Morgunblaðið - 14.03.1945, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1945, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐlt) Miðvikudagnr 14. mars 1945 14 — Clint hjelt dálitla áminn- ingarræðu yfir hópnum, áður en þeir lögðu af stað. „Þið verðið að hlýða mjer. Þiö megið ekki skjóta. Þið haf- ið næg vopn önnur — og svo megið þið nota hnefana eins og ykkur lystir. Við verðum að hraða okkur út, á hverri stöð, áður en þeir fá svigrúm til þess að senda aðvörun símleiðis til }>æstu stöðva. Við hendum þeim út úr skrifstofunum, tökum Þsekurnar, og skiljum eftir nokkra menn, til þess að verja stöðina. Við hörfum ekki aftur þaðan, sem við erum komnir, og við verðum að hafa tekið allar stöðvarnar fyrir kvöldið. Þegar eimpípan flautar þrisvar, verðið þið að þjóta út, hvar sem þið eruð og hvað sem þið eruð að gera. Og nú leggjum við af stað!“ — Þetta var leikur einn fyr- ir þessa menn. Þeir fóru að, eins og þeir væru að smala fje, og fanst ekki vanta annað en hestana, til þess að alt væri eins og það ætti að vera. Þeir tóku hverja stöðina á fætur annari. Þegar eimpípan flautaði þris- var, þustu þeir út úr lestinni, með ópum og óhljöðum, vopn- aðir bareflum, með byssurnar til reiðu, þrátt fyrir allar að- varanir Clint. Þeir rjeðust inn í skrifstofurnar, tóku bækurn- ar og höfðu sig síðan á brott. Þótt íbúar borganna væru orðnir vanir langvarandi bar- dögum og óspektum í þessari illræmdu járnbrautarrimmu, og þess vegna hættir að kippa sjer upp við það, þótt þeir yrðu varir við stimpingar einhvers- staðar, horfðu þeir með undr- un, blandinni aðdáun, á aðfarir þessara stóru, fönguleg« Texas- búa. I broddi fylkingar var há- vaxinn maður, með hvítan, barðastóran hatt, og á eftir hon um yaggaði dvergvaxin vera, með pípuhatt, klædd skrautleg um einkennisbúningi, mjög svo hjákátleg á að líta. Texas-búarnir voru dálítið hjátrúarfullir, og þegar dverg- urinn hafði komið til þeirra og sagt þeim, að hann væri lífvörð ur Clint — en Clint mætti samt ekki vita, að hann væri með — höfðu þeir tekið honum tvfcim höndum og falið hann. þar eð þeir voru sannfærðir um. að hann væri sendur þeim til heilla af forsjóninni. — Clint hjelt sig mestmegnis í vjelarhúsinu. Hann var stöð- ugt að skygnast um. „Jeg sje ekkert til þeirra enn þá“, sagði hann við Les. „Skyldi Gíd Fish hafa verið að fara með fleipur eitt?“ „Nei“, ansaði Les stuttlega. „Við eigum aðeins eftir fimtán mílur til Binghampton“, sagði Clint. „Já — en nú erum við að fara inn í jarðgöngin“, sagði Tracy. „Þau eru löng, og þú skalt vera á varðbergi, meðan við ökum í gegnum þau. Má, vera, að þú græðir eitthvað á því“. Clint greip til byssunnar. „Þú leynir mig einhverju". Tracy glotti, ,,Þú ert orðinn j taugaóstyrkur, siðan þú först að hafa samneyti við þessa milj- ónamæringa í Austurríkjun- um“. Clint bölvaði og ætlaði að þrífa til hans, en í því öskraði Les: „Það er eitthvað á braut- inni! Jeg finn það! Guð minn ' góður — þeir sitja þó ekki fyr- ir okkur í jarðgöngunum!“ | Andartak horfðu mennirnir þrír þegjandi hver á annan. !„Settu á fulla ferð!“ hrópaði , Clint því næst. ,,Við verðum að komast út úr göngunum hið skjótasta“. Lestin hafði hægt á ferðinni, þegar hún fór inn í göngin. I „Þeir geta ekki stokkið af, ef jeg set á fulla ferð“. „Þeir hafa stokkið af ótemj- um — svo að þeir ættu að geta stokkið af eldgamalli járnbraut j arlest, þótt hún sje á fullri ferð. Þú verður að koma okkur hjeð- an út. Við látum ekki veiða okkur eins og mýs 1 gildru —“. | Hann teygði höfuðið út um gluggann á vjelarhúsinu, en sá ekki handaskil fyrir sóti og reyk. Hitinn var óþolandi og svitinn bogaði af andliti hans. Eftir dálitla stund rofaði ofur- lítið til, svo að hann gat greint höfuð og herðar mannanna, sem teygðu sig út um gluggana á vögnunum. Þeir fundu á sjer, að hætta var á ferðum, og voru reiðubúnir að stökkva niður úr lestinni. Alt í einu kom Clint auga á hina lestina. Hún kom brunandi á móti þeim á fullri ferð. „Gefðu þeim merki!“ öskraði hann til Les. „Þeir koma hjer á móti okkur“. Eimpípan bljes þrisvar og mennirnir stukku niður úr lest inni, bölvandi, ragnandi, hnjót- andi. „Stökkvið þið!“ öskraði Les til Clint og Tracy. Þeir bjuggu sig tií þess að stökkva. og Clint hrópaði: „Komdu Les!“ | Lestin var nú komin út úr göngunum. „Já, jeg kem undir eins! Farið þið! Jeg ætla að setja á fulla ferð. Þeir náðu okkur ekki í jarðgöngunum, helvískir rokkarnir!“ Clint stökk niður, misti jafn- vægið og datt, en reis jafnskjótt á fætur aftur. Tracy kom á eft- ir honum. Þeir hlupu af stað — og Clint sá Les halla sjer á- fram. til þess að ná eins mikl- um hraða úr vjelinni og ger- legt var, áður en hann forðaði sjer. Lestirnar rákust saman á !fullri ferð, og þyngri eimreiðin mölbraut þá Ijettari. — í gegn um allan hávaðann heyrðust öskrin í- kúrekunum: Yip-eee! Eeeee-yow! Þeir geystust á- fram, með bareflin á lofti, og hóparnir tveir nálguðust óð- fluga hvorn annan. Það var bersýnilegt, að hópur Clint var fjölmennari en Binghampton- hópurinn. Clint Maroon var í broddi fylkingar. Hann brosti ánægju- lega, því að þetta átti nú við hann! A næsta andartaki hafði flokkunum tveim lostið saman, ’ og alt fór í eina bendu. Þetta voru ægileg áflog — frumstæð- ur bardagi með hnefum, bar- eflum og fótum. „Skjótið ekki!“ öskraði Clint. „Berjið þá í klessu!“ Þessir menn voru óvanir því að mega ekki nota byssurnar. En þeir hlýddu og reyndu að gera það, sem þeir gátu, með hnefunum, fótunum, kylfunum og öxunum. Alt í einu kom Clint auga á litla mannveru — sem hann kannaðist ofur vel við — í skrautlegum einkennisbúningi, með pípuhatt, og innilegt á- nægjuglott á andlitinu. Þetta var Cupide! Hann hamaðist jeins og óður væri, skallaði ó- vinina í óæðri endann, brá fyr- ir þá fæti og stökk síðan ofan á þá, veifaði- pípuhattinum og rak upp ógurlegt Indíánaöskur. Þótt Clint hefði í mörg horn að líta, nam hann staðar, með galopinn munninn af undrun. Svo rak hann upp skellihlátur og hrópaði til dvergsins: „Snaut aðu burt, afstyrmið þitt! Forð- aðu þjer, áður en þú verður troðinn undir!“ Dvergurinn reyndi að ryðja sjer braut til hans. Hann pat- aði með höndunum, skældi sig ægilega í framan og benti aft- ur fyrir Clint. Clint sneri sjer við. Bak við hann stóð stór, ruddalegur náungi, með skóflu á lofti, sem hann ætlaði að keyra í höfuð honum. Clint hafði rjett aðeins tíma til þess að beygja sig og bera fyrir sig handlegginn. Skóflan kom í olnboga hans og rann þaðan niður á síðuna. Clint^hnaut við og sá, sjer til mikillar skelfing- ar, að maðurinn reiddi skófí- una til höggs öðru sinni. Á því andartaki komst aðeins ein hugsun að hjá honum: Maður af Maroon-ættinni lætur drepa sig með skóflu — og svívirðir með því alla ætt sína! En nú var Cupide kominn til þeirra. Hann vatt sjer að þrælnum og rak hausinn af alefli í kvið hon um. ‘ Skóflan fjell úr höndum hans og skar Clint fyrir ofan annað augað, um leið og hún kom niður. Hann fann til skerandi sárs- auka og misti meðvitundina. Seytjándi Kapítuli. Mikið var um dýrðir í Banda- ríkjagistihúsinu kvöldið, sem grímudansleikurinn átti að j vera. Húsið var alt uppljómað og marglit ljósker höfðu verið j hengd á trjen í garðinum. Þjón ! ar og þjónustustúlkur höfðu ver j ið á þönum allan daginn til þess 'að Ijúka öllum undirbúningi af ; fyrir kvöldið, og fegurðardísir gistihússins höfðu yfirleitt hald ið sig innan luktra dyra. — Fyrir miðjum danssalnum sat frú Van Steed og í kring- um hana stóð heill kvennafans jað vanda. Þær höfðu augun á dyrunum og gerðu heimspeki- jlegar athugasemdir um þá, er inn komu.. Æfintýr æsku minnar (^JJ. (J. ~s4nderien 25. að þetta væru upphá stígvjel, svo jeg hafði þau utan yfir buxunum í kirkjunni. Það marraði í stígvjelunum, og' þetta marr gladdi mig innilega, — að hugsa sjer, að allt fólkið gæti nú heyrt, að stígvjelin væru ný, en svo fjekk jeg ákaft samviskubit vegna þess að jeg skyldi vera að hugsa um annað eins fánýti og stígvjel á jafn hátíðlegri og þýðingarmikilli stund, í stað þess að beina huganum til Guðs. Jeg bað Guð að fyrirgefa mjer þetta og fór svo aftur að hugsa um stígvjelin mín. Síðustu árin hafði jeg sparað saman alla þá skildinga, sem jeg fjekk við ýms tækifæri, og þegar jeg fór að telja þetta saman, átti jeg þrettán ríkisdali, jeg varð alveg steinhissa, þegar jeg komst að því, að jeg ætti svona mikla upphæð, og þegar móðir mín var að segja mjer, að nú yrði jeg að fara að læra klæðskeraiðnina, þá grátbað jeg hana að lofa mjer heldur að fara til Kaupmannahafnar, sem mjer fanst þá myndi vera mesta borg heimsins. „Og hvað heldurðu að verði um þig þar?” spurði mamma. „Jeg vil verða frægur!” svaraði jeg og sagði henni hvað jeg hefði lesið um mikla menn, sem voru fátækir í æsku, „Maður þarf fyrst að reyna svo ákaflega margt illt, — og svo verður maður frægur!” Löngun mín til höfuðstað- arins var alveg óskiljanlega sterk. Jeg grjet og bað og að lokum ljet mamma undan, en ljet fyrst sækja svokallaða gamla spákonu af sjúkrahúsinu og spáði hún fyrir mjer í spil og kaffi. „Sonur þinn verður mikill maður”, sagði gamla konan, „Einhvern tíman verður Odenseborg ljósum skreytt tii heiðurs honum!” Mamma grjet, þegar hún heyrði þetta, og hafði nú ekki lengur neitt á móti því að jeg færi. En allir nágrannarnir og aðrir, sem um þetta heyrðu, töluðu um það við móður mína og sögðu, að það væri blátt áfram skelfilegt að sleppa mjer til Kaupmannahafnar. mjer, sem væri ekki nema 14 ára og dæmalaust barn enn þá, og Kaupmannahöfn væri svo langt í burtu, væri svo Stór og villugjörn borg, og þar þekti jeg engan. „Já, en jeg hefi Augun jeg hvDJ meS GLEBAUGUM frá TÝLL .AMERISKUR blaðamaður, sem var nokkuð veill til heils- unnar, dvaldi í gistihúsi einu i Englandi sjer til heilsubótar. Allir gestirnir þar voru enskir nema hann. Þeir voru allir mjög alúðlegir við blaðamanninn, að undanskilinni miðaldra konu, sem ekki gat þolað Ameríkana. Það snerti fínu taugar hennar að vera í návist þeirra. Hún fór til húsráðandans og bar sig upp við hann. Sagðist aldrei hafa komið á þennan stað nema bara af því, að, hún hafi haldið, að þar fengju ekki aðrir gistingu en Englendingar. Gestgjafinn maldaði í móinn, kvað blaðamanninn vera besta jnáunga, sem ekki gerði neitt á jhluta neins. Konan tók þá upp á því að niðra amerísku þjóð- dnni í viðurvist hans. Tók blaða maðurinn þessu öllu með hinni mestu rósemi. Dag nokkurn sagði konan við hann, þegar verið var að borða kvöldverð: — Þjer hafið auð- |VÍtað heyrt um Crippen-morð- málið? Hvaða álit hafið þjer á samlanda yðar, þessum dr. Crippen? — Jeg held, að hann sje ekki með öllum mjalla, sagði Amer- íkaninn. ■— Jæja, haldið þjer það? sagði hún sigri hrósandi. — Já, hann hlýtur óhjá- kvæmilega að hafa verið brjál- aður. Áð myrða ameríska konu til þess að giftast enskri! ★ Maður nokkurj sem ætlaði að ferðast með farþegaskipi, ljet skrá sig á farþegalistann og lenti hann í klefa með Major Reynolds, sem einnig var á far þegalistanum. Litlu eftir að skip ið var lagt úr höfn kom mað- Urinn æðandi til stýrimannsins, — Heyrið þjer, hrópaði hann fokvondm-, það getur verið yð- ur dýrt spaug að setja mig í klefa með Major Reynolds. Jeg hvorki get nje vil vera með þessum major í klefa og' jeg ímynda mjer, að majorinn sje á sama máli. ; — Hvaða ástæðu hafið þjer fyrir því, að vilja ekki vera með herforingja í klefa? i — Enga, yfirleitt, en það vill svo til, að þetta er herforingi úr hjálpræðishernum — og for- nafnið er Maríanna. USTERINEl Tannkrem —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.