirnir ekki hafa sjeð mikla herflutninga til Þjóð- verja. Radescu flýr á náðir Breta London í gærkveldi. ÞÆR FREGNIR hafa borist frá bresku sendisveitinni Bukarest, höfuðborg Rúmeníu, að Radescu forsætisráðherra, sem nýlega varð að hröklast frá völdum, hafi leitað hælis í bresku sendisveitarbygging- iunni, til þes's að bjarga lífi sínu, (þar sem stjórnmálaandstæðing ar hans hafi ætlað að myrða jhann. Er Radescu nú í sendi- sveitarbyggingunni og hafa Bretar tilkynt Bandaríkja- stjórn og Sovjetstjórninni við- burð þenna. Kommúnisti hefir nú tekið forsætið í stjórn Rú- memu. Reuter. Gott að hafa mörg skip London í gærkveldi. SPRUANCE flotaforingi, yf- irmaður fimta Bandaríkjaflot- ans, sagði í dag í aðalbæki- stöðvum sínum á Guam, að hann byði hinar bresku flota- deildir hjartanlega velkomnar til Kyrrahafsins. Kvað hann ekki veita af eins mörgum her- skipum og mögulegt væri að fá, til baráttunnar við Japana. — Reuter. Loftsókn beinl gegn Cassel London í gærkveldi: MESTU LOFTÁRÁSUM þessa sólarhrings hefir verið beitt að þýsku iðnaðarborginni Cassel, en á hana hafa ekki verið gerð- ar árásir um langan tíma, er nú talið, að aftur sje farið að stunda þar iðnað. í nótt sem leið rjeðust fjölmargar breskar flugvjelar á borgina, og í dag Hamorg, en amersíku flugvjel- ar. Bresku flugvjelarnar rjeð- ust einnig á kafbátabyrgi í fóru þangað amerískar flugvjel áfnar á ýrnsar samgöngumið- stöðvar auk Cassel. Bandaríkja menn mistu 10 sprengjuflugvjel ar og fimm orustuflugvjelar. — Flugvjelar frá Italíu gerðu at- lögur að ýmsum stöðum í Aust- urríki og Norður-Ítalíu. — Reuter. Þriðji herinn tekur bæi. Þriðji ameríski herinn, er sækir fram sunnar, hefir komist að Rín á tveim stöð- um og tekið nokkra bæi. — Eru þeir þessir: Andernach og Brohl, norðvestur af Ko- blenz og Mayen, enn norð- ar. Herinn tók einnig þýsk- an hershöfðingja til fanga, ásamt foringjaráði hans. Er nú mikil ringulreið á her- sVeitum Þjóðverja vestan Rínar á þessum slóðum. —- Stefna skriðdrekasveitir Bandaríkjamanna um Bonn til brúnna við Rín, en þær hafa þegar verið sprengdar. Orustur við Xanten. F allhlíf ahermennirnir þýsku verjast enn af mikilli seiglu norðan Xanten, sem nú er í höndum Bandaríkja- manna, og hefir verið barist þarna af hörku í allan dag, án þess að breytingar hafi teljandi orðið. I dag var tilkynt að enn einn amerískur her sje kom- inn til Vesturvígstöðvanna. Stjórnar honum hershöfð- ingi einn, sem gat sjer frægð arorð í innrásinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.