Morgunblaðið - 14.03.1945, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
MiSviktídag’ur 14. mars 1945
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Sitstjörar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Erlenda smjörið
BÚNAÐARÞING hefir gést harla einkennilega álvkt-
un í sambandi við innflutning á erlendu smjöri og sölu
þess, sem fram hefir farið á vegum ríkisstjórnarinnar.
Ályktunin er í tveim liðum. í fyrsta lagi er skorað á rík-
isstjórnina „að láta ekki flytja inn smjör eða aðrar
landbúnaðarvörur, nema í samráði við Búnaðarfjelag
íslands, og aðeins til að fullnægja brýnustu neysluþörf
landsmanna, að því leyti, sem innlend neysluvara hrekk-
ur ekki til“. í öðru lagi er mótmælt „þeirri ákvörðun
ríkisstjórnarinnar, að smjör það, sem nú er flutt inn í
landið sje selt fyrir V:: lægra verð en íslenskt smjör, og
telur að slík ráðstöfun muni tvímælalaust draga úr smjör-
íramleiðslu
Þetta er það eina, sem Búnaðarþing hefir látið frá sjer
heyra um smjörsölu og smjörframleiðslu.
★
Ólíklegt er, að það sje skoðun Búnaðarþings, að sá
innflutningur smjörs, sem fram hefir farið á vegum rík-
isstjórnarinnar að undanförnu, hafi verið gerður út í
bláinn og algerlega' að óþörfu. En þannig mætti skilja
fyrri lið ályktunar Búnaðarþings.
En hvernig horfir mál þetta við?
Staðreyndirnar eru í stuttu máli þær, að síðan í ágúst-
mánuði fyrra árs hefir ekki verið hægt að fá hjer í Reykja
vík eitt einasta pund af smjöri á frjálsum markaði. Sömu
sögu hafa aðrir kaupstaðir haft að segja, að Akureyri ein-
um undanskildum, og sama hefir ástandið verið allsstað-
ar á landinu.
Með öðrum orðum: Smjör hefir verið algerlega ófáan-
legt í. landinu á frjálsum markaði. Akureyringar eru þeir
einu, sem hafa fengið lítilsháttar smjörskamt, og er það
eingöngu að þakka góðri stjórn þessara mála þar nyrðra.
Þetta hljóta fulltrúar Búnaðarþings að vita. En þá
verða þeir einnig að játa, að það var ekki að ástæðu-
lausu að ríkisstjórnin greip til þess úrræðis að flytja inn
erlent smjör, til þess að seðja ofurlítið smjörhungur al-
mennings.
En hvar er þá innlenda smjörið? Hvers vegna kemur
það ekki á markaðinn, ef það er á annað borð framleitt?
Ætla mætti að fíúnaðarþing heíði reynt að grafast
fyrir um þetta, áður en það samþykti ávítur í garð ríkis-
stjórnarinnar, fyrir aðgerðir hennar í þessu máli. Það
er á almanna vitorði, að meginhluti þess innlenda smjörs,
sem framleitt er til sölu, er selt á svokölluðum svörtum
markaði. Það eru aðeins örfáir menn, sem njóta þessa
smjörs. Almenningur sjer það aldrei.
Það hefði vissulega verið verkefni fvrir Búnaðarþing
að finna einhver úrræði, sem tryggðu það, að innlenda
smjörið kæmi á markaðinn, og að skömtun yrði tekin
upp á þessari nauðsynjavöru, ef eitthvað væri til skömt-
unar. En um þetta hirðir Búnaðarþing ekki.
★
Ríkisstjórnin er vissulega ekki ámælisverð fyrir það
að hafa flutt inn erlent smjör, þar sem innlent smjör
hefir ekki sjest á frjálsum markaði í marga mánuði.
Þvert á móti. Stjórnin á þakkir skilið fyrir þetta, því að
það ástand er óþolandi, að aldrei skuli vera hægt að fá
smjörklipu.
Og meðan ástandið er þannig, að innlenda smjörið sjest
ekki á frjálsum markaði, verður ríkisstjórnin ekki ámæl-
isverð fyrir það, að hún vill ekki okra á því erlenda smjöri,
sem inn er flutt. Á smjör þetta er lagður 30% verðtollur,
auk hæfilegrar álagningar fyrir rýrnun o. fl. Þetta virðist
vera nokkuð. Og það er ofur skiljanlegt, að ríkisstjórn,
sem verður að beita harkalegum verðlagsákvæðum á
öllum sviðum, sjái sjer illfært að okra taumlaust á slíkri
nauðsynjavöru sem smjöri.
Enda þarf ekki að óttast það, að sá litli smjörskamtur,
sem nú er í boði, verði til þess að draga úr innlendri smjör-
sölu. Menn vilja miklu stærri skamt og kaupa áreiðan-
lega innlenda smjörið, þótt dýrara sje.
Vtl
verti ó
h r i ^a r:
XJR DAGLEGA LIFINU
Vor.
LENGRI DAGAR og mildari
veðurkaflar, þó enn geri hríð og
hret, gefa fyrírheit. um vor. Sól-
in er komin hærra á loft og hækk
ar með degi hverjum. Bráðum
kemur rauðmaginn á markaðinn,
ef karlarnir geta náð sjer í net-^
stubb. Strákarnir fara að sparka
suður á Iþróttavelli. „Nú fer mað
ur að hugsa um sumarbústaðinn“,
sagði kunningi minn, sem jeg
varð samíerða í matinn í gær.
„Ekki ertu farinn að hugsa um
að flytja í sveit strax“, varð mjer
að orði. „Nei, en það fer að vera
kominn tími til að huga að bú-
staðnum. Daginn er farið að
lengja“.
Það er altaf eftirvænting í
huga okkar Islendinga, þegar við
hugsum um, að vorið sje að
koma, því á eftir því kemur sum-
arið. En þó vorið sje ekki komið
ennþá, þá hafa allir leyfi til að
dreyma. Það er meira að segja
skattfrjálst — ennþá að minsta
kosti.
Blettirnir okkar.
ÞEIM FÆKKAR stöðugt tún-
blettunum okkar hjer í höfuð-
borginni. Bæjarstjórnin hefir þó
gert lofsamlegar tilraunir til að
prýða ýmsa bletti í bænum. Þeg-
ar bæjarbúar fara að hugsa um
vorið og gróandann, verðum þeim
lit.ið til þessara bletta, sem eru
aimennings eign og þeir hugsa
sjer þá græna og fagra.
Þessvegna sárnar mönnum að
sjá einstaka menn ganga kæru-
leysislega um grasblettina í bæn
urn og eyðileggja þá, þannig, að
ekki eru líkur til að þeir grói
nokkru sinni aftur. Þannig er
það með grasblettina á Hring-
brautinni vestur með bæjarbygg
ingunum, eða Fánaborg. I fyrra-
sumar var búið að gera þannig
að blettunum, að þeir voru sann-
kölluð bæjarprýði, til yndis og
ánægju fyrir þá, er þarna vestur
frá búa og aðra, sem þar áttu
leið um.
•
Skemdarverk.
EN NÚ virðist alt það góða
verk hafa verið unnið fyrir gýg.
Einstaka menn virðast gera sjer
að skyldu að troða niður blett-
ina, einmitt núna í leysingunum,
: þegar þeir eru viðkvæmastir.
iBilstjórar aka yfir blettina, og
i núna fyrir nokkrum dögum festi
| einn bílstjóri vagn sinn á bletti
i við Hringbrautina og það svo
rækilega, að hann varð að setja
]keðjur á hjólin til að ná bílnum
| út á götuna aftur. Vitanlega var
skemdarvargurinn kærður, en
| það bætir ekki flagið, sem þarna
] varð, þó manngarmurinn fái
sekt.
Það ætti að vera útlátalaust og
fyrirhafnarlítið fyrir fótgangandi
menn og ökumenn að sneiða
fram hjá blettunum á Hringbraut
inni. Gatan er þarna tvíbreið og
víðar er þrengra á götum bæj-
arins, þar sem fólk og vagnar
kemst leiðar sinnar, án þess að
fara út af götunni.
•
Arnarhóll.
ÞÁ ER það eitt ótvífætt merki
þess, að menn sjeu farnir að
hugsa til vorsins og gróandans,
!að kunningjar mínir eru farnir
að skrifa mjer brjef um Arnar-
jhói. Þ. E. segir t. d.:
j „Undanfarin ár hefir verið
sýnd lofsverð framtakssemi í að
prýða og laga Arnarhólstúnið.
Ljóta girðingin er hqrfin, blóm-
um og trjám hefir verið plantað,
gangstígar lagðir um túnið og
góðri rækt komið í það. Þetta
hafa bæjarbúar kunnað að meta,
því á hverjum góðviðris sumar-
degj hefir mátt líta hundruð
manna á túninu, sem hafa forðað
Isjer úr göturyktinu og notið þar
sólarinnar".
x *
Vantar bekki.
EN Þ. E. VILL láta setja fleiri
bekki á túnið á Arnarhóli, með
fram gangstígunum, til þess að
koma í veg fyrir, að menn troði
niður grasið meira en þörf er á.
Segir brjefritari, að túnið verði
j sumstaðar að flagi, einkum þar
sem skjól er.
ITel jeg víst, að hinn áhuga-
sami og ágæti garðræktarráðu-
!nautur bæjarins geri það, sem
honum fanst helst til bóta í þess-
um efnum. Það er rjett, að Arn-
arhóllinn er ei'nn vinsælasti al-
! mennings hvíldarstaður í bænum
að sumarlagi og virðist vera sjálf
1 sagt að gera það, sem hægt er,
í til að bæta hann á alla lund.
e
Safnahúsið.
! LANDSBÓKAVÖRÐUR, Finn-
ur Sigmundsson, hefir bent mjer
á, í sambandi við það, sem sagt
var um Safnahúsið og ytra útlit
þess hjer í dálkunum fyrir
skömmu, að þak hússins hafi ver-
ið málað í fyrrasmuar og ákveð-
ið hafi verið að lagfæra húsið að
utan þegar í vor.
Munu flestir fagna þessum tíð-
índum, því að Safnahúsið hefir
sannarlega ekki verið neinum til
sóma undanfarin ár.
í
Visa um Kjarval.
| G. BJ. SENDIR „Dáglega líf-
inu“ þessa vísu, sem hann kvað
á sýningu Kjarvals:
Hans huga bindur
hver Islands tindur.
Hið dulda seiðir
á huldar leiðir.
Um frera klúngur
og fjallabungur
hann fer, en eigi
fjöldans vegi.
•
Almanakið 1945.
EF YKKUR hefir ekki tekist
að ná í almanak eða dagatal fyr-
, ir árið 1945, þá getið þið bætt úr
því, ef þið eigið gamalt dagatal
frá árinu 1934. Það er nefnilega
alveg eins og dagatal núverandi
árs.
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
Eftir Raymond Moley
(Newsweek).
í SÍÐASTA stríði var þetta við-
kvæðið hjá Frökkum: „Húnarnir
vei ða að borga“. Bretar sögðu hið
sama, en bættu við: „Húnarnir
verða að borga með peningum út
i hönd“. En Húnarnir borguðu
ekki neitt. í stað þess fengu þeir
að láni hjá fyrrverandi óvinum
sínum til að byggja tæki til að
ráðast á þá á ný. Þessi einkenni-
lega staðreynd skýrir, hvers-
vegna Yaltaráðstefnan bætti við
á eftir orðinu „skaðabætur": ,,í
friðu“.
Saga stríðsskaðabótanna eftir
síðustu styrjöld hófst á friðarráð-
stefnunni. Ráðstefnan ákvað
ekki upphæð stríðsskaðabótanna,
en fól nefnd að ákveða það, og
skaðabæturnar voru ákveðnar
sem svarar til 32—35 biljón doll-
urum.
★
En Þjóðverjar áttu ekkert gull
og gátu ekki greitt í neinu nema
pappírsmörkum upp í hinar ár-
legu greiðslur, sem námu um
3.000.000.000 dollurum. Enginn
vildi pappírsmörk. Þjóðverjar
buðu þá 80.000 iðnaðarmenn.
Frakkar höfnuðu því boði vegna
þess, að þá vantaði vinnu fyrir
sínar eigin verksmiðjur og verka
menn: Lloyd George sagði 1923:
„Við höfum 3.000.000 atvinnu-
lausa“. Frakkár tóku við dálitlu
af kolum, þar til þeir fóru að
reka sínar eigin kolanámur.
Bretar voru ekki ánægðir með
það, því það varð til þess, að
þeirra eigin námaverkamenn
urðu atvinnuiausir.
★
En nú komu Bandarikjamenn
til sögunnar og lánuðu Þjóðverj-
um 5 biljónum dollara. Með þessu
fje greiddu Þjóðverjar stríðs-
skaðabætur að nokkru, en not-
uðu talsverðan hluta til að end-
urbyggja iðnað sinn. Með Young-
samþyktinni var allverulega dreg
ið úr skaðabótagreiðslum Þjóð-
verja. En svo kom kreppan 1929.
Bandaríkjamenn hættu að lána
og fjármálalegt hrun varð í
Þýskalandi 1931. Síðar sama ár
fjellu Bretar frá gullinnlausn og
amerískir bankar lentu í vand-
ræðum. Þá kom lánsfrestur
Iíoovers til að hjálpa þjóðum,
sem skulduðu Bandaríkjamönn-
um. Þegar lánsfresturinn rann út
1932 neituðu Frakkar að greiða
vexti og afborganir. Herriot, sem
vildi greiða skuldir Frakka, sagði
af sjer. Bretar greiddu sín lán
eftir nokkurt þóf. I júnímánuði
sama ár neituðu Frakkar enn að
greiða sínar skuldir, en Bretar
greidd sem svaraði 10% af sín-
um skuldum. Aðrar þjóðir kváð-
ust ekki geta greitt sínar skuld-
ir, þar ú meðal voru Ítalír, BelgL
ir, Pólverjar og Grikkir. Þessum
þjóðum var leyft að fresta
greiðslum sínum. Finnar voru
eina þjóðin, sem hjelt áfram að
greiða sínar skuldir. Eftir 1938
var horfið með öllu frá kröfum
um lánsgreiðslur. (En Finnar
lijeldu þó enn áfram að greiða
sínar skuldir og gera enn).
ir
Þjóðverjar höfðu endurréist
iðnað sinn, að miklu leyti með
arnerískum lánum, og allur þessi
iðnaður fjell í hendur Hitler
1933. Rússar fylgdust með þess-
um fjármálaleik með kaldhæðn-
isbrosi. Þeir hófu að koma upp
stóriðnaði, en á meðan á því
stóð gerðu Þjóðverjar innrás í
Rússland og eyðilógðu meiri
hluta þeirra verksmiðja, sem
komið hafði verið upp í Rúss-
iandi.
★
Hugmyndin um skaðabætur að
þessu sinni er blátt fram þessi:
Þjóðverjar skulu koma aftur til
Rússlands, óvopnaðir, og' byggja
upp það, sem þeir hafa eyðilagt.
Aðrir Þjóðverjar eiga að vera
eftir heima og framleiða þar það,
sem Rússar geta notað frá þeim.
Á þann hátt geta Þjóðverjar
ekki komist hjá því að greiða
ófriðarskaðabætur að þessu sinni.
Þær verða að greiðast í friði.
■ 11 ’ I t * > ' i i • * i : í t ‘f í .
I .* ■
■i ,
iít