Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.03.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 10. mars 1945 JttínmflmWW Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj^: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald: kr. 7 00 á manuði innanlánds, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura jneð Lesbók. Finna til sektarinnar ÞEIR, sem fylgst hafa með skrifum Tímans síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð, hafa án efa veitt því eftirtekt, að leiðtogar Framsóknar reyna af öllum mætti að telja þjóðinni trú um, að ástæðan til þess að Fram- sókn skarst úr leik á s. 1. hausti, þegar verið var að reyna að koma á allsherjar stjórnarsamstarfi, hafi ekki verið sú, að skort hafi samstarfsvilja af flokksins hálfu, heldur hafi ágreiningur um málefni markað afstöðu flokksins. Það er ofur skiljanlegt, að leiðtogar Framsóknar reyni að sannfæra þjóðina um þetta atriði. Þeim er ljóst, eins og öllum öðrum, sem við stjórnmál fást hjer á landi, að þjóðin þráði heitast af öllu að takast mætti að koma á stjómmálafriði í landinu. Þjóðin var búin að fá nóg af sundrunginni og flokka- drættinum. Hún var áhorfandi þess, að minstu munaði að þessi gamla og rótgróna fylgja íslendinga yrði helg- asta máli hennar að grandi, sjálfstæðismálinu. ' Af einlægni fagnaði þjóðin þeirri fregn, er henni barst á miðjum s. 1. vetri, að komin væri á eining í sjálfstæðis- málinu. Hún sýndi og í verki, að þetta var hennar vilji og krafa. ★ Áreiðanlega hafa leiðtogar stjórnmálaflokkanna verið sjer þess meðvitandi, að þjóðin ætlaðist til' að eining sú, sem ríkti að lokum um lausn sjálfstæðismálsins, yrði látin vara lengur en rjett á meðan lýðveldið var stofnað, því að margar hættur hlutu að verða á vegi hins unga lýðveldis, á þessum tímum umróta og skelfinga. Þetta var leiðtogum Framsóknar einnig ljóst. Og þeir hafa áreiðanlega fundið þann kulda, sem mætti þeim úr öllum áttum, er það var heyrum kunnugt á s. 1. hausti, að þessi flokkur skarst einn úr leik, þegar verið var að reyna að koma á allsherjar stjórnmálafriði í landinu. Og þess vegna reyna leiðtogarnir nú að blekkja þjóðina. Reyna að telja þjóðinni trú um, að ekki hafi skort viljann til samstarfs, heldur hafi verið svo mikill ágreiningur um málefni, að flokkurinn hafi þess vegna neyðst til að skerast úr leik. ★ En hver var hann, þessi mikli ágreiningur, sem knúði Framsóknarflokkinn út á þessa óheillabraut, sem for- dæmd er af allri þjóðinni? Á meðan viðræður flokkanna fóru fram á s. 1. sumri og hausti, varð þessa ágreinings aldrei vart. Þvert á móti reyndu samningamenn Framsóknar altaf að haga gerð- um sínum og tillögum þannig, að hvergi bæri neitt á milli þeirra málefnalega og annara samningamanna. Þetta ligg- ur alt fyrir skjallegt. Sannleikurinn er sá, að Fram- sóknarmenn trúðu því statt og stöðugt, að það yrðu sós- íalistar sem skærust úr leik. Sjálfir vildu þeir vera hreinir. En þá brast .þolinmæðin. Þeir gátu ekki leynt því, sem inni fyrir bjó. Þeir rufu einiriguna, án nokkurs málefnalegs ágreinings. ★ Það var fyrst löngu eftir að núverandi ríkisstjóm var mynduð, að Framsóknarménn fóru að búa til ágreining, sem átti að hafa ráðið afstöðu þeirra. Þessi ágreiningur átti að vera í fjármálunum. Þegar Eysteinn Jónsson var á þingi að belgja sig upp og útmála með sterkum orðum „stefnu núverandi stjórn- ar í fjármálunum”, varð f jármálaráðherra að orði eitthvað á þá leið, að engu væri líkara en Eysteinn hafi imdan- farin ár lifað einskonar Robíson Krusoe lífi og vissi því ekkert hvað gerst hefði. Núverandi ríkisstjórn hefir ekki markað þá fjármála- stefnu,.sem ríkti á síðasta þingi. Hún er bein afleiðing þess, sem búið var að gera og Framsóknarflokkurinn ber mesta ábyrgð á, því að hann hjelt dauðahaldi í það óheilla stjórnarfar, sem yar undirrót þessarar stefnu. Framsóknarmenn finna til sektarinnar og bíða ótta- slegnir dóms þjóðarinnar. XJííuerji ilripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Safnahúsið. MÖRGUM blöskrar hvernig búið er að Safnahúsinu við Hverf isgötu að utan. í sumar sem leið ræddi jeg um þetta mál hjer í dálkunum og skömmu síðar var látið í veðri vaka, að hafist yrði handa um að gera við húsið að utan, en ekkert hefir orðið úr framkvæmdum. Um þetta mál skrifar Þ. E.: Fáir munu neita því, að Safna húsið er einhver virðulegasta og vandaðasta opinbera byggingin hjer í bæ og auk þess geymir hún dýrmætustu söfn þjóðarinnar. — Ríkisstjórnin hefir varið all- miklu fje til þess að endurbæta bygginguna að innan og á hún þakkir skilið fyrir þá hirðusemi. Öðru má'li er að gegna með við- hald byggingarinnar að utan. — Það verður að teljast þjóðinni beinlínis til skammar. Um nokk- urra ára skeið var venja, að kalk þvo veggi byggingarinnar, en síð ustu árin hefir það ekki verið gert, enda eru veggirnir nú að mestu kalklausir, en óhreinindi komin í þess stað. Á þaki bygg- ingarinnar eru bárujárn og hefir það einhvern tíma verið rauð- málað, en sú málning er að mestu horfin og ryð og sót komið í stað inn. Ætti að kvarshúða bygginguna. „í NÚVERANDI ástandi er Safnahúsið okkur til vansæmdar og hefir margur erlendur og inn lendur maður hneykslast á óhirð unni. Hið opinbera ætti nú þegar að láta hefjast handa um að bæta úr og láta húða húsið að utan með kvarsi, eða kvarsi og hrafn- tinnu. Láta rífa ryðjárnið af þak inu og setja venjulegar þakhell- ur í staðinn, eða asbestþynnur". Það eru vafalaust margir sam- mála Þ. E. í því, sem hann segir um Safnahúsið. Barnaheimili og barnauppeldi. í SAMBANDI við brjef frá E. G. um útvarpsfyrirlestur Björns Sigurðssonar læknis á dögunum, um barnaheimili, hefir F. S. skrif að mjer all-langt brjef. Telur brjefritari, að misskilnings gæti hjá E. G. Björn læknir hafi talað um dagheimili og leikskóla fyrir börn, en ekki dvalarheimili, og sje það tvent ólíkt. Hvað því við- víkur, að barnaheimili sjeu einka hugmynd, eða einkaeign einhvers sjerstaks stjórnmálaflokks, bend- ir F. S. rjettilega á, að hjer á landi hafi allir stjórnmálaflokk- ar stutt barnaheimila-hugmynd- ina, enda sjeu barnaheimili al- gjörlega fyrir utan stjórnmála- þref. Aðalatriðið í brjefi F. S. er þetta: „Hvar hefir E. G. fengið þau „haldgóðu sannindi“, að betra sje fyrir börnin, að eyða dögunum á götunni, þar sem þau eru í stöð- ugri hættu vegna umferðar og eiga einnig á hættu að verða fyr- ir meiri eða minni siðferðislegri lömun — en á- barnaheimilunum, þar sem þeim er kent eitt og ann- að nytsamlegt við þeirra hæfi og reynt er eftir mætti að glæða and legan þroska þeirra“. • „Bíódrengurinn“ og miðaokrararnir. ÞAÐ FÓR EINS og mig grun- aði, að togarasjómenn vilja ekk- ert eiga af ummælum „bíódrengs ins“, sem skrifaði mjer á dögun- um og bar sig upp undan því að verið væri að uppræta bíómiða- okrarana. En brjefið birti jeg til þess að sýna hve menn geta farið langt og fundist, að alt snúist um þá eina. Nokkur brjef hefi jeg fengið frá sjómönnum um þetta | mál. Best finst mjer skoðun sjó- manna áT>essu hjegómamáli lýst ^- í eftirfarandi orðum sjómanns: „Þegar jeg las þenna pistil undr aðist jeg yfir óskammfeilni brjef ritarans, að leyfa sjer, að tala fyrir munn heillrar stjettar, því jeg þori að fullyrða, að það gerir hann í fullu heimildarleysi. Að minsta kosti hefir hann ekki um- jboð frá mjer, og þannig býst jeg jvið að sje um flesta. Annars er jþessi hugmynd piltsins svo langt j fyrir neðan allar hellur, að mjer j finnst ekki taka að ræða það ! frekar“. Rjett er nú það. • íslensk jarðarber í Ameríku. ÞEGAR próf. Richard Beck var hjer á ferð í fyrasumar, sendi Hálfdán Eiríksson konu prófess- orsins jarðarber, sem hann hafði jræktað í garði sínum. Prófessor Beck fór með berin með sjer í flugvjel vestur og er þangað kom voru þau heil og óskemd. Þessi jarðarberjasending vakti athygli meðal Vestur-íslendinga, því það sýndi tvent, að hjer á landi er hægt að rækta þessi gómsætu ber og að landið ér komið í það gott samband við umheiminn, að hægt er að senda nýja ávexti á milli heimsálfa, án þess að þeir skemm ist. • Þykir gott að koma til íslands. BLAÐ setuliðsins hjer á landi, „Hvíti fálkinn“ getur þess í síð- asta blaði, að nýlega sjeu komn- ir til landsins fjórir amerískir hermenn frá vígstöðvunum í j Frakklandi. Þeir höfðu áður ver- íð í setuliðinu hjer á íslandi. í Viðtali við blaðið láta þeir vel yfir að vera komnir til íslands aftur og segja, að „hjer sje gott að vera“. A INNLENDUM VETTVANGI Draumarnir og þjóðin í þriðjudagsblaði Morgunblads- ins birtist frásögn Júlíusar Hav- steen um skýrslu þá, er Jón P. Jónsson frá Tröllakoti við Húsa- vík gaf sýslumanni um drauma sína og draumsýnir, sem í mörg- um tilfellum virðast hafa komið fram,. Gegnum drauma sína eða draumsýnir virðist Jón fá vitn- eskju um óorðna hluti, ellegar skynja ýmislegt úr fjarlægð, með óskiljanlégum eða yfirnáttúrleg- um hætti. ★ Svo margar og veigamiklar sannanir eru fyrir þvi, að slíkir fyrirburðir hafi átt sjer stað, bæði hjer á landi og annarsstað- ar, að þáð eru ekki nema fáir menn, sejn vilja ekki við neitt slíkt kannast. Hinir eru mikið fleiri, sem að- hyllast þina öfgastefnuna, að grípa hverja slíka sögusögn fegins hendi, halda henni á lofti og gera hana sem allra sögu- legasta, með smávegis ýkjum og viðbótum, sem slæðast með af því ákafinn er svo mikill að gera frásögnina sem allra æfintýra- legasta. Sagnirnar, sem fóru um land- ið þvert og endilangt, um hinn einkénniléga draumspaka Húsa- vikur-Jón, hefðu á mjög skömm- um tíma fengið á sig miklar og margar ýkjumyndir, ef ekki hefði verið gerð gangskör að því að fá hið sanna og rjetta fram í þessu máli. Júlíus Havsteen sýslu maður hefir því- áreiðanlega gert gott verk, með því að taka sem greinilegasta skýrslu af mann- inum, og birta hana almenningi. Með þvx móti geta menn gengið úr skugga um, hvað er rjett eft- ir draumamanninum haft og hvað eru ýkjur. ★ Margir eru kallaðir, en fáir útvaldir, stendur þar. Þó fáein- ir menn geti stöku sinnum orðið varir við óorðna hluti, eða sjeð, á . einhvern dularfullan hátt, í gegnum holt og hæðir, þá er það ekki öðrum gefið. Flestir verða að sætta sig við að lifa lífi sínu, án þess að þeir nokkurntíma verði varir við neitt slíkt að heit ið geti. Ýmsir halda því fram, og telja sjer trú um, að þá dreymi fyrir daglátum. Ef þá dreymir t. d. rauða hesta eða brennivín, þá komi hláka, eða dreymi þá fje, þá komi snjór, dreymi þá snjó, þá sje einhver óvænt gleði í vændum o. g. frv. Þeir, sem taka mark á draum- um, gera sjer einhverja slika draumaáætlun. Kannske er hún rjett. Kannske er hún ekki ann- að en óslitin keðja tilviíjana, því oft kemur hláka, oft snjór og oft verða menn, sem betur fer, fyrir óvæntri gleði. ★ En dularöflin, sem enginn getur útskýrt með vissu, eru ó- tamin enn, og birtast ekki nema sem „leiftur á nótt“, meðal fárra manna. Það á langt í land þang- að til þau verða „virkjuð“ í þjón ustu mannanna, svo hægt sje að lesa óorðna hluti eins og letur á bók, og augu allra verði svo alskygn, að menn sjái gegnum holt og hæðir hvenær sem þeir vilja og hvert sem þeir vilja. Við skulum vona, að þróun mann- kynsins stefni í þessa átt. ★ Undanfarna öld hefir mikið verið unnið að því, að safna saman þjóðsögum og munnmæla sögum. Hefir það verk staðið yf- ir alt frá því að Jón Árnason og Magnús Grímsson hófu hina merkilegu söfnun sína. I þjóðsögum okkar felst mik- ill fróðleikur um líf og hugs- unarhátt þjóðarinnar á fyrri öld- um. Bókmentalegt gildi margra þeirra er mikið og ótvírætt, og hafa þeir menn unnið ómetan- legt starf, er haldið hafa til haga og skrásett þessar sögur, er öld- uni saman höfðu lifað á vörum þjóðarinnar. En síðan hinn forni fjársjóður Framhald á 8. síðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.