Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 10
1C MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. mars 1945 En Clio þoldi ekki að heyra aðra hallmæla honum. „Hann er ekkert montinn“, hrópaði hún. „Hann er aðeins of hug- rakkur. Hann berst fyrir þessar raggeitur, sem ekki hafa mann- dóm í sjer, til þess —“. Kaka ljest ekki heyra til hennar. „Jeg hygg“, hjelt hún rólega áfram, „að við sjáum Clint aldrei framar. Mig dreymdi í nótt, að------ Til allrar hamingju var það ekki skaðvænlegt vopn, sem Clio hjelt á í hægri hönd sjer — aðeins púðurdós — því að hún henti henni af alefli í Kaka dg æpti: „Bölvuð nornin þín! Hvernig dirfist þú að segja, að hann komi ekki aftur? Hann lofaði að koma með mjer á dansleik- inn og Cupide átti —“. „Hvar er Cupide?“ tók Kaka fram í fyrir henni. „Cupide? Jeg veit það ekki. Jeg hefi ekki sjeð hann í allan dag. Ætli hann sje ekki að flækj ast úti í hesthúsunum. Hann hefir getað í hvorugan fótinn stigið fyrir monti, síðan hann vani) hlaupið þarna um daginn. Jeg þarf að segja nokkur orð við hann í góðu tómi, piltinn“. ,,Cupide hefir farið með hon- um“. „Hvers vegna heldurðu það?“ „Hann hefir altaf verið að biðja hann um það undanfarið, að lofa sjer með“. „Já, en Clint neitaði því“. ,,Þeir höfðu einhverja stór- hættulega ráðagerð á prjónun- um. Jeg veit það. Cupide vissi það líka. Hann hefir áreiðan- lega stolist með Maroon“. „Hvað er það, sem þeir ætla að gera?“ „Clint ætlar til Albany, til móts við einhverja menn þar, og síðan fara þeir með lestinni til Binghampton, og þeir ætla að taka allar stöðvar á leiðinni. Cupide sagði, að þeir myndu berjast — eins og í stríðinu — og ef eitthvað kemur fyrir Cupide, skal jeg drepa Clint! Jeg skal------“. Clio klappaði gömlu konunni hughreystandi á öxlina. „Vertu ekki með neina vit- leysu, Kaka mín. Það kemur ekkert fyrir Cupide. Honum er óhætt“. Kaka hristi höfuðið. „Jeg veit, að þetta er hættulegt. Þeir berjast með byssum — og Cupide —“, hún tók að hrína hástöfum. Það var barið að dyrum og vingjarnleg rödd sagði: „Hvað gengur eiginlega á þarna inni?“ Kaka rjetti úr sjer og þurk- aði sjer um augun og opnaði síðan dyrnar fyrir Soffíu Bellop. „Það er ekkert smáræði, sem _hjer gengur á! Skrækirnir í ykkur heyrast um allan garð- inn og Bart Van Steed stendur hjer fyrir utan og gónir upp í gluggann. Þjer megið ekki við því að hegða yður svona, Clio“. „Jeg hegða mjer eins og mjer best þykir. Mjer er víst sama um þessar kjaftatífur —! Kaka, gefðu mjer glas af vínblöndu. Viljið þjer ekki fá yður glas með frú Bellop?“ . „Jeg bragða aldrei vín, góða mín“. Kaka gekk að glugganum, stakk höfðinu út, hrópaði til þjónsins: „ís! Náðu í ís handa mjer!“ Soffía Bellop hristi höfuðið. „Það getur oft verið skynsam- legt að hegða sjer frumlega. En þegar allir hjer standa á önd- verðum meið við yður, er —“. „Iss — það kemur mjer ekk- ert við.“ Hún fleygði sjer niður í hægindastól. „Það er óþolandi heitt hjer í Saratoga. Jeg verð fegin, að fara hjeðan“. Soffía Bellop var, aldrei þessu vant, alvarleg á svipinn. „Þjer farið ekki hjeðan. Hvað gengur að yður? Hefir eitthvað komið fyrir?“ „Nei. Mjer leiðist. Jeg hjelt, að það myndi verða dásamlegt að eignast auðugan mann — losna við allar áhyggjur. En sjá svo þessa ríkisbubba hjerna! — Þeir óttast hvor annan — þeir eru jafnvej hræddir við mig! Bart Van Steed er mannleysa — móðir hans er--------“. „Já, já. Við skulum láta það liggja milli hluta, og reyna að tala saman af viti. Þjer hafið hegðað yður eins og kjáni —“. „Hvernig vitið þjer það? — Þjer virðist vita allt! Já, jeg sagði Van litla Steed sannleik ann. Jeg sagði að hann væri raggeit — og skammast mín ekkert fyrir“. Kaka kom inn með vínblönd una. Clio drakk í botn í einum teyg. „Þjer ættuð að fá yður eitt glas, frú Bellop", sagði hún. — „Þetta er svo yndislega hress- andi. — Kaka er snillingur í því að búa til vínblöndu“. „Já, jeg get svo sem gert það fyrir yður. Og ef blandan er góð, getið þjer látið þjónustu- stúlku yðar kenna með aðferð- ina. Jeg get selt Spencer gamla hana“. „Kaka, segðu Cupide að skrifa —“, en alt í einu mundi hún eftir því, að Cupide var farinn. Hún settist upp og ^ strauk hárið frá enni sjer. — „Cupide fór með honum! Clint er farinn — Cupide er farinn og þú —“, hún sneri sjer að Kaka. „Þú ferð sennilega næst. Jeg verð ein eftir. — Hvers vegna ferðu ekki — hvers vegna —“. Kaka lagði höndina róandi á öxl hennar. „Það er ekki holt, að drekka vínblöndu í þessum hita. •— Þú ættir að reyna að sofna dálitla stund“, bætti hún við, og gaut augunum illkvitnis lega til frú Bellop. „ Jeg fer ekki frá þjer“. „Mjer er alveg sama, þó að allir fari frá mjer!“ Tárin tóku að streyma niður kinnar hennat. „Ja, guð almáttugur", stundi frú Bellop. „Það er engu líkara en maður væri kominn áf vit- firringahæli. Þessi vínblanda hefir líklega veyið helst til sterk. — Þjer verðið að hlusta á mig, Clio“. ,,Nei,“ ansaði Clio syfjulega. „Verið þjer sælar“. „Jeg hefi ekki hugsað mjer að fara strax. — Þjer eruð i þann veginn að vinna stórsig- ur. — Jeg veit, að Van Steed er mjög ástfanginn af yður. — Hann kvænist aldrei annarri konu en þeirri, sem er skap- styrkari en móðir hans. Þjer eruð óvenju ákveðin og skap- styrk kona. — Jeg þarf á pen- ingum að halda — og mjer geðj ast vel að yður. Hlustið þjer á það sem jeg er að segja?“ „Nei“. „Hm — jæja. Bart’ lenti í harðri rimmu við móður sína um daginn. — Já — mjer datt í hug, að þjer mynduð vakna við það! — Kerlingin ætlaði al- veg af göflunum að ganga. Bart sagðist ekki vera hræddur við hana lengur. Hann sagðist hata hana — og elska yður. Þjón- ustustúlka þeirra fær borgun — eh — hún þvær stöku sinn- um fyrir mig. Hún sagði, að það hefði verið ægilegt, að hlusta á þau. Gamla konan sagðist skyldi reka yður hjeðan úr borginni — úr landinu — úr —“. „Þessari v'eröld“, muldraði Clio. „Það er ekki um aðra staði að ræða. En jeg hygg, að hún myndi aldrei hafa hugrekki til þess að myrða mig. — Haldið þjer það?“ Hún leit kankvís- lega á Soffíu Bellop með öðru auganu. Hitt var lokað. „Þetta er ekkert til þess að hlæja að!“ „Nei, en við skulum í guðs bænum reyna að hlæja! Heim- urinn — lífið er ekki til þess að hlæja að. En maður verður að hlæja til þess að geta lifað“. „Ef jeg hefði ekki sjeð það með mínum eigin augum, að þjer drukkuð aðeins eitt glas af þessari vínblöndu, myndi jeg segja, að þjer væruð hreint og beint drukkin. í raun rjettri ætti jeg ekki að skifta mjer neitt af yður. En jeg þoli ekki að sjá frú Van Steed hrósa sigri. Jeg er of stolt til þess“. , ,,Stolt!“ drafaði í Clio. „Stolt! Dulaine-ættin hefir alltaf ver- ið stolt. Jegær af Dulaine-ætt- inni. Jeg á ekki til neitt, sem heitir stolt. Jeg — —“. „Vitið þjer, hvað gamla kon- an segir ufti yður? Hún básúnar það út um allar jarðir, að þjer sjeuð engin greifafrú — að þjer heitið alls ekki De Chanfret — og sjeuð aðeins lítilfjörleg Ijett úðardrós“. Clio teygði makindalega úr sjer. „Það er nokkuð til í því! Hún er sennilega ekki svo vit- laus“. BMW—n—■Bi—WilMWB I !■ 1 II 'I EYÐIR SVITAÞEF Amolirí deodorant C4M/» Lika duft í dós Æfintýr æsku minnar <C/tir J4. C. -Al eróen, 22. enn, þegar jeg í Kaupmannahöfn kom fram og las upp kvefeði, þá trúði jeg því, að slíkur keisarasonur gæti verið meðal áheyrenda minna, og myndi styrkja mig til frama. En draumurinn um frama átti nú ekki að rætast á þann hátt, þótt hann rættist. Lestrarlöngun mín, hinir mörgu leikritakaflar, sem jeg kunni utanbókar, og hin háa, skæra rödd mín vakti alt á mjer athygli hjá ýmsum heldri fjölskyldum í Odense, mjer vaKboðið til þeirra. Allur hinn einkennilegi per- sónuleiki minn vakti áhuga og athygli, og meðal a1>lra þeirra, sem jeg heimsótti, var Höegh Guldberg ofursti, sá, sem sýndi mjer mestan velvilja. Já, hann talaði meira að segja um mig við Kristján prins, síðar Kristján átt- unda, sem þá bjó í Odense-höll og svo fór Guldberg með mig þangað til konungssonarins einn daginn. „Ef prinsinn spyr yður, til hvers yður langi mest“, sagði hann, „þá skuluð þjer segja, að yður langi ekki eins mikið til neins, eins og að komast í mentaskóla’\ Og þetta sagði jeg undir eins við prinsinn, þegar hann spurði, en hann sagði að vissulega væri það ágætt að kunna að syngja og vera skáldhneigður, en það væri þó ekki fyrir öllu, og jeg yrði að muna, að mentabrautin væri löng og erfið, og námið kostaði mikið fje,- en hann skyldi styrkja mig ef jeg lærði einhverja gagnlega iðn, svo sem eins og rennismíði. Mig langaði nú alls ekki til þess, og var þess vegna dálítið hnugginn, þegar jeg fór, en síðar þegar jeg þroskaðist, og tíminn leiddi betur í ljós, hvað í mjer bjó, þá var hann eins og síðar mun skýrt frá, um- hyggjusamur og góður mjer alla sína æfi, og með inni- legum kærleika hugsa jeg ávalt til hans. Jeg dvaldi nú heima, óx og varð mesti sláni, og móðir mín sagði, að nú væri ekki hægt að láta mig slæpast svona lengur, jeg fór í „Fátækraskólann“ og lærði þar aðeins kristin fræði, skrift og reikning, og í reikningn- um kunni jeg aldrei neitt. Heima las jeg aldrei undir tímana, en lærði lexíurnar mínar nokkurnveginn á leið- inni í skólann, og mamma hrósaði mjer fyrir hvað jeg væri næmur, — auðvitað á kostnað nágrannadrengsins. Tveir náungar höfðu verið á kendiríi, samt ekki saman, og lentu í steininn. Annar þeirra hjet Jón Jónsson en hinn Páll Pólsson. Þegar þeir röknuðu úr rotinu, voru þeir ekki sem vel bestir í kollinum. Þeir tóku samt þegar að ræða saman. „Heyrðu, lofaðu mjer að kynna mig fyrir þjer“, sagði Jón. „Jeg heiti — ja, hvern andsk. . . . heiti jeg nú. Mjer er ómögulegt að muna það 1 bili. „Þannig er það líka með mig“ sagði Páll, „en jeg á að hafa nafnspjaldið mitt einhversstað- ar í frakkavösunum. Jeg ætla að fara að gá að því“. þjer, Jón Jónsson“, sagði hann, „en heyrðu, þegar jeg fer að hugsa mig um, finnst mjer jeg endilega kannast við kerling- una þína — bölvað skass, er það ekki?“ ★ Einn liðforinginn á amerísku beitiskipi átti kött, sem hann ,hafði mjög miklar mætur á. — Dag nokkurn fanst kisa. inn í jeinum klefa skipsins og var bú- in að eignast þar fimm kettl- inga. j Nokkrum dögum seinna heyrðist einn sjóliðinn ávarpa hina ungu móður á eftirfarandi I hátt: Svo staulaðist Páll á fætur og byrjaði að leita í frakkavös um sínum, en til allrar óham- ingju var það frakki Jóns, sem hann leitáði í. „Hjerna kemur það“, sagði hann sigri hrósandi og veifaði því framan í hinn nýja vin sinn. „Jón Jónsson heiti jeg víst. Kemur mjer að vísu nokkuð ókunnuglega fyrir sjónir, en það hlýtur að vera jeg engu að síður“. Hinum rjetta Jóni Jónssyni fanst hann óneitanlega kannast við nafnið þótt hann væri ryk- aður í kollinum. „Það gleður mig að kynnast j — Þú ert svei mjer lagleg, kisa mín, eða hitt þó heldur. Þú ættir að skammast þín! Við gef um þjer landgönguleyfi í mesta grandaleysi — og hverjar e.ru svo afleiðingarnar? Augun jeg hvlll tneð GLERAUGUM frá TÝLL Bæjarins besta kjötfars frá KJÖT & BJÚGU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.